Morgunblaðið - 08.11.2007, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.11.2007, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ICELAND Express mun fjölga sum- aráfangastöðum um tvo og fljúga til 15 áfangastaða í Evrópu næsta sumar. Varsjá er nýr áfangastaður Iceland Express auk þess sem Barcelona bættist í hóp sum- aráfangastaða, en flugfélagið hóf að fljúga til Barcelona núna í haust. Sala hófst í gær á farmiðum til Evr- ópu næsta sumar. Auk Varsjá og Barcelona mun Iceland Express fljúga til allra áfangastaðanna sem flogið var til nú í sumar, en þeir eru Alicante, London, París, Eind- hoven, Frankfurt Hahn, Basel, Friedrichshafen, Berlín, Billund, Kaupmannahöfn, Gautaborg, Stokkhólmur og Óslo. Þar að auki mun áframhald verða á flugi frá Akureyri og Egilsstöðum til Kaup- mannahafnar. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Fjölgun Iceland Express ætlar að fljúga víðar á næstunni. Fleiri sumar- áfangastaðir GEIR H. Haarde forsætisráðherra hefur skipað sex manna nefnd til að gera tillögur um hvernig megi styrkja ímynd Íslands. Skal hún ljúka störfum fyrir 1. mars nk. Formaður nefndarinnar er Svafa Grönfeldt, rektor Háskólans í Reykjavík. Aðrir nefndarmenn eru Finnur Oddsson, framkvæmda- stjóri Viðskiptaráðs Íslands, Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair, Martin Eyjólfsson, sviðsstjóri við- skiptasviðs í utanríkisráðuneytinu, Svanhildur Konráðsdóttir, sviðs- stjóri menningar- og ferða- málasviðs Reykjavíkurborgar, og Sverrir Björnsson, framkvæmda- stjóri hönnunarsviðs Hvíta hússins. Ný nefnd um ímynd Íslands DAGANA 9.-10. nóvember stendur RIKK fyrir fjórðu ráðstefnu sinni um stöðu og leiðir kynjarannsókna í aðalbyggingu Háskóla Íslands. Ráðstefnunni er ætlað að veita innsýn í þverfaglegt rannsókna- starf á fræðasviðinu. Á áttunda tug fræðimanna fjalla um rannsóknir sínar í 18 mál- stofum. Sérstakir gestir ráðstefnunnar eru Drude Dahlerup, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann í Stokkhólmi, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra. Kynja- rannsóknir FYRSTI reglulegi fundur embætt- ismanna á grundvelli samkomulags Íslands og Danmerkur um samstarf á sviði öryggis- og varnarmála fór fram í Kaupmannahöfn á mánudag. Tóku þátt í honum embættismenn frá utanríkisráðuneytinu, forsæt- isráðuneytinu og dóms- og kirkju- málaráðuneytinu, að því er segir í tilkynningu utanríkisráðuneytisins. Fjallað var um sameiginleg hags- munamál og viðfangsefni á Norður- Atlantshafi og aukið hagnýtt sam- starf á ýmsum sviðum. Á þriðjudag áttu embættismenn sömu ráðuneyta jafnframt fund með þýskum embættismönnum um öryggis- og varnarmál, en fundað var í Berlín. Markmið þessara við- ræðna er að kanna möguleg sam- starfsverkefni ríkjanna á sviði ör- yggis- og varnarmála. Fundað um ör- yggi og varnir Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur jmv@mbl.is „ÞETTA er nokkuð sem við sjáum nánast aldrei. Síamstvíburar eru mjög sjaldgæfir en samvöxtur af þessu tagi er enn sjaldgæfari. Svona lagað gerist ekki nema örsjaldan einhvers staðar úti í heimi,“ segir Hróðmar Helgason hjartasérfræð- ingur fyrir börn á Barnaspítala Hringsins, um tilfelli indversku stúlkunnar sem óx saman við tví- bura sinn í móðurkviði. Stúlkan sem heitir Lakshmi, fæddist með fjórar hendur, fjóra fætur, tvær mænur, fjögur nýru, tvo maga og með samtvinnað tauga- kerfi. Hún gekkst undir viðamikla skurðaðgerð sem lauk í gærmorgun og tók um 27 klukkustundir. Að- gerðin gekk í öllum atriðum frábær- lega að sögn yfirskurðlæknisins Sharan Patil og tók hún mun skemmri tíma en áætlað var, um 30 læknar tóku þátt í aðgerðinni. Aðgerðin var mjög áhættusöm en foreldrar stúlkunnar vildu samt sem áður að hún yrði framkvæmd, í von um að geta bætt lífsgæði dóttur sinnar. Allt hið ótrúlegasta Hróðmar Helgason segir það með miklum ólíkindum að litla stúlkan sé enn á lífi, yfirleitt látist börn með slíka fæðingargalla mjög snemma. Hann segist ekki þekkja sérstaklega til þessa tiltekna máls, en það að læknarnir gefi upp 25% líkur á að aðgerðin heppnist séu skelfilegar tölur. „Hér sendum við börnin okkar ekki í aðgerð nema líkurnar á góð- um niðurstöðum séu helst yfir 97%. Mér finnst alveg stórkostlegt að ind- versku læknarnir skyldu koma stúlkunni í gegnum aðgerðina, það er erfitt að segja til um hvers eðlis aðgerðin hefur verið og hversu mörg líffæranna eru nú starfhæf, en þetta er mjög sérstakt,“ sagði Hróð- mar. Spurður um aðstæður til slíkra risaaðgerða á Indlandi segir Hróð- mar aðstæður þar í landi orðnar þær að þar sé hægt að fá allt það besta að vestan. „Þeir indversku kollegar sem ég þekki til eru mjög fram- arlega á sínu sviði og margir spít- alanna gefa því besta á Vestur- löndum ekkert eftir. En vissulega er sú læknisþjónusta ekki fyrir allan lýðinn, þar sem misskipting er mikil á Indlandi.“ Hróðmar segir líklegt að það sé indversku læknunum kappsmál að sinna aðgerðinni þar í landi, til að sýna fram á hæfni sína gagnvart sjúkrahúsum á Vest- urlöndum. Samkvæmt upplýsingum frá Sparsh-sjúkrahúsinu í Bangalore, þar sem aðgerðin fór fram, þurfa foreldrar Lakshmi, sem eru fátækir verkamenn, ekki að greiða kostn- aðinn af aðgerðinni. Börn fljót á fætur Hróðmar segir tímasetningu að- gerðarinnar eflaust hafa verið vel ígrundaða. Best sé að gera viðamikl- ar skurðaðgerðir á litlum börnum, en þau verði þó að vera orðin nægi- lega stór til að hægt sé að athafna sig vandræðalaust. Það sé því oft beðið með aðgerðir þar til barnið hafi náð hæfilegri stærð svo að að- stæður séu sem bestar. „Ég þekki það úr mínu fagi að börn eru mjög fljót að ná sér. Jafn- vel eftir risastórar hjartaaðgerðir eru þau farin að hlaupa um eftir örfáa daga, nokkuð sem fullorðið fólk gerir aldrei. Öll efnaskipti eru svo hröð í börnum og endurnýjun frumna svo hröð, að þau klára sig al- mennt séð mun betur en fullorðnir,“ sagði Hróðmar. Enn á eftir að koma í ljós hver afdrif Lakshmi verða eftir aðgerð- ina, hvernig líkami hennar bregst við inngripinu og hvaða vandamál eiga eftir að fylgja henni gegnum líf- ið. Hún er enn í gjörgæslu en verður að öllum líkindum vakin í dag. Aðgerðin á indversku stúlkunni gekk frábærlega að mati lækna hennar „Allt með miklum ólíkindum“ AP Sólargeisli Lakshmi heillaði starfsfólk sjúkrahússins upp úr skónum og virðist nú hafa staðið erfiða aðgerð af sér. Í HNOTSKURN »Risaaðgerðir sem þessareru framkvæmdar örsjald- an. »Aðeins 25% líkur voru á aðaðgerðin myndi heppnast. »Lakshmi fæddist með áttaútlimi, tvær mænur, tvo maga og fjögur nýru. »Læknar eru enn bjartsýn-ir, en Lakshmi verður lík- lega vakin í dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.