Morgunblaðið - 08.11.2007, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 08.11.2007, Blaðsíða 27
Hreinn ávaxtasafi ætlaður börnum Sól ehf. hefur hafið framleiðslu á 100% hrein- um ávaxta- safa fyrir börn og ung- linga undir heitinu Ávöxtur. Saf- anum er ætlað að mæta þörfum neytenda sem í auknum mæli gera kröfur um holla og næringarríka fæðu. Í Ávexti er enginn viðbættur sykur, engin sætuefni og engin lit- arefni. Ávöxtur er sniðinn að þörf- um barna og er þess vegna mildur á bragðið auk þess sem að hann uppfyllir kröfur foreldra um heilsu- samlegan drykk fyrir börn, að því er segir í fréttatilkynningu. Unnt er að velja um þrjár mis- munandi tegundir af Ávexti en þær eru hreinn safi úr eplum, þyrni- blómum og hindberjum, hreinn safi úr eplum, appelsínum, ananas og mangó og hreinn safi úr eplum og perum. Ferrari-bílstólarnir á Íslandi Ferrari-barna- bílstólarnir eru nú fáanlegir á Íslandi, en þessir barnabílstólar eru framleiddir í Frakklandi og prófaðir og sam- þykktir sam- kvæmt ECE- reglu- gerð númer 44/03. Þeir eru, að því er segir í fréttatilkynn- ingu, með hámarkshliðarvörn og þykja auk þess bæði léttir og með- færilegir. Bílstólarnir fást í versluninni Móðurást í Hamraborg 7, Ellingsen á Fiskislóð 1 og á stærri stöðvum Olís. Innflytjandi er VL heildverslun. nýtt teljum þau ofmetin. Það voru næstum því allir á nagladekkjum á 7. áratugnum en síðan hefur þeim fækkað og hlutfallið er nú komið undir 50%.“ Nýleg könnun framkvæmdasviðs Reykjavík- urborgar sýnir að 46% borgarbúa reikna með að nota nagladekk í vetur. „Síðasta vetur var líka gerð mæling þar sem aðferðafræðin er sú að fjöldi bifreiða á nagladekkj- um er talinn á bílastæði eins og í Mjóddinni og hlutfallið fór hæst í 50%. Það fór áður í 60% en vonir standa til að það fari niður í 40%. Varkárni vegur þungt Umhverfissvið mælist því til að allir bílar sem er einungis ekið um borgina séu á annars konar hjólbörðum en nagladekkjum. „Ónegld dekk hafa reynst betur samkvæmt könnunum en auðvitað er erfitt að fullyrða slíkt og þetta er mjög mikið deilumál,“ bendir Gunnar á og í framhaldinu er hann inntur eftir því hvað hann ráðleggi fólki á landsbyggðinni og þeim sem fari oft um fjallvegi. „Þegar ökuaðstæður eru gler á veginum og bleyta virðast nagl- arnir halda bílnum á veginum en við segjum því til mótvægis að varkárni og framsýni geta líka vegið mjög þungt.“ Sigríður Ólafs- dóttir, ökukennari og starfsmaður hjá umhverfissviði, segir á vef Reykjavíkurborgar að fyrirhyggja við vetrarakstur felist m.a. í því að nota mjúk vetrardekk og gæta að því að a.m.k. 1⁄3 af munstrinu sé til staðar, auk þess sem mikilvægt sé að hreinsa bíldekkin reglulega og gíra bíla niður í hálku. Gunnar segir það ekki meininguna að skipta sér af nagladekkjum hjá þeim sem fari mikið út úr bænum eða búi út á landi. „En ef fólk á tvo bíla þá segjum við því að hafa bara annan á nöglum og hafa hinn sem „borgarbílinn“. Öryggið er sem sagt í góðum málum í borg- inni þótt maður sleppi nöglunum og ávinningurinn er minni loft- mengun sem er orðið mjög mikið vandamál í borgum,“ segir Gunn- ar. Á síðasta ári hafi svif- ryksmengun í Reykjavík farið 29 sinnum yfir heilsuverndarmörk á sólarhring. „Okkur finnst það ekki viðunandi en auðvitað er ástandið verra í mörgum öðrum borgum. Fyrir lungna- og asmasjúklinga og þá sem eru með viðkvæm önd- unarfæri er þetta ekkert grín því litlar breytingar skipta mjög miklu máli upp á lífsgæði. Svifryk er líka lúmskt, þetta eru örfínar agnir sem smjúga inn í lungun og fara ekki. Baráttan gegn nagla- dekkjunum snýst um þessa loft- mengun.“ Mælingu á loftgæði í Reykjavík er að finna á vef borgarinnar, sem er símæling á svifryki, og í gær var settur upp slíkur mælir á mbl.is. Gjald á notkun nagladekkja? Að sögn Gunnars hafa margir velt því fyrir sér hvort yfirvöld ættu að banna nagladekk í borg- um eða setja gjald á notkun þeirra ef þróun svifryks heldur svona áfram. Í fyrirlestri Þor- steins Jóhannssonar til meist- araprófs í umhverfisfræði í Há- skóla Íslands sagðist hann geta fallist á rökin um gjaldtöku á nagladekk. „Ef nagladekk slíta akbrautum t.a.m. hundraðfalt meira en önnur dekk væri sjálf- sagt að ökumenn greiddu auka- lega fyrir notkun á þeim,“ sagði hann. Á vef umhverfissviðs eru nagladekk sögð slíta akbrautum hundraðfalt meira en önnur dekk og ætla megi að fólksbílar á negldum dekkjum frá meðalheim- ili spæni upp hálfu tonni af mal- biki á ári og þyrli upp allt að 10 kg af heilsuspillandi svifryki. Gunnar Hersveinn segist finna fyrir miklum áhuga um þessi mál- efni í þjóðfélaginu og umræðan sé langt í frá þurrausin. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2007 27 AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 Vetur 2007 Glæsilegur kvenfatnaður Ný sending (í sama húsi og Bílaapótek og NC Næs Connection) Hæðasmára 4 · Kópavogur · 555 7355 Ný ver slun Síðumúla 3 · Reykjavík · 553 7355
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.