Morgunblaðið - 08.11.2007, Page 50

Morgunblaðið - 08.11.2007, Page 50
50 FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand GRETTIR! HJÁLP! ÉG ER FASTUR Í BAÐKARINU! HELYPTU LOFTINU ÚR KÚTNUM ÞÍNUM, AULINN ÞINN! ÉG ER AÐ BREYTAST Í SVESKJU! BIÐUR ÞÚ OFT, LÍSA? ÞAÐ ER RÉTT... ÞAÐ ER ERFITT AÐ TALA UM TRÚARBRÖGÐ ÞETTA ER FREKAR PER- SÓNULEG SPURNING... ERTU AÐ GERA LÍTIÐ ÚR MÉR? ÞÚ HELDUR KANNSKI AÐ ÞÚ SÉRT KLÁR, ER ÞAÐ EKKI? ÞÚ HELDUR KANNSKI AÐ ÞÚ GETIR BARA KOMIÐ HINGAÐ OG SPURT MIG AÐ... GÍRAFFINN ER EITT AF SKRÍTNUSTU DÝRUM JARÐAR. SÉRSTÖK LÍKAMS- BYGGING HANS HENTAR UMHVERFINU VEL... VEGNA ÓTRÚLEGRAR HÆÐAR SINNAR GETUR HANN NÁLGAST NÆRINGU SEM ÖNNUR DÝR NÁ EKKI TIL EF MAÐUR VILL KOMAST LANGT Í LÍFINU ÞÁ ER NAUÐSYNLEGT AÐ HLUSTA Á ANNAÐ FÓLK... ÉG VIL AÐ ÞÚ MÁLIR HÚSIÐ Í DAG! EN AUÐVITAÐ EKKI KONUNA ÞÍNA ALLT Í LAGI... TOGAÐU Í ÞETTA REIPI, KLIFRAÐU UPP STIGANN OG LOSAÐU ÞIG SÍÐAN ÚR ÞESSUM ÓSÝNILEGA KASSA ÞRAUTIR FYRIR LÁTBRAGÐSLEIKARA Æ, NEI! ÉG ÁTTI AÐ HAFA AUGA MEÐ SEX KRÖKKUM, EN ÉG SÉ ENGAN... ÉG EINBEITTI MÉR OF MIKIÐ AÐ ÞVÍ AÐ SKOÐA SÝNINGARGRIPINA... NÚNA GÆTU ÞAU VERIÐ HVAR SEM ER Í SAFNINU EF ÉG VÆRI KRAKKI Í SAFNI... HVERT MUNDI ÉG FARA? BINGÓ! Á MEÐAN MARY JANE KASTAST Í ÁTT AÐ VEGGNUM... ÉG VERÐ AÐ GRÍPA HANA MEÐ VEFNUM MÍNUM... OG TOGA HANA Í ÁTT AÐ ÖRYGGISNETINU ÉG MÁ EKKI MISSA MARKS dagbók|velvakandi Samband: Halló! Halló! ÞVÍ miður getur „gifting“ (athöfn- in að giftast) ekki komið í stað orðanna hjúskapur eða hjónaband. Hvers vegna er ekki hreinlega hægt að tala um samband? Út frá því væri hægt að nota: Syndsamband (skýrir sig sjálft), skattsamband (skattlögð sambúð), staðfest samband (hjá fógeta) og vígt samband (hjá viljugum klerki). „Samband“ gæti verið sáttmáli tveggja einstaklinga um að lifa saman, elska, virða og styðja hvor annan í blíðu og stríðu. (Ein- staklingur er karlkyns orð, en get- ur hvort sem er vísað til kvenna eða karla.) „Þar til dauðinn aðskilur okkur“ virðist ekki virka nógu vel, svo að ég legg til að ekkert verði til- greint um efndir eða uppsögn sáttmálans, nema eitthvað sem gengur fyrir dómstólum í skiln- aðarmálum. Ég er sammála séra Baldri Kristjánssyni að prestum á ekki að vera í sjálfsvald sett hverja þeir vígja. Þá kemur að því að þeir geta farið að neita að skíra, ferma, gifta og jarða fólk, sem þeim er illa við. En vígi þeir ein- hverja á annað borð, hlýtur það að vera vígsla. Ég ítreka áður framsetta skoð- un mína að tvær konur geta ekki orðið hjón né tveir karlar. Þá get ég alveg eins heimtað að heita kona (brjóstin eru reyndar að stækka). Þórhallur Hróðmarsson. Sólargeisli frá Íslandi á Spánarströnd SANNARLEGA gladdi það mig að sjá þátt Magnúsar Scheving og félaga í spænska ríkissjónvarpinu, 12. okt. sl. en það var klukku- stundar þáttur. Þetta var á besta tíma dags, þegar fólk leitar inn vegna hitans eða milli klukkan eitt og tvö síðdegis. Magnús fór á kostum og hin með honum. Boð- skapurinn hitti einmitt mjög vel í mark. Svo vildi til að umræða hafði farið fram um offitu barna og hreyfingarleysi. Skólabörn á Spáni eins og í svo mörgum öðrum löndum í Evrópu eru að verða of feit og hreyfing minnkar stöðugt. Yfirvöld heil- brigðismála eru með sterkan áróð- ur til að hamla á móti þessu og vara við ofáti á „skyndibita“ í margvíslegu formi. Magnús sýndi vel hvað holl og góð fæða gerði fyrir börnin. Hann kom með epli og appelsínur og talaði um gildi slíks mataræðis. Skemmtilegt að Íslendingur benti á þetta í spænsku sjónvarpi. Við munum mörg að aðeins einu sinni á ári fengum við slíkt í munn eða rétt fyrir jólin. Maður varð stoltur af Magnúsi og félögum. Megi velgengni varða veg þeirra um ókomin ár. Jón Ármann Héðinsson, eldri borgari. Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is ÞRÁTT fyrir rysjótt veður eru börnin glöð og skemmta sér úti á leikskól- anum Tjarnarborg. Hér virðist herramaðurinn hafa boðið frökeninni með sér í ímyndaða ferð um víðan völl á jarðföstum rugguhesti þar sem dreng- urinn ekur og stúlkan er farþegi. Ekki er pláss fyrir þriðja aðilann sem kannski kemst sjálfur á fararskjótanum í sína ferð þegar hesturinn losnar. Morgunblaðið/Ómar Úti að leika Opið hús - Sóleyjarrima 7 (íbúð 0202) - Bjalla 22 104,5 fm, 3ja herbergja íbúð á 2. hæð í ný- legu lyftuhúsi byggt árið 2005. Lýsing eignar: 2 góð svefnherbergi bæði með skápum, þvottahús, baðherbergi, rúmgóð stofa og opið eldhús. Stórar suðursvalir. For- stofa er með flísum á gólfum og góðum skáp- um. Herbergi eru með skápum og á gólfum er parket. Stofa og eldhús eru með parketi á gólfi, út úr stofu er gengið út á stórar suðursvalir. Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf. Myndavélasími. Íbúðin getur verið laus til afhendingar fljótlega. Verð 26,8 millj. Eigendur, Sveinn og Kristín, taka á móti gestum milli 18 - 19 í dag. Nánari upplýsingar gefur Páll Höskuldsson sölustjóri 864 0500 e-mail: pall@fasteignakaup.is Erna Valsdóttir lögg. fast.-, skipa- og fyrirtækjasali. Sími 515 0500 www.fasteignakaup.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.