Morgunblaðið - 08.11.2007, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.11.2007, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI FARÞEGUM Strætisvagna Akur- eyrar fjölgar enn. Frá því í janúar hefur verið ókeypis í strætó í höf- uðstað Norðurlands og breytingin er meiri en nokkur þorði að vona; not- endur eru sífellt fleiri og sem dæmi var aukningin 140% í október miðað við sama tíma í fyrra. Nýtt leiðakerfi SVA var tekið í notkun í vikunni og aka vagnarnir nú í fyrsta skipti um nýjasta hverfi bæj- arins, Naustahverfi. Tveimur leiðum hefur verið bætt við og eru þær nú sex. Kerfið bætt Stefán Baldursson, forstöðumað- ur SVA, segir kerfið hafa verið bætt til muna en þó reynt að breyta sem minnstu til þess að notendur verði fyrir sem minnstum óþægindum. Ferðum hafi hins vegar verið fjölgað í öllum hverfum sem og við háskól- ann og menntaskólana. Vagnarnir fari til dæmis, samkvæmt nýja leiða- kerfinu, fram hjá Verkmenntaskól- anum fimm sinnum á klukkustund, að sögn Stefáns. Leiðir 5 og 7 hafa bæst við, en þeir vagnar aka meðal annars báðir í Naustahverfi. Göturnar sem þessar leiðir fara eftir eru Naustabraut, Naustagata, Vallartún og Kjarna- gata. Síðan fer hann um Brekkuna og þaðan niður í miðbæ. Breytingar hafa orðið bæði á akst- ursleiðum og tímatöflum leiða 3 og 4 en leiðir 1 og 2 haldast óbreyttar. Í flestum tilfellum er nú hægt að ná strætisvagni á 10-20 mínútna fresti í mismunandi áttir. Allir vagnarnir hafa viðkomu við Nætursöluna í grennd við Ráðhús- torgið. Tengingar við aðra vagna hafa verið bættar til muna, að sögn Stefáns, en nú koma vagnar, sem aka í mismunandi hverfi, á torgið á sama tíma þannig að bið eftir tengivögnum hefur minnkað mikið. Ókeypis hefur verið í strætó á Ak- ureyri frá því í janúar á þessu ári sem fyrr segir. Farþegum hefur fjölgað gríðarlega á þessum tíma og er nýja leiðakerfið liður í að koma til móts við aukninguna, að sögn Stef- áns. Hann segir að farþegum haldi ennþá áfram að fjölga og það sé vissulega ánægjuleg þróun. Fólk á öllum aldri Stefán segir að svo virðist sem far- þegum fjölgi í öllum aldurshópum; hún er mikil á meðal skólafólks en einnig annarra. „Ég geri ráð fyrir því að einhver örlítil fækkun verði núna tímabundið eftir leiðakerfis- breytinguna, á meðan fólk er að átta sig; reynslan er sú, svo vex notkunin aftur hratt,“ sagði Stefán Baldurs- son við Morgunblaðið í gær. SVA í Naustahverfi; farþegum fjölgar enn Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Fjölgun Farþegum SVA hefur fjölgað jafnt og þétt síðan um áramót. 140% fleiri tóku sér far með vagninum í október sl. en í sama mánuði í fyrra. Í HNOTSKURN »Farþegum fjölgaði um 60%strax í janúar, miðað við sama mánuð í fyrra. Síðan hef- ur aukningin verið stöðug. »Leiðabækur liggja frammií strætisvögnunum og á endastöðinni, Nætursölunni. Þá eru upplýsingar á heima- síðu bæjarins, akureyri.is. HREIÐAR Eiríksson, lögfræðingur og fyrrverandi rannsóknarlög- reglumaður, fjallar um mansal og kynlífsþrælkun í tengslum við Frið- argæslu Sameinuðu þjóðanna á Fimmtudagshlaðborði Akureyr- arAkademíunnar í dag kl.17 í Hús- mæðraskólanum, Þórunnarstræti 99. Undanfarinn áratug hafa komið upp alvarlegar ásakanir á hendur friðargæsluliðum Sameinuðu þjóð- anna sem tengja þá við mansal og kynferðisbrot í löndum sem þeir starfa í. Til að mynda hafa friðar- gæsluliðar SÞ verið ásakaðir um að nauðga og áreita konur og börn í Kongó. Hreiðar fjallar um viðbrögð Sameinuðu þjóðanna við ásökunum um misferli starfsmanna þeirra og segir frá störfum sínum með sér- stakri sveit alþjóðlegra lögreglu- manna sem var stofnuð til að fást við þessi mál. Fyrirlesturinn er öllum opinn. Mansal og kynlífsþrælkun FÉLAGAR í Skíðafélagi Akureyrar hófu æfingar í gær í Hlíðarfjalli og var myndin tekin við það tækifæri. Eftir því sem næst verður komist er þetta með allra fyrstu skíðasvæðum á Norðurlöndum – jafnvel það fyrsta – sem er opnað í haust. „Ég veit að æfingar eru ekki hafnar á neinum skíðasvæðum í Noregi og Svíþjóð en hugsanlega er búið að opna einhvers staðar nyrst í Finnlandi,“ sagði Guð- mundur Karl Jónsson, forstöðu- maður í Hlíðarfjalli, í samtali við Morgunblaðið. Skíðamenn hvaðan- æva af landinu verða í Hlíðarfjalli við æfingar um komandi helgi. „Margir hafa farið til Noregs á þess- um árstíma undanfarið en nú geta þeir bara komið norður og búið sig undir veturinn af kappi.“ Guðmundur Karl reiknar með að hægt verði að opna skíðabrekkurnar fyrir almenning eftir um það bil hálfan mánuð. Skíðamenn byrjaðir að æfa í Hlíðarfjalli HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Garðabær | Dale Carnegie á Ís- landi veitti Garðabæ leiðtoga- verðlaun Dale Carnegie, en Gunnar Einarsson bæjarstjóri tók við verðlaununum fyrir hönd Garðabæjar, að því er fram kem- ur í tilkynningu. Verðlaunin eru veitt fyrirtækjum og ein- staklingum sem þykja skara fram úr á sviði mannauðsstjórnunar og hafa sýnt frumkvæði og sköpun í starfsemi fyrirtækja sinna. Tilefni verðlaunanna er sú ákvörðun Garðabæjar að bjóða unglingum í Garðabæ upp á nám- skeiðið Næstu kynslóð, í sam- vinnu við Dale Carnegie. Nám- skeiðið er í boði fyrir alla nemendur í 9. og 10. bekk í Garðabæ. Að verkefninu standa íþrótta- og tómstundaráð Garða- bæjar og forvarnanefnd bæjarins í samstarfi við Dale Carnegie. Það var Jean-Louis VanDoorne, fulltrúi Dale Carnegie and Associates, sem afhenti verðlaun- in en þau voru afhent í Jónshúsi í Garðabæ. Í rökstuðningi frá Dale Carn- egie segir að með því bjóða upp á námskeiðið Næstu kynslóð hafi Garðabær stigið stórt skref í þró- un framtíðarleiðtoga Garðabæjar og þjóðarinnar. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi viðurkenning er veitt hér á landi en árlega eru veitt 6-8 leiðtogaverðlaun í heim- inum. Meðal fyrirtækja og ein- staklinga sem hlotið hafa verð- launin eru Daimler-Chrysler Corporation og forstjóri þess, Lee Iacocca, og SAS Scand- inavian airlines og forstjóri þess, Jan Carlson. Morgunblaðið/Sverrir Verðlaun Anna Steinsen, Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, og Jean-Louis Van Doome frá Dale Carnegie. Garðabæ veitt leiðtoga- verðlaun Dale Carnegie „MEÐ því að auka sveigjanleika skólastiga á milli leikskóla og grunnskóla aukum við fjölbreyti- leika og val foreldra,“ segir Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, sem á síðasta borgarstjórnarfundi mælti fyrir til- lögu þess efnis að valdir verði fimm grunnskólar, einn úr hverju skóla- hverfi, sem taki þátt í undirbúningi og framkvæmd fimm ára deilda. Í tillögunni er lagt til að við skipulag og námsfyrirkomulag verði stuðst við þá reynslu sem þeg- ar hefur fengist af áratugastarfi sjálfstætt rekinna grunnskóla, til- raunaverkefni leikskólans Hamra og Víkurskóla, Varmárskóla í Mos- fellsbæ, Hjallastefnunnar, Landa- kotsskóla og Ísaksskóla, svo dæmi séu nefnd. Fulltrúar meirihlutans vísuðu þessari tillögu sjálfstæðis- manna til leikskólaráðs og mennta- ráðs til frekari umfjöllunar og af- greiðslu. Vilja námsúrræði sem henta þörfum hvers og eins Í samtali við Morgunblaðið minn- ir Júlíus Vífill á að á þeim tíma sem Sjálfstæðisflokkur og Framsóknar- flokkur stýrðu menntamálum í Reykjavík hafi verið lögð rík áhersla á að auka val, fjölbreytni og sveigjanleika. Bendir hann á að þroskastig fimm ára barna sé mjög mismunandi og því nauðsynlegt að geta boðið námsúrræði sem henta þörfum hvers og eins. „Sem betur fer líður langflestum börnum af- skaplega vel í leikskólanum sam- kvæmt skoðanakönnunum. Hins vegar vitum við að sum börn fá ekki viðnám krafta sinna og eru reiðubú- in að takast á við erfiðari verkefni.“ Að sögn Júlíusar Vífils hafa nú þegar hafið göngu sína fjölmörg samstarfsverkefni milli fyrsta og annars skólastigs sem lúta að sam- starfi og samvinnu leikskóla og grunnskóla. Í þeim verkefnum sé flæði á milli skóla í ákveðnum hverfum. Að sögn Júlíusar Vífils telja sjálfstæðismenn í borgar- stjórn að fimm ára bekkur sameini kosti elsta stigs leikskólans og yngsta stigs grunnskólans. Morgunblaðið/Eggert Jóhannesson Sveigjanleiki Sjálfstæðismenn telja 5 ára bekk sameina kosti elsta stigs leikskólans og yngsta stigs grunnskólans. Vilja 5 ára bekk í grunn- skólum borgarinnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.