Morgunblaðið - 08.11.2007, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 08.11.2007, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN E ru íslenskir frétta- miðlar í einhverri kreppu? Ef marka má formann Alþjóða- sambands blaða- manna, Aidan White, eru íslenskir fréttamiðlar í kreppu, rétt eins og fréttamiðlar hvarvetna í heim- inum. Þetta kom fram í afar at- hyglisverðu viðtali við White sem birtist hérna í Morgunblaðinu í til- efni af baráttudegi evrópskra blaðamanna á mánudaginn. Ég held að ég sé alveg sammála White. Íslenskir fréttamiðlar eru í kreppu. En hvað veldur henni? Eitt af þremur grunngildum fréttamennskunnar, sagði White, er virðing fyrir sannleikanum. Nú dettur mér ekki í hug að halda því fram, að nokkur íslenskur fjöl- miðlamaður fari vísvitandi með lygar, en stundum held ég að áhersla á sannleikann fari halloka í íslenskum fjölmiðlum fyrir áherslu á og eftirsókn eftir flottheitum og kúli. Það er að segja, það skiptir í rauninni litlu máli hvað maður er að segja, en mikilvægt er að mað- ur líti sjálfur út fyrir að vera gagn- rýninn og með allt á hreinu. Kannski er þetta ekki nema von. Íslenskir fjölmiðlar eru fyrir löngu búnir að ofmetta markaðinn, bæði hvað varðar lestur og áhorf og einnig hvað varðar umfjöllunar- efni. Þessa vanda varð fyrst vart erlendis með fjölmiðlabyltingunni fyrir um tuttugu árum þegar CNN og Sky fóru að senda út fréttir – eða ætti maður að hafa það innan gæsalappa, „fréttir“? – allan sólar- hringinn. Þá var orðið til form sem krafðist innihalds, og óhjákvæmi- lega varð þrettándinn þunnur. Fréttamenn sem eru sæmilega gagnrýnir í hugsun finna oft á dag fyrir því að þeir séu að skrifa frétt- ir um eitthvað sem er ekki neitt, eða skiptir engan máli nema ef til vill þann sem fjallað er um, sem nýtur þess að fá athygli eða aug- lýsingu. Þetta er einfaldlega orðið eðlilegur þáttur í starfinu. Fréttamenn verða líka fljótlega varir við að lesendur hafa í raun- inni sáralítinn áhuga á svona inni- haldsrýrum fréttum – nema þær séu skemmtilegar. Þar af leiðandi fer afþreyingargildi frétta (hljóm- ar vissulega eins og mótsögn, en staðreynd engu að síður) að vega þyngra eftir því sem sífellt meira fjölmiðlaframboð krefst sífellt meira innihalds, og leiðir því til sí- fellt hærra hlutfalls af innihalds- rýrum fréttum. Því að það er alveg ljóst hverju lesendur sækjast eftir. Þeir vilja fá að vita sannleikann um stóra at- burði (og því fjær sem þeir eru því stærri þurfa þeir að vera til að les- endur taki eftir þeim – það gilda greinilega sömu lögmál um fréttir og fjöll), og svo leita þeir að ein- hverju sem þeim finnst for- vitnilegt eða beinlínis skemmti- legt. Hvort svona afþreyingarfréttir eru alveg „sannleikanum sam- kvæmt“ held ég að lesendur láti sér oftast í léttu rúmi liggja, enda líta þeir fyrst og fremst (og rétti- lega) á þessar „fréttir“ sem af- þreyingu. En þegar kemur að fregnum af alvarlegum og stórum atburðum gera lesendur strangar kröfur um að allt sé sannleikanum samkvæmt – þeim fréttamönnum sem verður hált á því svelli er sendur tónninn svo um munar. White nefndi einnig í viðtalinu að annað grunngildi frétta- mennsku sé sjálfstæði. Þarna kreppir skórinn svo sannarlega að mörgum íslenskum fjölmiðlum. Það er líklega eitt þekktasta hlut- verk fjölmiðla að veita valdhöfum aðhald, og þess vegna eru svoköll- uð „málgögn“ ekki alvöru frétta- miðlar. Vandinn hér á landi (og kannski víðar) er nú orðinn sá, að margir fréttamiðlar eru beinlínis í eigu hinna eiginlegu valdhafa – það er að segja moldríkra kaupsýslu- manna. Svo er komið að við liggur að einungis ríkisfjölmiðlar séu eig- inlega sjálfstæðir fjölmiðlar. Að minnsta kosti er æðsta vald rík- isfjölmiðlanna lýðræðislega kjörið og sækir þannig umboð til almenn- ings og ber (strangt til tekið, að minnsta kosti) ábyrgð gagnvart þessum sama almenningi. Æðsta vald fjölmiðla sem eru í eigu moldríkra kaupsýslumanna var ekki kosið af neinum og ber því ekki (jafnvel strangt til tekið) ábyrgð gagnvart neinum og getur því gert það sem því sýnist. Við slíkar aðstæður getur orðið erfitt um vik fyrir óbreytta blaðamenn að starfa sjálfstætt, þótt vissulega séu eigendur fjölmiðlanna alveg sjálfstæðir – í þeirri merkingu að þeir geta gert það sem þeim sýnist við fjölmiðlana sína. En kreppan í íslenskri fjöl- miðlun er ekki bara vondum og gráðugum eigendum að kenna. Sjálfsritskoðun fréttamanna er líklega verri en utanaðkomandi ritskoðun. Sjálfsritskoðun á ís- lenskum fjölmiðlum birtist með ýmsum hætti, en ekki síst þeim sem tilgreindur var hérna í byrj- un: Það virðist skipta fréttamenn mestu máli að koma vel fyrir – líta út fyrir að vera kúl og krítískur – og vega þessir þættir í mörgum til- vikum þyngra en sjálft umfjöll- unarefnið. Sú sjálfsritskoðun sem er þó lík- lega sýnu verst er sú sem bannar allt neikvæði og krefst í staðinn yf- irborðslegs og skefjalauss jákvæð- is. Fréttamenn sem verða þessu jákvæðitrúboði að bráð verða fljót- lega bitlausir fréttamenn vegna þess að góðir fréttamenn beita nei- kvæði eins og hverju öðru vinnu- tæki. Vegna þess sem hér að framan var haft eftir White, um mikilvægi þess að fréttamenn geti starfað sjálfstætt, skiptir ekki síst máli að fréttamenn noti neikvæðið eins og brynju gagnvart þeim valdhöfum sem þeir eiga að veita aðhald – og þá á ég bæði við ráðherra og rík- isbubba. Á íslenskum fjölmiðlum hefur aftur á móti lengi viðgengist ein- hver undarleg stimamýkt í sam- skiptum við þessa valdamenn (og þá á ég bæði við ráðherra og ríka menn). Og þetta heyrir ekki sög- unni til. En slík stimamýkt getur þó í rauninni ekki verið samboðin neinum fréttamanni með snefil af sjálfsvirðingu. Miðlar í kreppu? » Á íslenskum fjölmiðlum hefur lengi viðgengisteinhver undarleg stimamýkt í samskiptum við valdamenn (og þá á ég bæði við ráðherra og ríka menn). Og þetta heyrir ekki sögunni til. BLOGG: kga.blog.is Kristján G. Arngrímsson kga@mbl.is NÚ ÞEGAR flest fyrirtæki lands- ins hafa rekið vefsíður um nokkurt skeið rekumst við enn á sömu vanda- málin og í árdaga þegar fyrstu vef- irnir litu dagsins ljós á Íslandi. Ekki svo að skilja að engin þróun hafi átt sér stað, þvert á móti, það hefur mik- ið vatn runnið til sjávar og við höfum lært margt. Hins vegar eru enn nokkur grundvallaratriði að vefjast fyrir okkur. Það er við hæfi að líta nánar á vandann á þessum heiðursdegi not- endavæni eða World Usability Day. Dagurinn hefur verið haldinn hátíð- legur síðan 2005 en markmiðið er að vekja athygli á nytsemi og hve mik- ilvægt það er að hanna vefi með þarf- ir og væntingar notenda í huga. Mikið hefur verið fjallað um þessi mál og helstu sérfræðingar heims skrifað margar lærðar greinar um vandann. Við hjá Sjá höfum rekið okkur á að vandinn er tvíþættur hvað varðar vefi og hvernig notendur nota netið. Notendur finna ekki það sem þeir leita að Það loðir við að flokkun og fram- setning efnis sé miðuð að innri starf- semi fremur en þörfum notenda og reynist því notendum flókin og tor- melt. Stundum svarar vefurinn alls ekki þeim spurningum sem notand- inn er á höttunum eftir. Það gleymist stundum að netið lýt- ur öðrum lögmálum þegar kemur að skrifum og texta. Hegðun notenda er allt önnur þegar þeir lesa efni af tölvuskjá en prentuðum skjölum eða bókum. Á netinu eru allir að flýta sér og ef notendur eiga að ná því sem þarf að koma til skila þarf að koma því á framfæri á hnitmiðaðan og ein- faldan hátt. Best er að nota mikið af millifyrirsögnum og sýna stuttar klausur eða upptalningu. Ekki hefur að fullu tekist að ná tökum á leitarvirkni á vefjum. Það er allt of algengt að leit á vefjum skilar notendum ekki tilætluðum árangri. Hver kannast ekki við að fá upp alltof fáar, nú eða allt of margar nið- urstöður? Hvað þá niðurstöður sem virðast ekki koma málinu neitt við?! Notendur horfa jafnframt fram hjá efni sem líkist auglýsingum og því skal varast að setja fram mikilvægt efni eingöngu með þeim hætti, alltaf þarf að vera önnur leið að efninu í gegnum leiðarkerfi og leit. Virkni skilar ekki tilætluðum árangri Hver hefur ekki lent í því að geta ekki framkvæmt aðgerð á vef sem ætti að vera einföld? Eða ekki fundið þá virkni sem búast mætti við að væri á vefnum, s.s. umsóknir og eyðublöð. Stundum er jafnvel auðveldara að hringja eða fara á staðinn þegar upp er staðið. Ákveðnar hefðir hafa skapast í hönnun og framsetningu efnis á vefj- um. Mikilvægt er að fylgja þeim stöðlum sem hafa mótast og forðast það að koma notendum á óvart. Not- endum á alltaf að finnast að þeir hafi stjórn á þeim aðgerðum sem í boði eru. Ekkert í ferlinu má koma not- anda á óvart eða hann upplifa að hann viti ekki hvað hafi gerst eða skilji ekki til hvers er ætlast af hon- um. Mikilvægt er að útskýringar og villuskilaboð séu skýr og leiðbein- andi. Auðvitað hefur mikil þróun átt sér stað hvað varðar nýja tækni og mik- ilvægt að nýta sér þá möguleika sem hún býður upp á bæði hvað hönnun og virkni varðar. Alltaf þarf samt að gæta þess að brjóta ekki ákveðna grunnþætti til að halda vefnum not- endavænum. Notendur verða að skilja til hvers er ætlast af þeim, hvar þeir eigi að smella næst og eins verða þeir að hafa yfirsýn yfir ferlið sem þeir eru að fara í gegn- um. Notendur eiga einnig alltaf að geta hætt við eða farið til baka þegar aðgerðir skiptast í nokkur skref. Þess skal gæta að vefurinn eða síður á honum opnist ekki í nýjum vafraglugga nema um sé að ræða skjöl önnur en vefsíður (s.s. word, pdf o.s.frv.) eða verið sé að vísa not- anda yfir á annan vef. Notendur þurfa einnig alltaf að skilja að með því að smella á viðkomandi tengil sé verið að kalla eftir öðru en hefðbundinni vefsíðu og fram þurfa að koma upplýsingar um stærð og gerð skjalanna sem um ræðir. Þetta er sérstaklega mikilvægt þegar upp- lýsingarnar eru ætlaðar til birtingar í minni tólum, s.s. farsímum. Vefurinn í farsímanum Nú líður að því að mörg fyrirtæki setji upp vefi fyrir þriðju kynslóð- arfarsíma og sum hafa þegar opnað slíka vefi. Mikilvægt er að þeir hafi þar ofarlega á blaði að vera not- endavænir. Hér eru þarfirnar aðrar en á hefðbundnum vef. Koma þarf upplýsingum fyrir á minni skjá og því takmarkaðri möguleikar, jafnframt er notkunin önnur. Notendur kæra sig ekki um ítarlegan texta í farsíma heldur þurfa þeir hnitmiðaðar upp- lýsingar. Þjónusta frétta og afþreying- arvefja verður eflaust mikið notuð, en fyrir fyrirtæki almennt er mikilvægt að skilja að notendur farsímavefja eru að leita hagnýtra upplýsinga, t.d. heimilisfanga, símanúmera eða við- burða á vegum viðkomandi fyr- irtækis. Hér ætti að nýta virkni- möguleika þessarar tækni, t.d. að gera notendum kleift að smella á símanúmer til þess að hringja. Hvernig má ná betri árangri? Greindu þinn markhóp vel, hverjir tilheyra honum? Hvert er hlutverk vefjarins og hver eru markmið hans? Hvaða væntingar hafa þínir not- endur og hvað vilt þú segja þeim? Hannaðu vefinn með þarfir not- enda þinna í huga. Vefstefna – lifandi skjal sem hjálp- ar þér að láta vefinn skila árangri. Hversu notendavænn er vefurinn þinn? Áslaug Friðriksdóttir og Jóhanna Símonardóttir skrifa í tilefni af alþjóðlegum degi nytsemi, sem er í dag »Dagur nytsemi er ídag. Fyrst var hald- ið upp á daginn 2005 en markmiðið er að vekja athygli á notendavæni og hönnun með end- anlega notendur í huga. Höfundar eru framkvæmdastjóri og þróunarstjóri Sjá ehf. - www.sja.is Áslaug FriðriksdóttirJóhanna Símonardóttir Á Norðurlandaráðsþingi í Ósló í síðustu viku var meðal annars fjallað um fyrirkomulag aðildar Færeyinga að Norðurlandaráði. Færeyingar hafa lýst vilja sínum til að fá fulla aðild en það er ekki mögulegt sam- kvæmt stofnsamningi Norðurlandaráðs, Helsing- fors-samningnum frá 1952, á meðan Fær- eyjar eru hluti danska ríkisins. Þrátt fyrir það geta Færeyingar nú leitt nefndir Norður- landaráðs, svarað þar fyrir mál sem þeir bera ábyrgð á og tekið að öðru leyti fullan þátt í starfi ráðsins. Þessi framkvæmd á hins vegar ekki stoð í stofnsamningnum og því eðlilegt að Færeyingar óski þess að alþjóðasamningurinn um norrænt samstarf, Helsingfors- samningurinn frá 1952, endurspegli stöðu þeirra innan danska ríkja- sambandsins og innan norræns sam- starfs. Af Íslands hálfu hefur ávallt verið stutt við þessar óskir Færeyinga á norrænum vettvangi, þótt þess hafi jafnframt verið gætt af Íslands hálfu að forðast að hlutast til um mál er lúta að sambandi Fær- eyinga og Dana. Þau mál sem lúta að samn- ingssambandinu milli landanna verða þessar vinaþjóðir okkar að leysa sín á milli. Á þinginu nú urðu þau tímamót að Danir studdu tillögu um að beina því til ríkis- stjórna Norðurland- anna að þær endurskoði Helsingfors-samninginn með það að markmiði að samningurinn end- urspegli þá stöðu sem Færeyingar njóta nú í reynd innan norræns sam- starfs. Þar með var einboðið að Ís- landsdeild Norðurlandaráðs myndi einnig styðja tillöguna. Tillagan fékk 20 atkvæði en 37 greiddu óbreyttu ástandi atkvæði sitt. Andstæðingar tillögunnar um endurskoðun Helsingfors- samningsins héldu einkum fram þeim rökum að ef hafist væri handa um endurskoðun samningsins kynni það að valda því að áhugi ríkjanna á norrænu samstarfi minnkaði og það liði jafnvel undir lok í núverandi mynd. Þá hefur því verið haldið fram að slík endurskoðun sé of flókin. Það er alveg ljóst að engin slík vandkvæði eru á endurskoðun samningsins að það réttlæti að hann sé ekki aðlagaður breyttum tíma og látinn endurspegla aukið sjálfstæði og forræði norrænu sjálfstjórn- arsvæðanna í eigin málum. Það er fyrirsláttur að skýla sér á bak við flókin framkvæmdaatriði í þessu máli. Samningar um samstarf og samskipti rótgróinna lýðræðisþjóða eiga að endurspegla raunveruleik- ann. Um aðild Færeyinga að Norðurlandaráði Árni Páll Árnason telur eðlilegt að Færeyingar fái aðild að Norðurlandaráði » Af Íslands hálfu hef-ur ávallt verið stutt við óskir Færeyinga á norrænum vettvangi. Árni Páll Árnason Höfundur er alþingismaður og formað- ur Íslandsdeildar Norðurlandaráðs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.