Morgunblaðið - 08.11.2007, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 08.11.2007, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Gylfi Gísli Krist-jánsson fæddist í Reykjavík 18. ágúst 1948. Hann lést á heimili sínu hinn 29. október síð- astliðinn. Foreldrar Gylfa voru hjónin Sólrún Elsa Stef- ánsdóttir húsmóðir, f. 7. mars 1924, d. 16. desember 1994 og Kristján Gísla- son, verðlagsstjóri og fluguhnýt- ingamaður, f. 1. september 1921, d. 8. ágúst 1999. Systkini Gylfa eru 1) Hilmir, f. 18. ágúst 1948, d. 28. maí 1951, 2) Gerður Jóna deildarstjóri, f. 22. október 1952, maki Jens Magn- ússon, þau eiga tvö börn, 3) Stefán blaðamaður, f. 24. júní 1958, maki Sólveig Jóna Ögmundsdóttir, þau eiga tvö börn og Stefán á son fyrir hjónaband. Gylfi kvæntist 21. júní 1969 Birnu Blöndal, f. 23. nóvember 1950. Foreldrar hennar eru Björn Auðunn Blöndal, f. 26. júní 1918, d. 22. júlí 1994, og Guðbjörg Þ. Blöndal, f. 28. janúar 1927. Gylfi og Birna eignuðust þrjú börn, þau eru: 1) Ólafur Auðunn múrari, f. 5. ágúst 1968, kvæntur Öldu Stef- Körfuknattleikssambands Íslands og var fyrsti framkvæmdastjóri sambandsins, 1973-1974. Gylfi lék um tíma með liði ÍR og varð Ís- landsmeistari með félaginu. Þá þjálfaði hann um tíma lið Þórs á Akureyri. Gylfi starfaði sem íþrótta- fréttamaður á Vísi 1974 og síðar á DV, eftir sameiningu Vísis og DB, til 1981. Þá flutti Gylfi ásamt fjöl- skyldu sinni frá Reykjavík til Ak- ureyrar. Hóf hann þá störf sem blaðamaður á Degi og varð síðar fréttastjóri Dags árið 1985 er blaðið var gert að dagblaði. Eftir að útgáfu Dags var hætt starfaði Gylfi sem blaðamaður DV á Ak- ureyri til 2003. Síðustu árin starf- aði Gylfi við skrif í ýmis blöð og tímarit. Stangaveiðar voru eitt helsta áhugamál Gylfa alla tíð, sér í lagi fluguveiðar. Hin síðari ár einbeitti Gylfi sér að hönnun sil- ungaflugna og framleiðslu þeirra. Eftir hann liggja margar þekktar og gjöfular silungaflugur. Krók- urinn, Beykir, Mýsla og Beygla eru hans þekktustu flugur. Gylfi var mikill áhugamaður um golf og auk þess að stunda íþróttina lagði hann fram mikla vinnu fyrir Golf- klúbb Akureyrar um árabil. Var hann m.a. þrívegis mótsstjóri á Landsmótum er þau fóru fram á Akureyri. Gylfi verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 11. ánsdóttur leikskóla- kennara, f. 20. júní 1968. Synir þeirra eru Björn Auðunn, f. 29. ágúst 1994 og Stefán Fannar, f. 3. október 1997. 2) Kristján Hilmir sjó- maður, f. 31. október 1970, kvæntur Örnu Gunnarsdóttur þjón- ustufulltrúa, f. 22. september 1966. Börn þeirra eru Gylfi, f. 16. apríl 1998 og Aðalheiður, f. 26. október 1999. 3) Berglind kenn- aranemi, f. 18. maí 1979, gift Bergi Þorra Benjamínssyni há- skólanema, f. 15. febrúar 1979. Börn þeirra eru tvíburarnir Benjamín Þorri og Birna Dísella, f. 6. janúar 2006. Fyrir hjónaband eignaðist Gylfi son, Garðar Árna, f. 22. janúar 1965. Börn hans eru a) Svanhildur, sonur hennar er Kristján Eðvald, b) Sigurður Smári, c) Jan Henrik, d) Malin Jóhanna, og e) Óskírð Garðarsdóttir. Gylfi lauk námi í gullsmíði hjá Jens Guðjónssyni upp úr 1970. Samhliða starfi sem gullsmiður hóf Gylfi að skrifa um körfuknattleik fyrir Morg- unblaðið. Síðar sat hann í stjórn Elsku pabbi, ég sakna þín svo mikið. Ég sakna þess að heyra úti- hurðina hjá okkur opnast og heyra kallað „afi kominn“. Ég sakna þess að sjá andlitin á Birnu og Benjamín ljóma af gleði þegar þú gengur inn í stofuna hjá okkur í Tröllagilinu með stórt box af jarðarberjum. Þú varst svo gjafmildur. Ég sakna þess að sjá Birnu Dísellu klappa þér á kinnina og segja „Afi elsku góð“ á meðan Benjamín úðar í sig berj- unum og biður um að fá að fara í afa burra með þessu sérstaka skrollhljóði sem hann gerir og þér fannst svo skemmtilegt. Ég sakna þess að sjá þau leita í vösunum þín- um að afa seski og skríkja af kátínu þegar þú dregur upp veskið og leyf- ir þeim að skoða það og innihald þess. Ég sakna þess að heyra þig segja falleg orð við börnin mín, þú varst óspar á ástarorðin. Ég sakna þess að tala við þig í síma, allavega einu sinni á dag ef ekki oftar. Ég er búin að missa svo mikið meira en pabba minn. Síðustu tvö ár voru svo góð hjá okkur. Við höfð- um alltaf verið náin en eftir að tví- burarnir fæddust eignuðumst við sameiginlegt áhugamál. Við gátum setið saman og dáðst að þeim, hleg- ið og spjallað. Daglega komst þú að hitta litlu tvíburana þína, stundum tvisvar á dag. Þú áttir stundum erf- itt með að bíða eftir að þau vöknuðu þegar þau voru aðeins ungabörn. Stökkst af stað í átt að vagninum um leið og eitthvert hljóð heyrðist. Þegar þau stækkuðu áttir þú það til að henda þér í gólfið með þeim og bregða á leik. Litlum börnum finnst fátt skemmtilegra en kátur afi sem leikur hest. Ef eitthvað gerðist á heimilinu viðvíkjandi börnunum, ef þau lærðu nýtt orð eða tóku upp á nýjum prakkarastrikum þá hringdi ég í þig og sagði þér frá því og oft- ar en ekki vildu Birna og Benjamín líka fá að tala við afa. Þá bullaðir þú eitthvað sniðugt í símann og fékkst þau til að hlæja. Benjamín kemur stundum með símann núna og biður um að fá að hringja í afa sinn. Ég reyni að segja þeim að afi sé ekki heima. Hann sé hjá Guði og honum þyki vænt um litlu afabörnin sín. Við erum dugleg að sýna þeim myndir af þér og þau kyssa mynd- irnar og klappa afa á kinnina. Þau elska afa sinn svo mikið. Það er margt sem ég er þakklát fyrir. Ég er þakklát fyrir að þú fékkst að kúra hjá tvíburunum síð- ustu dagana þína meðan við Bergur vorum fyrir sunnan, þú hafði svo lengi talað um að þig langaði að fá að kúra þau einhvern morguninn. Það sem þú varst hamingjusamur með kúrið þegar ég talaði við þig í símann. Ég er þakklát fyrir þann tíma sem þú fékkst með barnabörn- unum þínum öllum þó svo hann væri ekki langur. Ég er þakklát fyrir skemmtilegu sumarbústaða- ferðina okkar í sumar. Ég er óend- anlega þakklát fyrir að þú fékkst að hitta Svanhildi og litla Kristján Eð- vald í sumar, þó ekki væri nema einu sinni. Ég veit hvers virði það var þér. Ég er óendanlega þakklát fyrir öll samtölin okkar, fyrir að hafa fengið að kynnast þér betur. Ég er svo þakklát þér, pabbi minn, fyrir að hjálpa mér yfir erfiðu hjall- ana síðustu ár. Elsku pabbi minn, ég vildi að ég gæti faðmað þig og kysst, þakkað þér fyrir allt það sem þú hefur gert fyrir mig og mína og sagt þér hvað mér þykir vænt um þig. Núna ertu aftur með honum Hilmi þínum. Amma og afi hafa báða tvíburast- rákana sína hjá sér og við hin verð- um að bíða þar til kemur að okkur að hitta þig á ný. Ég elska þig, pabbi minn, og sakna þín. Þangað til við sjáumst á ný, ástarkveðja frá Beyglu þinni. Berglind. Meira: mbl.is/minningar Látinn er tengdafaðir minn Gylfi Kristjánsson. Gylfa hef ég þekkt í 10 ár og var hann mér ákaflega góður allt frá fyrsta degi. Hann og Birna kona hans tóku mér opnum örmum og buðu mig velkominn í fjölskylduna. Gylfi eða GK eins og hann var oft kallaður af vinum sínum var afar vandaður maður og fjölhæfur. Gott var að leita til Gylfa eftir ráðlegg- ingum þegar kom að önnum dag- legs lífs. Hann var áhugamaður um pólitík og áttum við ósjaldan saman spjall um menn og málefni. „Já Bergur minn, svona er pólitíkin“ sagði hann oftar en ekki þegar við ræddum heit efni tengd stjórnmál- um. Hann var einnig áhugasamur um landið sitt og þekkti það allvel enda hafði hann ferðast vítt og breitt við veiðar og vinnu, um landið þvers og kruss. Hann vissi um ýmsa áhuga- verða staði sem gaman var að fara um og skoða og síðsumars 2006 tók- um við tengdafeðgar góðan bíltúr inn á hálendið, inn Bárðardalinn, inn í Laugarfell og þaðan niður Eyjafjörðinn. Þetta var mjög góð stund þar sem okkur gafst tími til að spjalla og virða fyrir okkur land- ið. Það var sérstaklega gaman að fylgjast með þegar hann sýndi mér hvar áin ferðast frá upptökum sín- um og hvernig hún smám saman verður að þeirri veiðiá, Eyjafjarð- aránni sem hann hafði mikið dálæti á. Gylfi var skemmtilegur maður og hrókur alls fagnaðar og er ég mjög þakklátur því að hafa átt margar góðar stundir með honum og hans fólki. Þótt hann hafi ekki verið mik- ið gefinn fyrir að standa og halda ræður fórst honum það vel úr hendi. Hann var vel máli farinn og fróður maður og hafði sérstaklega skemmtilegan húmor. Gylfi var mikill og góður afi og veitti börnum okkar Berglindar ómælda ánægju með heimsóknum sínum. Þegar afi steig inn um dyrnar á íbúðinni mátti heyra ánægjuhróp frá Birnu og Benjamín og kom hann sjaldnast tómhentur að heimsækja þau. Afi Gylfi gat setið og lesið vel og lengi sömu bókina aftur og aftur ef því var að skipta. Gylfa er sárt saknað af öllum sínum afabörnum. Nú er komið að kveðjustund. Þú varst góður maður og við söknum þín sárt. Ég votta Birnu tengda- móður minni og fjölskyldunni allri samúð mína. Guð geymi þig. Bergur Þorri Benjamínsson. Símtal okkar skömmu fyrir and- lát Gylfa bróður míns verður mér sú minning, sem ég mun öðru frem- ur leita í þegar fram líða stundir. Magnað samtal en aðeins nokkrum klukkustundum síðar var hann horfinn á braut. Síminn hringdi um miðja vetrarnóttina og á svipstundu hrifsuðu sorgin og söknuðurinn til sín völdin. Minningar um Gylfa á ég margar og allar góðar. Flestar vitaskuld frá viðveru okkar við fallegt straum- vatn er við renndum fyrir fiska og svo auðvitað öll símtölin. Gylfi var að mörgu leyti einstakur maður og félagi á veiðislóð var hann í allra fremstu röð. Eins og honum liði aldrei vel nema þeir veiddu vel sem með honum fóru. Umhyggjusemi hans var óbilandi, sá alltaf fyrir því að nestið væri vel úti látið kvöldið fyrir brottför og fór jafnan á kost- um við eldamennskuna í veiðihús- um. Og alltaf örstutt í ómælt magn af glettni og gysi. Gylfi var afar snjall og heiðarlegur veiðimaður. Lagði á það mikla áherslu að farið væri eftir settum reglum og hafði mikla unun af því að rétta mönnum flugur. Skemmtilegar umræður um fluguveiði áttu hug hans allan. Þó aðeins ef menn teldu sig ekki vita of mikið. Sjálfur átti Gylfi margar af sínum bestu stundum við fluguborðið. Fæddist þar hvert listaverkið af öðru. Krókurinn, Mýsla, Beykir og Beygla líklega þekktastar af þeim flugum hans sem þegar hafa komist í almenna notkun. Þessar einstöku flugur bera handbragði hans fagurt vitni. Hann var afar vandvirkur og vandlátur þegar kom að því að hanna nýja flugu. Gaf aldrei flugu Gylfi Kristjánsson ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGIBJÖRG JÓHANNSDÓTTIR ljósmóðir, Blesastöðum, Skeiðum, sem lést á heimili sínu sunnudaginn 28. október, verður jarðsungin frá Skálholtskirkju laugardaginn 10. nóvember kl. 14.00. Sigurður Hermannsson, Elín Árnadóttir, Kristín Hermannsdóttir, Vilmundur Jónsson, Guðrún Hermannsdóttir, Hjalti Árnason, Sigríður Hermannsdóttir, Jónas Jónasson, Hildur Hermannsdóttir, Kristján Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg föðursystir mín og frænka okkar, VIGDÍS JÓNSDÓTTIR frá Stóru-Hildisey, verður jarðsungin frá Krosskirkju, Austur- Landeyjum, laugardaginn 10. nóvember kl. 14.00. Guðjón Axelsson og aðstandendur. ✝ Elskuleg systir mín og frænka okkar, SIGRÍÐUR ÞÓRÐARDÓTTIR, Hrafnistu, Hafnarfirði, áður Stigahlíð 36, Reykjavík, verður jarðsungin frá Háteigskirkju föstudaginn 9. nóvember kl. 14.00. Guðný Þórðardóttir, Gunnvör Valdimarsdóttir, Jóhann G. Sigfússon, Ragna, Alda Sif, Þorsteinn, Þórgunnur og fjölskyldur. ✝ Maðurinn minn, faðir, stjúpfaðir, tengdafaðir og afi, INGVAR CHRISTIANSEN, Holtsgötu 41, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 9. nóvember kl. 11.00. Þeir sem vilja minnast hins látna, vinsamlegast látið líknarfélögin njóta þess. Gíslína Björnsdóttir, Inga Þóra Ingvarsdóttir, Sigríður Pálsdóttir, Ólafur Hauksson, Gíslína og Haukur Þór. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, INGIBJÖRG KARLSDÓTTIR, Dalbraut 16, Reykjavík, verður jarðsungin frá Háteigskirkju föstudaginn 9. nóvember kl. 11.00. Karl Jensson, Halldóra Hannesdóttir, Kristín Jensdóttir, Ingibjörg Karlsdóttir. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, GARÐAR STEINARSSON flugstjóri, til heimils að Flyðrugranda 4, lést á heimili sínu þriðjudaginn 6. nóvember. Útförin verður gerð frá Neskirkju þriðjudaginn 13. nóvember kl.15.00. Ásta Sveinbjarnardóttir, Hróðný Garðarsdóttir, Þórhildur Garðarsdóttir, Björgvin Þórðarson Páll Garðarsson, Ásta, Garðar og Dúna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.