Morgunblaðið - 08.11.2007, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 08.11.2007, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2007 45 Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (Vald. Briem) Elsku Ragnar. Mig langar að fá að þakka þér fyrir samveruna þau 35 ár sem að við átt- um saman. Þú sýndir mér alltaf um- hyggju og kærleik, alltaf spurðir þú um foreldra mína og fjölskyldu. Þú sagðir ekki mikið og varst ekki duglegur að koma í heimsókn til okk- ar, en ánægður þegar komið var til þín. Ef ég kom ekki með Stjána í heimsókn til þín í Hulduhlíð þá var spurt eftir mér, og hvernig ég hefði það. Þú spurðir alltaf eftir börnunum okkar og fylgdist alveg með hvar þau voru og hvað þau gerðu. Rétt áður en þú fórst var annað barnabarnið hjá okkur í heimsókn, og við vorum að fara frá þér, þá kallaðir þú á okkur og spurðir um hina með fullu nafni. Þær Katla Rún og Hekla Rán eiga eftir að sakna afa gamla þegar komið er á Eskifjörð. En Krummavísur og Ríðum, ríðum hratt hratt í skóginum eiga eftir að lifa lengi og verður haldið vel á lofti, og svo öll orðatiltækin sem að þú not- aðir. Við Stjáni erum sátt að hafa átt þessa stuttu stund með þér kvöldið áður en þú fórst. Þú varst vakandi og Áslaug var hjá þér. Hún var alveg hjá þér þar til þú Ragnar Sigurmundsson ✝ Ragnar Sig-urmundsson fæddist á Svínhólum í Lóni 26. ágúst 1916. Hann lést í Hulduhlíð á Eski- firði 4. október síð- astliðinn og fór út- för hans fram frá Eskifjarðarkirkju 13. október. kvaddir, og við þökk- um henni fyrir það. En þegar við komum gafstu mér merki um að taka í höndina á þér, það var eins og þú vær- ir að segja eitthvað svo ég hallaði mér að þér og hvíslaði að þér: „Ég veit að þú heyrðir það,“ því að þú snerir þér að Stjána og gafst honum merki með hendinni. Þessi stutta stund sem að við áttum með þér gleymum við ekki. Við fjölskyldan viljum kveðja þig, kæri vinur, með þessu ljóði sem að passar vel við. Húmar að kveldi, hljóðnar dagsins ys, hnígur að Ægi gullið röðulblys. Vanga minn strýkur blærinn blíðri hönd, og báran kveður vögguljóð við fjarðarströnd. Ég er þreyttur, ég er þreyttur, og ég þrái svefnsins fró. – Kom, draumanótt, með fangið fullt af friði og ró. (Jón frá Ljárskógum.) Okkur hjónin langar að senda þakklæti til allra sem hugsuðu um hann síðustu árin, og þá sérstaklega til Halldórs Friðrikssonar sem var í herbergi með Ragnari, og til starfs- fólks og vistmanna Hulduhlíðar. Þakka þér fyrir allt, kæri vinur. Þín tengdadóttir Katrín. Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tár- um, hugsið ekki um dauðann með harmi eða ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt tár ykk- ar snertir mig og kvelur, þótt látinn mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gef- ur og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykk- ar yfir lífinu. (Kahlil Gibran) Elsku afi. Þá er komið að kveðjustund, þú hefur kvatt þennan heim og heldur nú á vit hins óþekkta. Tíminn sem þú hefur átt hér fer mér seint úr minni og munu minningar mínar um þig verma mig um ókomna tíð. Það var alltaf viss spenna að koma við í Höfða þegar vitað var að þú varst í landi. Það ríkti alltaf viss gleði og kátína í kringum þig. Þú sagðir mér sögur sem munu lifa með mér ásamt vísum sem var lagt mikið á sig til að muna. Ein af bestu gjöfunum sem þú gafst mér var harmonikkan þín sem ég spilaði á í nokkur ár. Hún er orðin lúin og er notuð sem stofuskraut í dag og kem ég alltaf til með að hugsa til þín er horfi á nikkuna. Síðustu ár þín hef ég komið við hjá þér þegar ég var fyrir austan með stelpunum mínum, og pössuðu þær mikið upp á það að koma nú alltaf við hjá „gamla afa“ er við áttum leið um bæinn. Þeim hefur fundist merkilegt að eiga svona gaml- an afa eins og ég. Þín verður saknað og hugsað verður til þín með hlýjum hug. Þín Lilja Bára. Elsku afi. Það var bara daginn fyrir andlátið, að ég frétti að þú værir slappur og nú væri bara beðið eftir að þú kveddir okkur. Ég á eftir að sakna þess að heyra þig syngja öll lögin og vísurnar sem þú söngst alltaf fyrir okkur systkinin, og síðar meir dætur mínar. Ég gleymi því seint þegar í eitthvert skiptið sem við systkinin vorum hjá ykkur að þú bjóst til samlokur sem að þú kallaði teygjubrauð, eða þegar að þú settir púðursykur á ristað brauð. Þú virtist alltaf hafa orku til að sinna okkur barnabörnunum, róa á selabát með okkur eða eitthvað annað sem við höfðum svo gaman af. Þú varst enda- laust með einhver orðatiltæki og vísur á vörunum, ef maður kom við hjá þér á föstudagskvöldi á leið í Knelluna, kom oft hjá þér „þú ert bara eins og fín frú frá Bíldudal“. Ef maður spurði hvað þú værir að gera var svarið nán- ast alltaf það sama „Taka hrút og skera“. Mér fannst ég alltaf eiga heima í Höfða, kannski vegna þess hve mikið við vorum hjá ykkur þegar mamma og pabbi þurftu að fara í burtu vegna veikinda mömmu, og það var ekki hægt að hafa okkur með vegna skólans. Ég man þegar ég var hjá ykkur árið sem ég varð 8 ára og veiktist, og þú kenndir mér að gleypa lyfin mín. Þú átti alltaf eitthvert got- terí handa okkur barnabörnunum, kandís úr fínu krukkunni þinni, eða eitthvað annað góðgæti frá Englandi og öðrum löndum. Svo þegar langafa- börnin komu áttir þú alltaf til súkku- laðirúsínur handa þeim. Þú hafðir svo gaman af því að spila á spil, og oft á tíðum þegar ég kom til þín gripum við í spil, og spiluðum veiðimann, þjóf og kasínu, henni hafðir þú mest gaman af. Þú hafðir gaman af því þegar við vorum tvö ein, að hlusta á mig spila á píanóið, og baðst mig oft að spila sama lagið aftur. Ef ég var eitthvað örg eða vond í skapinu sagðir þú alltaf við mig að vera ljúf og góð eins og hún Dimmalimm, notaðir þú þetta gælu- nafn á mig jafnvel eftir að ég var skírð. Daginn áður en eldri stelpan var skírð komstu í heimsókn til mín til þess að kíkja á hana Gunnu litlu, og syngja aðeins fyrir hana allar vöggu- vísurnar sem þú kunnir. Þú hafðir alltaf gaman af því þegar ég kom með stelpurnar til þín, þú gast horft enda- laust á þá sitja á gólfinu og leika sér, og þér fannst alltaf svo gott að vita hvað þeim kom vel saman og að Gunna litla skyldi passa litlu systur sína svona vel. Ég var vön að kyssa á þér kollinn þegar við hittumst, og heilsa þér með orðunum „Sæll Skalli minn“, alltaf hlóstu þegar ég kyssti þig svona og heilsaði. Ég á eftir að sakna að geta ekki kysst þig á skall- ann, elsku afi, eða hlustað á þig syngja allar vísurnar og lögin sem þú söngst, eða heyra þig hlæja. Langar mig að kveðja þig með þessari vísu. Öxar við ána, árdags í ljóma, upp rísi þjóðlið og skipist í sveit. Skjótum upp fána, skært lúðrar hljóma, skundum á Þingvöll og treystum vor heit. Fram, fram, aldrei að víkja. Fram, fram, bæði menn og fljóð. Tengjumst tryggðarböndum, tökum saman höndum, stríðum, vinnum vorri þjóð. (Steingrímur Thorsteinsson) Kveðja Maria Lind (Dimmalimm). Mig langar að minnast tengdaföður míns sem hefði átt aldarafmæli í dag, 8. nóvember. Hann lést í desember 1996, þá á nítugasta aldursári. Fæddur og uppal- inn var hann í Reykjavík – sonur Guðmundar Guð- mundssonar snikk- ara og Sigurlaugar Þórðardóttur. Ólst hann upp á Bjargar- stígnum og var einn af 14 systkinum, 10 þeirra komust upp og er mikið langlífi í þessum systkinahópi. Ein systir er nú á lífi rétt tæpra 96 ára. Get ég ekki annað en minnst á sérstöðu þeirra bræðra sem upp komust en þeir voru sjö fæddir frá 1887-1907 og á þessum árum, sem ég tel mjög sérstakt, gengu þeir allir til mennta. Í þessum hópi var trésmiður, klæðskeri, bakari, bú- fræðingur, tveir skósmiðir og svo tengdafaðir minn sem var kokkur. Þessum öðlingsmanni kynntist ég fyrir nærri hálfri öld. Var hann þá á besta aldri. Að vexti var hann fremur lágur en snaggaralegur í hreyfingum. Ljós var hann yfirlitum og svip- fríður. Að mennt var hann matreiðslu- maður, eins og fyrr greinir. Það nám stundaði hann á Palace-hót- elinu við Ráðhúsið í Kaupmanna- höfn, sem þótti ekkert slor í þá daga. Við þessa iðju sína starfaði hann fyrstu árin, aðallega til sjós á togurum en einnig sem hjálpar- kokkur á Gullfossi. Þegar ég kynntist honum starf- aði hann við húsbyggingar. Hafði hann gefist upp á sjómennskunni vegna sjóveiki, varð veikur bara af því að koma niður á höfn, að því er hann sagði. Ekki var þá eins og nú arð- vænlegt að opna mat- sölustað, fólk snæddi heima, þekkti lítið ann- að og skyndibitar ekki komnir í móð. Ekki ferðaðist tengdafaðir minn á sinni eigin bifreið milli heimilis og vinnu. Ým- ist fór hann í strætis- vagni eða hann hjólaði. Var þá ekki verið að telja ferðirnar eftir. Hjólað var eldsnemma að morgni, komið heim í hádegi sem var bara klukkutíma stans, í vinn- una aftur og svo heim að kveldi. Ekki þýddi að bjóða neinum þetta í dag, enda aðrir tímar. Ekki var peningaauðurinn hjá honum, en manngæskan bætti það upp. Hann hafði byggt, af van- efnum eins og flestir á þessum tíma, hús í Smáíbúðahverfinu, yfir fjölskylduna á sjötta áratugnum og undu þau hag sínum þar vel alla tíð. Hann virkaði eins og segull á börn. Dætur okkar þrjár dýrkuðu afa sinn enda hafði hann alltaf tíma fyrir þær. Mátti ekki á milli sjá hvert þeirra skemmti sér best, hvort sem það var mömmuleikur eða bílaleikur, en alltaf var lumað á einhverju dóti til að dunda við. Síðustu starfsárum sínum eyddi hann í Kassagerð Reykjavíkur þar sem hann fékk að starfa fram yfir áttrætt, meira að segja sem verk- stjóri í sinni deild þótt roskinn væri. Kassagerðin var til fyrir- myndar hvað eldra starfsfólk snerti. Síðustu árin voru tengdaföður mínum erfið þar sem hann hafði fengið snert af heilablæðingu og lamast öðrum megin. Þessi ljúfi maður gat engan veginn sætt sig við þessar hömlur, þar sem ofan á bættist að hann missti beinu sjón- ina um svipað leyti og voru því all- ar bjargir bannaðar. Veit ég að hann skildi við okkur sáttur eftir langa og farsæla ævi. Mun ég ætíð sakna þessa góða manns. Jóhanna G. Halldórsdóttir. Steindór Guðmundsson ALDARMINNING ✝ Elskulegur faðir minn, afi og langafi, STEINARR KRISTJÁNSSON fyrrv. skipstjóri, sem lést á Hrafnistu í Reykjavík sunnudaginn 4. nóvember, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju föstudaginn 9. nóvember kl. 11.00. Þeir sem vildu minnast hins látna eru vinsam- legast beðnir um að láta Hjartavernd njóta þess. Þórunn Júlía Steinarsdóttir, Steinarr Kristján Ómarsson, Úlfhildur Ösp Ingólfsdóttir, Jónas Sveinn Hauksson, Sandy Nausch, Helena Júlía Steinarsdóttir. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og systir, HULDA REYNHLÍÐ JÖRUNDSDÓTTIR frá Vestmannaeyjum, sem lést fimmtudaginn 1. nóvember, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 9. nóvember kl. 15.00. Björg Sigurðardóttir, Hallgrímur Valdimarsson, Inga Jóna Sigurðardóttir, Sævar G. Proppé, Guðlaugur Sigurðsson, Kristrún O. Stephensen, barnabörn, systkini og fjölskyldur þeirra. ✝ Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa. BJÖRNS HALLDÓRSSONAR gullsmiðs frá Nesi í Loðmundarfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hrafnistu í Reykjavík, sem sýndi honum einstaka aðhlynningu, vináttu og virðingu. Guð blessi ykkur öll. Auður Björnsdóttir, Valdimar Sæmundsson, Fríða Frank, Gæflaug Björnsdóttir, Eva, Sara, Björn Eiríkur, Nína Margrét og langafabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, HILDIGUNNAR KRISTINSDÓTTUR, Skíðabraut 15, Dalvík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki lyflækninga- deildar 1 á FSA fyrir góða umönnun. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýju við andlát og útför eiginkonu, móður, tengdamóður og ömmu okkar, HÓLMFRÍÐAR HÓLMGRÍMSDÓTTUR frá Vogi við Raufarhöfn, til heimilis að Þorragötu 9, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki krabba- meinsdeildar og Líknardeildar Landspítalans fyrir einstaklega góða og hlýja umönnun. Fyrir hönd aðstandenda, Bragi Guðmundsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.