Morgunblaðið - 08.11.2007, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
körfuboltahreyfinguna, jafnt sunn-
an heiða sem og hjá Þór á Ak-
ureyri.
Gylfi var ljúfur og góður vinur,
einstaklega skemmtilegur og ég á
eftir að sakna hans mikið. Hann var
mikill fjölskyldumaður, börnin og
barnabörnin voru honum kær og
hann var óþreytandi að tala um af-
rek barnabarna sinna. Kæra Birna,
Ólafur, Kristján, Berglind og aðrir
aðstandendur, missir ykkar er mik-
ill. Megi góður Guð styrkja ykkur í
sorginni. Blessuð sé minning Gylfa
Kristjánssonar.
Kristján Kristjánsson.
Vin sínum
skal maður vinur vera,
þeim og þess vin.
En óvinar síns
skyli engi maður
vinar vinur vera.
Veistu ef þú vin átt
þann er þú vel trúir
og vilt þú af honum gott geta.
Geði skaltu við þann blanda
og gjöfum skipta,
fara að finna oft.
(Úr Hávamálum.)
Kæri vinur, okkur setti hljóð þeg-
ar okkur barst sú sorgarfregn að þú
hefðir hafið þína hinstu ferð.
Þetta kom okkur gjörsamlega í
opna skjöldu því enda þótt þú hefð-
ir fengið þínar aðvaranir eins og
fleiri þá fannst okkur svo stutt síð-
an við heyrðum í þér, hressum eins
og vanalega. Minningar streymdu
fram og flestar voru að sjálfsögðu
tengdar körfuknattleiknum og þeim
fjölmörgu ánægjulegu stundum sem
við áttum saman bæði í starfi og
leik. Þessi frábæra íþróttagrein
hafði mikil áhrif á allt þitt lífshlaup
og þú lagðir svo sannarlega þín lóð
á vogarskálarnar við uppbyggingu
og útbreiðslu hennar. Óþreytandi
varst þú og mikill eldhugi hvort
sem var við stjórnarstörf í Körfu-
knattleikssambandinu, landsliðs-
nefnd eða sem fyrsti framkvæmda-
stjóri sambandsins. Sem slíkur
lagðir þú línur og mótaðir starf sem
lítt var þekkt innan íþróttahreyfing-
arinnar á þeim tíma. Ekki var alltaf
spurt um vinnutíma og laun og
hræddur er ég um að það væru
ekki margir í dag sáttir við tíma-
kaupið!
Sem blaðamaður komstu með
nýjar og ferskar hugmyndir og hef-
ur án efa enginn haft meiri áhrif á
gagnrýnin skrif um íþróttir, menn
og málefni sem nú þykja sjálfsagð-
ur hlutur. Það þótti svo sannarlega
ekki í þá daga og fyrstu árin þurftir
þú oft að þola særandi orð frá þeim
fjölmörgu sem erfitt áttu með að
heyra sannleikann. Þú hvikaðir
samt aldrei og varst ávallt trúr
þinni sannfæringu – alvöru blaða-
maður og drengur góður.
Það er margs að minnast og
hægt að halda endalaust áfram en
fátækleg orð megna ekki að túlka
þær hlýju tilfinningar sem bærast í
brjóstum á stundum sem þessum,
já og þakklæti fyrir allar samveru-
stundirnar utan vallar sem innan,
hérlendis sem erlendis. „Vertu sæll
kæri vinur, minning þín mun lifa
svo lengi sem körfuknattleikur
verður leikinn hér á landi, minning
um góðan dreng, brautryðjanda
sem alltaf átti tíma aflögu til að efla
og styrkja þá íþrótt sem hann unni
mest.“
Birnu og fjölskyldu sendum við
okkar innilegustu samúðarkveðjur,
megi guð styrkja ykkur í sorg ykk-
ar.
Einar G. Bollason og
Sigrún Ingólfsdóttir
Ég kynntist ekki Gylfa sem veiði-
manni, þó að hann hafi svo sann-
arlega veitt upp úr okkur félögun-
um alls konar sögur, enda
blaðamaðurinn í honum aldrei langt
undan. Ég kynntist honum fyrst og
fremst sem góðum félaga og þá var
húmorinn aldrei langt undan. Ég
gæti sagt svo margt sem okkur fór
á milli en það væri efni í tveggja
binda bók. Ég átti, ásamt fleiri fé-
lögum, þann heiður að spila með
honum sennilega tvær lengstu og
frægustu golfholur sem slegnar
hafa verið fyrr og síðar. Gylfi
þekkti að sjálfsögðu Eyjafjarðará
sem veiðimaður en hún hefur lík-
lega verið honum ekki síður minn-
isstæð fyrir þær sakir að við fé-
lagarnir tókum upp á því að slá
golfkúlu yfir hana og sem leið lá
upp á Golfklúbb Akureyrar. Nokk-
uð löng hola sem endaði á 9 flöt,
þar sem púttað var út. Við létum
ekki þar við sitja og ári síðar töldu
margir okkur létt geggjaða þegar
við ákváðum að næst ætluðum við
að takast á við sjálfan Vindheima-
jökul!
Lagt var af stað að morgni með
nesti og nýja skó, golfsett að hluta
og orkudrykkinn Grande. Fyrstu
höggin voru slegin í snjó að fjalls-
brún og þar fengu allir að stilla
upp. Þarna var sennilega lengsta
höggið slegið þó að Gylfi hafi kvart-
að sáran yfir því að hann fengi ekk-
ert „rúll.“ Þannig er Gylfa best lýst
því fyrir neðan var aðeins urð,
grjót, mýri og móar. Höggið var að
hans mati 800 metrar og ég sam-
þykkti það að sjálfsögðu því hann
var með mér í liði og keppnin mjög
tvísýn. Hver veit nema við félagarn-
ir eigum eftir spila lengri holu hjá
sjálfum himnaföðurnum og þá niðrá
völl ef við fáum einhverja með okk-
ur í „holl.“ En Vindheimajökulshol-
urnar tóku um 7 klukkutíma og það
voru þreyttir en ánægðir golfarar
sem komu í hús að því afreki loknu.
Þar var að sjálfsögðu tekið á móti
okkur með veislumat (Gylfa á la
carte) ásamt orkudrykknum
Grande og að sjálfsögðu verðlauna-
afhendingu.
Þannig minnist ég Gylfa og kveð
með þessum orðum góðan vin og fé-
laga.
Birna mín, ég votta þér og fjöl-
skyldu þinni mína dýpstu samúð.
Minningin um góðan dreng lifir.
Þorbergur Ólafsson (Biggi).
„Bender, hvað er að frétta, ertu
ennþá að veiða?“ sagði Gylfi þegar
við hittumst fyrir nokkrum árum
við Sunnuhlíð á Akureyri og tókum
tal saman um veiði. Ég sagði hon-
um, eins og hann vissi, að veiðitím-
inn væri löngu búinn. Gylfi vildi
endilega fá að skoða í skottið á bíln-
um, hvort stangirnar mínar væru
ekki ennþá þar eftir sumarið. Ég
harðneitaði að leyfa honum að
skoða í skottið til að byrja með, en
lét það eftir honum og það fyrsta
sem blasti við var stöngin, þó það
væri janúar.
„Ég vissi að stöngin væri þarna
ennþá,“ sagði Gylfi og fannst hann
hafa unnið mikinn sigur að hafa
fundið gripinn í skottinu.
Góður drengur hefur fallið frá
um aldur fram. Alltaf var gaman að
hitta Gylfa, en þegar ég bjó á Ak-
ureyri í nokkur ár, hittumst við oft
og alltaf var það veiðiskapurinn
sem ræddur var með öðru. Hann
skrifaði helling fyrir mig í gegnum
tíðina í Sportveiðiblaðið, þar sem
enginn hefur skrifað eins mikið og
hann. Alltaf var hægt að leita til
Gylfa og hann var fljótur að greiða
úr hlutunum. Í bókina um Laxá í
Dölum skrifaði hann nokkur viðtöl
og hafði enda einstakt lag að ná til
viðmælenda sinna.
Og hann hnýtti bestu silungaflug-
ur sem ég hef reynt, eins og Krók-
inn og Mýsluna, sem gáfu feiknavel
af fiski.
Eitt sinn var staddur í blanka-
logni vestur í lóninu við Hvolsá og
Staðarhólsá í Dölum, engin bleikja
hafði svo mikið sem litið við flug-
unni hjá mér. Þá reyndi ég Krók-
inn, og viti menn; á stuttum tíma
varð allt vitlaust, fiskurinn tók og
tók fluguna.
Ég hætti um stund og setti aðra
flugu á, ég fékk ekki högg. Krók-
urinn er snilld, hann er svo fiskinn.
Tímarnir breytast, það er skrítið
að heyra ekki lengur í Gylfa og
hans verður sárt saknað úr hópi
veiðimanna. Ég votta fjölskyldu
hans mína dýpstu samúð. Góður
drengur er genginn.
G. Bender.
Hann var veiðmaður af Guðs náð,
náttúrubarn, fluguhnýtari af bestu
gerð, handverksmaður í gulli og
silfri, snjall penni og góður vinur.
Gylfi bar ekki þessa hæfileika utan
á sér við fyrstu kynni. Það var oftar
að mönnum leist ekki alltof vel á
þennan hávaxna og frjálslega vaxna
mann, sem á stundum átti það til að
vera með skarpar athugasemdir og
gekk ekki alltaf eftir beinni stefnu
kompássins. Hann var maður sem
ekki var að hlaupa eftir tísku-
straumum í klæðnaði og fötin notaði
hann meira til skjóls.
Hann vissi manna best sjálfur, að
hann var ekki að hugsa um heilsuna
alla daga. Margt annað gekk fyrir
og ef maður minntist á þessa þætti
við hann, þá kom þessi glettnissvip-
ur á hann og sindur í augun, sem
sagði að það væri óþarfi að ræða
þessi mál.
Gylfi hafði líkt og faðir hans feng-
ið að kynnast fegurð og kyrrð nátt-
úrunnar og þar líkaði honum best
að mega glíma við þann silfraða.
Hann hafði frá barnsaldri fengið að
ganga í besta fluguveiðiskóla sem
til var hér á landi. Þar lærði hann
að lesa náttúruna. Lærði allt um
fiskinn og síðast en ekki síst lærði
hann að hnýta og skapa flugur, sem
eru einstakar í sinni röð. Faðir
hans, Kristján Gíslason, var læri-
meistari hans og veiðifélagi.
Gylfi var ekki maður sem hringdi
í fólk nema hann ætti erindi við
það. Ég varð því glaður en um leið
nokkuð undrandi þegar hann
hringdi til mín á dögunum án þess
að eiga erindi. Tveimur dögum síð-
ar var hann allur. Og ég var ekki sá
eini sem hann hafði hringt í. Birna
eiginkona hans sagði mér frá fleir-
um og þegar við lítum um öxl, þá
finnst okkur að erindið hafi verið
allt annað en að spyrja um veiði-
sumarið. Þetta var í raun eins og
kveðja manns, sem skynjaði eitt-
hvað, sem við vissum ekki hvað var.
Ég á margt að þakka Gylfa frá
árum okkar á Akureyri. Hann
reyndist mér traustur vinur, sem
var fús að leggja mér lið í marg-
víslegum málum. Hann var ekki að
lofa hlutum. Hann sagðist skoða
málið og síðan gerðust hlutirnir.
Hvort heldur þar snerti íþróttir,
kirkjuna eða ólíka þætti mannlífs-
ins, þá var Gylfi næmur á það sem
skipti máli.
Og nú er eilífðin hans. Ég er þess
fullviss, að þar finnur hann straum-
vatnið og veit hvað í því býr.
Ég bið góðan Guð að blessa
minningu hans og þykir sárt að
geta ekki fylgt honum síðasta spöl-
inn. Birnu og fjölskyldunni sendi ég
einlæga kveðju. Megi Guð blessa
ykkur öll.
Pálmi Matthíasson.
Mig langar að skrifa fátækleg
minningarorð um gamlan og góðan
vinnufélaga minn, Gylfa Kristjáns-
son, sem farinn er frá okkur allt of
snemma. En enginn ræður sínum
næturstað.
Við Gylfi unnum til nokkurra ára
á Dagblaðinu Vísi. Hann sem
íþróttafréttamaður og ég sem út-
litsteiknari og oft var hann fenginn
til að hjálpa okkur útlitsteiknurun-
um þegar álagið var mikið. Hann
var mjög skemmtilegur vinnufélagi
og þessi tími í Síðumúlanum hjá
Vísis-mafíunni eins og hún var oft
kölluð er ógleymanlegur. Gylfi hafði
alveg geggjaðan húmor á þessum
tíma, eins og við öll sem þarna unn-
um. Uppátækin og fíflagangurinn
keyrði oft úr hófi fram. En minn-
ingin situr ljúf eftir og á þessum
dapurlegu tímamótum kemur allt
upp í huga manns og minningarnar
streyma fram.
Ég vil þakka þessi góðu og
skemmtilegu kynni mín af Gylfa
Kristjánssyni.
Einnig vil ég votta öllum að-
standendum hans mína dýpstu sam-
úð. Guð veri með ykkur á þessum
erfiðu tímamótum.
Magnús Ólafsson, Hafnarfirði.
Gylfi Kristjánsson
Þegar ég kalla
fram í hugann minn-
ingar um Guðnýju
Skeggjadóttur fyllist
hann hlýrri og notalegri birtu.
Mér varð fljótt ljóst að það voru
forréttindi að fá að vera í návist
hennar og kynnast þeim eðliskost-
um og eiginleikum sem hún bjó
yfir.
Guðný var næmari en flestir
aðrir sem ég hef kynnst, sjálfsagt
komin spölkorn lengra á þroska-
brautinni en gengur og gerist um
flesta aðra samferðamenn, sá og
skynjaði meira en flestir. Mér var
það eilíf ráðgáta og undrunarefni
hversu ofurnæm hún Gúkka mín
var á fólk og náttúru, hvernig hún
las í það sem öðrum var hulið og
var fundvís á sjónarhorn sem
blöstu ef til vill ekki við öðrum en
henni.
Allir hændust að Guðnýju, ekki
þó síst börnin í skólanum sem leit-
uðu á fund hennar, einkum og sér
í lagi þegar eitthvað bjátaði á eða
vanlíðan sótti að þeim. Guðný bjó
yfir eftirsóknarverðri innri ró og
börnin sóttu í friðsæla skjólið sem
beið þeirra í skotinu hjá henni.
Minningin um Gúkku er sneisa-
full af skemmtilegum samræðum.
Við áttum löng samtöl á löngum
tíma sem einkenndust af mikilli
gleði og innilegum hlátri. Ekkert
málefni var svo alvarlegt að ekki
væri hægt að sjá á því skoplegar
hliðar. Hún var alla tíð drifin
áfram af heitri réttlætiskennd, há-
pólitísk ef því var að skipta,
kjarnyrt og sköruleg, en ævinlega
stillt vel og lét engan slá sig út af
laginu. Við vorum stundum ósam-
mála en aldrei ósátt.
Á kveðjustund þakka ég fyrir
að hafa fengið að eiga hana að og
geta leitað til hennar nánast öllum
stundum. Hún var hægri hönd
mín í Vesturhlíðaskólanum um
langt skeið, um tuttugu ár, hafði
lengst af minnir mig starfsheitið
ritari en var miklu fremur djúp-
vitur ráðgjafi og traustur vinur.
Eftir að ég yfirgaf skólann 1996
héldum við sambandinu og ég
kom nokkrum sinnum í heimsókn
heim til hennar með yngri strák-
ana mína, reif hana upp úr ein-
hverju beðinu og inn í hús til að
ræða pólitískar dægurflugur eða
eitthvað skemmtilegt. Það voru
góðar og eftirminnilegar stundir.
Hún reyndi mikið að telja mér trú
um að ég hefði líka græna fingur.
Þegar mér leiðist í bardaganum
við illgresið í garðinum bægi ég
burt leiðindunum með því að
hugsa til Guðnýjar Skeggjadóttur
og George Harrisons. Þau voru
bæði fyrir það að yrkja jörðina.
Fyrir hönd okkar hjóna votta
ég eftirlifandi eiginmanni, Guð-
mundi K. Ingimarssyni, börnum
þeirra, Fríðu og Skeggja, og fjöl-
skyldum þeirra, dýpstu samúð.
Fögur minningin lifir um ókomin
ár.
Gunnar
Salvarsson.
Í minningabók bernskunnar á
Gúkka frænka heilan kafla. Þar
eru skrifaðar sögur sem flestar
hafa hvorki upphaf né endi, held-
ur eru ljúfar myndir sem gott er
að rifja upp. Af einhverjum
ástæðum koma eldhúskrókar þar
sterklega við sögu, kertaljós og
kaffibollar. Ýmsar vangaveltur og
spjall um allt milli himins og jarð-
ar, veraldlega hluti og andlega,
því áhugasviðið var vítt og breitt.
Það var alltaf tilhlökkun fyrir
litla stelpu að fara með í heimsókn
Guðný Skeggjadóttir
✝ Guðný Skeggja-dóttir fæddist
að Felli í Stranda-
sýslu 6. janúar 1932.
Hún lést á líkn-
ardeildinni í Kópa-
vogi 28. október síð-
astliðinn og var
útför hennar gerð
frá Kópavogs-
kirkju 6. nóvember,
til Gúkku og Kúdda,
fá að bauka í dúkku-
húsinu í bakgarðin-
um, klifra endalaust
á stóra steininum og
glamra frumsamdar
sinfóníur á píanóið.
En best af öllu var
að sitja í eldhús-
króknum og taka
þátt í samræðum við
hina fullorðnu. Við
kertaljós og klukku-
tif og litlu kækina
hennar frænku
minnar, það var eitt-
hvað notalegt við þá. Einhvern
veginn var allt notalegt við hana
Gúkku, hún var væn manneskja
og raungóð. Reyndar var hún líka
skemmtileg og fyndin, hafði af-
gerandi skoðanir og hló innilegar
en flestir. Einmitt þannig ætla ég
að muna eftir henni.
Fjölskyldunni sendi ég mínar
allra hlýjustu samúðarkveðjur.
Þórhildur Elín.
Elsku Gúkka, takk fyrir allar
notalegu stundirnar sem ég átti
með þér. Takk fyrir að lesa fyrir
mig fallegar barnabækur. Takk
fyrir allan þann fróðleik sem þú
miðlaðir til mín. Takk fyrir spjall-
ið sem við áttum saman. Takk
fyrir hlýja og notalega faðminn
þinn. Takk fyrir að taka á móti
mér og leyfa mér að skoða fína
dúkkuhúsið þitt. Takk fyrir rús-
ínurnar. Ég var heppin að búa í
næsta húsi við þig og Kúdda og
að fá að trítla yfir til ykkar í
heimsókn.
Góði Guð, viltu taka vel á móti
vinkonu minni. Viltu líka passa
hann Kúdda og fjölskylduna alla.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Þín vinkona
Elsa.
Svo skálum við saman og syngjum
sömu lögin og áður
heilluðu tvítug hjörtu
og hljómuðu um skólans göng.
Og við erum ennþá ungir!
Æskunnar gullni þráður
er ofinn í okkar söng.
En hversvegna hljóðnar vor söngur?
Hver hvíslar að við séum breyttir?
Er guðunum einum gefið
að ganga við tímann á bug?
Við lifum ei framar hið liðna.
Við látumst – og verðum þreyttir
og leikum með hálfum hug.
(Tómas Guðmundsson).
Enn fækkar í hópnum okkar,
en við höfum haldið hópinn í
saumaklúbb síðan við vorum sam-
an í Húsmæðraskóla Reykjavíkur
veturinn 1951-52. Nú kveðjum við
Guðnýju (Gúkku) en áður eru
horfnar Óda, Stína og Gunna. Hér
erum við sex eftir og sitjum hljóð-
ar.
Það var alltaf sérstök tilhlökk-
un að koma í klúbbinn til Gúkku á
hennar fallega heimili. Hún var
einstakur persónuleiki, hafði
mikla útgeislun og góða nærveru.
Hún var listhneigð og hafði yndi
af að sækja söfn og sýningar.
Hún hafði lag á að halda uppi líf-
legum umræðum og ekki var
komið að tómum kofanum hjá
henni þegar minnst var á bók-
menntir. Hún var víðlesin og
fylgdist vel með öllu.
Það verður tómlegt í klúbbnum
í vetur þegar við eigum ekki von
á Gúkku.
Við vottum Guðmundi, Skeggja,
Fríðu og fjölskyldum þeirra okk-
ar dýpstu samúð.
Saumaklúbburinn:
Edda, Guðbjörg,
Sigríður, Unnur H.,
Unnur M. og Guðrún.