Morgunblaðið - 08.11.2007, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 08.11.2007, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2007 17 Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is ÚTLITIÐ var gott fyrir stjórn And- ers Fogh Rasmussen, forsætisráð- herra Danmerkur, þegar hann boðaði til þingkosninganna sem verða á þriðjudag, nær hálfu öðru ári fyrir til- settan tíma. Efnahagurinn er afar traustur, atvinnuleysi hið minnsta sem verið hefur í 30 ár. Kannanir bentu til að samsteypustjórn Venstre, flokks Fogh, og Íhaldsflokksins myndi halda velli en hún nýtur stuðn- ings Danska þjóðarflokksins sem á þó ekki aðild að stjórninni. En síðustu vikurnar hafa mælst miklar sveiflur í fylgi flokka og alls ekki útilokað að Fogh verði að láta embættið af hendi eftir sex ára valda- skeið. Fylkingar annars vegar hægri- flokkanna þriggja og jafnmargra vinstriflokka gætu orðið jafnstórar og þurft að biðla til a.m.k. annars miðju- flokksins og hugsanlega beggja til að tryggja sér nægan stuðning á þingi. Baráttan um efsta sætið Jafnaðarmenn hafa átt erfitt upp- dráttar síðustu árin og eru ekki leng- ur stærsti flokkurinn á þingi, þann sess skipar nú Venstre. Leiðtogi jafn- aðarmanna, hin 44 ára Helle Thorn- ing-Schmidt, hefur ekki mikla reynslu í stjórnmálum. Hefur and- stæðingum hennar tekist að notfæra sér þann veikleika og mun fleiri kjós- endur segjast í könnunum treysta hinum þrautþjálfaða, 54 ára gamla Fogh til að stýra landinu en henni. Flokkurinn sem samkvæmt hefð lendir oftast í oddaaðstöðu á þingi er Radikale Venstre sem eftir orðanna hljóðan er róttækur vinstriflokkur en í reynd miðjuflokkur menntamanna. Sögulegar aðstæður fyrir rúmlega öld valda nafngiftinni og einnig því að Venstre ber sitt heiti þótt um sé að ræða frjálslyndan hægriflokk. Nýr flokkur, Nýtt bandalag, varð til á árinu þegar Naser Khader klauf sig út úr RV og tók með sér einn af liðsmönnum gamla flokksins og reyndar einn af fulltrúum Íhalds- flokksins einnig. Svo mikill var stuðn- ingurinn við Khader og flokk hans í könnunum að um tíma virtist hann myndu geta gerbreytt flokkaflórunni. Töldu margir að Khader, sem vitað er að vill fremur samstarf við borgara- legu flokkana en vinstrimenn, myndi verða ákjósanlegur kostur sem stuðn- ingsflokkur stjórnar Venstre og íhaldsmanna. Flokkarnir tveir eru nú háðir Danska þjóðarflokknum og leiðtoga hans, Piu Kjærsgaard, á þingi. Kjærsgaard er afar umdeildur stjórnmálamaður, oft skilgreind sem hægri-pópúlisti og hefur jafnaðar- mönnum gengið illa að verjast til- raunum hennar til að höfða til verka- manna sem óttast samkeppni frá innflytjendum um störf ófaglærðra. Hún er eindreginn andstæðingur þess að fleiri innflytjendur fái að koma til landsins. Sumir af liðsmönn- um hennar hafa beinlínis æst til hat- urs á innflytjendum. En síðustu vikuna tók að halla und- an fæti hjá Khader, m.a. vegna hvers kyns undarlegra yfirlýsinga nokk- urra frambjóðenda hans sem urðu til að rýra traust fólks á honum og voru í algeru ósamræmi við yfirlýsta stefnu Nýs bandalags. Og það sem verra var, gerðu flokkinn hálfhlægilegan, eins og einn fréttaskýrandinn orðaði það. Flokkurinn getur þó eftir sem áður hafnað í lykilstöðu ef þingsætin skiptast þannig að mjög mjótt verði á mununum. En aðrir rifja upp kosningarnar 1998. Þá voru það færeyskir kjósend- ur, sem eins og Grænlendingar velja tvo þingmenn á danska þingið, sem tryggðu jafnaðarmönnum stjórnar- forystuna. Munurinn í Færeyjum var aðeins 89 atkvæði – og Poul Nyrup Rasmussen gat haldið áfram að stjórna Danmörku. Fogh tefldi djarft og gæti tapað Leiðtoginn nýtur mikils trausts í könnunum en stjórnin á í vök að verjast Morgunblaðið/Ómar Við öllu búnir Tveir af lífvörðum Margrétar Danadrottningar við Amalien- borgarhöll. Flókin staða á þinginu eftir kosningarnar gæti valdið því að þáttur drottningar í stjórnarmyndunarferlinu yrði meiri en venjulega. Í HNOTSKURN »Naser Khader er 44 ára gam-all, sonur palestínsks föður og sýrlenskrar móður og fluttist til Danmerkur 11 ára gamall. Hann þykir vera frábært dæmi um það hvernig innflytjandi frá múslímalandi geti aðlagast dönsku samfélagi og berst ákaft gegn trúarofstæki meðal músl- íma. »Árið 1994 var aðeins einnframbjóðandi til danska þingsins af erlendum ættum, að þessu sinni eru þeir 28, að vísu ívið færri en í síðustu kosn- ingum. Varast ber að oftúlka þá breytingu, hlutfallið er nú farið að nálgast það sem eðlilegt má telja miðað við fjölda innflytj- enda í landinu. ATHYGLI vekur að ýmis mál sem deilt hefur verið harkalega um síð- ustu árin, t.d. þátttaka Dana í hern- aðinum í Írak og Afganistan, hafa ekki enn orðið mikilvæg kosningamál í aðdraganda þingkosninganna á þriðjudag. Einnig má nefna innflytj- endamálin, tilraunir Danska þjóð- arflokksins til að auka andúð á inn- flytjendum og hræðslu við íslam hafa að mestu runnið út í sandinn. Hæst- virtir kjósendur sýna þessum mál- efnum minni áhuga en oft áður og flokkarnir haga áróðri sínum í sam- ræmi við kannanir. Reyndar benda stjórnmálaskýr- endur á að harkaleg innflytj- endastefna síðustu árin hafi dregið svo úr innflytjendastraumnum að margir Danir telji nú óþarft að stíga áfram á bremsurnar, kominn sé tími til að slaka til. Og atvinnurekendur eru flestir á því að Danmörku vanti fleiri vinnandi hendur, svo mikill er hagvöxturinn að skortur á vinnuafli er orðinn verulegt vandamál. Danska út- varpið spáði í lok október að mikið yrði fjallað um kjaramál í víðum skiln- ingi, einnig umbætur á félagslegri þjónustu, skattamál, loftslagsbreyt- ingar og umhverfismál og hefur þessi spá gengið eftir að verulegu leyti. Helle Thorning-Schmidt er 41 árs og varð leiðtogi jafnaðarmanna eftir mikinn kosningaósigur 2005. Það háir henni hve klofnir flokksmenn eru í ýmsum mikilvægum málum, þá er óhjákvæmilegt að stefnan verði stundum ósamkvæm sjálfri sér og reynsluleysi leiðtogans hefur líka spillt fyrir flokknum. Harkalega Helle En Thorning-Schmidt er að ná æ betri tökum á starfinu og kom það glöggt í ljós í tveim sjónvarps- einvígjum hennar við Anders Fogh Rasmussen. Hann hefur þótt fádæma jaxl í slíkum viðureignum, getur romsað upp úr sér tölum, er rökfast- ur, sjálfsöruggur og heldur stillingu sinni betur en flestir en mátti nú þakka fyrir jafntefli. Sumum mislík- aði þó harka Thorning-Schmidt og hneigð til að taka orðið af andstæð- ingi sínum. „Ef karlmaðurinn Fogh hefði verið svona aðgangsharður er öruggt að hann hefði verið sakaður um rudda- skap gagnvart henni,“ sagði einn af stjórnmálaskýrendum sjónvarpsþátt- arins Jersild & Spin. Frammistaða stjórnmálamanna er í þessum viku- lega þætti metin með vísindalegri ná- kvæmni, líkamstjáning túlkuð og les- ið á milli línanna. En eru innflytjendamálin svo eld- fim að þau geti enn ráðið úrslitum? Hugsanlegt er að Thorning-Schmidt hafi gert afdrifarík mistök á loka- sprettinum með því að hella sér út í deilurnar um innflytjendur. Jafn- aðarmenn hafa á þessum vettvangi lent á milli stóla. Í kosningunum 2005 misstu þeir bæði tiltrú þeirra sem fannst stjórn Fogh fylgja of harka- legri stefnu við að stemma stigu við innflytjendastraumnum en einnig þeirra sem óttast klofning í samfélag- inu fjölgi innflytjendum verulega. Til- finningaþrungnar umræður hafa far- ið fram um hlutskipti þeirra ólöglegu innflytjenda sem komið hefur verið fyrir í sérstökum bráðabirgðabúðum. Segull fyrir ólöglega innflytjendur? Vistin er ekki of góð í þessu búðum og hafa komið fram kröfur um að sumum íbúanna verði leyft að fara strax út í samfélagið og ná sér í vinnu og Thorning-Schmidt lýsti á þriðju- dag óvænt yfir stuðningi við þessar tillögur. En stjórnarsinnar segja að hættulegt sé að slaka svo mjög til, landið geti orðið segull fyrir ólöglega innflytjendur. Ralf Pittelkow, stjórnmálaskýr- andi Jyllandsposten, segir að stjórn- arandstaðan hafi staðið vel að vígi meðan hún einbeitti sér að því að gagnrýna frammistöðu Fogh í vel- ferðarmálum, ávallt megi finna þarfir sem ekki hafi verið sinnt. En með út- spili sínu hafi Thorning-Schmidt snú- ið sókn í vörn. „Kannski verður sagt að úrslit þessara kosninga hafi ráðist 6. nóvember. Þegar Thorning opnaði öskju Pandóru,“ segir Pittelkow en í öskjunni var, samkvæmt goðafræði Grikkja, geymt allt það sem orðið gat til ills. . / 0 1 2 3  4 5    67  8  9: 9 ;  < # = :      )     /   >  ?, 6  @,   (   /   AB C   6  /     D   67 < ?, E    6  (   )   $ !$ $ !$" "$ "$" $! "$  $! $  !$% % " &  %" " # $ &  #  $  "  "#  "# $% %& '& "( () "" * *( Helle Thorning- Schmidt Anders Fogh Rasmussen Opnuðu jafnaðarmenn „öskju Pandóru“? Hver á Norðurpólinn? Málstofa um réttarstöðu Norður-Íshafsins Þjóðmenningarhúsinu föstudaginn 9. nóvember kl. 11-14. Dagskrá: 11.00 Ávarp Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur utanríkisráðherra. 11.15 Ron Macnab, meðlimur Norðurskautsnefndar Kanada: The Central Arctic Ocean - Shrinking Ice and Expanding Jurisdiction. 11.45 Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunarinnar: Fiskveiðar á norðurslóð við breyttar aðstæður. 12.15 Veitingar í boði Hafréttarstofnunar Íslands. 13.00 Douglas Brubaker, Fridtjof Nansen-stofnuninni: The Northern Sea Routes - Legal Considerations. 13.30 Pallborðsumræður og fyrirspurnir. Þátttakandi ásamt frummælendum: Trausti Valsson, prófessor í skipulagsfræði við Háskóla Íslands. 14.00 Slit. Málstofustjóri: Tómas H. Heiðar, þjóðréttarfræðingur í utanríkisráðuneytinu, forstöðumaður Hafréttarstofnunar Íslands. Málstofan er öllum opin á meðan húsrúm leyfir. m b l 9 30 68 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.