Morgunblaðið - 08.11.2007, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2007 43
Hann var um tíma
sá eini sem bar nafnið Sigmann. En
kallaður Manni af fjölmörgum vin-
um og kunningjum. Sjálfur kallaði
ég hann samt aldrei annað en afa –
afa í Hrísey. Hann var nefnilega afi
minn í Hrísey, sá sem tók alltaf á
móti okkur á bryggjunni með út-
breiddan faðminn, þegar við stigum
á land úr Sævari. Því verður ekki
með orðum lýst hversu gefandi og
gott það er að hafa átt slíkan afa að,
hjartahlýjan, léttan, glaðlegan og
ekta. Afi í Hrísey var ekta afi. Með
skínandi skallann í skjóli sixpens-
arans, sprelllifandi og grásprengd
augnhárin, skökku smiðsþumlana
og smitandi hláturinn sem aldrei
var langt undan – einkum þegar við
barnabörnin og öll hin Hríseyjar-
krílin létum ljós okkar skína. Afi
var nefnilega ekki bara afi okkar
sem vorum svo heppin að tengjast
honum blóðböndum. Hann var afi
allra þeirra sem vildu eiga slíkan
afa að. Skemmst er að minnast þess
er mágkona mín, þá barn að árum,
fékk hann að láni. Hún fékk form-
legt leyfi hans og ömmu Lilju til að
kalla og líta á þau sem sín eigin afa
og ömmu eftir að hafa lýst sorg
sinni yfir því að eiga ekki lengur afa
og ömmur á lífi. Þannig var afi.
Alltaf tilbúinn með opinn og hlýjan
faðminn, fyrir hvern þann sem á
Sigmann Tryggvason
✝ SigmannTryggvason,
vélstjóri, smiður og
sjómaður frá Hrís-
ey, fæddist í Syðri-
Vík í Árskógshreppi
19. október 1917.
Hann lést á Hrafn-
istu í Reykjavík 28.
október og var út-
för hans gerð
frá Hríseyj-
arkirkju 6. nóv-
ember.
þurfti að halda.
Afi var sjómaður af
guðs náð. Réttara
sagt trillukarl. Alvöru
trillukarl, sem reri út
frá Hrísey á Tryggv-
unum sínum stórum
og smáum. Einn síns
liðs fór hann nær dag-
lega á sjóinn, fyrir all-
ar aldir, sama hvernig
viðraði. Þar undi hann
sér líka best. Úti á
reginhafi, umvafinn
bestu vinum sínum,
fuglunum og fiskun-
um, sem hann bar einlæga virðingu
fyrir og þekkti betur en nokkur
annar sem á vegi mínum hefur orð-
ið.
Afi var líka einn af hinum hverf-
andi þúsundþjalasmiðum. Allt lék í
sterkbyggðum, vinnuskornum
höndum hans, hvort sem var viður,
járn, net eða garn. Alltaf þurfti
hann líka að hafa eitthvað fyrir
stafni, því eitt var það sem hann
aldrei kunni eða lærði, að sitja að-
gerðarlaus. Þegar hann svo seint og
um síðir náði landi, færandi hendi
með ýsu í soðið handa ömmu og
okkur hinum, þá kætti hann fátt
meira en að taka í hressilega vist í
góðra vina hópi. Ég man vel hve
gaman ég hafði af því þegar þeir
bræður börðu hnefunum í borð-
stofuborðið, hvor sem fastar gat og
með tilheyrandi leikrænum tilburð-
um, trompum sínum og spila-
kænsku til stuðnings og áherslu-
auka. Þetta voru góðir tímar, heima
hjá afa og ömmu á Austurvegi, að
sumarlagi í Hrísey þar sem hrein-
lega allt gat gerst, mitt í friðsæld-
inni.
Afi í Hrísey var alltaf ótrúlega
hraustbyggður og hress. En lífsins
gangur fæst ekki um slíkt og um
síðir lenda allir góðir sjómenn í
stormi ellinnar og fá á sig brotsjó.
En nú hefurðu, afi minn, náð á betri
og gjöfulli mið, þar sem ég veit að
þú ert svo sannarlega að fá’ann. Því
þeir fiska jú ætíð sem róa.
Góða veiði, afi, góða veiði.
Skarphéðinn.
Nú kveð ég hann afa minn í
hinsta sinn. Mikið sakna ég þín,
elsku afi minn. Við vorum svo góðir
vinir og það var svo gaman að koma
norður til þín og ömmu og fara á
sjóinn með þér. Það var sko það
besta sem við gátum gert. Þú
kenndir mér að vinna fiskinn eftir
að hann var veiddur og svo fór ég
með þér eitt skipti að leggja net.
Skemmtilegast fannst mér þó að
veiða á færi. Lífið úti í Hrísey sner-
ist voða mikið um fiskiveiðar og
þegar ég komst ekki með þér á sjó-
inn fór ég niður á bryggju að veiða
á stöng og oftast fékk maður ekki
það sem að maður vildi en þá fékk
maður marhnút sem er einn sá ljót-
asti fiskur sem ég hef séð.
Ég var að rifja það upp við hann
Símon frænda þegar við fórum út í
fjöru að leita að marflóm og veidd-
um þær og létum í fötu sem við
földum svo í kartöflugarðinum hjá
ykkur ömmu. Já, það voru margar
góðar stundir sem við áttum úti í
eyju.
Svo eitt sinn þegar ég fór með
þér á sjóinn sástu að ég varð eitt-
hvað voða skrítin og vildi bara setj-
ast niður, sem og ég gerði, og þú
sagðir við mig: „Ertu sjóveik?“
Auðvitað neitaði ég því en ég var þá
að verða ansi græn í framan. Eftir
þetta hélt ég mig bara úti hvernig
sem viðraði af því að þar var ég allt
í lagi. Já, ég er þrjósk eins og allir í
fjölskyldunni og það höfum við frá
ykkur ömmu og það er ekkert að
því.
Mikið sakna ég þín elsku afi
minn. Ég er svo þakklát fyrir að
hafa átt svona margar góðar stund-
ir með þér. Ég gat ekki annað en
eytt síðustu dögunum með þér
elsku afi minn. Þó svo að andlát þitt
hafi verið erfitt að horfa upp á þá
var ég svo þakklát Guði fyrir að
hafa kallað þig til sín loksins en
veikindin voru þér erfið og núna
færðu loksins hvíldina.
Ég veit að þú átt eftir að vera
með okkur í hjarta og huga og við
gleymum þér aldrei. Þú varst og ert
besti afi sem ég get hugsað mér og
ég mun ávallt elska þig. Nú ertu
engill á himnum og svífur yfir okk-
ur.
Faðir vor, þú sem ert á himnum.
Helgist þitt nafn,
til komi þitt ríki,
verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni.
Gef oss í dag vort daglegt brauð,
og fyrirgef oss vorar skuldir,
svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldu-
nautum.
Eigi leið þú oss í freistni, heldur frelsa
oss frá illu.
Því að þitt er ríkið,
mátturinn og dýrðin
að eilífu. Amen.
Vertu sæll, afi minn.
Guð blessi minningu þína.
Hulda Hlín Sigurðardóttir,
Baldur Birgisson,
Alexander Örn,
Andri Snær
og Helena Ósk Baldursbörn.
Nú er hann Sigmann afi minn all-
ur.
Fyrstu minningarnar mínar eru
þegar ég og Lilja systir vorum að
fara til ykkar ömmu í heimsókn.
Þetta var mjög langt ferðalag í okk-
ar augum. Fyrst þurftum við að
taka rútu frá Akureyri til Árskógs-
strandar, og síðan ferju til Hrís-
eyjar. Okkur fannst þetta taka heil-
an dag, þetta ferðalag.
Alltaf fengum við mjög góðar
móttökur frá þér og ömmu. Eitt
sumarið fékk ég að búa hjá ykkur
ömmu, þegar ég var unglingur, þar
fékk ég vinnu í fiski, það var góður
tími, þar kynntist ég ykkur ömmu
svo vel.
Elsku afi, ég vil þakka þér fyrir
allt sem þú hefur gert fyrir mig.
Mikið þótti mér nú vænt um það
t.d. þegar þú og amma biðuð á fæð-
ingardeildinni, þegar ég átti fyrsta
barnabarnabarnið ykkar á afmæl-
isdeginum þínum. Þú sagðir strax
og þú sást hann að hann væri með
sjóarahendur, þar hafðir þú rétt
fyrir þér, þar sem hann er búinn að
vera á sjó frá unglingsaldri.
Takk fyrir allar heimsóknirnar
þínar, þegar þú komst þegar ég bjó
á Hauganesi. Stundum komstu bara
af því að þú varst að athuga hvort
Skódinn færi ekki í gang. Það var
líka svo gaman þegar ég var að
snyrta ömmu í framan, þegar þú
fylgdist með, og lést þínar skemmti-
legu athugasemdir alltaf fylgja
með.
Elsku afi, það er svo margs að
minnast, sem ég geymi á góðum
stað í hjarta mínu.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
Grátnir til grafar
göngum vér nú héðan,
fylgjum þér, vinur. Far vel á braut.
Guð oss það gefi,
glaðir vér megum
þér síðar fylgja’ í friðarskaut.
(Vald. Briem.)
Takk fyrir allt, þín
Anna Sigrún.
✝ Jónína ValdísEiríksdóttir
húsmóðir fæddist í
Keflavík 6. janúar
1923. Hún lést á
Landspítalanum í
Fossvogi 26. októ-
ber síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Eiríkur Jóel
Sigurðsson, f. í
Keflavík 21. mars
1895, d. 10. nóv-
ember 1982 og Stef-
anía Guðmunds-
dóttir, f. á Akurhóli
á Stafnnesi, 26. janúar 1900, d. 23.
febrúar 1984. Systkini Jónínu eru
Guðrún Magnea Bergmann, f. 12.
janúar 1925, Sigurbjörn Reynir, f.
13. nóvember 1926, og María
Erla, f. 16. ágúst 1936.
Eiginmaður Jónínu var Einar
Símonarson múrarameistari, f. í
1963, Einar, f. 1965, og Elín Mar-
grét, f. 1966. 3) Margrét, f. 26.
október 1948, giftist Birgi Stein-
dórssyni, sonur þeirra er Rúnar
Þór Birgirsson, f. 1967. Þau
skildu. Margrét giftist Sigurjóni
Ólafssyni, börn þeirra eru Berg-
lind Ósk, f. 1973, Ólöf Jóna, f.
1976, og Einar Valur, f. 1979. Þau
skildu. Sambýlismaður Margrétar
er Ásmundur Bjarnason, f. 8.
ágúst 1955. 4) Hafdís McDowell, f.
20. desember 1951, gift Martin
McDowell, f. 23. febrúar 1955,
börn þeirra eru Hafdís Teresa, f.
1987, og Tómas Edward, f. 1992.
5) Einar Valur, f. 27. janúar 1958,
kvæntist Guðbjörgu Steinþórs-
dóttur, dóttir þeirra er Hafdís
Svala, f. 1982. Þau skildu. Jónína
átti 17 barnabarnabörn.
Jónína Valdís starfaði mestan
hluta ævi sinnar sem húsmóðir og
sinnti uppeldi barna og barna-
barna. Er hún var ung vann hún
m.a. við afgreiðslu og á sauma-
stofu. Á eldri árum starfaði hún á
Hótel Loftleiðum.
Jónína verður jarðsungin frá
Bústaðakirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.
Hrúðarnesi í Leiru
19. maí 1921, d. 12.
desember 1981. Jón-
ína og Einar gengu í
hjónaband 24. októ-
ber 1942. Foreldrar
hans voru Símon
Guðmundsson, f.
1887, og Margrét
Gústafsdóttir, f. 10.
nóvember 1899, bæði
látin. Jónína og Ein-
ar eignuðust fimm
börn, þau eru: 1)
Marel, f. 24. júlí
1943, var kvæntur
Jóhönnu Sigurðardóttur, f. 20.
janúar 1950, d. 8. febrúar 1978,
börn þeirra eru María Erla, f.
1969, Sigurður Einar, f. 1973, og
Geir Arnar, f. 1975. 2) Stefanía
Eiríka, f. 18. apríl 1946, gift Stef-
áni Árnasyni, f. 17. maí 1945,
börn þeirra eru Jónína Valdís, f.
Elsku mamma, tengdamamma,
amma og langamma,
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
Grátnir til grafar
göngum vér nú héðan,
fylgjum þér, vinur. Far vel á braut.
Guð oss það gefi,
glaðir vér megum
þér síðar fylgja’ í friðarskaut.
(Valdimar Briem)
Nú þegar komið er að kveðjustund
leita minningar á hugann, minningar
sem eru dýrmætar og fallegar fyrir
okkur að eiga og varðveita. Með
söknuði kveðjumst við í þetta sinn.
Hjartans þökk fyrir allt. Blessuð sé
minning þín. Við munum aldrei
gleyma þér.
Þín
börn, tengdabörn, barna-
börn og barnabarnabörn.
Það eru ótrúlega margar hlýjar
minningar sem koma upp í hugann
þegar ég sit hér og hugsa til ömmu.
Það var yndislegt að koma í heim-
sókn til hennar og fá bestu skonsur í
heimi, það reyndist eitthvað erfitt að
fá uppskriftina því að hún var löngu
hætt að styðjast við hana, gerði þetta
bara eftir minni en ég á hana svona
cirka og ég lofa því hér með að vera
dugleg að baka og bjóða fjölskyld-
unni í skonsur. Við vorum alveg sam-
mála um það hversu leiðinlegt það er
að fólk sé hætt að koma í heimsókn
óboðið um helgar og lofuðum hvor
annarri að vera duglegri við það.
Amma var svo glæsileg kona, allt-
af svo smart klædd og tignarleg, bar
af hvar sem hún kom enda hélt ég
lengi vel að hún væri 39 ára því alltaf
þegar ég spurði ömmu um aldur þá
var það svarið. Ég var líklega orðin 7
ára gömul þegar við amma og
mamma vorum í bíltúr og þær voru
að tala um fertugsafmælið hans
Malla frænda sem var framundan,
ég sat hljóð aftur í lengi vel og velti
því fyrir mér hvernig gat staðið á
þessu og spurði ömmu loksins hvern-
ig hún gæti verið 39 ára ef sonur
hennar væri að verða fertugur, þá
var mikið hlegið.
Já, amma var alltaf ung í anda
enda varð hún mjög móðguð út í mig
eitt skiptið þegar ég var í heimsókn
og heyrði auglýst í útvarpinu um
göngu eldri borgara og spurði hvort
hún ætlaði ekki að skella sér en hún
hélt nú ekki.
Ég kveð hana ömmu Jónu mína
með miklum söknuði en segi þó að-
eins bless í bili því að ég hef þá trú
líkt og amma að við munum hittast á
ný.
Ástarkveðjur,
Ólöf Jóna.
Elsku amma mín, amma Jóna eins
og við kölluðum hana, er horfin af
þessari jörðu. Hún hefur sofnað
svefninum langa. Er mér varð ljóst
að hún átti stutt ólifað var eins og
tómleiki fyllti líf mitt. Fráfall hennar
er mér þungbært og stuðningur minn
í sorginni eru allar þær fallegu og
hugljúfu minningar sem ég á um
hana. Amma skipaði stóran sess í lífi
mínu og bræðra minna. Móðir okkar
lést er við vorum ung og í kjölfar þess
komu amma og Einar afi að uppeldi
okkar ásamt elskulegum föður okkar.
Amma var því alltaf mjög tengd okk-
ur og stór hluti af lífi okkar. Er við
urðum fullorðin, fórum menntaveg-
inn, fluttum að heiman og eignuð-
umst fjölskyldur fylgdist amma
ávallt með lífi okkar og hafði áhuga á
öllu því sem við systkinin tókum okk-
ur fyrir hendur. Hún studdi okkur í
einu og öllu.
Amma Jóna var góð, umhyggju-
söm og ástúðleg og sýndi framkoma
hennar í garð ástvina sinna það best.
Fjölskyldan skipaði höfuðsessinn í lífi
ömmu og skein ást og stolt úr augum
hennar er vandamenn bar á góma.
Það er erfitt að lýsa hversu vænt af-
komendum hennar þótti um hana en
virðingin kom kannski best í ljós þær
síðustu vikur sem hún lifði. Þá naut
hún nærveru sinna nánustu dag og
nótt. Ég er sannfærð um að það var
eins og hún hefði óskað sér, í faðmi
fjölskyldunnar til endaloka.
Amma fæddist í Keflavík en fluttist
ung kona til Reykjavíkur. Þaðan lá
leiðin til Bandaríkjanna og að lokum
aftur til Íslands. Hún átti yndislegan
mann Einar afa, sem lést 1981, og
fimm yndisleg börn, föður minn Mar-
el, Stebbu, Möggu, Heidi og Einar
Val.
Amma var dugleg, róleg, yfirveg-
uð, falleg, ungleg kona og alltaf vel til
höfð. Áhugi hennar á fallegum mun-
um og klæðnaði var mikill. Við eydd-
um oft miklum tíma saman í að skoða
föt og að ræða um tísku. Það var allt-
af jafngaman að ræða þessi mál við
ömmu enda var hún vel að sér á þessu
sviði og kenndi mér fjölmargt þar að
lútandi sem nýtist mér vel í dag. Árin
í Barmahlíðinni voru ömmu hugleik-
in. Þar bjuggu afi og amma ásamt
börnum sínum. Það var gleðiríkur
tími og samheldni fjölskyldunnar
mikil og ófá danssporin stigin. Ég hef
alltaf verið í nánu og góðu sambandi
við ömmu og finnst mér ég ekki að-
eins vera að missa náinn ættingja
heldur einnig góða vinkonu. Ég gat
rætt og trúað ömmu fyrir öllu. Hún
var ávallt til staðar á erfiðum tímum
og veitti mér stuðning. Þá undirstrik-
aði hún mikilvægi þess að halda
ótrauð áfram þrátt fyrir mótlæti.
Þessi trú þín, elsku amma, er og verð-
ur leiðarljós mitt í lífinu. Elsku pabbi,
Stebba, Magga, Heidi, Einar Valur,
bræður, systkini ömmu, frændsystk-
in og aðrir fjölskyldumeðlimir, megi
trú ömmu í okkar garð, umhyggja og
ást hennar ávallt verða ykkur að leið-
arljósi í lífinu.
Amma mín var ekki ung er hún
skildi við okkur ástvini sína en ég
hefði viljað njóta nærveru hennar
lengur. Elsku amma, ég sakna þín og
minningin um þig mun ávallt lifa í
hjarta mínu. Ég kveð þig með þess-
um orðum:
Þó að kali heitur hver,
hylji dali jökull ber,
steinar tali og allt hvað er,
aldrei skal ég gleyma þér.
(Úr vísumVatnsenda-Rósu.)
María Erla Marelsdóttir.
Jónína Valdís
Eiríksdóttir