Morgunblaðið - 08.11.2007, Blaðsíða 28
Eftir Örn Þórisson
ornthor@mbl.is
Margir Íslendingar kann-ast við siglingar áskurðum á Englandiog víðar um Evrópu.
Fólk er almennt sammála um að
slíkar bátsferðir séu ákaflega af-
slappandi og þægilegar um leið og
þær fullnægja sjómannseðli margra
án þess að vera of krefjandi.
Í júní sl. fórum við til Skotlands,
tvenn hjón, til að láta draum um
rólegt og afslappað sumarfrí rætast
og um leið upplifa örlitla sjó-
mennsku. Flogið var til Glasgow,
bíll leigður og keyrt ákaflega fagra
en hægfarna leið norður til Inver-
ness, höfuðstaðar Norður-
Skotlands.
Caledonian-skurðurinn liggur frá
Norðursjó þvert til Atlantshafs um
100 kílómetra leið sem er að hluta
handgerður en að mestu leyti er
farið um vötn. Hann var fyrst opn-
aður 1822 í þeim tilgangi að stytta
leið sjófarenda og tryggja öryggi
þeirra betur.
Haldið til Fort William
Bátaleigan Caley Cruisers leigði
okkur bátinn, sem rúmaði vel tvenn
hjón og gæti vel tekið fleiri, sér-
staklega börn. Bátaleigan gerir
engar kröfur um siglingaréttindi,
en það skaðar ekki að útnefna góð-
an sjómann í skipstjórastarfið, því
vissulega er það lúmskt erfitt að
Ljósmynd/Friðrik Sigurðsson
Á vit ævintýranna Bátar leggja af stað frá Inverness í vikulanga siglingu. Skipaskurður Farið í gegnum skipaskurðinn í Fort Augustus.
Siglt um Skotland
Ferðalangar Í lok ferðadags er gott að slaka á, Stella Aðalsteinsdóttir, Örn
Þórisson, Friðrik Sigurðsson, Edda G. Jónsdóttir
ferðalög
28 FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Auglýsendur!
Pantið fyrir klukkan 16
föstudaginn 23. nóvember.
Allar nánari uppl. veitir Katrín Theódórsdóttir
í síma 569 1105 eða kata@mbl.is
• Uppáhalds jólauppskriftirnar
• Uppskriftir að ýmsu góðgæti til
að borða á aðventu og jólum.
• Jólasiðir og jólamatur í útlöndum
• Villibráð á aðventunni
Meðal efnis er:
• Smákökur og jólakonfekt.
• Eftirréttir
• Jólaföndur
• Jólabækur og jólatónlist
Og margt, margt fleira.
Jólablaðið 2007
Hið árlega jólablað fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 30. nóvember.