Morgunblaðið - 25.10.2007, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 25.10.2007, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2007 49 HRIKALEGA SPENNANDI FRÁ HÖFUNDI METSÖLUBÓKARINNAR TÍMI NORNARINNAR Saga um lífsháskann í mannlegum samskiptum „Mjög skemmtileg persóna … kaldhæðinn, gagnrýninn á lífið og tilveruna … mæli hiklaust með henni … heldur manni vel við efnið.“ Katrín Jakobsdóttir / Mannamál, Stöð 2 „… mjög góður og flottur krimmi … skemmtilegar pælingar … og ráðgátan sjálf er spennandi og trúverðug … betri en Tími nornarinnar.“ Kolbrún Bergþórsdóttir / Kiljan, RÚV „Ein af stóru hetjunum eða antihetjunum í íslenskum krimmum.“ Sigmundur Ernir Rúnarsson / Mannamál, Stöð 2 „Algjör snilld! Einar blaðamaður er ein- staklega skemmtileg persóna, vona að ég geti lesið um ævintýri hans næstu áratugina!“ Guðríður Haraldsdóttir / blog.is „Aðdáendur Árna munu ekki verða fyrir vonbrigðum.“ Kolbrún Bergþórsdóttir / 24 stundir METSÖLULISTI EYMUNDSSON skáldverk KNATTSPYRNUMAÐURINN David Beckham hefur verið valinn sá karl- mannlegasti á lista vefjarins AskMen.com. Alls tók rúmlega milljón manns þátt í valinu á þeim karlmannlegasta úr heimi fræga fólksins. Beckham flutti til Bandaríkjanna í sumar eftir að hann skrifaði undir samning við knattspyrnuliðið Los Angeles Galaxy. Leikarinn Matt Damon var í öðru sæti listans en leikarinn George Clooney, sem var í efsta sæti listans í fyrra, hafnaði í áttunda sæti hans í ár. Topp tíu listinn hjá AskMen. 1. David Beckham 2. Matt Damon 3. Timbaland 4. Roger Federer 5. Justin Timberlake 6. Daniel Craig 7. Steve Jobs 8. George Clooney 9. Lewis Hamilton 10. Christian Bale Karlmannlegastur Reuters Karlmannlegur David Beckham þykir með þeim flottari í dag. TITILLINN Dauðaskammtur kann að hljóma nokkuð ógnvænlega og fráhrindandi í eyrum viðkvæmra sálna, en þegar betur er að gáð reynist innihald þessa hljómdisks langt frá því að vera banvænt. Með honum hrind- ir Þór Eldon í framkvæmd göml- um áformum sín- um og Dags Sig- urðarsonar skálds um samstarf sem varð ekki úr meðan Dagur lifði. Upptökurnar með Degi eru frá 1985, en þær tilheyra ljóðasnældu sem Þór hafði umsjón með upp- tökum á og gefin var út hjá Gramm- inu undir heitinu Fellibylurinn Gloría. Tónlistin sem Þór hefur nú sett við ljóðalestur Dags er létt- úðugt rafpopp með greddulegum undirtóni, sem rödd hans flýtur yfir, skýr og látlaus, og tekst Þór að setja upptökurnar við tónlistina á þann hátt að samspilið verður næst- um því eins og um lifandi flutning sé að ræða. Þó gera eiginleikar kass- ettuhljóðsins með allt að því of stórum skammti af bergmáli að verkum að maður staðsetur upptök- urnar í tíma og rúmi. Lögin eru stutt eins og upplestrarnir sjálfir, sem er gott. Diskurinn rennur í gegn hratt og örugglega án þess að verða of dramatískur eða artí. Því hentar ágætlega að spila hann til að vekja vafasama stemningu í stutta stund, hvort sem ætlunin er að leggja stíft við hlustir eða hafa hana í bakgrunninum. Það er í öllu falli ekki ónýtt að eiga nú þann mögu- leika að setja Dag Sigurðarson á fóninn endrum og eins. Dagur á fóninn TÓNLIST Geisladiskur Lög eftir Þór Eldon við upptökur af Degi Sigurðarsyni, sem les eigin ljóð. Dauðaskammtur – Dagur Sigurðarson, Þór Eldon  Ólöf Helga Einarsdóttir Á SÍÐASTA ári kom út hljóm- diskur sem hefur að geyma tónverk eftir fjögur sam- tímatónskáld við kvæði Ólafs Jóns- sonar frá Söndum (f. ca 1560, d. 1627), en hann var, samkvæmt Kára Bjarnasyni sérfræðingi í hand- ritadeild Landsbókasafns, eitt vin- sælasta og virtasta skáld þjóðar- innar fyrr á tímum. Hvert tónskáld- anna fjögurra hefur sína einstöku nálgun á viðfangsefnið og tekst þeim öllum vel upp. Bára og Þuríður fara báðar þá leið að notast við laglínur sem finna má við ljóðin í handritum, en Tryggvi leitast við að fanga stemninguna með eigin lagi og Hugi notast við einfaldan kóral sem út- gangspunkt. Aftur á móti eiga verk Báru og Tryggva það sameiginlegt að vera eins og ómar frá fornum tíma, meðan tónsmíðar Þuríðar og Huga eru nær samtímanum, hvað hljóðfæranotkun og hljómaáferðir snertir. Söngurinn á diskinum er frábær, hreinn og tær og umfram allt fókuseraður. Hljóðfæraleikurinn er einnig mjög góður, sem og upp- tökur og hljóðvinnsla. Bæklingurinn er innihaldsríkur og útlit umslagsins mjög smekklegt og vel til passandi. Í stuttu máli er hér á ferðinni sérlega eigulegur hljómdiskur með fallegu og áhugaverðu efni í fyrirtaks flutn- ingi. Glæsilegur minnisvarði TÓNLIST Geisladiskur Tónverk samin við kvæði eftir Ólaf Jóns- son frá Söndum eftir fjögur samtíma- tónskáld; þau Báru Grímsdóttur, Tryggva M. Baldvinsson, Þuríði Jónsdóttur og Huga Guðmundsson. Stjórnandi: Bern- harður Wilkinson. Flytjendur: Sönghóp- urinn Gríma; Kirstín Erna Blöndal, sópr- an, Guðrún Edda Gunnarsdóttir, alt, Örn Arnarson, tenór, og Benedikt Ingólfsson, bassi. Með þeim leika: Hildigunnur Hall- dórsdóttir, fiðla, Herdís Anna Jónsdóttir, víóla, Bryndís Björgvinsdóttir, selló, Ey- dís Franzdóttir, óbó, Oddur Björnsson, altbásúna, Steef van Oosterhout, slag- verk og Douglas A. Brotchie, orgel. Upp- tökustjórn og hljóðvinnsla: Halldór Vík- ingsson, Fermata hljóðritun. Sönghópurinn Gríma – Sálin þýða  Ólöf Helga Einarsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.