Morgunblaðið - 08.11.2007, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 08.11.2007, Qupperneq 18
18 FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MENNING LANDSLAG fyrir hina og þessa er yfirskrift sýningar sem Ragna Róbertsdóttir opnar í Galleríi i8 í dag. Í sýningarrýminu sýnir Ragna verk frá árinu 2007, sem öll eru gerð sérstaklega fyrir sýninguna. Verkin hverf- ast annars vegar um náttúr- una og tímann, hins vegar um náttúruna og hið manngerða. Tvö verk á sýningunni eru til- einkuð listamönnum, sem hafa haft mótandi áhrif á listrænt starf hennar og afstöðu til list- arinnar. Sýningin stendur til 15. desember. Myndlist Landslag fyrir hina og þessa í i8 Ragna Róbertsdóttir BÓKAFORLAGIÐ Bjartur og Forlagið standa fyrir upplestrakvöldi á Næsta bar í kvöld kl. 20:30. Þar munu ljóð- skáld forlaganna tveggja, og leikararnir Hjalti Rögnvalds- son og Tinna Hrafnsdóttir, lesa upp úr nýjum ljóðabókum. Höfundarnir sex eru Gerður Kristný, Kristín Svava Tóm- asdóttir, Sigurbjörg Þrastar- dóttir, Sjón, Steinunn Sigurð- ardóttir og Þórarinn Eldjárn. Kynnir kvöldsins verður hinn geðþekki útvarpsmaður Haukur Ingvarsson, einn umsjónarmanna menningarþátt- arins Víðsjár. Dagskráin stendur til tíu. Bókmenntir Öll ljóðin í skóg- inum eru vinir Gerður Kristný SPÆNSKUDEILD Háskóla Íslands, Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur og Cervantes- setur standa fyrir málþingi um bókmenntir, tónlist og menn- ingu í Karíbahafinu, einkum Kúbu og Panama, í dag kl. 16 í stofu 101 í Odda, Háskóla Ís- lands. Málþingið er haldið í til- efni af heimsókn dr. Rogelio Coronel, prófessors í bók- menntum við Havanaháskóla, og dr. Margarita Vásquez, dósents í bókmenntum við Panamahá- skóla. Fundarstjóri er Rafael Estevan Sola, for- stöðumaður Cervantes-seturs á Íslandi. Málþing Menning í Karíba- hafinu rædd Frá Kúbu. Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is MINNISVARÐINN Bríetarbrekka, eftir mynd- listarkonuna Ólöfu Nordal, var vígður við formlega athöfn í gær á horni Amtmannsstígs og Þingholts- strætis. Verkið, eða reiturinn, er til minningar um mestu kvenréttindabaráttukonu Íslandssögunnar, að öðrum ólöstuðum, Bríeti Bjarnhéðinsdóttur. Minnisvarðinn er laut með hringlaga granítplötu í miðju, „forum“ eða torg að rómverskri fyrir- mynd, að sögn listakonunnar. Hægt sé að ræða málin á þessu torgi, og þá helst kvenfrelsi og rétt- indabaráttu. Torgið vernda grösugar hæðir, „kvenlegir barmar“, eins og Ólöf kallar þær og hægt er að tylla sér á bekki við torgið. Í því miðju er blómamunstur í gráum og rauðum litum, eft- irgerð munsturs sem Ólöf sá á veggklæði sem Bríet gaf dóttur sinni Laufeyju Valdimarsdóttur. Barnabarn Bríetar og vinkona Ólafar, Laufey Sig- urðardóttir, á nú þetta klæði. Utan um munstrið hringast falleg vísa eftir Bríeti, einnig fengin af klæðinu. Skilaboð frá gam- alli baráttukonu til dóttur sinnar og hvatningarorð til allra kvenna um leið: Stígðu ófeimin stúlka upp og stýrðu klæði, yfir geiminn yfir græði, allan heiminn skoða í næði. Persónulegt og kvenlegt Ólöf segir að sig hafi langað til að hafa verkið bæði persónulegt og kvenlegt. „Mig langaði mikið að vinna þetta verkefni, mér fannst þetta vera mér svo tengt. Langamma mín, Sigríður Hjaltadóttir Torberg, ásamt Bríeti Bjarnhéðinsdóttur, boðaði til fyrsta fundarins um stofnun Kvenréttinda- félagsins,“ segir Ólöf. Staðsetning verksins sé eng- in tilviljun, því húsmæður í Þingholtsstræti hafi stofnað Kvenréttindafélagið og Bríet bjó sjálf um árabil í húsi nr. 18, sem nú er komið á Árbæj- arsafn. Ólöf segir að Bríet hafi viljað veita dóttur sinni allt það sem hún fékk ekki í sínu uppeldi, hvatn- ingu til frumkvæðis og tækifæri til menntunar. Hún hafi gengið hart fram í ryðja brautina fyrir dóttur sína og í leiðinni opnað dyr fyrir þær ungu stúlkur sem á eftir komu. „Bríet átti afmæli 27. september. Þá eru haustlitirnir komnir, reyniberin orðin eldrauð. Ég hafði áhuga á þessum rauða lit haustsins því hann er einnig litur baráttunnar, sorgarinnar, byltingarinnar og mikilla tilfinninga almennt,“ segir Ólöf og vísar í litinn í miðju torgs- ins og berin sem nú hafa fallið á trjánum í kring. Garður sé auk þess ævafornt tákn um híbýli sálar- innar. Ólöf vonast til að Bríetarbrekka verði kenni- leiti kvenréttinda- og mannréttindabaráttu, að þar geti konur og karlar komið saman, minnst fortíð- arinnar og barist fyrir betri og réttlátari tíð. Forsaga minnisvarðans er sú að í fyrra átti Bríet 150 ára fæðingarafmæli og Kvenréttindafélagið 100 ára afmæli. Kviknaði þá sú hugmynd að reisa Bríeti minnisvarða á reitnum við Þingholtsstræti. Bríet, félag ungra femínista, Femínistafélag Ís- lands, Kvennasögusafnið og Rannsóknarstofa í kvenna- og kynjafræðum höfðu forgöngu í málinu og hlaut verkið fjárstyrk frá Reykjavíkurborg og félagsmálaráðuneyti. Valnefnd Listasafns Reykja- víkur ákvað síðan að ráða Ólöfu í verkefnið. Reitur helgaður Bríeti Bjarnhéðinsdóttur var vígður við Þingholtsstræti í gær „Stígðu ófeimin stúlka upp“ Í HNOTSKURN »28. desember 1887 hélt Bríet fyrst ís-lenskra kvenna fyrirlestur sem bar heitið Fyrirlestur um hagi og rjettindi kvenna. Bríet stofnaði fyrsta kvennablaðið hér á landi árið 1885 og var einn stofnenda Kvenréttinda- félags Íslands og formaður þess 1907-1928. »Bríet var fyrst kvenna kjörin á þing, árið1922. Hún var í fylkingarbrjósti í barátt- unni fyrir kjörgengi kvenna, rétti þeirra til náms og opinberra starfa. Morgunblaðið/Ómar Kennileiti kvenréttindabaráttu Minningarreitur Ólafar um Bríeti Bjarnhéðinsdóttur. RÁÐAMENN í Chile hafa skilað 3.778 bókum sem her landsins tók frá þjóðarbókasafninu í Perú fyrir meira en 126 árum. Hermenn frá Chile fóru ráns- hendi um bókasafnið árið 1881 eftir að þeir hertóku höfuðborg Perú, Lima, í Kyrrahafsstríðinu sem stóð frá 1879 til 1883. Bækurnar eru meðal annars rit- aðar á grísku, frönsku, latínu og spænsku. Chile færði Perúbúum bækurnar aftur í góðu ástandi í þessari viku. Þær fara beint á þjóð- arbókasafnið í Lima. Nivia Palma, landsbókavörður í Chile, afhenti bækurnar við hátíðlega athöfn og sagði um leið að með því að skila bókunum væru þau að sýna vilja til að byggja gott samband á milli landanna. Utanríkisráðherra Perú, Jose Garcia Belaunde, þakkaði Chile fyrir að skila bókunum og sagði að löndin yrðu að vinna að því að styrkja samband sitt. Chile skilar Perú göml- um ránsfeng 3.778 bækur komnar heim eftir 126 ár TÉKKNESKA tónskáldið Petr Ebn er látinn, en verk eftir hann hafa oftsinnis hljómað á tónleikum á Ís- landi, einkum í kirkjum landsins hjá kórum og organistum. Petr Ebn fæddist í janúar árið 1929 í Bæ- heimi og lærði ungur að leika bæði á píanó og orgel. Þótt fjölskylda hans væri kaþólskrar trúar var Ebn rekinn úr skóla árið 1943 vegna gyðinglegs uppruna föður hans. Marteinn H. Friðriksson dóm- organisti sem oft hefur flutt verk Ebns á Tónlistardögum dómkirkj- unnar lýsti tónskáldinu í viðtali við Morgunblaðið í júní 2005 í tilefni af flutningi Missa cum populo. „Tón- skáldið […] var sem unglingur sendur í fangabúðir nasista. Sú reynsla hefur haft mikil áhrif á tón- smíðar hans. Eben hefur samið mikið af kirkjutónlist sem hefur verið flutt út um allan heim. Í tón- listinni og textunum endurspeglast vonin um bætta og betri veröld.“ Ebn hlotnuðust margvíslegar við- urkenningar á alþjóðlegum vett- vangi fyrir tónsmíðar. Í dag er Ebn metinn sem arftaki bæheimsku tónskáldanna Dováks, Suks og Janaceks. Petr Ebn látinn Tónverk hans hafa notið vinsælda hér ♦♦♦ + Nánari upplýsingar og bókanir á www.icelandair.is Sölutímabil: 8. til og með 11. nóvember Ferðatímabil: 1. til og með 17. desember Takmarkað sætaframboð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.