Morgunblaðið - 08.11.2007, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Hvað heldurðu að þú þurfir margar, ef við reiknum þetta nú bara yfir í nefndir, Magnús minn?
VEÐUR
Það er áhugavert að bera samanmálflutning borgarfulltrúanna
Svandísar Svavarsdóttur og Hönnu
Birnu Kristjánsdóttur á borgar-
stjórnarfundi í fyrradag, þar sem
þremur klukkustundum var varið í
umræður um samruna REI og GGE.
Það virðist vera fullkominn sam-hljómur í málflutningi þeirra
Svandísar og Hönnu Birnu, þótt
önnur sé fulltrúi meirihlutans í
borgarstjórn og hin minnihlutans.
Svandís sagði m.a.: „Ég er meðöðrum orðum ekki með millj-
arðaglampa í augunum sem sést
hefur í augnkrókum sumra stjórn-
málamanna í þessari umræðu.“
Svandís nefndi engin nöfn, enaugljóslega töldu borgarfull-
trúar að hún væri að beina spjótum
sínum að Birni Inga Hrafnssyni.
Svandís talaði um stjórnmálamenn
og því er ekki hægt að útiloka að
hún hafi einnig átt við Össur Skarp-
héðinsson, sem vissulega hefur sýnt
milljörðunum óbeizlaðan áhuga.
Hanna Birna sagði m.a.: „Ég fyll-ist vonbrigðum og vantrú á
stjórnmálin þegar ég sé menn eins
og Össur Skarphéðinsson, Dag B.
Eggertsson, Björn Inga Hrafnsson
og fleiri fyllast einhverjum ljóma
þegar þeir halda að þeir eigi við-
skiptatækifæri. Ég hef aldrei séð
sama ljómann í augum Björns Inga
Hrafnssonar þegar hann talar um
hagsmuni borgarbúa … mennta-
kerfið, leikskólana og skyldur
gagnvart íbúum Reykjavíkur.“
Merkilegur samhljómur, ekki
satt?!
STAKSTEINAR
Hanna Birna
Kristjánsdóttir
Milljarðaglampi í augum
Svandís
Svavarsdóttir
SIGMUND
!
"
#$
%&'
(
)
*(!
+ ,-
.
&
/
0
+
-
12
1
3
42-2
*
-
5
1
%
6!(78
9 4
$
(
!
!
"#
:
*$;<
! "# ! ! $
! !
% & % *!
$$; *!
$% &#
%#
'#
('
=2
=! =2
=! =2
$#& )
*
+," '-
! -
*
$ ' !
! ! % ! ( )* $" !
/
+
! ! +
% #,% )*
" %!
! %
%
- . !
(, ! % !
=7
/ ! 0+
1
! +
( % %! 0# *
$ 2 & % )* ./ '00
'#1
'
"')
*
3'45 >4
>*=5? @A
*B./A=5? @A
,5C0B ).A
!2
!2
!
! 2
2!
2
2
!2
!2
!2
!2
2
2
2
2
!2
!2
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
Helga Sigrún Harðardóttir | 7. nóv.
… vextir af
íbúðalánum
… Mogginn blasti við
mér þegar ég skreið
fram úr í morgun. Á
forsíðunni gefur að líta
frétt þess efnis að
Kaupþing hafi nú sent
frá sér tilkynningu
þess efnis að frá og með næstu mán-
aðamótum verði ekki hægt að yfir-
taka húsnæðislán öðruvísi en að
vextir hækki til jafns við þá vexti
sem gilda þegar yfirtakan á sér stað.
Með öðrum orðum ætlar Kaupþing
að hækka á einni nóttu …
Meira: helgasigrun.blog.is
Birkir Jón Jónsson | 7. nóvember
Hrós dagsins
Ég var með fyrir-
spurnir í dag á Össur
Skarphéðinsson iðn-
aðarráðherra og Jó-
hönnu Sigurðardóttur
félagsmálaráðherra.
Ég spurði Jóhönnu út í
styttingu vinnuvikunnar. Ég benti á
þá staðreynd að við vinnum þetta 6-9
stundum lengur í hverri viku en þær
þjóðir sem við viljum bera okkur
saman við. Þetta kemur að sjálf-
sögðu niður á heimilunum í landinu
eins og ég hef fyrr farið yfir hér á
blogginu. Jóhanna tók vel í …
Meira: birkir.blog.is
Rúnar Birgir Gíslason | 5. nóvember
Hver er stefnan,
Sigmundur
Körfuboltamenn hafa
ósjaldan kvartað sáran
yfir skorti á umfjöllun
um íþróttina í íslensk-
um fjölmiðlum. Margir
hafa haft hátt á heima-
síðum og spjallsvæðum
eða hver við annan. Undirritaður var
einn af þeim sem hafði allt á hornum
sér lengi en ákvað svo að taka upp
nýja siði. Hætta að skammast og í
þess stað að hrósa því sem vel er
gert og vinna að því að aðgengi fjöl-
miðla …
Meira: rungis.blog.is
Anna Karen | 7. nóvember
Grúsk með meiru
Einar Pálsson er virtur
víða erlendis fyrir
framlag sitt til heiðin-
dóms- og norrænu-
fræða, en kenningar
hans hafa samt sem áð-
ur verið þagðar í hel
innan íslenska fræðasamfélagsins.
Ég gat ekki fundið neina leið til
þess að blogga um bókaröðina hans,
Rætur íslenskrar menningar (án
þess að fara yfir um) nema með því
að skrifa bara upp síðasta kaflann í
Baksvið Njálu. Einar Pálsson út-
skýrir þar hvað það var helst …
Meira: halkatla.blog.is
BLOG.IS
FRÉTTIR
STYRKTARTÓNLEIKAR fara
fram í Salnum í Kópavogi í kvöld,
fimmtudaginn 8. nóvember, og hefj-
ast þeir klukkan 20.
Faðmur er styrktarsjóður til
stuðnings barnafjölskyldum þar sem
foreldri hefur fengið slag (heilablóð-
fall). Sjóðnum er ætlað að mæta
kostnaði við tómstundir og nám eða
öðrum óvæntum úgjöldum í
tengslum við líf og starf barnanna,
sem erfitt er að mæta sökum tekju-
skerðingar á meðan á veikindum
stendur.
Fyrsta úthlutun úr sjóðnum fer
fram í desember nk. Allar upplýs-
ingar verður að finna á vefsíðu Heila-
heilla, www.heilaheill.is.
Á tónleikunum munu fjölmargir
listamenn koma fram. Þórunn Lárus-
dóttir, leikkona og verndari sjóðsins,
tekur lagið, Guðrún Gunnarsdóttir og
Valgeir Skagfjörð flytja lög eftir Val-
geir Skagfjörð, Vallargerðisbræður
flytja lög af plötu sinni, Æskunnar
förunautum, best geymda leyndar-
málið úr sveitinni, Hjónabandið úr
Fljótshlíðinni, flytur lög af plötu
sinni, Disk ársins, ásamt nýrri lögum,
Elíza Geirsdóttir, Guðmundur Pét-
ursson og Dísa Hreiðarsdóttir flytja
lög af nýjustu plötu Elízu, Empire
Fall, og The Viking Giant Show flyt-
ur lög af væntanlegri plötu sinni.
Kynnir kvöldsins er Sigmundur Ern-
ir Rúnarsson fréttamaður.
Aðgangseyrir er 2.000 kr., börn 12
ára og yngri greiða 1.000 kr.
Lyf og heilsa er styrktaraðili tón-
leikanna.
Tónleikar til styrktar
Faðmi í Salnum
Morgunblaðið/Golli
Sigurður Kári Kristjánsson | 6. nóv.
Heimsókn til Land-
helgisgæslu Íslands
Á mánudaginn fór ég í
stórmerkilega heim-
sókn ásamt allsherj-
arnefnd Alþingis til
Landhelgisgæslu Ís-
lands.
Heimsóknin var hin
fróðlegasta í alla staði og við sem
sæti eigum í nefndinni fengum þarna
tækifæri til þess að kynnast af eigin
raun þeirri gríðarlega viðamiklu og
mikilvægu starfsemi sem
Landhelgisgæslan sinnir.
Ég er ekki viss um að allir geri sér
grein fyrir því hversu umsvifamikil
starfsemi Landhelgisgæslunnar er.
Hjá Gæslunni starfa rúmlega 160
manns á ýmsum stöðum og gegna
þar afar margvíslegum störfum sem
við nefndarmenn fengum tækifæri til
að kynna okkur.
Í upphafi heimsóknarinnar tók
Georg Kr. Lárusson, forstjóri Land-
helgisgæslunnar, á móti okkur í höf-
uðstöðvum hennar í Skógarhlíð og
kynnti hann ásamt Ásgrími L. Ás-
grímssyni, yfirmanni hjá Varðstöð
siglinga og stjórnstöð, grunn-
starfsemi Gæslunnar auk þess sem
Dagmar Sigurðardóttir lögfræðingur
fór yfir lögin um Landhelgisgæsluna.
Að lokinni þessari almennu kynn-
ingu heimsóttum við einstakar deild-
ir eða svið Landhelgisgæslunnar.
Fyrst var ferðinni heitið í höf-
uðstöðvar Sjómælinga Íslands þar
sem Árni Vésteinsson deild-
arstjóri …
Meira: sigurdurkari.blog.is