Morgunblaðið - 08.11.2007, Page 20

Morgunblaðið - 08.11.2007, Page 20
- kemur þér við 2 2 0 0 0 GJALDMIÐLAGENGI GENGISVÍSITALA 115,03 ÚRVALSVÍSITALA 7.290 SALA % USD 0,2758,98 GBP 1,10124,12 DKK 1,1111,61 JPY 1,150,52 EUR 1,1086,58 0,92 -3,39 NÁNAR 4 DAGÍVEÐRIÐ 12 Mikill munur á Toppi 3504462s:4,HofsbótAkureyri:3500533s:4,MörkinReykjavík: FataeF sendin g!! nýni Ullare F joggin g, jersey , ni, FlaU samkv æmise el, Fni S-1Bæjarlind 4510544ími 10.-20.kl.frádagaallaOpið E F L I R Helgar tilboð kr998 NEYTENDAVAKTIN Hrafn Gunnlaugsson vill skipulagsbyltingu Netömmur prjóna ullarsokka eftir pöntun Nýjar söngkonur áberandi fyrir jólin Breiðbandið útbreitt en mjótt og dýrt Lesblindir settir í forgang segir ráðherra Ásgeir Kolbeins hefur áhyggjur af þynntum Breezer Hvað ætlar þú að lesa í dag? 20 FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MENNING TÓNLIST Glerárkirkja Sinfóníuhljómsveit Norðurlands Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, Kór Glerárkirkju og blandaður kór af Austur- landi fluttu verk eftir Ravel, Albinoni og Fauré. Einleikari á óbó: Gillian Haworth; einsöngvarar: Helena Guðlaug Bjarna- dóttir og Michael Jón Clarke; Guðmundur Óli Guðmundsson stjórnaði. Sunnudag 28. október kl. 16 HLJÓMSVEITIN var skipuð 23 hljóðfæraleikurum, ásamt 75 manna blönduðum kór með þátttöku Kórs Glerárkirkju og söngfólki úr 4 kórum á Austurlandi. Þarna annaðist hljóm- sveitin það hlutverk sitt að gefa söng- fólki út um land tækifæri til að spreyta sig á einstökum stórverkum heimsbókmenntanna með mikilli prýði. Tónleikarnir voru endurteknir á Eskifirði 3. nóv. örugglega slíkur tónlistarviðburður sterkt sameining- arafl Norður- og Austurlands. Ein- söngvarar á Egilsstöðum leystu þá akureysku af hólmi. Það er spurning hvort slíkar skiptingar séu heppileg- ar, því öllu tónlistarfólki er end- urtekningin mikils virði. Einnig skipt- ir máli að frammistaða beggja einsöngvaranna hér var með ágætum. Gillian Haworth óbóleikari og skólastjóri Tónlistarskóla Eskifjarðar og Reyðarfjarðar lék óbókonsert Ítal- ans Albinoni af einstöku næmi. Það var sannfærandi hvernig hún mótaði löngu tónana í hæga kaflanum. Hún lék af leikni, en hefði stundum mátt móta hendingar með meiri áherslum. Svo sannarlega stuðlaði glæsilegur flutningur Gillian að því að festa verk- ið enn frekar í sessi góðverka hjá manni. Pavane, páfugladans, Ravels flæddi um tilfinningar mínar, tónverk flutt af næmi, þ.s. sellóið hljómaði fag- urlega í stað hornsins, sem ég oftast hef heyrt. En sálumessa Fauré mun lengst fylgja manni og ekki amalegt að lenda í paradísarsælunni í lokin. Pie Jesu- þátturinn var hrífandi fallega túlk- aður af Helenu, af barnslegri ein- lægni. Michael túlkaði vel Offertoire- þáttinn, en mér fannst að í Libera mea væri sungið of sterkt á kostnað mýktar. Kórinn söng af öryggi og í gott jafnvægi var á milli radda, en mér fannst að tenórröddina skorti meiri mýkt og birtu. Tónleikunum lauk með verðugu fagnaðarklappi í sannkallaðri himinsælu. Jón Hlöðver Áskelsson Hafnað í Paradís BÆKUR Skáldsaga Himnaríki og helvíti Eftir Jón Kalman Stefánsson, Bjartur 2007, 214 s. ÞAÐ er lífshættulegt að lesa ljóð. Það fær önnur aðalpersónan í nýrri skáld- sögu Jóns Kalmans Stefánssonar, Himnaríki og helvíti, að reyna. Hann frýs í hel á sexæringi úti á rúmsjó vegna þess að hann var með hugann við Paradísarmissi Miltons þegar hann átti að vera að hugsa um að taka sjóstakkinn með sér í róðurinn. Og stundum er ekki lengra á milli lífs og dauða en þetta, bara ein flík, einn stakkur, eins og segir í sögunni. En dauði bókamannsins hefur af- leiðingar. Hann hafði átt sér góðan vin, bókelskan strák. Þeir tveir skáru sig úr í vestfirsku samfélagi sögunnar sem á að gerast fyrir um það bil hundrað árum. Bókhneigð þeirra er afbrigðileg í sjómannasamfélaginu, nánast forboðin, einhvers konar villa. En á milli þeirra tveggja er heit og djúp vinátta og eftir að hafa skilað lík- inu í land leggur strákurinn á sig erf- iða ferð yfir fjall og heiði til að skila bók Miltons til eigandans, gamals og blinds skipstjóra. Við upphaf ferð- arinnar sér strákurinn ekki margar ástæður til þess að lifa lengur, en við lok hennar virðist bókin, sem leiddi vin hans í dauð- ann, ætla að opna honum leið til nýs og betra lífs. Þessa sögu gerir Jón Kalman hvorki langa né flókna en við lest- ur hennar vakna samt óteljandi spurningar og möguleikar á túlkun og tengingar virðast spretta upp af hverri síðu, ekki síst í gegnum fjölda bókmenntalegra vísana. Í sam- tali sem birtist í Lesbók í sumar sagði Jón Kalman að söguefni þessarar bókar væri einhversstaðar á milli himnaríkis og helvítis og það stendur heima. Bókin fjallar um lífið og dauð- ann, hún fjallar um einangrun og um samfélag manna, hún fjallar um kon- ur í karlasamfélagi, um ástina og skáldskapinn, um mátt orðsins og náttúruaflanna, og svo fjallar hún um glataðan tíma og fundinn. Frásagnaraðferðin er ekki ólík þeirri sem Jón Kalman beitti í síðustu bók sinni, Sumarljós og svo kemur nóttin, nema hvað sögumennirnir, þessir „við“ sem hafa einnig orðið hér, eru framliðnir, fólk sem lifði sögutímann. Þeir brjótast stundum fram í frásögninni með athugasemd- um um hitt og þetta en í tveimur stuttum köflum fá þeir að koma fram á sviðið og segja meiningu sína um- búðalítið. Fyrst í inngangskafla þar sem þeir segja okkur að orð þeirra séu „einskonar björgunarsveitir í þrotlausu útkalli“ sem „eiga að bjarga liðnum atburðum og slokkn- uðum lífum undan svartholi gleymsk- unnar“. Og svo í kafla sem skiptir sögunni í tvennt þar sem strákurinn er staddur á miðri heiði við það að frjósa í hel sjálfur. Þar lýsa sögu- mennirnir handanverunni og segja að helvíti sé „að vita ekki hvort maður er lifandi eða dáinn“. Einmitt á þeirri stundu veit strákurinn ekki hvort á við um hann. Og sá sproti að íslenskri menningu sem hann ber með sér yfir heiðina virðist á góðri leið með að enda undir skafli. Kannski er það einhver bók- menntaleg stríðni að láta hina dauðu tala í sögulegri skáldsögu en að öðru leyti er ekki unnið vel úr þeirri hug- mynd í bókinni. En í þessari bók tekst Jóni Kalmani líka að koma hinum sögu- lega tíma til skila af mikilli sannfær- ingu. Lýsingar á sjómannasamfélag- inu fyrir vestan, róðrinum örlagaríka og ferðinni yfir heiðina í brjáluðum byl eru magnaðar og má líklega telja til einskonar björgunarafreka. Unn- endum fyrri bóka Jóns Kalmans mun ekki leiðast í þessum leiðangri. Þröstur Helgason Um glataðan tíma og fundinn Jón Kalman Stefánsson MYNDLIST StartArt við Laugaveg Inga Rósa Loftsdóttir Alistair McIntyre Til 28. nóvember. Opið virka daga frá 10 til 17, laugardaga frá 11 til 16. Aðgangur ókeypis. INGA Rósa Loftsdóttir sýnir ljós- myndir af blómum í StartArt við Laugaveg. Í texta með sýningunni segir hún um að ræða myndir af blómum sem hún hafi séð á einu ári, og gefur sýningunni þannig sjálfsævisögulegan og tímalegan ramma. Mynd- irnar eru allar af sömu stærð og fylla rýmið rækilega, sumar standa út úr í vissum einfaldleika og margar eru mjög fal- legar. Flestar eru þær þó kunn- uglegar og þær vangaveltur um feg- urðina sem Inga Rósa birtir með sýningunni eru dálítið í lausu lofti. Öll blómin fá sama sess, eins ramma, en litamunur er á umgjörð innan rammans. Hér skortir ein- hverja ígrundaðri og hnitmiðaðri úr- vinnslu á viðfangsefninu, og þar sem myndefnið hefur mikið verið ljós- myndað um tíðina er erfitt að bæta einhverju við. Sem ljósmyndir af blómum eru myndirnar ágætar til síns brúks, en sem fullunnin listsýn- ing duga þær varla til. Á loftinu í StartArt sýnir Alistair McIntyre þrjú verk unnin í sam- vinnu við náttúruna. McIntyre gerir þrykk úti í náttúrunni, hér t.d. af járnkeðjum á fjallinu Schiehallion í Skotlandi, sem er meðal annars frægt fyrir tilraun sem gerð var á 18. öld af konunglega stjörnufræð- ingnum Nevil Maskelyne, en hann kom járnkeðj- unum þar fyrir í þeim til- gangi að reikna út eðl- ismassa jarðar. Í verkum McIntyre mætast maður og nátt- úra, verksummerki mannsins og ósnert svæði og hefur hann unnið þau á áþekkan máta í nokkurn tíma. Sýningin hér bætir litlu við það sem áður hefur mátt sjá frá McIntyre en verkin standa þó fyrir sínu. Ragna Sigurðardóttir Náttúrumyndir Biðukolla BÆKUR Ljóð DRENGMÓÐUR eftir Garðar Baldvinsson GB-útgáfa. 2007 – 105 bls. ÞAÐ ER ekki al- veg laust við beiskjutón, sárs- auka og reiði í nýrri ljóðabók Garðars Bald- vinssonar, sem hann nefnir Drengmóður. Mörg kvæðin enda ort út frá sjónarhorni svik- ins barns sem bjó við harðneskju og fötlun. Það eru svik í hjónabandi foreldranna og ranggerðir gagnvart barninu. Í einu kvæðinu segir frá því þegar ástin ,,sveigist / af leið inn í aðra vídd / ljós hennar rýtingur / í auga / utan úr gangi tímans…“ Upplifun tilverunnar er guð og hans englar ,,sem sitja fyrir manni / með refsivöndinn á lofti…“ Í öðru kvæði segir frá dreng sem vegna skróps í skóla, ómegðar heima fyrir og fyrir að taka eitthvað ófrjálsri hendi er sendur fangaflutningum í galdragúlaginu á Ströndum þar höfðu bændur frjálsar hendur baráttuglaðar hendur og litli kroppurinn sjö ára Ljóðmælandi spyr hvað gerði ófrelsi handa hans svo magnaða að hann skyldi hljóta slík örlög. Hér grípur Garðar á því kýli sem er einn svartasti blettur á sögu okkar samfélags að senda börn í vistun hjá misjöfnu fólki í ýmsum Breiða- víkum eða hjá misjafnlega hæfum einstaklingum. Reyndar slá ljóð Garðars sum hver á heldur léttari strengi en hér er gert. Þau eru fremur opinn og útleitinn skáldskapur en jafnframt ljóðrænn og einlægur og ort af tölu- verðu listfengi. Þetta er mestanpart Reykjavíkurskáldskapur sem er á margan hátt ljúfsár. Skafti Þ. Halldórsson Ófrjálsar og frjálsar hendur Garðar Baldvinsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.