Morgunblaðið - 08.11.2007, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 08.11.2007, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2007 37 MINNINGAR ✝ Hörður HugiJónsson fæddist á Siglufirði 22. febrúar 1939. Hann lést á Land- spítalnum 1. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurpála Jó- hannsdóttir, f. 1912, d. 1975 og Jón Þ. Sigurðsson, f. 1912, d. 1999. Systkini Harðar eru: Elísabet, f. 1934, Þóra, f. 1942, d. 1943, Birgir Sigurjón, f. 1948, Lilja Þóra, f. 1950 og Tómas, f. 1952. Hinn 10. júlí 1960 giftist Hörður Sigríði Björnsdóttur, f. 1940. Þau eignuðust tvo syni: a) Jón Þór, f. 1959, dætur Ragn- hildur Steinunn, f. 1981 og Telma Karen, f. 2007 og b) Ólaf Jóhann, f. 1965, sonur Unnar Örn, f. 1983, dóttir hans Vala Marie, f. 2003. Fyrir átti Sigríð- ur Unni Birnu Þórhallsdóttur, f. 1958, dóttir Ragna Sif Newman, Flugleiða við stofnun þess fyr- irtækis. Síðustu árin gegndi Hörður stöðu birgðastjóra í Flugeldhúsinu á Keflavík- urflugvelli og lauk þar starfs- ferlinum árið 2004. Starfsferill Harðar tengdist því alla tíð mat- reiðslu. Hörður bjó í Keflavík til ársins 1973, en flutti þá í Kópa- vog og bjó þar til dauðadags. Áhugamál Harðar voru mörg. Á yngri árum var hann góður fim- leikamaður og æfði og sýndi þá íþrótt bæði á Siglufirði og á Keflavíkurflugvelli. Síðar tók skákíþróttin við, sem hann stundaði af krafti til æviloka. Keppti hann á skákmótum bæði sem einstaklingur og fyrir sveit Flugleiða. Flugleiðasveitin vann marga heimsmeistaratitla í al- þjóðlegum skákmótum flug- félaga sem fram fóru víðs vegar um heiminn. Hörður var liðtæk- ur bridsspilari og keppti einnig fyrir hönd Flugleiða á alþjóð- legum mótum. Ljósmyndun átti hug Harðar frá unglingsárum og tók hann mikið af myndum bæði fyrir blöð, Flugleiðir og fjölskyldu. Útför Harðar verður gerð frá Fríkirkjunni í Reykja- vík í dag og hefst athöfnin klukkan 13. f. 1989. Hörður og Sigríður slitu sam- vistum. Árið 1973 eignaðist Hörður Önnu Sigurbjörgu. Hörður kvæntist hinn 26. desember 1975 Bryndísi Sig- rúnu Sigurð- ardóttur, f. 1943. Þau eignuðust eina dóttur, Hugrúnu, f. 1976. Fyrir átti Bryndís Svölu Dögg Þorláksdóttur, f. 1962, börn hennar eru Margeir Trausti, f. 1985, Brynjar, f. 1987, Ingi Óli, f. 1995 og Sigurð Magnússon, f. 1963, synir hans eru Kristófer Bær- ing, f. 1986 og Víkingur Breki, f. 2005. Hörður og Bryndís skildu. Hörður bjó fyrstu uppvaxt- arárin á Siglufirði, en á sex- tánda ári fór hann til Keflavíkur og hóf störf við matreiðslu á Keflavíkurflugvelli hjá banda- ríska hernum. Síðar færði hann sig yfir til Loftleiða og þaðan til Elsku pabbi minn, Nú hefur þú kvatt mig í síðasta sinn, svona endaði sagan. Þú varst mikill sögumaður og sagðir mér óf- ár sögurnar af ævintýrum þínum, það sagði enginn frá eins og þú. Fyrstu minningar mínar með þér lýsa þér svo vel, þú varst ein- staklega vandvirkur maður og þú vandaðir þig svo við ala mig upp. Alltaf að fræða mig og takk fyrir að taka mig með þér allt sem þú fórst. Minningar um fjöruferðir, ís- bíltúra og ævintýraleg ferðalög verða ávallt með mér. Þú verður alltaf hjá mér. Ég kveð þig elsku pabbi minn með þakklæti í hjarta mínu. Þín dóttir, Hugrún. Fyrstu kynni mín af Herði bróð- ur mínum voru þegar hann kom norður til Siglufjarðar frá Keflavík árið 1955. Ég varð að fara úr her- berginu hans inn til pabba og mömmu, en það var þess virði því hann kom færandi hendi með sæl- gæti og ýmislegt sem ekki var al- mennt á boðstólum annars staðar á landinu. Næst þegar Hörður kom í heimsókn til Siglufjarðar var það til þess að giftast henni Siggu. Í brúðkaupsferðinni fékk hún m.a. að kynnast hinu siglfirska síldar- ævintýri með því að taka þátt í síldarsöltun og var mynduð af Herði í bak og fyrir. Fermingarárið mitt 1962, fékk ég að fara einn suður til Keflavíkur þar sem ég var hjá Herði og Siggu í nokkra daga. Þar tók hann þessar fínu myndir af mér í boltaleik sem ég á enn og verma minningar mín- ar. Árin liðu og ég hóf nám hjá Loftleiðum í eldhúsinu á Keflavík- urflugvelli. Þar var gott að hafa hann til stuðnings og eftirlits. Hann var vel þekktur á Vellinum, vinsæll og gott að geta nefnt okkar fjölskyldutengsl þegar ég þurfti að komast út úr hinum ýmsu aðstæð- um. Þau sterku fjölskyldubönd systkina foreldra okkar á Siglufirði urðu okkur gott veganesti í lífinu. Þannig bönd hafa einnig bundið okkur systkinin saman bæði í gleði og sorg. Mér er minnisstætt atvik þegar við Steinunn skírðum Sigurpálu dóttur okkar annan í jólum árið 1975 á Kleppsveginum. Hörður bað mig þá að koma inn í herbergi og spurði hvort það væri ekki í lagi, þar sem presturinn væri á staðn- um, að hann giftist henni Dísu í leiðinni. Ég svaraði að það gætu verið ýmsir hnökrar á því. Það þyrfti að tala við prestinn, útvega pappíra fyrir giftinguna og fleira. Hann dró þá upp umslag með öllu saman og sagðist vera búinn að tala við séra Ragnar Fjalar og honum litist vel á þennan ráðahag. Allir í fjölskyldunni komu af fjöll- um við þessa uppákomu, en glödd- ust einlæglega með brúðhjónun- um. Skírnar- og brúðkaupsveislan var minnisstæð því hún dróst á langinn langt fram á næsta dag vegna óveðurs sem dundi yfir þá nótt. Þegar ég fluttist vestur á Ísa- fjörð vorum við Hörður mikið í símasambandi og ég fylgdist vel með högum hans. Þó Hörður væri ekki maður margra orða kom hann því oft vel til skila hversu stoltur hann væri af börnum sínum og dugnaði þeirra í blíðu og stríðu. Hörður hafði skemmtilega kímni og talaði alltaf um mig sem „frið- arspillinn“ í fjölskyldunni. Í hvert sinn sem ég kæmi til Reykjavíkur færi allt á annan endann. Heim- sóknir út um allt og stöðug dag- skrá. Þessar góðu minningar og margar fleiri ylja mér um hjarta- rætur þegar ég kveð bróður minn hinstu kveðju. Birgir Jónsson. Elsku afi, ég vildi óska að þú hefðir fengið að tefla við litróf lífsins örlítið lengur. Ég man þegar ég heim- sótti þig á spítalann daginn fyrir aðgerðina og þú sagðir mér bað- varðarbrandarann. Þú hlóst þínum smitandi hlátri og leist svo á úrið í gegnum litla stækkunarglerið þitt. Þú varst ekki á leiðinni burt, þú sagðir sjáumst fljótlega aftur. Þú varst sannur skákmaður sem tefldir ávallt til sigurs í hverju sem þú tókst þér fyrir hendur en þessi barátta var því miður ósigr- andi. Þú varst góður afi sem leiddir mig áfram líkt og ég væri mik- ilvægasta peðið á taflborðinu. Þú fylgdist með öllu sem ég gerði og færðir mér góðan föður. Ég er þér ævinlega þakklát fyrir allt, elsku afi. Minning þín mun ávallt fylgja mér. Þín Ragnhildur Steinunn. Látinn er fyrir aldur fram kær vinur, heiðursmaðurinn Hörður Jónsson matreiðslumeistari frá Siglufirði. Hörður var vinmargur maður, enda hrókur alls fagnaðar á góðri stund og ræktaði vel vináttuna bæði við fyrrverandi samstarfs- menn sína og ekki síður við fjölda starfsmanna sem starfað hafa í ís- lenska flugheiminum síðastliðna áratugi. Hörður starfaði lengst af á Keflavíkurflugvelli þar sem hann var einn af þeim sem sáu til þess að flugfarþegar fengju góðan við- urgjörning í mat á ferðalögum sín- um til og frá landinu. Hann gegndi lengst af ábyrgðarmiklu starfi flugeldhúsi Flugleiða hf. Hörður var víðlesinn maður og fróður um þjóðlega hætti og undur veraldar. Hann hafði ferðast víðs- vegar um heiminn og naut þess að fræða okkur vini sína um hagi og tilvist þjóða í framandi löndum. Hann naut þeirra forréttinda að vera mjög góður skákmaður, enda var skákíþróttin ein af hans helstu áhugamálum. Sem liðsmaður í hinni sigursælu skáksveit Flug- leiða/Icelandair sem keppti á al- þjóðlegum skákmótum flugfélaga víðsvegar um heiminn, gafst Herði kostur á að kynnast hinum ýmsu þjóðlöndum og siðum í landi hverju. Annað áhugamál sem Hörður dáði var ljósmyndun og var hann sjálfmenntaður í þeirri tækni. Hörður var einstaklega æðrulaus maður þegar tillit er tekið til þess að á seinni árum lífsins þjáðist hann af ólæknandi augnsjúkdómi sem leiddi til verulegrar sjón- depru sem háði honum á vissan hátt, en þó ekki svo að hann naut lífsins eins og ekkert hefði í skor- ist og gerði oft á tíðum sjálfur grín að þessari fötlun sinni. Þótt sjóndepran hafi vissulega haft sín áhrif, þá gafst Hörður ekki upp á því að sinna sínum helstu áhuga- málum, þ.e. skákinni og ljósmynd- un. Þegar sterk gleraugu dugðu ekki lengur var bara bætt við góðu stækkunargleri sem virtist gagnast vel, einkum við skákborð- ið. Þrátt fyrir þessa fötlun var myndavélin ekki sett niður í skúffu. Herði var einkar lagið að finna hin ýmsu myndhrif augna- bliksins, enda oft fenginn til að gerast sérstakur ljósmyndari í ýmsum einkasamkvæmum. Alltaf var gott að leita til Harð- ar þegar átti að gera góða veislu með mat og drykk. Hann gaf leið- beiningar um meðhöndlun hráefn- is og eldamennsku á einfaldan en samt fagmannlegan hátt, þannig að við sem nutum ráðgjafar hans gátum staðið uppréttir að veislu lokinni. Æskustöðvarnar á Siglufirði voru honum mjög hugleiknar og hafði hann sérstaka unun af að segja frá einstökum viðburðum úr sögu byggðarlagsins í áranna rás. Við vinir hans úr horninu í kaffi- húsinu góða í miðbæ Kópavogs kveðjum hér með Hörð með mikl- um söknuði. Fasta sætið hans í horninu er nú autt. Skemmtilegar og fróðlegar frásagnir úr því sæti eru þagnaðar, en eitt er víst að Hörður mun eignast gott sæti á æðra tilverustigi þar sem gleði og vinátta við náungann mun áfram njóta sín. Börnum Harðar og öðrum að- standendum sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Harðar Huga Jónssonar. Tómas Oddsson, Jóhann H. Jónsson, Ingi Steindórsson og Jónas Ingimarsson. Hörður Hugi Jónsson ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og systir, RANNVEIG JÓNSDÓTTIR, Sólheimum 23 5E, Reykjavík, lést fimmtudaginn 1. nóvember á krabbameins- deild Landspítalans við Hringbraut. Jarðarförin fer fram frá Langholtskirkju föstudaginn 9. nóvember kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsdeild Landspítalans og Leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands. Alois Raschhofer, Birgit Raschhofer, Jóhann Pétur Guðvarðarson Róbert Jón Raschhofer, Margarete Schrems, barnabörn, Ásmundur Jónsson og fjölskyldur. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KARL JÓHANN GUNNARSSON, Fannborg 8, Kópavogi, sem lést á Landspítalanum laugardaginn 3. nóvember, verður jarðsunginn frá Digraneskirkju föstudaginn 9. nóvember kl. 11.00. Þórður Karlsson, Þórsteina Pálsdóttir, Jón Ólafur Karlsson, Elísabet Sigurðardóttir, Gunnar Már Karlsson, Matthildur Jónsdóttir, Ása Kristbjörg Karlsdóttir, Þröstur Einarsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg frænka okkar, SIGRÚN LILJA KRISTINSDÓTTIR frá Löndum, Hraunbúðum, Vestmannaeyjum, lést 5. nóvember. Útförin fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum laugardaginn 10. nóvember kl. 10.30. Kristín Garðarsdóttir, Þórir Garðarsson, Kristinn Þórir Sigurðsson, Bergmundur Helgi Sigurðsson og fjölskyldur. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, KRISTÍN JÓHANNESDÓTTIR, Ránargötu 44, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 9. nóvember kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Einstök börn, stuðningsfélag langveikra barna eða aðrar góð- gerðastofnanir. Róbert E. Rader, Pris Rader, Dónald R. Jóhannesson, Helga Mattína Björnsdóttir, Margrét Ann Rader, Kristinn Máni Þorfinnsson og ömmubörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, dóttir, stjúpmóðir og amma, SOFFÍA KRISTÍN HJARTARDÓTTIR skrifstofustjóri, Brúnastöðum 17, Reykjavík, sem lést 2. nóvember, verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju föstudaginn 9. nóvember kl. 11.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Rbst. nr. 1, Bergþóru, I.O.O.F. í síma 557 6015. Hörður Barðdal, Þórður Vilberg Oddsson, Marta Elísabet Guðmundsdóttir, Laura Fr. Claessen Jóhanna I. Barðdal, Sesselja E. Barðdal, Bergþóra Fanney Barðdal og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.