Morgunblaðið - 08.11.2007, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 08.11.2007, Blaðsíða 44
44 FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Sigríður BennýGuðjónsdóttir fæddist á Hvamms- tanga 20. maí 1931. Hún lést á sjúkra- húsinu Hvamms- tanga 26. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðjón Ingi- mar Magnússon smiður, f. á Ljúfu- stöðum í Kollafirði 31.5. 1889, d. 16.3. 1969, og Þorbjörg Davíðsdóttir húsmóðir, f. á Fossi, Þverárhreppi, f. 4.9.1903, d. 27.1. 1947 Bræður Sigríðar Bennýjar: Magnús Kristinn f. 12.10. 1920, d. 16.12. 1999. Guðmundur Svavar, f. 17.7. 1923, d. 17.6. 1997. Gestur, f. 20.7. 1933. Sigríður Benný giftist 29.12. 1950 Pálma Þórði Hraundal bifreiðastjóra, f. 8.7. 1912, d. 13.5. 1979. Foreldrar hans voru Sig- urlaug Guðmundsdóttir, f. 23.2. 1885, d. 28.3. 1930, og Ásgeir Hraundal, f. 13.6. 1887, d. 5.5. 1965. Sigríður Benný og Pálmi eignuðust 2 börn. Stúlka, f. 14.6. 1949, d. 14.6. 1949. Hallgeir Sig- mar, f. 28.8. 1953, giftur Helgu Jakobsdóttur f. 8.9. 1950. Börn þeirra eru Jakob, f. 24.4. 1975, í sambúð með Söndru Guð- laugu Zarif, f. 14.11. 1979, barn þeirra er Ísak Geir, f. 17.9. 2007. Berglind Þóra, f. 15.3. 1979, í sam- búð með Sigurði Garðari Flosasyni, f. 28.6. 1978. Barn hennar er Alex Rafn Guðlaugsson, f. 18.2. 2000. Sigríður Benný ólst upp á Hvammstanga í for- eldrahúsum. Fyrir utan heim- ilisstörf starfaði hún hjá Kaup- félagi Vestur-Húnvetninga og Verslun Sigurðar Pálmasonar. Sigríður Benný og Pálmi bjuggu í Ási, Hvammstanga í 25 ár þar til þau fluttu til Garðabæjar 1972 og síðan til Reykjavíkur. Eftir lát Pálma flutti hún í Einholt 7 og bjó þar í 20 ár. Hún starfaði við veit- ingastörf en lengst var hún gang- avörður í Hlíðaskóla og Laug- arnesskóla. Árið 2002 flutti hún til Hvammstanga í Nestún 2 og bjó þar til dauðadags. Útför Sigríðar Bennýjar fer fram frá Hvammstangakirkju í dag og hefst athöfnin kl.14. Elskulega amma mín er látin. Amma í Reykjavík eins og ég var vön að kalla hana var sérstök amma. Hún var ekki alveg eins og ömmur eru vanar að vera sem einmitt gerði hana svo skemmtilega og sérstaka. Ég man þegar ég var lítil hvað til- hlökkunin var mikil þegar ég vissi að amma í Reykjavík var að koma að heimsækja okkur í Borgarnes. Þá var ég vön að standa við eldhús- gluggann og bíða eftir að Skodinn renndi í hlað. Amma kom nú yfirleitt ekki tómhent úr Reykjavík og var þá hákarl og nammi oftast með í far- teskinu. Hákarlinn borðuðum við inni í bílskúr þar sem sumum fjöl- skyldumeðlimum fannst lyktin af honum ekkert sérlega góð. Á meðan amma brytjaði niður hákarlinn hjól- aði ég í hringi á bláa þríhjólinu mínu og önguðum við vel eftir þessa mál- tíð. Amma mín var vön að koma öll jól í Borgarnes til að vera með okkur og var ég vön að sofa við hlið hennar all- ar þær nætur sem hún dvaldi hjá okkur, þrátt fyrir hrotur hennar sem héldu manni stundum vakandi en það var þess virði að fá að sofa við hlið hennar. Þegar ég fór í keppnisferðalög til Reykjavíkur gisti ég oft hjá ömmu. Toppurinn á því að gista hjá ömmu var að við vorum vanar að borða kvöldmatinn á Kentucky af því að ömmu fannst nefnilega ekkert sér- lega gaman að elda og kom það sér vel fyrir mig þar sem þess háttar matur var í miklu uppáhaldi hjá mér. Á meðan á dvöl minni stóð hjá ömmu var hún eins konar einkabílstjóri minn og er eitt atvik sem situr fast í mér. Við vorum að keyra Sæbrautina og allt í einu var amma að keyra á móti umferð sem ég veit reyndar ekki hvernig henni tókst og var ekk- ert að kippa sér upp við þetta og fannst ég vera að gera einum of mik- ið úr þessu. Þrátt fyrir mikla hræðslu varð ég að sætta mig við aksturseig- inleika hennar af því hún var mér sem leigubílstjóri og rataði hún vel um höfuðborgina. Fyrir nokkrum ár- um lá leið ömmu aftur til Hvamms- tanga þar sem hún vildi fara aftur á sínar heimaslóðir. Henni leið mjög vel á Hvammstanga, en hennar var sárt saknað hér í Reykjavík. Ég talaði mjög oft við ömmu í síma og var umræðuefnið oftast um handavinnuna sem hún var að gera. Hún bjó til fyrir mig hin fallegustu jólakort og eru þau mér svo kær að ég mun örugglega ekki geta sent þau. Elsku amma, ég á eftir að sakna símtalanna okkar. Allar minningar okkar mun ég geyma í huga mínum til að segja börnum mínum frá hvað einstaka langömmu þau áttu. Það er erfitt að hugsa til þess að eiga ekki eftir að heyra rödd þína aftur eða finna fyrir snertingu þinni. Ég veit að þú ert komin á góðan stað þar sem þú ert og finnur ekki lengur til. Vertu sæl, amma mín, og takk fyr- ir allar skemmtilegu minningarnar okkar. Hvíldu í friði og guð varðveiti þig. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós, sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Þín, Berglind Þóra. Sigríður Benný Guðjónsdóttir Ó, dauði, taktu vel þeim vini mínum, sem vitjað hefur þreyttur á þinn fund. Oft bar hann þrá til þín í huga sínum og þú gafst honum traust á banastund. Nú leggur hann það allt, sem var hans auður, sitt æviböl, sitt hjarta að fótum þér. Er slíkt ei nóg? Sá einn er ekki snauður, sem einskis hér á jörðu væntir sér. Ei spyr ég neins, hver urðu ykkar kynni, er önd hans, dauði, viðjar sínar braut, og þú veist einn, hvað sál hans hinsta sinni þann sigur dýru verði gjalda hlaut. En bregstu þá ei þeim, er göngumóður og þjáðri sál til fundar við þig býst. Ó, dauði, vertu vini mínum góður og vek hann ekki framar en þér lýst. (Tómas Guðmundsson.) Með þessu ljóði Tómasar Guð- mundssonar viljum við kveðja elsku- legan bróður, mág og frænda. Ekki gat það hvarflað að okkur þegar við töluðumst við á miðviku- dagskvöldi að það yrðu okkar síðustu samræður. Við systkinin vorum að skipuleggja að hittast á föstudegin- um í tilefni af afmælisdegi föður okk- ar sem hefði orðið hundrað ára á árinu. Við ætluðum að eiga notalega stund saman í minningu foreldra okkar. En enginn ræður sínum næt- Ingólfur Arnarson ✝ Ingólfur Arn-arson fæddist í Reykjavík 25. ágúst 1943. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu 25. októ- ber síðastliðinn og var útför hans gerð frá Digraneskirkju 5. nóvember. urstað og það voru sannarlega óvæntar sorgarfréttir sem bár- ust okkur að morgni fimmtudagsins um að Ingi hefði látist í svefni um nóttina. Þar sem Ingi var átta árum yngri en undirrituð kom í hennar hlut að passa drenginn þar sem ekki voru önnur vist- unarúrræði í þá daga. Þær voru því ófáar stundirnar sem Ingi þvældist með stóru systur í vagnin- um og barnapían var orðin útsjón- arsöm og jafnvel farin að fá sér yngri barnapíur til að leysa af stund og stund. Það mynduðust sterk bönd milli okkar systkinanna sem héldust alla tíð og oft var skrafað í símann á kvöldin, bæði um mál líðandi stundar og gömlu góðu dagana. Ingi hafði alveg sérstakan hæfi- leika til að segja skemmtilega frá og sá jafnan kómísku hliðarnar á hlut- unum þó að alvaran væri líka alltaf til staðar þegar það átti við. Við áttum líka margar mjög skemmtilegar stundir með fjölskyld- um okkar þar á meðal í ferðalögum um landið og nú síðast í ágúst fóru þeir mágar ásamt tveimur öðrum fé- lögum í bráðskemmtilega ferð inn á hálendið þegar allt skartaði sínu feg- ursta þar. Hann var líka nýkominn heim úr tæplega fjögurra vikna ferð til Kína sem hann fór með félaga sínum og hafði óskaplega gaman af. Ingi átti 5 mannvænleg börn, tvær dætur, þrjá syni og fjögur barna- börn. Einnig átti hann stjúpdóttur, dóttur konu hans Halldóru Haralds- dóttur, sem hann missti fyrir rúmum fjórum árum, og stjúpafastrák sem hann bar mjög fyrir brjósti. Missir þeirra allra er mikill. Í huga okkar systrabarna Inga var hann nokkurs konar stóri bróðir, hann var ungur maður í námi og bjó heima hjá afa og ömmu þegar við vorum börn. Böndin héldust alla tíð, Ingi frændi var alltaf tannlæknirinn okkar og því hittum við hann með reglulegu millibili á stofunni sem og með fjölskyldunni. Alltaf sýndi hann okkur áhuga, fylgdist með okkur og fjölskyldum okkar, og ekki ofsögum sagt að hann hafi skipað sérstakan sess í okkar hjarta. Blessuð sé minning Inga. Sylvía, Magnús, Örn, Anna og fjölskyldur. Fallinn er frá Ingólfur Arnarson tannlæknir, aðeins 64 ára að aldri. Telst það ekki hár aldur í velmeg- unarsamfélagi okkar. Á Íslandi eru aðeins starfandi 284 tannlæknar, þannig að hver vinnandi hönd er mikilvæg og nauðsynleg í baráttunni við þá félaga Karíus og Baktus. Það er því umhugsunarefni í lítilli stétt að á tólf mánaða tímabili höfum við séð á bak fjórum tannlæknum í fullu starfi, mönnum sem gengu til starfa dag hvern og sinntu faglegum skyld- um stéttarinnar. Voru virkir í sínu starfi og sínum lífsins leik. Stétt tannlækna er það ung að brotthvarf starfandi tannlækna hef- ur mikil áhrif, en smá eru þau í snið- um miðað við missi ástvinar, missi vinar, missi félaga. Ingólfur Arnarson var lengi skóla- tannlæknir og var í stjórn Félags skólatannlækna um langt skeið. Samhliða starfi sem skólatannlæknir rak hann eigin stofu frá árinu 1971, nú síðast að Síðumúla 15 í Reykjavík. Tannlæknafélag Íslands vottar að- standendum samúð. Blessuð sé minning Ingólfs Arnarsonar. Tannlæknafélag Íslands. Laugardagurinn 13. október er dagur sem ég á aldrei eftir að gleyma, þegar mamma hringdi í hádeginu og sagð- ir að þú værir kominn upp á spítala, hefðir fengið slag. Óttatilfinningin sem kom átti því miður ekki eftir að hverfa. Tæpum tveim klst. síðar varst þú látinn. Þetta gerðist svo snöggt að ég trúi þessu varla enn. Þú varst frábær í alla staði, tókst mér og Jóu svo vel þegar þú og mamma byrjuðuð saman og ekki vorum við systurnar neitt auðveld- ar á þessum tíma. Þú lagðir þig all- an fram við að okkur myndi líka vel við þig. Þegar við fluttum í Heið- arbæinn reyndir þú að koma mikið til móts við okkur til að okkur myndi líða vel þar. Ég er þér mjög þakklát fyrir það og allt annað sem þú gerðir fyrir okkur. Árið 2005 fór ég að vinna hjá ykkur í Gaflinum, og það er ekki hægt að segja annað en að þú hafir verið frábær yf- irmaður, þú hafðir mikið jafnaðar- geð, varst alltaf í góðu skapi og stutt í grínið. Þeir eru ekki auðveld- ir dagarnir án þín þar núna. Þín er sárt saknað. Takk, elsku Valdi, fyrir allt sam- an. Við hjálpum mömmu að passa upp á Betu og Svenna. Blessuð sé minning þín. Kveðja Íris. Hann Valdi mágur er dáinn. Hann var ekki bara mágur minn, hann var vinur minn. Þær eru ógleymanlegar veiði- ferðirnar sem við fórum saman. Oft bar vel í veiði og stundum gekk ekki eins vel, en það sem stóð iðu- lega upp úr var þegar Valdi sá um matinn, því hann var galdramaður þegar kom að eldamennsku. Yfir- leitt þegar maður spurði hann hvað hann væri að elda, sagðist hann hræra einhverju saman sem varð að hreinustu veislumáltíð. Seinni árin fórum við mikið að veiða hvor í sínu lagi og þá hringd- um við hvor í annan á kvöldin og fengum veiðiskýrslur. Þá fórum við yfir hvernig gekk og hvaða flugur voru notaðar. Valdi sagði svo skemmtilega frá og þegar hann var að lýsa barátt- unni við fiskinn hvort sem hann var stór eða smár, þá varð maður sjálf- ur þreyttur eins og maður væri sjálfur búinn að landa fiski, slíkar voru lýsingarnar. Þegar undirbúningur var fyrir veislu, hvort sem það var skírn, af- mæli, fermingu eða brúðkaup þá tók hann ekki í mál annað en að taka þátt í því og hann virtist ekk- ert hafa fyrir því að galdra fram flottustu og girnilegustu veislur sem hægt var að halda. Valdemar Sveinsson ✝ ValdemarSveinsson fædd- ist í Reykjavík 5. júlí 1963. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 13. október síðastliðinn og var útför hans gerð frá Seltjarnar- neskirkju 22. októ- ber. Valdi var svo lán- samur að kynnast henni Ingunni sinni og eignuðust þau góða fjölskyldu og fal- legt heimili. Ég var svo lánsamur þegar þau skírðu tvíburana heima í Heiðabæ að fá að gefa Valda frá okkur þegar þau, komu flestum að óvörum og giftu sig í leiðinni. Síðustu árin hafa þau rekið saman veisluþjónustuna Gaflinn í Hafnar- firði, studd af eldri dætrum sínum og gekk það mög vel, slík var sam- staðan í fjölskyldunni þeirra. Í sumar sem leið var öll fjöl- skyldan í afmæli tvíburanna í Ólafs- geisla. Valdi stóð við grillið eins og vanalega og fylgdist með að allir fengju nóg að borða, á milli þess sem hann lék sér við börnin og barnabörnin sín. Þá sagði ég við hann „Þetta kalla ég að vera ríkur.“ „Já, ég veit það,“ sagði hann og horfði stoltur á börn og barnabörn sín. Valdi var góður vinur vina sinna. Hann endaði setningar iðulega á orðunum elskan eða vinur og mað- ur á eftir að sakna þess að heyra í honum. Hann var góður vinur barnanna okkar Sollu. Þegar þau áttu afmæli eða voru veik þá var hann manna fyrstur að bjóða aðstoð sína. Hann hafði gaman af því að segja sögur af sjónum eða öðrum ævintýrum og var gaman að sjá krakkana hlusta dolfallin á hann, því hann sagði svo skemmtilega frá. Ég kveð vin minn með miklum söknuði. Takk fyrir allt og allt. Benedikt (Bessi.) Kæri frændi. Þegar ég var á mínum uppvaxt- arárum kom ég oftar en ekki í pöss- un upp í Árbæ. Þú varst oft þar, ef ekki úti á sjó, og þá hafðir þú nógar leiðir til að gera daginn skemmti- legan, þó það væri nú bara það eitt að finna góða ævintýramynd til að horfa á með litla frænda. Uppáhalds myndin okkar var náttúrulega „Jason and the Argo- nauts“ frá 1963, her beinagrinda með sverð og risi sem lifði í sjónum, snilld. Við fórum í keilu, veiðiferðir, fótbolta og allt saman uppfullt af gríni og fjöri. Síðan var náttúrulega svo spennandi að sjá hvað þú hafðir keypt í útlöndum, eitthvað sem ekki fékkst hér, framandi nammi, He- man karlar og fl. Þú varst skemmti- legur og fyndinn frændi, og góður vinur minn. Mig langar að þakka þér fyrir skemmtilegan og góðan tíma. Kveðja, Sveinn Steinar. Það er erfitt að sætta sig við það að Valdi okkar sé farinn. Margar góðar minningar koma upp í huga minn eins og t.d. þegar þú gafst mér tunglsteininn, sagðir við mig að þú hefðir flogið til tunglsins bara fyrir mig til að ná í þennan stein. En einn hængur var samt á þessum steini og það var að ég mætti alls ekki setja hann út í sólarljósið því þá myndi hann breytast í stórt fjall. Ég varð svo hrædd og spennt að ég faldi hann lengst inni í skáp hjá mér og fann hann aldrei aftur. Einnig á ég sterka minningu um það þegar ég lá ein heima veik einn daginn. Þá kíkti Valdi óvænt á mig með gosdrykk handa mér (vissi að það myndi laga smá magaverkina). Valdi var algjör engill, alltaf svo góður við allt og alla, alltaf meira en tilbúinn til að hjálpa mér og öðr- um. Takk kærlega fyrir allar þessar góðu stundir sem við áttum saman. Guð blessi Ingunni, alla ættingja og vini þeirra, vænt um ykkur! Þín Arndís Ben.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.