Morgunblaðið - 08.11.2007, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.11.2007, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Islamabad. AFP. | Benazir Bhutto, fyrrverandi forsætisráðherra Pak- istans, hvatti í gær landsmenn til að taka þátt í fjöldamótmælum vegna þeirrar ákvörðunar Pervez Musharrafs, forseta landsins, að afnema stjórnarskrána og setja neyðarlög. Bhutto virtist búa sig undir upp- gjör við Musharraf og kvaðst ætla að halda mótmælafund í borginni Rawalpindi á morgun þótt lög- reglan hefði hótað að leysa hann upp þar sem mótmæli hafa verið bönnuð. Bhutto boðaði einnig 300 kílómetra langa mótmælagöngu frá borginni Lahore til höfuðborg- arinnar Íslamabad og sagði að gangan ætti að hefjast á þriðju- daginn kemur ef Musharraf af- nemur ekki neyðarlögin. Bhutto setti Musharraf úr- slitakosti, sagði að stjórnarskráin yrði að öðlast gildi aftur, boða þyrfti til þingkosninga sem áttu að fara fram í janúar og forsetinn yrði að segja af sér sem æðsti hershöfðingi landsins. Bhutto sagði að um 400 félagar í flokki hennar hefðu þegar verið handteknir. Lögreglumenn beittu táragasi og kylfum gegn stuðn- ingsmönnum Bhutto fyrir utan þinghúsið í Íslamabad nokkrum mínútum eftir að hún hvatti til fjöldamótmælanna. Nokkrir fréttaskýrendur og pólitískir andstæðingar Bhutto létu þó í ljós efasemdir um að hún væri hætt við að reyna að semja við Musharraf um stuðning við hann gegn því að hún yrði for- sætisráðherra eftir þingkosningar. „Hún ætlar að auka þrýstinginn á Musharraf til að knýja hann til ráðstafana sem gera henni kleift að taka þátt í kosningum með hreinar hendur,“ sagði Najam Sethi, ritstjóri virts dagblaðs í Pakistan, Daily Times. „Hún þarf að láta líta út fyrir að hún hafi knúið Musharraf til að gefa eftir og ekki samið við hann.“ Talsmaður flokks Bhutto sagði að slitnað hefði upp úr viðræðum við Musharraf og „ólíklegt“ væri að þær hæfust að nýju nema hann yrði við fyrrnefndum kröfum hennar. Bhutto boðar fjöldamótmæli Virðist vera að undirbúa uppgjör við Musharraf AP Mótmæli Lögreglumenn berja stuðningsmann Benazir Bhutto fyrir utan byggingu hæstaréttar í Íslamabad í gær. Hundruð manna voru handtekin. Eftir Davíð Loga Sigurðsson og Baldur Arnarson FINNAR eru harmi slegnir eftir að átján ára byssumaður skaut átta til bana í skóla í bænum Jokela, norður af Helsinki, í gær en atburðurinn þyk- ir minna á skotárásir af þessum toga vestur í Bandaríkjunum, þar sem lög um byssueign eru frjálslegri en al- mennt í Evrópu. Byssueign í Finn- landi er þó mikil og tvær milljónir skotvopna skráðar í landinu sem hef- ur rúmar fimm milljónir íbúa. Morðinginn, átján ára piltur að nafni Pekka-Eric Auvinen, reyndi sjálfsmorð þegar lögregla réðst til inngöngu í skólann en fannst á lífi og lést á gjörgæsludeild í Helsinki í gær- kvöldi. Hann mun hafa verið nemandi við skólann. Að sögn lögreglunnar hafði hann aldrei komist í kast við lögin né ógnað neinum utan skólans fyrr. Í hópi hinna látnu voru sjö náms- menn, fimm drengir og tvær stúlkur, og síðan skólastjóri skólans í Jokela. Margir fleiri eru sárir. Byssumaðurinn mun skyndilega hafa farið að skjóta úr byssunni í skólastofu, en alls eru um 500 tólf til átján ára nemendur við skólann. Þá mun hann einnig hafa skotið að lögreglunni eftir að hún skarst í leik- inn. Nemendur við skólann lýstu því uppnámi sem varð eftir að skotum var fyrst hleypt af en allir vildu komast úr skólabyggingunni hið fyrsta. „Skyndilega voru allir farnir að hlaupa og við heyrðum skot og þeim rigndi svo yfir okkur,“ sagði náms- maður, Miro Lukinmaa, við blaðið Iltalehti. „Ég sá særða liggja á göng- unum. Við tókum til fótanna og eltum fólksmergðina. Það voru allir að reyna að troða sér út um afar þröngar dyr,“ sagði hann. Var lögregla á þessum tíma komin á vettvang og leitaðist við að rýma skólabygginguna. Á vefútgáfu Helsingin Sanomat var haft eftir Tuomas Hulkkonen, sem er um það bil að útskrifast úr gagn- fræðadeild skólans, að ódæðismaður- inn hafi hegðað sér undarlega und- anfarna daga, í sífellu teiknað myndir af skotvopnum. Kennari við skólann sagði ódæðismanninn jafnframt hafa sýnt áhuga á pólitískum öfgaskoðun- um, bæði til hægri og vinstri, en hann mun bæði hafa lýst aðdáun sinni á Adolf Hitler og Jósef Stalín. Vísbendingar á netinu um yfirvofandi árás Í ljós hefur komið að vísanir í yfir- vofandi árás í Jokela mátti finna á netinu. Á nokkrum myndum tengd- um þeirri umfjöllun mátti skv. Hels- ingin Sanomat sjá ungan mann með skammbyssu í bol með áletruninni „Mannkynið er ofmetið“. Sambærilegt efni fannst á netinu eftir skotárás í tækniháskólanum í Blacksburg í Virginíu í Bandaríkjun- um fyrr á þessu ári sem kostaði 32 líf- ið. Ódæðismaðurinn þar, Seung-Hui Cho, var ríflega tvítugur Suður-Kór- eumaður sem átt hafði við geðræn vandamál að stríða. Ýmislegt bendir til að ódæðismaðurinn í Finnlandi í gær hafi einnig átt við andlega erf- iðleika að stríða en m.a. mátti í gær finna á netinu þúsund orða textaskjal með yfirskriftinni: „Stefnuyfirlýsing náttúruvalsaðila“. „Ég get ekki sagt að ég tilheyri sama stofni og þetta ömurlega, hroka- fulla og sjálfselska mannkyn. Nei! Ég hef þróast á æðra stig,“ segir í skjali þessu. Þá eru vísbendingar um að maður- inn hafi verið búinn að skipuleggja at- burði gærdagsins nákvæmlega, en m.a. virðist hann hafa sett myndband á YouTube sem ber titilinn „Fjölda- morðið í Jokela - 7/11/2007“. Búið var að hlaða þetta myndband niður á tölv- ur víðs vegar um heiminn yfir 200.000 sinnum síðdegis í gær. Fordæmislaus skotárás Skotárásin í gær á sér engin for- dæmi í sögu Finnlands. Dæmi er um hnífstungur í finnskum skólum en þetta er fyrsta skotárásin sem kostar mannslíf frá því að 14 ára námsmaður réð tveimur bekkjarfélögum sínum bana í borginni Rauma árið 1989. Þá létust sjö manns og tugir særð- ust þegar ungur maður sprengdi sprengju í verslunarmiðstöð í Myyr- manni í Vantaa, úthverfi Helsinki- borgar, árið 2002. Maðurinn, sem var nemi í háskólanum í Helsinki, var meðal þeirra sem týndu lífi. Finnar harmi slegnir eftir skotárás norður af Helsinki Átján ára byssumað- ur myrti átta í skóla í bænum Jokela Reuters Voðaverk Lögreglumenn við öllu búnir fyrir utan neyðarbækistöð sem komið var upp í Jokela-kirkju eftir að fréttist af harmleiknum í gær. Í HNOTSKURN »Finnska lögreglan segirbyssuna sem ódæðismað- urinn notaði hafa verið skráða 19. október sl. »Aldurstakmarkið til aðeiga skotvopn í Finnlandi er 18 ár og náði Pekka-Eric Auvinen þeim aldri í júní sl. MIKHAÍL Saakashvili, forseti Georgíu, lýsti í gærkvöldi yfir 15 daga neyðarástandi í landinu, eftir að lögreglu lenti saman við mót- mælendur sem eru andvígir stjórn- völdum. Forsetinn hefur hunsað kröfur um afsögn síðustu daga. Takmark- anir hafa verið settar á frelsi fjöl- miðla og fjöldasamkomur, en heil- brigðisyfirvöld segja 486 manns hafi slasast í átökum við lögreglu. Neyðarástand í Georgíu BANDARÍSKIR stjörnufræðingar segjast hafa fundið áður óþekkta reikistjörnu á braut um sól í um 41 ljósárs fjarlægð frá jörðinni. Þetta er fimmta reikistjarnan sem stjörnufræðingar hafa fundið við sólina 55 Cancri í stjörnumerkinu Krabbanum. Er þetta í fyrsta skipti sem svo margar reikistjörnur finn- ast í einu sólkerfi utan sólkerfis okkar. Alls hafa fundist yfir 250 reikistjörnur utan sólkerfis okkar. Fundu nýja reikistjörnu PÄIVI Kumpulainen er ritari ís- lenska sendiráðsins í Helsinki og þriggja barna móðir sem er bú- sett í um 10 km fjarlægð frá vett- vangi ódæðisins í gær. Kumpul- ainen, sem er íslenskumælandi eftir sex ára búsetu hér á landi, segir atburðarásina hafa hafist rétt fyrir hádegi. Fólk hafi í fyrstu haldið að fleiri en einn byssumaður væru á ferð. Öng- þveiti hefði skapast í bænum. „Enginn vissi hvað var að ger- ast. Fólk fylltist skelfingu þegar tíðindin bárust. Ég hafði ekki beinlínis áhyggjur, vissi strax að börnin væru óhult. Óvissan var verst. Það var orðrómur um að einn hefði týnt lífi og fleiri særst. Svo kom í fréttunum að átta væru látnir.“ Kumpulainen segir íbúa bæj- arins hafa streymt að skólanum með kerti til að sýna hluttekn- ingu sína. Hún segir mikið af að- fluttu fólki í bænum þar sem íbú- ar séu um 30.000, en hann sé í um 20 til 30 mínútna aksturs- fjarlægð frá Helsinki. Þótt fólk þekkist vel í þessum samheldna og friðsama bæ þekki hennar fólk og kunningjar þess ekki til árásarmannsins. Börn hafi séð efnið sem drengurinn skildi eftir sig á vefnum áður en það var fjarlægt og því vitað um hvaða aðila var að ræða. Áður en ljóst var að aðeins einn ódæðismaður var á ferð hefði fólki liðið illa, óvissan hefði verið erfið. Fólk hefði talið að slík ofbeldisverk gætu ekki átt sér stað í bænum. „Heilmikið áfall“ Kristjana Aðalgeirsdóttir arki- tekt er búsett í Helsinki. Hún veltir því fyrir sér hvort eftirlit hafi brugðist, enda árás- armaðurinn gefið upp fyrirætl- anir sínar á netinu. „Fólk spyr hvort einhver hefði átt að sjá þetta á netinu og bregðast við, þegar ungt fólk sendir frá sér svona skilaboð um að því líði illa og að ekki sé allt í lagi. Það dettur engum í hug að svona geti gerst heima hjá sér. Okkur líður eins og við búum í öruggu um- hverfi hér í Finnlandi eins og annars stað- ar á Norður- löndum og að eitthvað svona hafi gerst næstum því í næsta húsi er heilmikið áfall. Það er búið að opna stuðn- ingssíður fyrir börn og fullorðna á vegum menntamálaráðuneyt- isins. Bæði menntamálaráðherra og forsætisráðherra hafa mælst til þess að atburðurinn verði ræddur í öllum skólum á morg- un.“ Enginn frá Íslandi í hópnum „Samkvæmt okkar bestu heim- ildum er ljóst að enginn Íslend- ingur var á meðal fórnarlamb- anna,“ sagði Hannes Heimisson, sendiherra Íslands í Finnlandi, í gærkvöldi. Að sögn Hannesar er áætlað að um 120 Íslendingar séu búsettir í Finnlandi og að tveir af hverjum þremur búi í Helsinki og ná- grenni. Matti Vanhanen, forsætisráð- herra Finnlands, hefur lýst yfir þjóðarsorg í dag. Þá sendi Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, Tarja Halonen Finnlandsforsta samúðarkveðjur í gærkvöldi. Brást eftirlit á netinu? Hannes Heimisson Reuters Viti sínu fjær Árásarmaðurinn gef- ur ætlun sína til kynna á YouTube.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.