Morgunblaðið - 08.11.2007, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 08.11.2007, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2007 21 „FRÁ því að Gosi var frumsýndur í um miðjan október hefur aðsókn verið mjög mikil og uppselt á allar sýningar fram að jólum,“ segir Guðjón Pedersen leikhússtjóri Borgarleikhússins um sýningar á fjölskylduleikritinu Gosa í leikgerð Karls Ágústs Úlfssonar og leik- stjórn Selmu Björnsdóttur. „Það er sérlega ánægjulegt að sjá börn og unglinga í fylgd með pabba og mömmu, afa og ömmu, streyma í leikhúsið og halda þaðan glöð og sæl að sýningu lokinni.“ Guðjón segir að sagan um Gosa sé mikil þroskasaga. „Við lögðum mjög mikið í þessa sýningu enda er leikurinn, leikmyndin, búningar og tónlist ævintýri líkast. Skilaboðin eru skýr, að segja satt og láta ekki ánetjast af því sem leitt getur til óhófs og ólifnaðar. Kærleikurinn, væntumþykjan og skynsemin leiðir Gosa af glapstigum inn á rétta braut lífsins. Við ákváðum svo að fara nýja leið með tónlistarflutning í sýningunni með því að fá sinfón- íuhljómsveitina í Sofia í Bulgaríu til þess að leika undir. Við lítum á það sem hluta af þeim þroska sem ung- viðið upplifir að heyra klassískan hágæða flutning tónlistar.“ Á næst- unni kemur út geisladiskur með lögum sýningarinnar og jafnframt verður gefin út bók um Gosa og lífs- sögu hans. Gosa farnast vel Uppselt á allar sýningar fram að jólum Gosi Kærleikurinn, væntumþykjan og skynsemin leiða hann af glapstigum inn á rétta braut lífsins. Morgunblaðið/Kristinn MYNDLIST Listasafn ASÍ – Ásmundarsalur JBK Ransu - XGeo III Til 18. nóvember 2007. Opið þri. til sun. kl. 13-17. Aðgangur ókeypis. ÞAÐ ER áræðið litaspil sem blasir við sjónum þegar komið er inn á málverkasýningu JBK Ransu í Ás- mundarsal Listasafns ASÍ við Freyjugötu. Verkin eru fremur stór og á myndfletinum eiga sér stað margvísleg sjónræn og fag- urfræðileg átök. Sterkir litir berjast um athygli augans og kalla fram skemmtilegan blekkingaleik: sterk- gulur bakgrunnslitur í einu verk- anna „brýst“ í gegnum umferð af blágrænu og aðra af dökkbláu – fram í forgrunninn og skapar um leið spennu milli tvívíðrar og þrí- víðrar skynjunar. Uppbygging verk- anna er meitluð. Á sýningunni vinnur listamað- urinn meðvitað með útlitseinkenni tveggja „tegunda“ afstraktmálverks samkvæmt listsögulegu flokk- unarkerfi, þ.e.a.s. strangflat- armálverksins og athafnamálverks- ins: rendur, köflur og doppur (sem eru raunar beintengdar op-listinni) mæta óreglulegri „slettum“ sem þó eru ekki síður mynsturkenndar en hitt. Sú aðferð Ransu að vinna á flatan, grafískan hátt með ákveðinn útlits- þátt athafnamálverksins stríðir á móti hugmyndinni um sérstaka pensilskrift/tjáningu sem byggist á reynslu listamannsins og sprettur af líkamlegum „athöfnum“ hans. Reynslan sem Ransu virðist einkum leitast við að miðla er leiðsluástand af ýmsu tagi – þar sem sjálfið rennur saman við einhvers konar algilt afl – og sem tengist m.a. málaraathöfn- inni sjálfri. Þessi viðleitni skýrir áhersluna á geómetrísk form og endurtekningu. Snerting listamannsins verður þó ekki alveg þurrkuð út: sé rýnt í myndflötinn má merkja nærveru málarans í pensilförunum. Í tveimur verkanna minnir mynstrið á handar- eða fingraför: þar mætti ætla að skírskotað sé til handbragðs lista- mannsins – sem felst í þessu sam- hengi í nokkurs konar „vörumerki“ eða persónulegum „stíl“ þar sem hann finnur einstaklingsbundinni tjáningu farveg. Anna Jóa Stefnumót stílbragða Morgunblaðið/Brynjar Gauti kl. 08 :00 ÁMORGUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.