Morgunblaðið - 08.11.2007, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 08.11.2007, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ER VEIZLUNNI AÐ LJÚKA? Það er margt sem bendir til þessað veizlunni miklu, sem hérhefur staðið undanfarin ár, sé að ljúka. Að sumu leyti vegna áhrifa erlendis frá, að öðru leyti vegna þess að boginn verður ekki spenntur hærra en orðið er í neyzlu og fjárfestingum fólks. Í Morgunblaðinu í dag er brugðið upp skýrri mynd af þróun þeirra nýju húsnæðislána, sem bankarnir tóku upp fyrir þremur árum. Greiðslubyrð- in þyngist stöðugt og alveg ljóst að hún dregur úr annarri neyzlu. Þess vegna er ekki ósennilegt að samdrátt- ar gæti bæði í neyzlu og fjárfestingum fólks og að sá samdráttur eigi eftir að koma skýrar fram á næstu vikum og mánuðum. Í Viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag er skýrt frá því að á fyrstu þremur dögum þessarar viku hafi markaðs- virði fyrirtækja, sem skráð eru á Kauphöll Íslands, lækkað um 285 milljarða. Af þessari upphæð hefur markaðsvirði Kaupþings banka, stærsta bankans, lækkað um 106 millj- arða, og fjármálafyrirtækja á borð við Exista og FL Group um 43 milljarða og 40 milljarða. Í fréttum Morgun- blaðsins í dag kemur einnig fram að skuldatryggingaálag á skuldbinding- um Kaupþings banka hafi áttfaldazt frá því í sumarbyrjun og að álagið hjá þeim banka sé mun hærra en hjá Glitni og Landsbanka. Á forsíðu Financial Times, annars tveggja helztu viðskiptadagblaða í okkar heimshluta, var svohljóðandi fyrirsögn yfir þvera forsíðu í gær: Aukin hætta á brunaútsölu eigna. Skýringar sumra aðila á fjármála- markaðnum hér í gær á mikilli lækkun á Kauphöllinni var sú, að bankarnir væru byrjaðir að selja hlutabréf við- skiptavina, sem ekki hefðu getað lagt fram frekari tryggingar vegna lána út á hlutabréfakaup og að jafnvel mætti búast við að slík sala mundi aukast í dag. Á vefsíðum Financial Times og Wall Street Journal í gærkvöldi mátti sjá fréttir um lækkandi hlutabréfaverð beggja vegna Atlantshafsins í gær, sem skýrt var annars vegar með hækkun á olíuverði og hættu á vaxandi verðbólgu og hins vegar með lækkun hlutabréfa í bönkum og öðrum fjár- málafyrirtækjum. Í Viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag kemur fram sú skoðun hjá tals- mönnum einstakra greiningardeilda bankanna, að óróinn á alþjóðlegum fjármálamörkuðum skýrði að hluta lækkun markaðarins hér. Sumir erlendir fjármálasérfræðing- ar telja stöðu bankanna á Norðurlönd- um veika og t.d. veikari en íslenzku bankanna og rökstyðja það mat með því að norrænu bankarnir eigi mikið undir þróun mála í Eystrasaltsríkjun- um, sem menn hafi áhyggjur af. Aðrir, sem þekkja vel til, sjá hins vegar engin merki um veikleika í efnahag Eystra- saltsríkjanna. Þegar á allt þetta er lit- ið verður að telja að skýrar vísbend- ingar séu um að veizlunni sé að ljúka og að venjulegir tímar séu framundan. KENNINÖFN OG KLUNNASKAPUR Hlutverk hins opinbera er ekki aðhlutast til um hvernig einstak- lingar haga lífi sínu heldur gæta þess að allir sitji við sama borð. Á þessu vill oft verða misbrestur, sem komið getur fram bæði í stóru og smáu. Í Morgunblaðinu í gær er sagt frá máli Sigþórs Elíasar Smith. Foreldrar hans eru Þóra Björk Smith og Ásdís Þórhallsdóttir. Þegar Ásdís átti Sig- þór Elías var nafn hans skráð í þjóð- skrá. Þóra Björk og Ásdís, sem eru í staðfestri samvist, fóru báðar, fylltu út viðeigandi eyðublað, settu inn nafnið Sigþór Elías Smith og skrif- uðu báðar undir. Þegar þær flettu honum upp í þjóð- skrá kom hins vegar fram nafnið Sig- þór Elías Ásdísarson. Nafnið, sem þær höfðu skrifað á eyðublaðið, skil- aði sér ekki. Af hverju? Ekki var haft samband við foreldrana til að segja þeim frá því að nafnið yrði ekki fært í þjóðskrá með þeim hætti, sem þeir vildu. Hið sérkennilega svar, sem þær fengu var svohljóðandi: „Líf- fræðilegur ómöguleiki.“ Til þess að breyta skráningunni þurfti enn að fylla út eyðublöð og undirrita sérstaka yfirlýsingu. En af hverju er þessi hindrun sett upp þeg- ar foreldrar eru tvær konur, sem vilja kenna barn sitt við það foreldri, sem ekki gekk með barnið? Lög og reglur um réttindi samkyn- hneigðra hafa breyst verulega til batnaðar á undanförnum misserum og má jafnvel tala um byltingu. Sam- kynhneigðir eiga vitaskuld að sitja við sama borð og aðrir íbúar landsins og þeim á ekki að mismuna. Í þessu tilfelli eru Þóra Björk og Ásdís í sömu sporum og kona, sem hvorki er í hjú- skap né í skráðri sambúð. Hvaða ástæða er fyrir þessu fyr- irkomulagi? Hvers vegna er tekin ákvörðun um að mismuna fólki með þessum hætti? Réttur fólks til að fara sínu fram í sínu einkalífi svo lengi sem öðrum er ekki bakað tjón er ský- laus. Hvers vegna í ósköpunum þarf þjóðskrá að skipta sér af því við hvort foreldri barn er kennt? Af hverju þarf að gefa út sérstakar yfirlýsingar þegar foreldrarnir eru samkyn- hneigðir, en ekki þegar þeir eru gagnkynhneigðir? Eins og alkunna er getur „líffræðilegur ómöguleiki“ einnig átt við hjá gagnkynhneigðum. Á Íslandi hefur gætt undarlegra sjónarmiða varðandi mannanöfn. Lengi var það svo að útlendingar, sem hingað fluttu, urðu að taka sér ís- lenskt nafn. Þurftu meðal annars flóttamenn, sem misst höfðu aleig- una, að afsala sér nafninu þegar þeir settust að á Íslandi. Þessu hefur sem betur fer verið breytt. Kenninafna- málið er klunnalegt og í mótsögn við þau viðhorf, sem endurspeglast í þeim lagabreytingum, sem undanfar- ið hafa verið gerðar. Það ætti að vera auðvelt að laga vinnureglurnar hjá þjóðskrá. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is Margrét H. Blöndal notarþrívíð verk til að undir-strika eiginleika rým-isins sem hún sýnir í. Skúlptúrar hennar eiga það sameig- inlegt að bera merki meðhöndlunar: þeir hafa verið mótaðir, bundnir, vafðir, rúllaðir, kreistir, knúsaðir, teygðir, beygðir, krumpaðir, rifnir, brotnir, eða jafnvel settir saman. Uppstilling þeirra í rýminu end- urspeglar athugun hennar á hverj- um þeirra fyrir sig en einnig sem hluta af heild. „Stór þáttur í vinnulagi mínu er að fara í mismunandi sýningarsali og bregðast við því áreiti sem þeir eru. Þegar mér var boðið að sýna í Listasafni Reykjavíkur fékk ég tvo sali til umráða. Mér fannst erfitt að átta mig á sölunum því sýningarnar sem voru uppi þegar ég skoðaði þá voru þess eðlis, mörg verk og auka- veggir. Markviss undirbúningur hófst í ágúst-september. Þá vann ég teikningaröð með vatnslitum og ólífuolíu. Ég var bæði að vinna að verkunum en um leið að setja mig í samband við verkefnið. Þetta er svo- lítið eins og með performans – það þarf að undirbúa hann. Ég hafði tvær vikur í rýminu til að finna hvernig ég brygðist við því og vinna verkið. Teikningarnar hjálpuðu mér við að gera mig tilbúna. Þetta er allt huglægt og ég ákveð mig ekki ná- kvæmlega fyrirfram, heldur treysti því að tíminn sem ég hef dugi mér. Næðið skiptir máli og að fá að sitja í salnum og láta það sem þar er toga mig áfram. “ Er það þá ekki höfuðatriði að þú fáir góðan tíma í auðum salnum áður en verklega vinnan og hin eiginlega sýning hefjast? „Jú; en mér finnst líka gott að geta lokið vinnunni þremur dögum fyrir opnun til að verkið fái að sjatna í salnum.“ Að hugsa, horfa og hlusta Hvað gerist þegar þú gengur inn í auðan salinn og veist að eftir tvær vikur verður þú að vera búin að búa til sýningu? „Ég var með teikningarnar til- búnar en þurfti að bera á þær og sýsla við þær í minni salnum. Það skapaði tengingu við þann sal. Þá kom ég í stóra salinn og í slíku tilfelli skiptir það mig máli að geta verið ein til að hugsa, horfa og hlusta – ómeðvitað. Þetta byggist ekki á vits- munalegum viðbrögðum heldur get- ur það verið eitthvað sem kemur Hafnarhúsinu ekki einu sinni við. Kannski er það bara skora á vegg sem leiðir mig áfram. En stóri sal- urinn er sterkur og vandlega af- markaður af tveimur súlnaröðum. Ég hafði áður svolitla fordóma gagn- vart þessum sal. En um leið og ég fór að dvelja í honum fannst mér hann fallegur og mér finnst hann mjög fallegur. Þetta var ánægju- legur tími. Það sem súlurnar gera er að skipta rýminu niður í mörg lítil hólf. Það er stundum eins og undir- meðvitundin vinni með manni. Titill sýningarinnar er Þreifað á himn- unni. Maður þreifar sig áfram og himna er svo fallegt orð, hún nær frá þeim örfínu himnum sem verja líf- færi okkar alveg til himinsins. Það eru ekki síst himnur utan líkamans sem eru mér hugleiknar; himnan milli okkar og viðfangsefna okkar og himnan kringum þá sem við erum tengd. Himnurnar eru í mörgum víddum og við getum allt eins hugs- að um ósonlagið. Ég var búin að taka til efni í poka sem ég kom með þegar ég var búin að vera í salnum svolítinn tíma. Ég byrja á því að handfjatla efnið – og verkin geta sprottið fram án þess að ég hugsi mikið um það. Allt í einu er komið verk sem hefur fundið sinn stað. Ég dvel við það verk, hugsa um það, en mér gæti þá fundist vanta ákveðinn lit. Þá leita ég í því efni sem ég er með. Ef ég finn ekkert þar sem kall- ar á mig fer ég jafnvel út í göngutúr og reyni að horfa á umhverfi mitt þannig að það sé ekki sú Reykjavík sem ég ólst upp í og þekki og finna eitthvað sem verður á vegi mínum. Ég veit að tíminn er stuttur og skiln- ingarvitin verða að vera galopin í þennan stutta tíma. Maður verður að anda með öllum skrokknum. Smám saman fara hlutirnir að myndast. Hver sýning hjá mér er samsett úr nokkrum þáttum sem kallast á.“ Hreyfingin í rýminu Nú er ég forvitin að vita hvað ræður þeirri þáttaskiptingu og hvernig þú velur efnið sem þú notar. „Ef ég tek dæmi af fyrsta verkinu hér inni. Það voru tveir pokar utan um snifsi og afganga sem ég var með. Þegar þeir lágu hér á gólfinu sá ég að það var hreyfing í þeim og í samspili við gráa steypugólfið og all- ar þessar hvítu súlur fannst mér mikilvægt að undirstrika hreyf- inguna milli súlnanna. Salurinn er svo sterkur. Öll verkin í stó um eru svolítið eins og teikn rýminu. Hins vegar eru 38 t ingar í minni salnum, teikn- ingasalnum. Þær flæða á ve unum, hver mynd afmörkuð ramma, einn heimur hver. E maður kemur í stóra salinn og maður gangi inn í eina te Efnin vel ég út frá áferð, ingu eða eðli þeirra. Þegar é aði að setja verkin inn fanns skemmtilegt að geta skoðað frá mismunandi sjónarhorn því hvar við súlurnar ég stó irnir þurftu að vera nógu st að fanga athyglina. Ég átta því þegar ég var búin að set upp að þegar komið er inn í næstum eins og hann sé tóm smátt og smátt lifna verkin eftir því sem maður dvelur er inni í umhverfinu þá vaxa Mér finnst þú lýsa þessu og þú værir að tala um spun list þar sem framvindan ver staðnum með fyrirframgefn ur á leiðinni. Sérð þú eitthv samlíkingu? „Já, ég geri það, því þess hefur verið líkt við sjónræn Maður setur einn tón hér og þar. Ég upplifi þetta þannig Sjónrænir tónar Það má líkja þeim við litlar áminningar eða min Að teikna efni í Brook Margrét Blöndal „Teikningarnar flæða á veggjunum og hver m afmörkuð af ramma – einn heimur hver. En þegar maður kemur salinn, þá er eins og maður gangi inn í eina teikningu.“ Það er viðburður að fara á myndlistarsýningu og horfa á verk. En hv Þær spurningar eru áleitnar þegar rætt er við Margréti H. Blöndal dag sýningu í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Undirbúningur s þar sem leitin að því sem er rétt skiptir höfuðmáli og leiðarljósið er a
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.