Morgunblaðið - 08.11.2007, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.11.2007, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ ALÞINGI FULLTRÚAR átta umhverfis- verndarsamtaka vilja að aðildarríki NEAFC, fiskveiðinefndar Norð- austur-Atlantshafsins, fylgi eftir ákvörðun Sameinuðu þjóðanna frá því í fyrra um verndun viðkvæmra vistkerfa sjávar. Hafa þau þess vegna skrifað fulltrúum aðildarríkja NEAFC bréf þar sem þessi afstaða er ítrekuð. Ákvörðun Sameinuðu þjóðanna felur í sér alþjóðlegar aðgerðir til að stjórna veiðum á úthöfunum og stóðu öll aðildarríki NEAFC að ákvörðuninni. Í henni er þjóðríkjum, bæði á eigin spýtur og innan svæð- isbundinna fiskveiðinefnda eins og NEAFC, ætlað að grípa tafarlaust til ráðstafana sem leiði til að veiðar verði sjálfbærar og vernda viðkvæm svæði á hafsbotninum, fjöll á botn- inum, hveri og kóralla fyrir veiðum með botntrolli. Í bréfinu er sérstaklega bent á fjögur atriði úr ákvörðun SÞ. Þar er þjóðríkum og staðbundnum fiskveiðinefndum gert að meta áhrif veiða með botntrolli á úthöfunum og annaðhvort stjórna veiðunum til að koma í veg fyrir neikvæð áhrif af þeim, eða stöðva slíkar veiðar. Þeim er gert að stöðva veiðar á út- höfunum þar sem lífríkið er við- kvæmt eða líkur eru á að svo sé þar til verndun og stjórnun verði komið á, til að koma í veg fyrir hin nei- kvæðu áhrif. Þeim er gert að tryggja að skip að veiðum með botntroll fari af svæðum þar sem lífríkið er viðkvæmt og tryggja langtímasjálfbærni fiski- stofna á úthöfunum. Þá er bent á það í bréfinu að árið 2009 muni SÞ skoða þær aðgerðir sem gripið hafi verið til til að fylgja ákvörðuninni eftir. Samtökin hvetja aðildarríki NEAFC til að fara í einu og öllu eftir ákvörðun SÞ á ársfundi NEAFC sem hefst í næstu viku. Undir bréfið skrifa fulltrúar eft- irfarandi samtaka: Deep Sea Con- servation Coalition, Fisheries Secr- etariat, Greenpeace International, Náttúrverndarsamtök Íslands, Oceana, Seas at Risk og WWF Int- ernational. Vilja að samþykktum SÞ verði framfylgt innan NEAFC Í HNOTSKURN »Ákvörðun Sameinuðuþjóðanna felur í sér alþjóð- legar aðgerðir til að stjórna veiðum á úthöfunum og stóðu öll aðildarríki NEAFC að ákvörðuninni. »Þeim er gert að tryggja aðskip að veiðum með botn- troll fari af svæðum þar sem lífríkið er viðkvæmt og tryggja langtímasjálfbærni fiskistofna á úthöfunum. »Þá er bent á það í bréfinuað árið 2009 muni SÞ skoða þær aðgerðir sem gripið hafi verið til til að fylgja ákvörðuninni eftir. Átta umhverfisverndarsamtök senda aðildarþjóðum NEAFC hvatningu þess efnis Morgunblaðið/Jim Smart Fiskveiðar Rússnesk skip í Hafnar- fjarðarhöfn. Mörg þeirra stunda karfaveiðar á Reykjaneshrygg. RÁÐSTEFNA Glitnis, Hafsjór tæki- færa 2007, er nú haldin í fyrsta sinn í Shanghai í Kína. Þetta er í fimmta skipti sem bankinn gengst fyrir al- þjóðlegri ráðstefnu fyrir stærstu fyrirtæki í vinnslu sjávarafurða þar sem saman koma sérfræðingar úr greininni alls staðar að úr heim- inum. Í tengslum við ráðstefnuna hefur Glitnir gefið út ritið „Glitniŕs 2007 China Seafood Industry Report“ sem fjallar um sjávarútveg í Kína. Í ritinu er að finna úttekt og sjálf- stæða greiningu á stöðu fiskiðn- aðarins í Kína þar sem meðal ann- ars kemur fram að Kínverjar eru í dag sú þjóð sem bæði framleiðir og neytir mest allra af sjávarafurðum. Árleg fiskneysla í Kína er í dag 26 kíló á hvern íbúa en gert er ráð fyrir að hún aukist á næsta áratug í 36 kíló eða um 10 kíló á hvern íbúa. Í skýrslu Glitnis er bent á þá mögu- leika sem felast í rækjueldi en mjög auðvelt er að stunda það í Kína með góðum ábata. Á síðasta ári vakti Glitnir athygli á hagstæðum að- stæðum til framleiðslu á svoköll- uðum beitarfiski (Tilapia) í Kína og í ár bætir bankinn rækjunni á þenn- an lista. Hafsjór tæki- færa í Kína ÚR VERINU Ágúst Ólafur Ágústsson 7. nóvember Flogið yfir stórkalla Og ég vona að ég sé ekki að hallmæla neinni stofnun þegar ég segi að heimsókn allsherjarnefndar Al- þingis í vikunni til Landhelgisgæslunnar hafi staðið upp úr þennan veturinn. Það vildi svo til að háttvirtum þing- mönnum í nefndinni var boðið í ógleymanlega þyrluferð með þess- um hetjum lands og sjávar. Flogið var yfir borgina og yfir Hellisheið- arvirkjun sem virtist úr þessari hæð vera frekar stórkallaleg framkvæmd með mikilli röraflækju. Upplifunin af flugi með þyrlu er gjörólík því sem maður kynnist í flugvél. Meira: agustolafur.blog.is JÓHANNA Sigurðardóttir félags- málaráðherra gerir ráð fyrir að leggja fram lagafrumvarp á næstu vikum í þeim tilgangi að auðvelda íslenskum fyrirtækjum að fá er- lenda sérfræðinga, frá löndum ut- an EES-svæðisins, til landsins. Þetta kom fram í svari hennar við fyrirspurn Guðfinnu S. Bjarnadótt- ur, þingmanns Sjálfstæðisflokks, á Alþingi í gær. Guðfinna tók dæmi frá Háskól- anum í Reykjavík og sagði skólann vera með sérhæfðar deildir og því þurfa að leita út fyrir EES-svæðið. „Við blasir margra mánaða af- greiðsluferli umsókna, m.a. með aðkomu Vinnumálastofnunar og Útlendingastofnunar,“ sagði Guð- finna og bætti við að mörg fyr- irtæki teldu núverandi fyr- irkomulag standa sér fyrir þrifum. Jóhanna sagði þessi mál hafa verið skoðuð sérstaklega und- anfarið og að samhljómur sé um að finna leiðir til að mæta þessum þörfum íslensks atvinnulífs. „Að mínu mati er þetta að sjálfsögðu alltaf spurningin um samkeppni um hæfasta fólkið, hvaðan sem það kemur úr heiminum,“ sagði Jóhanna og boðaði lagafrumvarp á næstunni. Boðar breytingar varðandi sérfræðinga utan EES Morgunblaðið/Ómar Minna vesen Erlendir sérfræðingar munu eiga greiðari leið inn í landið. Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is ÍSLAND á að freista þess að fá aftur samþykkt séríslenskt ákvæði í næstu samningalotu varðandi losun gróðurhúsalofttegunda. Þetta er skoðun Geirs H. Haarde forsætis- ráðherra en Valgerður Sverrisdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, spurði hann út í stefnu ríkisstjórn- arinnar varðandi íslenska ákvæðið í loftslagssamningi Sameinuðu þjóð- anna, Kyoto-bókuninni, á Alþingi í gær. Ákvæðið felur í sér að Ísland, og mögulega önnur lítil hagkerfi, mega auka losun sína á gróðurhúsa- lofttegundum fremur en að draga úr henni. „Ástæða þess að þetta náðist fram er að sjálfsögðu sú að stjórn- völd annarra þjóða […] áttuðu sig á mikilvægi þess að framleiða ál þar sem notuð er endurnýjanleg orka,“ sagði Valgerður. Geir tók skýrt fram að þetta væri einungis hans skoðun. „Ríkisstjórnin hefur þó ekki mótað stefnu um þetta enda ótímabært þar sem forsendur liggja ekki enn allar fyrir,“ sagði Geir en bætti við að starfshópur fjögurra ráðherra ynni að því að móta samningsmarkmið Íslands. Valgerður lýsti yfir ánægju sinni með svörin og það sama gerði Krist- inn H. Gunnarson, Frjálslyndum. Flokkssysturnar Guðfríður Lilja Grétarsdóttir og Kolbrún Halldórs- dóttir voru hins vegar ekki hrifnar og kölluðu eftir aðgerðum í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. „Ég er gjörsamlega gáttuð,“ sagði Guðfríður Lilja. Íslenskt ákvæði eða ekki?Fjórtán fyrirspurnirFjórtán munnlegar fyrirspurnir voru af- greiddar á Alþingi í gær af tuttugu sem voru á dagskrá. Umræðan fór því út um víðan völl, allt frá veiðum í flott- roll og upp í alþjóðasáttmála og Ís- lensku friðargæsluna. Friður eða ófriður? Steingrímur J. Sigfússon, VG, og Ingi- björg Sólrún Gísladóttir utanrík- isráðherra voru ekki sammála um hvort þátttaka Íslands í verkefnum NATO í Afganistan stæðist ný lög um Íslensku frið- argæsluna. Steingrímur sagði friðargæsluliðana bera hernaðarleg starfsheiti og að verkefnin væru ekki borgarleg eins og þau ættu að vera. Sam- kvæmt lögunum ætti friðargæslan ekki að halda hættuástandi á átakasvæðum í skefjum. Ingibjörg sagði hins vegar laga- setninguna að- eins hafa kallað á breytingar á þátt- töku Íslands í Írak. Verkefnin í Afganistan væru al- farið borgaraleg og að samkvæmt lög- unum væri gert ráð fyrir að íslenskir friðargæsluliðar gætu starfað í hern- aðarskipulagi. Þeir tækju þó ekki þátt í að koma á friði heldur aðeins að varðveita hann, „þótt brothættur sé“. Þá sagði Ingibjörg að mjög væri kallað eftir því að þjóðir legðu meira af mörk- um í Afganistan. Verði meðal 20 fyrstu Markmið Íslands er að verða meðal tuttugu fyrstu landa til að fullgilda sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra, að því er kom fram í svari Jóhönnu Sigurðardóttur félags- málaráðherra við fyrirspurn Árna Þórs Sigurðssonar. Jóhanna sagði Ísland hafa undirritað samninginn í mars sl. en að skilyrði fyrir að hann öðlaðist al- þjóðlegt gildi væri að 20 ríki hefðu full- gilt hann. Nú hefðu aðeins sjö ríki gert það en það væri eðlilegt þar sem yf- irferð tæki nokkurn tíma. Dagskrá þingsins Utanríkisráðherra flytur skýrslu sína á Alþingi í dag og þingfundur hefst kl. 10.30. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ÞETTA HELST … Steingrímur Sigfússon „ÞETTA er mál sem við eigum eftir að ná niðurstöðu í,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra spurð um afstöðu ríkisstjórnarinnar til mögulegs sér- ákvæðis fyrir Ísland í næstu loftslagssamninga- viðræðum. Hún leggur áherslu á að fyrsta verkefnið sé að fá stóru ríkin að samningaborðinu en segir jafnframt sína skoðun vera að „eitthvert sérákvæði fyrir Ísland um áliðnaðinn“ samræmist ekki þeirri stefnumörkun að minnka losun um 50-75% fyrir 2050. „Það verður líka að segjast eins og er að flokkarnir tveir í ríkisstjórn hafa ekki haft sömu skoðun nákvæmlega á þessu ákvæði.“ Flokkarnir ekki á sömu skoðun Þórunn Sveinbjarnardóttir ÞINGMENN BLOGGA… ÁKVEÐIÐ hefur verið að ráðast í heildarendurskoðun á regluverki varðandi leigubílaakstur þar sem m.a. verður kannað hvort fjölga þurfi bílum með einhverjum hætti um helgar. Þetta kom fram í svari Krist- jáns L. Möller samgönguráðherra við fyrirspurn Ármanns Kr. Ólafs- sonar, þingmanns Sjálfstæðisflokks, í gær. Í máli Kristjáns kom þó fram að fjölgun bíla gæti skilað sér í dýr- ari leigubílaakstri og því væri erfitt að finna jafnvægi í þessum efnum. Fleiri leigubíla Forsætisráðherra og umhverfisráðherra ósammála um markmið í næsta „Kyoto“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.