Morgunblaðið - 08.11.2007, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.11.2007, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FRÉTTASKÝRING Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is „ÉG átti ekki von á að sjá svona vexti á Íslandi nokkurn tíma aftur. Ég hélt að þessi tími væri liðinn,“ segir Frið- rik St. Halldórsson, framkvæmda- stjóri viðskiptabankasviðs Kaup- þings banka. Vextir á ríkistryggðum skammtímabréfum eru núna 8% en voru 3,4% fyrir þremur árum. Þetta ástand hefur leitt til þess að íbúða- lánavextir hafa hækkað mjög mikið. Það eru engar ýkjur að segja að staða fólks sem er að kaupa húsnæði hafi gjörbreyst á síðustu þremur ár- um. Þegar bankarnir komu inn á íbúðalánamarkað á miðju ári 2004 var verð á fasteignum allt annað en í dag. Meðalverð á 130 fermetra íbúð í Reykjavík var þá um 17 milljónir, samkvæmt gögnum frá verðsjá fast- eigna. Bankarnir buðu þá 4,15% vexti og hægt var að fá 90% lánsupphæð- arinnar á þeim vöxtum. Á þessum þremur árum sem liðin eru hefur fasteignaverð hækkað mikið og nú er sams konar íbúð seld á yfir 33 millj- ónir. Vextirnir eru komnir upp í 6,4% hjá Kaupþingi og líklegt að aðrir bankar fylgi í kjölfarið. Fólk sem vildi eignast slíka íbúð hefði kannski kom- ist af með 15 milljóna króna lán fyrir þremur árum og hefði þá borgað 51.875 krónur á mánuði í afborganir. Nú þarf fólk að taka 30 milljóna króna lán til að kaupa sömu íbúð og vextirnir eru komnir upp í 6,4%. Mánaðargreiðsla af slíku láni er 173.994 kr. Á þessu tímabili hafa laun hækkað um 28,7%. Þessar tölur sýna að kjör á lána- markaði hafa versnað mikið. En stað- an er raunar verri en þetta því að taka verður tillit til verðtryggingar og verðbólgu. Verðbólga undanfarið ár hefur verið á bilinu 4-6%. Það er því orðin tveggja stafa tala sem fólk borgar í vexti og verðbætur og verð- bætur bætast stöðugt við höfuðstól- inn. Viðbótarlán á hærri vöxtum Árið 2004 var farið að veita fólki 90% húsnæðislán og um tíma var hægt að fá 100% lán. Í dag á fólk ekki kost á því að fá meira en 80% lán. Sumar lánastofnanir miða við lóða- og brunabótamat og það þýðir að fólk á ekki endilega kost á 80% láni. Ingibjörg Þórðardóttir, formaður Félags fasteignasala, segir að hækk- un vaxta og þar af leiðandi hærri greiðslubyrði leiði til þess að sífellt erfiðara verði fyrir fólk að standast greiðslumat. Fólk sem fyrir tveimur árum gat fengið 18 milljóna króna lán sé ekki gjaldfært nema fyrir 13-14 milljónum í dag. Hámarkslán hjá Íbúðalánasjóði sé 18 milljónir og það sé augljóst slíkt lán dugi aðeins fyrir minnstu íbúðunum á höfuðborgar- svæðinu. Fólk sé því í þeirri stöðu að þurfa að taka viðbótarlán til skemmri tíma með mun hærri vöxtum eða fá veð hjá ættingjum eða vinum. Ingibjörg segir að það hafi orðið mikil afturför á lánamarkaði. Fólk sé í engri stöðu til að gera kröfu til bank- anna því það sé mjög lítil samkeppni á þessum markaði. Fátæku fólki sem sé að reyna að komast yfir íbúð sé í raun gert ómögulegt að kaupa íbúð vegna hárra vaxta. Staðan sé heldur ekki góð á húsaleigumarkaði. Húsa- leiga hafi hækkað mikið, m.a. vegna mikillar eftirspurnar frá útlending- um sem séu fjölmennir á leigumark- aði. Hafa heimild til að hækka vexti eftir fimm ár Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins bjóða allir bankar nema Kaupþing upp á lán bæði með föstum vöxtum og lán með vöxtum sem heim- ilt er að breyta á fimm ára fresti. Þetta þýðir að maður sem tók 1. sept- ember 2004 lán á 4,15% vöxtum getur átt von á því að fá bréf eftir tæplega tvö ár þar sem honum verður tilkynnt um að vextirnir verði hækkaðir. Landsbankinn hefur allt frá 2004 boðið tvenns konar íbúðalán, annars vegar lán á föstum vöxtum og hins vegar lán á vöxtum sem hægt er að endurskoða á fimm ára fresti. Í upp- hafi voru vextir á þessum lánum svip- aðir, en í dag eru lánin með endur- skoðunarákvæðinu með 0,7% hærri vöxtum. Haukur Agnarsson, deildar- stjóri fasteignaþjónustu Landsbank- ans, segir að fólk hafi tekið þessi lán jöfnum höndum. Það sé í höndum lán- takans að velja það sem honum henti. Ef lántakandinn hafi trú á að vextir fari hækkandi séu lán með föstum vöxtum betri, en ef hann telur líkur séu á að vextir lækki til langs tíma sé ávinningur að endurskoðunarákvæð- inu. Þegar bankarnir fóru að bjóða íbúðalán á lægri vöxtum greip fjöldi fólks til þess ráðs að endurfjármagna lánin og tók þá jafnframt stundum hærra lán til að greiða upp yfirdrátt eða til að kaupa bíl. Ingibjörg bendir á að fólk sem tók lán með endurskoð- unarákvæði kunni að standa uppi eft- ir nokkur ár með lán sem er með jafnháa vexti og áður. Það eina sem hafi breyst sé að lánið sé orðið hærra en áður og greiðslubyrðin þyngri. Meira um veðflutninga Sífellt meira er um að fólk flytji lánin með sér þegar það kaupi nýtt húsnæði. Ákvörðun sparisjóðanna, Kaupþings og Frjálsa fjárfestingar- bankans að neita fólki að yfirtaka eldri lán á hagstæðari vöxtum muni án efa stuðla að því að enn meira verði um veðflutninga. Þetta þýðir að staða þeirra sem kaupa sína fyrstu íbúð hefur versnað enn frekar. Þeir þurfa ekki bara að kaupa dýrari íbúðir á hærri vöxtum heldur geta þeir ekki treyst á að geta yfirtekið gamalt lán á hagstæðari vöxtum. Ingibjörg er mjög gagnrýnin á þessa ákvörðun bankanna að neita íbúðakaupendum að yfirtaka eldri lán á óbreyttum vöxtum. Hún bendir á að veðið sé það sama og greiðandi upp- fylli þau skilyrði sem bankinn setti á sínum tíma. Friðrik St. Halldórsson, fram- kvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Kaupþings banka, sagði að lánin hefðu verið veitt með föstum vöxtum allan lánstímann. Í íbúðalánasamn- ingum Kaupþings banka voru ekki ákvæði um endurskoðun vaxta á fimm ára fresti, líkt og sumar aðrar lánastofnanir höfðu í sínum íbúða- lánasamningum. En hvers vegna er ekki lengur hægt að yfirtaka íbúða- lánin? „Í raun er verið að segja láninu upp með því að skipta um skuldara. Það er kominn annar aðili sem á að borga af láninu en sá sem fékk það í upphafi. Það er ekkert sjálfgefið að bankinn samþykki það,“ sagði Friðrik. Kaup- andi fasteignar með áhvílandi íbúða- láni frá Kaupþingi banka getur yfir- tekið lánið, en þá með hærri vöxtum. Friðrik segir að bankinn taki ekki uppgreiðslugjald, sem stendur, kjósi lántakandi að greiða upp gamalt íbúðalán. Gríðarleg breyting hefur orðið á lánakjörum á þremur árum Í HNOTSKURN »Kjarasamningar og nýstóriðja munu að mati Greiningardeildar Kaupþings leiða til þess Seðlabankinn hækkar vexti um 50 punkta hinn 20. desember næstkom- andi. » Íbúðalánasjóður býðurnúna lægstu vextina, 4,85%. Landsbankinn býður 5,75% vexti, Glitnir er með 5,8% vexti, SPRON með 5,95% vexti og Kaupþing er með 6,4% vexti. SÚ óvenjulega staða er núna á markaðinum að vextir sem Íbúða- lánasjóður býður í dag eru lægri en vextir á skuldabréfamarkaði. Yngvi Örn Kristinsson, framkvæmdastjóri verðbréfasviðs Landsbanka, segir að það borgi sig því að taka lán hjá Íbúðalánasjóði í dag til að kaupa skuldabréf. Árið 2004 var ávöxtunarkrafa skuldabréfa sem Íbúðalánasjóður gaf út 3,53% og þetta fjármagn not- aði sjóðurinn til að bjóða húskaup- endum lán á 4,15% vöxtum. Í síð- asta útboði sjóðsins var ávöxtunar- krafan 4,42% en útlánsvextir sjóðsins eru nú 4,85%. Nú er ávöxt- unarkrafa á markaði komin upp í 5,12%, en Íbúðalánasjóður hefur ekki tekið ákvörðun um hvenær hann fer út í nýtt útboð. Ekkert liggur því fyrir um hvenær vextir sjóðsins verða hækkaðir. Yngvi Örn telur sjóðinn vera of seinan til að hækka vexti og staðan núna sé óeðlileg. Með lægri vexti en markaðurinn  Hærra fasteignaverð, hærri vextir og lækkun hámarksláns veldur því að fólk stendur frammi fyrir miklu verri lánakjörum en fyrir þremur árum  Í skilmálum sumra lána sem tekin voru á 4,15% vöxtum er ákvæði um að endurskoða megi vexti á fimm ára fresti       % %$ % % %  %  "  # $ !   & '& '(  )*  +       , *  - %   ! Lán Það er betra að fara vel yfir lánakjörin áður en ákvörðun er tekin um að taka lán. Eins getur verið skynsamlegt að bíða með íbúðarkaup. „ÞAÐ er augljóst mál að það er verið að framkvæma kreppu á húsnæðis- markaði,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, um vaxta- hækkanir íbúðalána og breytingar fjármálastofnana varðandi yfirtöku lána. Þetta hafi mikil áhrif á kjör fólks og auðveldi ekki aðilum vinnu- markaðarins að ná niðurstöðu um gerð nýrra kjarasamninga. Innan verkalýðshreyfingarinnar hefur verið rætt um að nauðsynlegt væri að ræða um húsnæðismál í tengslum við gerð nýrra kjarasamn- inga, en þar hafa menn einkum verið að hugsa til breytinga á félagslega íbúðakerfinu og að einhverju leyti stöðu Íbúðalánasjóðs. Bankarnir hófu að bjóða íbúðalán um mitt ár 2004 og í kjölfarið lækk- uðu vextir mikið. Gylfi sagði að ýms- ir hefðu velt fyrir sér hversu var- anleg þessi vaxtalækkun yrði og hvaða langtímahagsmuni neytendur hefðu af þessari innkomu. Engan hefði hins vegar órað fyrir því að vextir myndu á þremur árum hækka um 50%. Raskar stöðu fólks Gylfi sagði að það væri engin launung á því að Seðlabankinn hefði um nokkurt skeið talað fyrir því að það myndi auka virkni peningamálastefnu bankans ef vextir á húsnæðislánum yrðu breytilegir þannig að vextir bæði á nýjum og eldri lánum fylgdu vaxtabreytingum Seðlabankans. Það myndi hins vegar raska algerlega stöðu fólks á húsnæðismarkaði. Fram að þessu hefði fólk sem er að kaupa húsnæði getað tekið við eldri lánum á hagstæðari vöxtum sem hvíla á húsnæðinu. Gylfi sagði að ef fjármálastofnanir væru farnar að setja sér reglur sem neyði kaupend- ur til að fjármagna öll fasteigna- kaupin með nýjum lánum sé verið að reyna að framkvæma meiri samdrátt á húsnæðismarkaði en menn hafi séð áður. Forstjóri Neytendastofu og við- skiptaráðherra hafa sagt að nauð- synlegt sé að skoða lögfræðilega hvort megi gera þetta. „Ég óttast að það sé fátt í lánasamningi sem stoppi þetta,“ segir Gylfi. Minni eftirspurn Líkur eru á að þessi mikla hækkun vaxta leiði til þess að það dragi úr eftirspurn eftir húsnæði því fólk haldi að sér höndum í von um að vextir lækki síðar. Fasteignasalar tala einmitt um að það sé beygur í fólki og greinilegt sé að fólk sé að hugsa sig um. Minni eftirspurn eftir húsnæði ætti að leiða til þess að verð á húsnæði lækki, en fasteignaverð hefur hækkað um 16,2% á þessu ári. Verið að efna til kreppu á húsnæðismarkaði Gylfi Arnbjörnsson Einar Már Jónsson Bréf til Maríu „Bókin er hinn mesti skemmtilestur og raunar sprenghlægileg á köflum.“ Þröstur Helgason – Lesbók Morgunblaðsins, 21. apríl 2007 „Einari tekst að glæða sína einföldu bréfræðu slíku lífi með tungutaki og orðaforða að textinn leiftrar hvar sem gripið er niður.“ Viðar Þorsteinsson – Viðskiptablaðið, 24. maí 2007 „Bréf til Maríu er hressilegur gustur um hjalla mannvísindanna og slær hroll að ýmsum við þann lestur.“ Páll Baldvin Baldvinsson – Fréttablaðið, 16. júní 2007 „Bréf til Maríu hefur þann höfuðkost að strax er maður gripinn fögnuði yfir að sjá móðurmáli sínu beitt af kunnáttu við að móta hugsunina.“ Kristján B. Jónasson – Herðubreið, ágúst 2007 Vandaðar bækur fyrir vandláta lesendur sími 561 0055 • www.ormstunga.is Önnu r pre ntun kom in !
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.