Morgunblaðið - 08.11.2007, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.11.2007, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Allt um það í þessari bráð- skemmtilegu bók fyrir krakka frá 6 til 66 ára. Hvað gerist þegar forsetanum leiðist í vinnunni? Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is FRÉTTASKÝRING Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is ÁLAGSGREIÐSLUR til starfs- manna á leikskólum hafa skilað sér í betri mönnun. Þannig er því m.a. farið á Seltjarnarnesi sem tók upp slíkar greiðslur 1. september sl. Skólarnir eru nú mannaðir að fullu. Sömuleiðis er það mat sviðsstjóra leikskólasviðs Reykjavíkurborgar að síðan ákveðið var að greiða starf- mönnum álagsgreiðslur, þeirra á meðal starfsfólki leikskóla, hafi starfsmannavelta minnkað, starfs- menn sem hafi ætlað sér að hætta hafi hætt við. Misjafnt er eftir sveitarfélögum í hverju umbun starfsmanna felst. Í Reykjavík fá t.d. allir starfsmenn leikskólanna tíu yfirvinnustundir á mánuði greiddar séu þeir við störf í hádeginu og er upphæðin yfirleitt á bilinu 15 til rúmlega 30 þúsund kr. Á Seltjarnarnesi fá allir starfsmenn fast 30 þúsund krónur aukalega á mánuði. Þá samþykkti fræðsluráð Hafnarfjarðar nýverið að fara í markvissar aðgerðir í starfsmanna- málum í leik- og grunnskólum í bænum. Munu aðgerðirnar bæði fela í sér álagsgreiðslur sem og hlunn- indi, m.a. sundkort á góðum kjörum. Svipuð hlunnindi eru nú þegar í boði fyrir starfsmenn borgarinnar. Með ákvörðun Dags B. Eggertssonar borgarstjóra, sem kynnt var 18. október, fá starfsmennirnir sund- og bókasafnskort og aðgangskort að söfnum borgarinnar svo dæmi séu tekin. Fyrir um einu og hálfu ári fóru leiðbeinendur á leikskólum Kópavogs að fá álagsgreiðslur og einnig voru kjör leikskólakennara bætt nokkuð sl. sumar. En betur má ef duga skal því enn vantar í þó nokkur stöðugildi á leikskólunum að sögn leikskólafulltrúans. Því er nú unnið af fullum krafti að tillögum til enn frekari úrbóta hvað mönnun leikskóla þar í bæ varðar og er þeirra að vænta innan tíðar. Skiptir máli „Ég dreg ekki í efa að þetta skipti starfsmenn leikskólanna miklu máli,“ segir Björg Bjarnadóttir, for- maður Félags leikskólakennara, um álagsgreiðslur leikskólakennara sem borgin tók upp í október. Samn- ingar leikskólakennara eru lausir að ári. „Okkur hefur haldist betur á starfsfólki frá því álagsgreiðslur voru samþykktar í haust,“ segir Hrafnhildur Sigurðardóttir, leik- skólafulltrúi Seltjarnarnesbæjar. Engin mannekla er nú á leikskólum bæjarins. Umbun skilar árangri Nokkur sveitar- félög umbuna vegna álags Morgunblaðið/Ómar Leikandi Starfsmenn á leikskólum nokkurra sveitarfélaga fá nú greitt aukalega fyrir mikið álag við vinnu. Misjafnt er hvað felst í umbuninni. ÞAÐ er dálítið notalegt að eiga þess kost að sitja inni í hlýjum bíl meðan regndropar falla á rúðurnar í vetrar- umferðinni. Þótt ýmsir kvarti yfir votviðrinu, sem ein- kennt hefur veðrið að undanförnu, fagna því þó sumir að enn hafi lítt gert vart við sig frostkaldur vetur með tilheyrandi snjókomu. Regnið dynur á bílrúðunum Morgunblaðið/Ómar SAMTÖK verslunar og þjónustu (SVÞ) hafa fallist á tilmæli tals- manns neytenda um að framvegis fái neytendur í hendur vörustrimil yfir það sem keypt hefur verið um leið og greiðslukvittun er afhent til að tryggja samræmi milli kassaverðs og hilluverðs. Eru þetta fyrstu við- brögð talsmanns neytenda við frétt- um undanfarna daga um misræmi og misfellur í matvöruverslunum, að því er segir á vef talsmanns neytenda. Þar kemur jafnframt fram að SVÞ hafi fallist á tilmælin fyrir sitt leyti og samþykkt að kynna þau með því að birta þau á vef samtakanna og í fréttabréfi ásamt því að hvetja versl- anir til að fara framvegis eftir til- mælunum. Tilmælin taka jafnt til verslana innan og utan SVÞ. Fallast á tilmælin Stuðli að samræmi hillu- og kassaverðs Eftir Andra Karl andri@mbl.is „ÞETTA er stór sýsla og fjölmenn þannig að þegar það eru svona fáir á vakt er auðséð að upp getur komið sú staða að erfitt verði að sinna öllum þeim verkefnum sem koma upp,“ segir Tinna Jóhönnudóttir, formað- ur Lögreglufélags Suðurlands. Hún segir að í það minnsta vanti fimm lögreglumenn á vakt en til að ná landsmeðaltali, þ.e. fjöldi lögreglu- manna á íbúa, þurfi tólf til þrettán til viðbótar. Á félagsfundi Lögreglufélags Suð- urlands sem haldinn var 29. október sl. var skorað á stjórnvöld að endur- skoða fjárveitingar til embættis lög- reglunnar á Selfossi. Tinna segir að samkvæmt fjárlagafrumvarpinu sé gert ráð fyrir 23 stöðugildum, en þau hafi verið 27 á síðasta ári. Raunar hafi embættið farið fram á 28 stöðu- gildi. „Það sést best á fréttum hversu mikið álag hefur verið á deildinni og menn eru mjög ósáttir við þetta. Það voru 27 stöðugildi í upphafi árs og í sumar en síðan hefur fækkað hjá okkur og ekki verið hægt að auglýsa stöður vegna þess að ekki er gert ráð fyrir fleiri mönnum.“ Í útkallsliði lögreglunnar á Sel- fossi starfa sextán manns og skiptast á fjórar vaktir. Á hverri vakt er varð- stjóri sem er að mestu bundinn við lögreglustöðina. Því eru þrír lög- reglumenn sem sinna útköllum og verkefnum. Það er einn fullmannað- ur bíll og lögreglumaður að auki. „Það gefur augaleið að ekki er hægt að senda einn lögreglumann til að sinna útköllum og fást við fólk í ýmsu ástandi. Það er því bæði öryggi íbú- ans sem kallar eftir aðstoð en einnig öryggi lögreglumannsins sjálfs sem er ógnað,“ segir Tinna en bætir við að um helgar sé bætt við aukamann- skap. Það hefur hins vegar þann ókost að álagið eykst. Ekki má gleyma að umdæmið er mjög víðfeðmt og til að mynda mikið um sumarhús á svæðinu. Ein fullskipuð lögreglu- bifreið á 15 þúsund íbúa Í HNOTSKURN »Fjárveitingar til embættislögreglunnar á Selfossi hafa verið skornar niður. Get- ur embættið aðeins haldið úti 23 stöðugildum en þau voru 27 í upphafi árs. »Umdæmið er mjög víð-feðmt, þéttbýliskjarnar margir og mikið um sumar- hús. Íbúum Árnessýslu fjölgar einnig hratt og eru þeir nú tæplega 15 þúsund. LÍFLEGAR umræður fóru fram á fjölmennum aðalfundi Íbúasamtaka Laugardals sem haldinn var í gær- kvöldi, og hefði að sögn formanns samtakanna getað haldið áfram fram á nótt. Meðal þess sem rætt var um voru þau fjölmörgu bílastæði sem í Laugardalnum eru, aðgengi að Fjöl- skyldu- og húsdýragarðinum og fyr- irhugaðar framkvæmdir í tengslum við íþróttamiðstöðina Laugar. Björn Leifsson, framkvæmda- stjóri World Class, lýsti hugmyndum sem upp hafa komið vegna fram- kvæmda á svæðinu og lofaði íbúum að þær yrðu allar vel kynntar þegar þar að kæmi. Einnig var rætt um aðgengi að Fjölskyldu- og húsdýragarðinum og kom upp sú hugmynd að fella ætti gjald að garðinum niður, s.s. vegna þess að lítið er orðið eftir af almenn- ingssvæðum í dalnum. Vilja frítt í fjölskyldu- garðinn Fundur Umræðurnar voru líflegar. ÁKVEÐIÐ hefur verið að leggja til við stjórnir Sparisjóðsins í Keflavík, SpKef, og Sparisjóðs Þórshafnar og nágrennis að sjóðirnir verðir sam- einaðir. Einnig stendur yfir sam- runaferli SpKef við Sparisjóð Vest- firðinga og Sparisjóð Húnaþings og Stranda. Samrunarnir eru háðir samþykki Fjármálaeftirlitsins og Samkeppnis- eftirlitsins. Í tilkynningu frá SpKef kemur fram að auka eigi stofnfé í tengslum við samruna sjóðanna og að eigið fé þeirra verði samanlagt um 26,6 milljarðar króna. Unnið er að samrunaáætlun og nánari útfærslu. Endanleg ákvörðun um samruna verður lögð fyrir fundi stofnfjárhafa. Samrunar við SpKef ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.