Morgunblaðið - 08.11.2007, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 08.11.2007, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2007 39 nafn frekar en faðir okkar, nema hún hefði reynst vel í tilraunaveiði félaganna og fiskarnir sýnt henni verulegn áhuga. Flugurnar hans Gylfa voru síður en svo einu lista- verkin sem hann eignaðist á alltof stuttri ævi. Trygga og yndislega eiginkonu átti Gylfi í tæpa fjóra áratugi, glæsileg og hæfileikarík börn og svo þegar barnabörnin fóru að gægjast inn í þennan heim þá urðu þau listaverkin sem hann dáði mest. Gylfi var afar barngóður maður og börn fundu gjarnan í hon- um sterkan bandamann. Fjarlægðin gerði okkur oftar en ekki mjög erf- itt fyrir eftir að Gylfi flutti búferl- um til Akureyrar 1981. Reyndist mér í byrjun erfitt að sætta mig við þá staðreynd. Það átti þó eftir að breytast er í ljós kom að Gylfa og hans fólki leið vel á Akureyri og hann fann sig vel norðan heiða. Á Akureyri var hann vitaskuld kom- inn í enn meiri nálægð en áður við margar af fallegustu ám landsins. Þar og reyndar víðar eignaðist hann stórbrotna félaga sem voru honum afar mikils virði. Ræddi hann það oft hve vinahópur sinn væri tryggur og traustur. Í síðasta símtali okkar skömmu fyrir andlát Gylfa fórum við óvenju vel og ítarlega yfir sviðið og var þar nánast ekkert undanskilið. Þetta símtal var ólíkt öllum hinum og eft- ir á að hyggja alveg ómetanleg kveðjustund. Elsku Birna, Óli, Kristján og Berglind. Það eru þungar þrautir sem við göngum í gegnum þessa daga. Guð veri með ykkur öllum og styrki ykkur í erfiðri og óvæntri baráttu við mikla sorg og mikinn söknuð. Stefán Kristjánsson. Elskulegur frændi okkar er nú farinn frá okkur og okkur finnst það svo sárt að hafa ekki náð að kveðja hann. Þess vegna viljum við kveðja hann hér með nokkrum fátæklegum orðum. Þegar pabbi sagði okkur að Gylfi væri látinn, trúðum við því varla. Þetta var frétt sem gat auðvitað komið hvenær sem var, en var eng- an veginn velkomin svo snemma. Okkur fannst það svo sorglegt og ótrúlega sárt að heyra að svona elskulegur maður, góðhjartaður og hlýr væri látinn, aðeins 59 ára gam- all. Við viljum fyrst og fremst þakka Gylfa fyrir að vera svona góður maður. Það er okkur mikið lán að hafa kynnst Gylfa. Í hvert skipti sem við komum til Akureyrar tók Gylfi á móti okkur með hlýlegu brosi og breiddi út faðminn, okkur leið alltaf eins og við værum heima hjá okkur þegar við vorum hjá Gylfa og Birnu, við vorum alltaf svo velkomnar. Við munum alltaf þegar Gylfi sagði okkur skemmtilegar sögur af sér og systkinum sínum þegar þau voru yngri og einnig sög- ur af afa Kristjáni. Það var svo skemmtilegt að hlusta á hann segja sögurnar, því hann sagði þær af svo mikilli innlifun. Við munum aldrei gleyma því þegar hann hermdi eftir Núma fyrir okkur og þá hlógum við alltaf jafn mikið. Við munum alltaf minnast Gylfa fyrir skopskyn hans og hversu góð- ur maður hann var. Í stuttu máli var hann einfaldlega maður sem ekki er hægt að gleyma. Gylfi kenndi okkur margt og meðal ann- ars að gefast aldrei upp og brýndi það óspart fyrir okkur. Það koma erfiðir tímar og góðir tímar á lífsleiðinni en einhvern veg- inn tókst honum alltaf að lifa bara fyrir góðu tímana. Við systurnar minnumst Gylfa með miklum söknuði. Við sendum Birnu, börnum Gylfa og fjölskyld- um þeirra okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Sara Dagný Stefánsdóttir, Sylvía Björk Stefánsdóttir. Mér var það mikil harmafregn að frændi minn og vinur Gylfi væri lát- inn langt um aldur fram aðeins 59 ára. Mig langar aðeins að rifja upp æsku okkar þar sem leiðir okkar lágu saman frá blautu barnsbeini. Foreldrar Gylfa keyptu hús á Langholtsvegi 134 um 1950 þau buðu foreldrum mínum neðri hæð- ina til leigu og fluttu þau þangað með mig 5 ára gamlan og hófst þá mikið nábýli okkar fjölskyldna sem átti eftir að standa með stuttum hléum fram á fullorðinsár okkar Gylfa. Þarna bjuggum við í 7 ár, við vorum ekki háir í loftinu þegar við fórum að hjóla inn að Elliðaám og fylgjast með laxveiðimönnum, brátt þekktum við þar hvern hyl, þessi veiðiáhugi smitaðist í okkur frá Kristjáni föður Gylfa sem var að hefja sinn landsfræga veiðiferil á þessum árum, oft fengum við að fara með honum og föður mínum í veiði að Hrauni í Ölfusi og var þá oft góð veiði. Foreldrar okkar fengu úthlutað lóðum hlið við hlið fyrir einbýlis- húsum á Sunnuvegi 15 og 17 og var hafist handa við stórbyggingar, á meðan á byggingunum stóð keyptu foreldrar mínir gamlan uppgerðan bragga og þar bjuggum við í 3-4 ár. Um tíma bjó fjölskylda Gylfa með okkur. Þar var þröng á þingi í litlu húsnæði, tvær 5 manna fjölskyldur og afi og amma, þessi tími er samt ánægjulegur í minningunni og við- brigðin því meiri þegar flutt var á Sunnuveginn. Þegar við Svanborg vorum að hefja búskap hafði Gylfi hafið búskap í kjallaranum á Sunnuvegi 17 með konu sinni Birnu Blöndal. Um tíma bjuggum við Svanborg á Sunnuvegi 15 og var þá stutt á milli okkar og áttum við með þeim margar ánægjustundir. Við Gylfi höfðum mikinn áhuga á íþróttum og fórum oft saman á ýmsa íþróttaviðburði, fyrst vestur á Melavöll og seinna í Laugardalinn. Hann var ungur þegar hann byrjaði að æfa körfubolta og leika með ÍR, hann var einnig ungur að árum þegar hann byrjaði að skrifa um íþróttir í blöð, sem síðan var hans aðalstarf í mörg ár. Árið 1970 flutti ég á Eyrarbakka og Gylfi til Akureyrar nokkrum ár- um seinna, þá varð vík á milli vina en Gylfi var einstakur vinur vina sinna og héldum við símasambandi reglulega allt fram til hans síðasta dags. Oft var umræðuefnið í sam- tölum okkar hvernig börnum okkar farnaðist og hin síðari ár barna- börnin eftir að þau komu til sög- unnar og er ég viss um að hann hefur verið yndislegur afi. Hann talaði um barnabörnin með þvílíku stolti og hlýju, missir þeirra og sorg hlýtur því að vera stór. Móðir mín, Þórey Gísladóttir, biður mig að færa Gylfa innilegustu þakkir fyrir að hafa ávallt sýnt henni vin- áttu sína og umhyggju, ekki síst hin síðustu ár eftir að hún varð ein. Gylfi hringdi oft til hennar og var það henni til mikillar gleði að heyra í frænda sínum. Elsku Gylfi, frændi og vinur, mér er það sárt að setjast niður til að skrifa um þig minningargrein en eigi má sköpum renna. Við Svan- borg viljum með þessum línum votta Birnu og fjölskyldu okkar innilegustu samúð, sérstaklega „litlu krílunum“ eins og hann nefndi barnabörnin í okkar samtölum. Farðu í friði og guð varðveiti þig og þína fjölskyldu. Jón Bjarni Stefánsson. Það voru ólýsanlega þungbærar fréttir sem bárust að morgni 29. október. Gylfi mágur og minn kæri vinur var dáinn. Ég sat lengi á rúmstokknum með símann í hend- inni og skildi ekki hvað hafði gerst. Það að fá fréttir af þessu í gegnum síma í dagrenningu og að geta fjar- lægðarinnar vegna ekki faðmað Binnu systur í sorg sinni var mjög erfitt. Margt og mikið hefur flogið í gegnum huga minn undanfarna daga, eða eftir að maður gerði sér grein fyrir raunveruleikanum. Ekk- ert nema góðar minningar um þennan góða dreng hafa flögrað um hugann og hefur það verið huggun harmi gegn að minnast þess hvað hann var, gaf mér og minni fjöl- skyldu mikið með því einu að fá að vera í hans félagsskap. Gylfi var mikil félagsvera og kom það best í ljós þegar hann haslaði sér völl fyr- ir norðan sem blaðamaður eftir að hafa numið og starfað við gullsmíð- ar og blaðamennsku hér fyrir sunn- an. Í starfi hans sem blaðamaður bæði á Degi og síðar DV á Ak- ureyri naut hann sín til fullnustu í því sem honum einum var lagið, að tala við fólk og fá það besta fram í hverjum og einum og koma því á prent á svo lifandi og skemmtilegan hátt sem honum einum var lagið. Gylfi kom víða við í sportinu. Hann spilaði körfu, stundaði laxveiðar, spilaði golf og kom víða við í íþróttastarfinu. Golfið og laxveiðin voru Gylfa hvað mest hugleikin í gegnum tíðina og miðlaði hann hvoru tveggja af mikilli natni og metnaði til sona sinna Kristjáns Hilmis og Óla Auðuns enda hafa þeir báðir safnað ógrynni af bik- urum og titlum í golfinu frá því þeir voru ungir. Aðdáunarvert var að sjá hvað Gylfi lagði sig fram um að sinna og rækta þessa hluti hjá strákunum sínum og eyddi hann miklum tíma í ógleymanlegar veiði- ferðir með þeim og þjálfaði þá svo á golfvellinum þess á milli. Alltaf í gegnum tíðina hefur verið gaman að koma í Steinahlíðina og hlýða á Gylfa segja veiðisögur á meðan hann og Binna reiddu fram kræs- ingar eins og þeim einum var lagið. Það var alveg sama hvort maður mætti fyrirvaralaust eða ekki alltaf var tekið á móti manni af svo mikilli gestrisni og myndarskap að maður var oft á tíðum kominn með móral yfir því að mæta alltaf í Steinahlíð- ina ef maður kom norður, en annað var ekki tekið í mál á þeim bæ hvort sem maður gisti eina eða fleiri nætur. Miklar veislur voru oft haldnar á veröndinni, grillað og spjallað um ógrynnin öll af mál- efnum, en Gylfa var ekkert óvið- komandi alveg sama hvort það var sport, pólitík eða eitthvað annað, hann var vel heima í öllum þjóð- málum og hafði skýrar og skemmti- legar skoðanir á hlutunum. Oftar en ekki var öll fjölskyldan saman kom- in enda samheldni mikil og góð samskipti á milli þeirra Binnu og Gylfa og barna þeirra og barna- barna. Gylfi sagði við mig oft og margsinnis og það glampaði úr aug- um hans, Óli Bjössi, veistu hvað ég er ríkur og hvað ég lifi fyrir börnin mín, barnabörn og fjölskyldu! Það duldist engum sem þekkti Gylfa hvað hann lifði og hrærðist fyrir augasteinana sína og var fallegt að sjá hvað þau hafa alltaf verið hænd að afa sínum. Oft spjölluðum við Gylfi saman í síma og hlýnar mér um hjartaræturnar að minnast þess því alltaf gaf hann sér tíma til að hringja til að sjá hvernig maður hafði það, jafnvel þó erindið væri ekkert annað. Síðustu árin átti Gylfi við heilsubrest að stríða og setti það mark sitt á góða dreng. Hann stundaði engu að síður áhugamál sín og hnýtti flugur eins og honum einum var lagið ásamt því að fara í veiðiferðir sem gáfu honum svo mikið. Binna mín. Hugur minn er hjá þér, börnum ykkar og fjölskyldum þeirra á þess- um sorgartímum. Megi guð vera með þér og styrkja þig á þessum erfiðu tímum. Minning um góðan dreng mun ávallt fylgja okkur. Ólafur Björn. Þeir bera af á sviði mannlífsins sem mest gefa. Ég veit ekki hvað við Gylfi Kristjánsson eigum að baki marga kílómetra í veiði- og skoðunarferðum um íslenska nátt- úru. Þeir mælast í tugum þúsunda. Ég get lítið fjallað um líf mitt með honum í stuttri minningargrein. Þetta er svo stór saga og auðug. Skyndilegt fráfall hans er reiðars- lag og ég mun sakna hans sárt. Þakklæti mitt er óendanlegt fyrir að hafa fengið að njóta samvista við hann og átt hann að nánum vini. Að upplagi var Gylfi tilfinningaríkur, viðkvæmur og feiminn. Samt var hann oft hrókur alls fagnaðar og gaf mikið af sér. Ég sagði stundum að hann væri mesti húmoristi Ís- lands og stend við þá fullyrðingu. Hann var listamaður. Lærði gull- smíði en starfaði lengst af við skriftir. Afköst hans við vinnslu frétta og blaðagreina voru ótrúleg. Hann þurfti oft að setja skrápinn yfir kvikuna og skila því hvassa dagsverki sem blaðamennskan út- heimtir. Hann elskaði íslenska nátt- úru og var veiðimaður af guðs náð. Í Steinahlíðinni lét hann mig rök- ræða við sig um nýjar flugur sem hann var að hanna. Ég hafði yf- irleitt vit á að koma ekki með nein- ar breytingartillögur. Man þegar hann sýndi mér Krókinn fyrst. Fór- um svo tveir saman fram í Eyja- fjörð og hann lét föðurbróður minn vígja fluguna. Það sem þar gerðist var beinlínis svakalegt. Veiðistað- urinn heitir síðan Króksbreiða. Þetta er einhver magnaðasti kúlu- haus sem smíðaður hefur verið og ein frægasta fluga á Íslandi. Þó er hún aðeins sjö ára gömul. Ég er sannfærður um að Krókurinn verð- ur heimsfræg fluga. Fleiri frægar flugur hefur Gylfi hannað sem veiðimenn nota mikið. Í þeim lifir listamaðurinn, gullsmiðurinn, húm- oristinn, sagnamaðurinn, veiðimað- urinn og náttúrubarnið Gylfi Krist- jánsson. Við áttum mörg trúnaðarsamtöl um persónuleg mál; fjölskyldu, vini og aðra sem honum þótti vænt um. Yndislegt hvernig hann gat hjalað um sína nánustu. Og aldrei var þreytandi að hlusta, ekki einu sinni á endurteknar ræður um barna- börnin. Hann talaði mest um þau. Það var gaman í okkar bílferðum. Sumar voru mörg hundruð kíló- metrar og það var alltaf gaman alla leiðina. Hann var einstaklega skemmtilegur og spannaði litrófið allt með fleiri liti sterka en aðrir menn. Hann hældi mér oft, lét mig heyra að honum þætti vænt um mig og að ég skipti máli. Hann var góð- ur og hlýr. Gylfi átti allt gott skilið. Hann fékk að kveðja hljóðlega í svefni. Hafði átt við veikindi að stríða og þetta gat alltaf gerst. Samt er maður ekki viðbúinn. Þetta er mikið áfall. Mér er orða vant og þessi kveðja er fátækleg tilraun til að sýna eitthvert þakklæti fyrir allt sem hann var mér. Ég votta öllum aðstandendum og ástvinum mína dýpstu samúð, þakka vináttu þeirra og verðmætar stundir undanfarna daga. Ég hef misst vin minn, en samt er ég ríkur. Í huga mínum lifa minningar um einstakan mann. Gylfi Kristjánsson var gefandi snillingur. Það mun taka langan tíma að átta sig á því að hann er farinn af sviðinu. Bjarni Hafþór Helgason. Náttúrubarnið og listamaðurinn Gylfi Kristjánsson er dáinn. Ég fékk þessar fréttir morguninn eftir andlátið hans. Ég get ekki sagt að mér hafi komið á óvart að heyra að þessi vinur minn væri allur. En mér fannst það ósanngjarnt. Við vorum nýbúnir að ljúka skemmtilegu veiði- sumri og vorum farnir að skipu- leggja veiði- og golfferð um Suður- land í vor. Við frestum þessari ferð, en hún verður farin síðar. Gylfi hefur valdið straumhvörfum í silungsveiði á Íslandi. Hann hefur hannað einhverjar gjöfulustu flugur sem komið hafa fram hin síðari ár. Þar fer fremst í flokki Krókurinn. Aðrar flugur Gylfa sem munu lifa okkur alla eru m.a. Mýsla, Beykir og Beygla. Ný fluga er búin að vera í tilraunafasa og hefur hún gefið af- ar góða raun. Með undarlegum hætti sameinaði Gylfi náttúrubarnið og listamanninn þegar kom að fluguhnýtingum. Flestir sem hanna flugur eru að líkja eftir einhverju úr náttúrunni. Ekki Gylfi. Hann bjó til fallegar og flottar flugur. Þar kom upp á yf- irborðið gullsmiðurinn í honum. Flugurnar hans eru listaverk og náttúruundur. Þær eru fallegar og silungur vill borða þær. Gylfa leiddist orðið veturinn og myrkrið sem honum fylgir. Að sama skapi jókst tilhlökkun hans stöðugt fyrir vorinu. Hann taldi nið- ur í veiðina í Mývatnssveitinni á hverju vori. Hann átti til að hringja í mars og fyrsta sem hann sagði var „74 dagar. Er kominn fiðringur? Ég fór rúnt í Eyjafirðinum í dag. Það var fallegt vatnið í Eyjafjarðar- ánni.“ Þessi þrá eftir vorinu var smitandi og þegar við kvöddumst var kominn einhver fiðringur. Gylfi kunni utan að marga veiðiþætti sem hafa verið sýndir í sjónvarpi. Hann fór stundum með heilu og hálfu þættina utan að. Hermdi þá gjarn- an eftir mönnum og ekki síst þuln- um í Sporðaköstum. Við Gylfi höfum margt brallað saman. Í mörg ár höfum við alltaf talað saman í síma á laugardags- morgni og farið yfir leiki helgarinn- ar og tippað á Lengjuna. Karlinn var hrikalega seigur að finna réttu leikina. Þessi símtöl hófust alltaf eins; Gylfi svaraði „Tipptjenesten, god dag!“ Ég kom til baka; „Hvor- dan har du det?“ Svo var hlegið. Nema einu sinni þá svaraði Gylfi „Tippregulerungen, guten tag!“ og ég kom til baka með; „Wie geht es?“ „Gott,“ sagði Gylfi. Ég var bara að kanna hvort þú værir ekki viðbúinn. Sem ég sit hér nú að laugardags- morgni og hripa niður þessa minn- ingu um vin minn og félaga rennur upp fyrir mér hversu mikið ég á eftir að sakna hans. Á góðum laug- ardegi urðu símtölin fjölmörg. Stað- an var tekin í hálfleik. Spáð í næsta leik og farið yfir stöðuna. Símtölin verða ekki fleiri. Við skipuleggjum ekki fleiri ferðir. Við ræðum ekki oftar liðin hans, Arsenal og Barce- lona. Ég vil votta Birnu og börnum þeirra innilega samúð. En sérstak- lega þó afabörnunum sem misstu mikið. Líf Gylfa snerist orðið um þessi börn. Tvíburana og ekki síður þau eldri. Þeirra missir er sárastur. Eggert Skúlason. Ég var svo heppinn að kynnast Gylfa Kristjánssyni árið 1985 en þá var hann fréttastjóri á Degi og hafði tekið þá djörfu ákvörðun með Hermanni heitnum Sveinbjörnssyni ritstjóra að ráða mig í vinnu sem íþróttafréttamann. Ég hafði enga reynslu í blaðamennsku, aldrei komið inn á ritstjórn blaðs og kunni ekki einu sinni á ritvél. Það kom í hlut Gylfa að koma mér af stað í faginu og enginn var betur til þess fallinn en hann. Ég þurfti að læra að skrifa fréttir, taka viðtöl og teikna íþróttasíðurnar fyrir um- brotsfólkið. Gylfi sýndi mér mikla þolinmæði, því hann hafði trú á mér og við urðum strax miklir mátar og vorum bestu vinir alla tíð. Það gerðist margt skemmtilegt á þess- um árum á Degi og oftar en ekki kom Gylfi þar við sögu, enda alveg einstakur húmoristi. Hann var öfl- ugur blaðamaður og snöggur að vinna, hamrandi með sína tvo putta á ritvélina og síðar lyklaborðið. Um tíma fórum við saman í veiðitúra og einnig með fleiri góðum mönnum og þar var Gylfi á heimavelli, frábær fluguveiðimaður og enn betri flug- hnýtingamaður. Hann sá þó fljótt að ég var lítill veiðimaður, enda fór það svo að þeir félagarnir fóru að fara án mín og allt í góðu með það. Við Gylfi urðum enn nánari í seinni tíð og við áttum saman margar ánægjustundirnar við eldhúsborðið heima hjá honum í Steinahlíðinni. Þar gátum við setið saman klukku- stundum saman og rætt um allt milli himins og jarðar. Gylfi var mikill sögumaður og það var alveg einstaklega skemmtilegt að hlusta á hann segja veiðisögur, eða sögur frá ferðalögum sínum erlendis í blaðamennskunni. Þá voru þau ekki síðri fótboltakvöldin okkar tveggja, þar sem við horfðum saman á leiki í meistaradeildinni eða enska bolt- anum og fengum okkur aðeins í tána. Það ætluðum við líka að gera í vetur en nú hefur hann Gylfi minn kvatt þennan heim og haldið á æðra tilverustig. Hann hafði einnig mik- inn áhuga á golfi og stjórnaði m.a. landsmótum á Akureyri af miklum myndarskap. Gylfi hafði lítið verið á golfvellinum í seinni tíð en fór með mér á fjölmiðlamótið á Jaðarsvelli nú í haust og hafði gaman af. Hann vann einnig með forsvarsmönnum Þórs við að skipuleggja fyrsta Pollamót félagsins. Einnig var hann liðtækur körfuboltamaður á sínum yngri árum og vann mikið fyrir SJÁ SÍÐU 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.