Morgunblaðið - 08.11.2007, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 08.11.2007, Blaðsíða 48
48 FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Yngsti Íslandsmeistari sögunnar Íslandsmót yngri og eldri spilara fór fram um sl. helgi. Sigurvegarar yngri spilara eru þeir Óttar Ingi Oddsson og Gabríel Gíslason en Gabríel mun vera yngsti Íslands- meistari sögunnar í brids. Sigurvegarar í eldri flokki eru þekktir refir úr bridsheiminum, þeir Hrólfur Hjaltason og Sigtryggur Sigurðsson. Páll Þór Bergsson og Guðlaugur Sveinsson urðu í öðru sæti og Hrafnhildur Skúladóttir og Jörundur Þórðarson þriðju. Þorsteinn Berg forseti Bridssam- bandsins afhenti verðlaunin í móts- lok. Eykt í keppnisferð í Póllandi Landsmeistarar 10 efstu landa ár- ið 2006 í Evrópu koma saman dag- ana 8.-11. nóvember í borginni Wro- dav í Póllandi. Alls keppa 12 sveitir á mótinu en Pólverjar eiga 2 sveitir. Okkar menn í mótinu er sveit Eyktar, Íslandsmeistararnir 2006, þeir, Jón Baldursson, Þorlákur Jóns- son, Bjarni Einarsson, Sigurbjörn Haraldsson og Sverrir Ármannsson. Aðalsteinn Jörgensen fer ekki með félögum sínum í þetta sinn. Hægt verður að fylgjast með mótinu hér á eftirfarandi slóð: http://www.eurobridge.org/com- petitions/07Wroclaw/Wroclaw.htm Bridsspilarar á faraldsfæti Um 60 íslenskir bridsspilarar fóru sl. sunnudag til hinnar fögru eyju Madeira til að taka þátt í alþjóðlegu bridgemóti þar. Væntanlega er þetta met hjá íslenskum bridsurum sem koma saman á erlendu bridsmóti. Mótið hófst á upphitunartvímenn- ing hinn 5. nóv. og voru það þær Alda Guðnadóttir og Hrafnhildur Skúla- dóttir sem voru með hæsta skor. 6. nóvember hefst svo alvaran með tví- menningi sem lýkur 8. nóv. 9. nóv. hefst síðan sveitakeppnin sem lýkur 11. nóv. Það er nóg að gerast hjá íslensk- um spilurum þessa dagana eins og endranær. Gaman er að fylgjast með þessu móti á tenglinum: www.bridge-madeira.com Hörkukeppni hjá bridsfélög- unum á Suðurnesjum Sl. mánudagskvöld lauk þriggja kvölda tvímenningi og er keppnis- formið það að tvö efstu kvöldin telja til úrslita. Þetta þýðir það að par get- ur átt afar slakt kvöld en unnið samt keppnina. Eins og svo oft áður í fyrstu keppni vetrarins lauk mótinu ekki fyrr en síðustu spilunum var stungið í stokkinn eins og sjá má á eftirfarandi lokatölum: Svavar Jenss. – Jóhannes Sigurðss. 58,51% Þórir Hrafnkelss. – Þröstur Þorlákss.58,48% Arnór Ragnarss. – Garðar Garðarss. 57,74% Lilja Guðjónsd. – Guðjón Óskarss. 55,00% Eyþór Jónss. – Randver Ragnarss. 54.60% Hæsta skor síðasta spilakvöld: Arnór Ragnarss. – Garðar Garðarss. 214 Eyþór Jónss. – Randver Ragnarss. 195 Jóhann Benediktss. – Sigurður Albertss. 188 Næsta mánudagskvöld hefst sveitakeppni sem mun standa í 3-4 kvöld. Stefnt er að því að spila sveit- arokk og hafa nú þegar 14 pör skráð sig til leiks. Ekki þarf að skrá heilar sveitir en æskilegt að pör mæti til keppni. Þá er og hvatt til þess að væntanlegir þátttakendur skrái sig hið fyrsta þar sem nokkur undirbún- ingur er að keppni sem þessari. Spilað er á mánudagskvöldum og hefst spilamennskan kl. 19.15. (Ath. breyttan spilatíma.) Leiðrétting/afsökunarbeiðni Umsjónarmaður þáttarins spilaði algjörlega rassinn úr buxunum í síð- ustu frétt frá bridsfélögunum. Hann hóf fréttina með því að segja að Lilja Guðjónsdóttir og Guðjón Óskarsson væru feðgin. Þarna hafði síast inn í hann tal gárunganna hjá félaginu en hið rétta er að Lilja og Guðjón eru ekkert skyld þó að þau spili oft sam- an. Þar með er ekki öll sagan sögð því hann sagði Þröst Þorláksson vera Þórhallsson en Þröstur er son- ur Þorláks kaupmanns sem síðast rak verslun í Garðinum og umsjón- armaður þekkir ágætlega þótt fennt hafi í þau spor. Þar með er ekki öll vitleysan leiðrétt því hann sagði Þóri spilafélaga Þrastar Þorkelsson en hann er Hrafnkelsson. Ég bið þessa ágætu félaga mína velvirðingar á þessum flumbrugangi. Íslandsmeistarar Íslandsmót eldri og yngri spilara fór fram um sl. helgi. Meðfylgjandi mynd var tekin af sigurvegurunum í mótslok. F.v. Óttar Ingi Oddsson, Sigtryggur Sigurðsson, Gabríel Gíslason og Hrólfur Hjaltason. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is FRÉTTIR BÆNAGANGA þar sem haft er að leiðarljósi að ganga gegn myrkrinu í þjóðfélaginu fer fram í fyrsta skipti á Íslandi laugardaginn 10. nóvem- ber. Í fréttatilkynningu segir að með myrkrinu sé átt við neikvæða áhrifa- þætti í lífi margra fjölskyldna. Þar má nefna vonleysi, fátækt, áfengis- neyslu, vímuefnaneyslu, ofbeldi og sjálfsmorð. Lagt verður af stað frá Hallgríms- kirkju kl. 14 og gengið að Austur- velli. Þar verður sameiginleg bæna- stund þar sem beðið verður fyrir íslensku þjóðinni og m.a. verður beð- ið fyrir því að myrkrið víki fyrir ljósi lífsins í Jesú nafni. Í kjölfar göng- unnar verður ráðamönnum afhent áskorun þess efnis að kristinfræði- kennsla verði efld í skólakerfinu og auknu fé varið til forvarnastarfs. Stórtónleikar verða haldnir í Laugardalshöll kl. 18 en dagskráin verður fram eftir kvöldi. Ýmsir tón- listarmenn koma fram og fluttir verða vitnisburðir. Aðgangur er ókeypis og dagskráin er fyrir alla fjölskylduna. Allir sem vilja taka þátt í bæna- göngunni eru í fréttatilkynningu hvattir til þess. Sumir vilja kannski ganga í minningu einhverra sem lát- ist hafa, ganga fyrir vin, ættingja eða kunningja. Í undirbúningsnefnd bænagöng- unnar eru fulltrúar þjóðkirkju, frí- kirkna og annarra kristinna söfnuða. Nánari upplýsingar er hægt að nálg- ast á www.baenaganga.com. Gengið gegn myrkrinu í þjóðfélaginu LEIFUR Örn Svavarsson stóð á há- tindi sjötta hæsta fjalls jarðar, Cho Oyu, í 8.201 metra hæð, aðfaranótt 2. október sl. Leifur er sjötti Íslending- urinn sem rýfur 8.000 metra múrinn. Fyrirlestur og myndasýning Leifs um ferðina á Cho Oyu verður haldin í Salnum Kópavogi mánudaginn 12. nóvember kl. 20. Leifur tók þátt í fjölþjóðlegum leiðangri á vegum nýsjálensku ferða- skrifstofunnar Adventure Consult- ants. Leiðangursfólkið kom víða að, en ekki áttu allir erindi sem erfiði. Yfirlýst hetja þessa leiðangurs var maðurinn sem ætlaði sér að verða sá fyrsti til þess að klífa 8.000 metra tind, einfættur með hækju, Ástralinn Will Elrick. Þó hann hafi ekki komist alla leið upp á hátindinn fór hann langleiðina. Hann fór hægar yfir en aðrir leiðangursmeðlimir og var því enn á uppleið þegar toppafarar hófu niðurferð sína. Leiðangursstjórinn afréð þá að snúa honum niður líka. Leifur segir frá þessari ferð sinni í máli og myndum mánudagskvöldið 12. nóvember í Salnum í Kópavogi kl. 20. Íslenskir fjallaleiðsögumenn og 66°Norður hafa veg og vanda af skipulagi og undirbúningi mynda- sýningarinnar en Leifur sjálfur sér um að fræða um ferðalagið í mynd- um og minningum. Ferðin á Cho Oyu í máli og myndum Nánari upplýsingar veita: Hallur Ólafur Agnarsson, löggiltur fasteignasali á Spáni Finnbogi Hilmarsson, löggiltur fasteignasali LÁTTU DRAUMINN RÆTAST! COSTA FLAMENCA – PLAYA FLAMENCA Rúmgott raðhús á tveimur hæðum. Stór og góð verönd með góðum palli. Borðstofa, stofa, mjög gott eldhús með geymslu og þvottahúsi. Öll húsgögn fylgja ásamt borðbúnaði. Sameiginlegur sundlaugargarður. 238.000 € EL MELROSE 1 – LA FLORIDA Sameignin í El Melrose hefur að geyma 11 íbúðir í tveim raðhúslengjum sem koma í kringum sameiginlega sundlaug. Garðurinn er vel girtur af og lokaður, lykil þarf til að komast inn og út úr garði. Húsið er um 110 fm með þrem svefnherbergjum. Hentar afskaplega vel fyrir fólk með börn. 195.000 € LA ROTONDA – AQUA MARINA La Rotonda íbúðarhótelið er staðsett rétt fyrir utan borgina Torrevieja. Íbúðin er með tveim svefnherbergjum og svefnsófa í stofu, gistiaðstaða fyrir allt að 6 manns. Aðeins 300 m að sjó og í göngufæri við alla þjónustu. Sameiginleg sundlaug og bílastæði í kjallara. 199.000 €FRÁ EL FARO – AQUA MARINA Falleg penthouse íbúð með tveim svefnherbergjum. Stutt er í alla þjónustu svo sem vín- og veitingahús, matvörumarkaði, apótek, heilsugæslu, banka og fleira. Aðeins eru 300m að sjó. 205.000 € ESTRELLA – AQUA MARINA Falleg penthouse íbúð staðsett í Aqua Marina hverfinu. Íbúðin er ný og hefur aldrei verið búið í henni. Mjög gott útsýni út á miðjarðarhaf. Sameiginleg sundlaug fylgir og bílastæði í lokuðum garði. Kjarakaup. 235.000 € ALDEAS 49 – AQUA MARINA Endaraðhús staðsett í nýju hverfi sem heitir Aqua Marina sem margir þekkja undir nafninu Cabo Roig skammt frá Torrevieja. Öll þjónusta er í hverfinu. Öll húsgögn fylgja. Skemmtileg sameiginleg sundlaug er við hliðin á húsinu. 249.000 € Er draumahúsið þitt á Spáni? Fasteigna- og leigumiðlun Íslendinga á Spáni Síðumúli 13 – Sími 517 5280 – www.gloriacasa.isSíðumúli 13 – Sími 530 6500 – www.heimili.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.