Morgunblaðið - 25.10.2007, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 25.10.2007, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2007 51 Stærsta kvikmyndahús landsins Syndir Feðranna kl. 6 - 8 - 10 B.i. 12 ára Good Luck Chuck kl. 8 - 10:20 B.i. 14 ára The Kingdom kl. 5:40 Heima - Sigurrós kl. 6 - 10:20 Veðramót kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 14 ára Miðasala á HVERNIG STÖÐVAR ÞÚ ÓVIN SEMER ÓHRÆDDUR VIÐ AÐ DEYJA? FRÁ FRAMLEIÐANDANUM MICHAEL MANN OG LEIKSTJÓRANUM PETER BERG eeee “MARGNÞRUNGIN SPENNUMYND MEÐ ÞRUMUENDI„ EMPIRE Sýnd kl. 5:40, 8 og 10:20 B.i. 16 ára FRÁ FRAMLEIÐANDANUM MICHAEL MANN OG LEIKSTJÓRANUM PETER BERG eeee “MARGNÞRUNGIN SPENNUMYND MEÐ ÞRUMUENDI„ EMPIRE HVERNIG STÖÐVAR ÞÚ ÓVIN SEM ER ÓHRÆDDUR VIÐ AÐ DEYJA? eeeee - FBL eeeee - BLAÐIÐ eeeee “HEIMA ER BEST” - MBL eeeee “MEÐ GÆSAHÚÐ AF HRIFNINGU” - DV eeeee - Q “TOP 10 CONCEPT FILMS EVER” - OBSERVER eeee - EMPIRE eeeee - L.I.B, TOPP5.IS Sími 530 1919 www.haskolabio.is Mögnuð heimildarmynd, sem segir örlagasögu drengjanna, sem vistaðir voru á Breiðavík á árunum 1952-1973. HANN BEIÐ ALLT SITT LÍF EFTIR ÞEIRRI RÉTTU... VERST AÐ HANN BEIÐ EKKI VIKU LENGUR FRÁBÆR GRÍNMYND FRÁ LEIKSTJÓRUM "THERE´S SOMETHING ABOUT MARY" -bara lúxus Sími 553 2075 Sýnd kl. 5:40, 8 og 10:20 B.i. 12 ára www.laugarasbio.is Kauptu bíómiða í Háskólabíó á Kauptu bíómiða í Háskólabíó á Sýnd kl. 5:30, 8 og 10:30 B.i. 16 ára eeee „Syndir feðranna dregur engan á tálar með tilfinningalegu klámi eða ofsafengnu fári fjölmiðlanna... Kröftug og átakanleg samfélagsádeila... ...vel unnin heimildar- mynd sem nýtur þess tíma sem hún fékk til að þroskast.“ - R. H. – FBL eeee „Nálgun leikstjóranna er afar fagleg og það sama má segja um myndina í heild.“ - DV eeee „Uppbygging myndarinnar er mjög snyrtileg. Allt frá kynningunni til endalokanna er passað upp á það að ofbjóða ekki áhorfendum“ - A. S. - MBL TOPPMYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG eeee „ein af betri heimildamyndum sem gerð hefur verið á Íslandi“ - G.H.J., Rás 2 Sagan sem mátti ekki segja. eeee - B.B., PANAMA.IS m.a. besta mynd ársins, besti leikstjóri ársins og besta handrit ársins 11 tilnefningar til Edduverðlauna Þegar menn slá inn nafninu BernardScudder í Gegni, samskrá íslenskrabókasafna, koma upp tæplega þrjú hundruð færslur frá síðustu tveimur ára- tugum. Þegar nánar er að gáð sjáum við að Bernard Scudder hefur þýtt sögur, kvæði, sýningaskrár, Íslandslýsingar og margt fleira, allt frá Hávamálum til Arnaldar Indriðasonar. Hann hefur þýtt margt ann- að yfir á móðurmál sitt, ensku, og er einn af mikilvirkustu og vönduðustu þýðendum á það heimsmál sem íslenskir höfundar og íslensk þjóð hafa við notið.    Íslensk menning með sínar 300 þúsundnúlifandi sálir og arfleifð genginna í kynslóða malnum hefur lengst af ekki ver- ið hávær í alheimi og hefur það verið vegna tungumálsins sem gefið hefur okkur hornsteininn að þeirri sjálfsmynd sem við búum við. Sú einangrun var rofin með rit- um latínumanna um Ísland og þýðingum á latínu og önnur erlend mál og það er enn helsta leiðin fyrir Íslendinga til að taka þátt í hinum stóra heimi á eigin for- sendum; hverfi þýðingarnar þýðir það um leið að hinn sami hornsteinn sjálfsmynd- arinnar er horfinn.    En þótt sjálfsmyndin sé byggð á íslensk-unni er hún ekki til mikils ef hún sést ekki utan heimatúnsins, heimskt er heima- alið barn segir máltækið, og sjálfsmyndin er ófullkomin án annarra, hún er já líka fyrir þá. Þannig eru manneskjur eins og Bernard Scudder ekki aðeins ómissandi til að miðla íslenskri menningu á erlendu máli, heldur auðga þær sjálfar íslenska menningu með verkum sínum og speglun hennar í hinum erlenda menningarheimi.    Þannig öðlaðist ég dýpri skilning á ljóð-inu Stórborg eftir Hannes Pétursson við lestur þýðingarinnar eftir Bernard Scudder undir titlinum Metropolis, ljóði um einsemd í framandi stórborg, framandi heimi sem um leið opnast út í nýjar víddir: I find my way out, an open path leading to another context, the larger, more complex whole of a labyrinth where no one knows what’s at the centre. Við sitjum að vissu leyti öll ein inni í völ- undarhúsi og reynum að sleppa án þess að reyna að nota útgönguleiðina sjálfa eins og ljóðið segir í öðru erindi, en lok þess hér segja okkur að til sé annað og stærra sam- hengi, völundarhús vissulega líka, en innsta miðja þess með hinum ógnvekjandi Mínótár er týnd, en kannski ekki horfin.    Þannig þýddi Bernard Scudder ljóð umeinsemd í völundarhúsi alheims, um sammannlega reynslu þeirra sem brotist hafa út úr sínu þrönga völundarhúsi og fundið annað, stærra samhengi; um leið fann hann fyrir okkur Íslendinga, íslenska menningu, skáldskap, listir, landslag, leið- ir að hinu stóra samhengi hins enskumæl- andi heims og gerði okkur þannig virkari þátttakendur á því sviði en við hefðum nokkurn tíma annars orðið. Nú er hann látinn og með honum ein skærasta rödd ís- lenskrar menningar í hinum enskumæl- andi heimi og þótt víðar væri leitað. gautikri@hi.is Bernard Scudder Að störfum „Þannig eru manneskjur eins og Bernard Scudder ekki aðeins ómissandi til að miðla ís- lenskri menningu á erlendu máli, heldur auðga þær sjálfar íslenska menningu með verkum sínum og speglun hennar í hinum erlenda menningarheimi.“ AF LISTUM Gauti Kristmannsson »Nú er hann látinn og meðhonum ein skærasta rödd íslenskrar menningar í hin- um enskumælandi heimi og þótt víðar væri leitað.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.