Morgunblaðið - 08.11.2007, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 08.11.2007, Blaðsíða 35
veikasti hlekkurinn.“ Hann sagði jafnframt: „Mér er ljóst, að kirkju- þingsfulltrúar hafa lagt sig mjög fram um að ná heilum sáttum í við- kvæmu deilumáli, þar sem þjóð- kirkjan hefur ómaklega verið sökuð um fordóma. Hitt er sönnu nær, að með niðurstöðu sinni í dag hefur Kirkjuþing sýnt í verki, eins og frek- ast var kostur, að þjóðkirkjan metur samkynhneigða að sjálfsögðu jafnt og aðra einstaklinga og vill réttarstöðu þeirra sem besta, þótt skiptar skoð- anir kunni að vera um notkun orða og hugtaka.“ Ég tel fulla ástæðu til að taka brýn- ingu forseta kirkjuþings vel og hvet alla til þess. Jafnframt tel ég vera fulla ástæðu til þess að óska þjóð- kirkjunni og kirkjuþingi til hamingju með niðurstöðuna en fyrst og fremst samkynhneigðum sem ég vona að muni sjá sæng sína útbreidda og nýta sér þjónustu kirkjunnar þegar lög- gjafinn hefur breytt lögum á þann veg sem nauðsyn krefur. Að lokum minni ég á orð Prédikarans: „Öllu er afmörkuð stund og sérhver hlutur undir himninum hefur sinn tíma.“ Lengri útgáfu af þessari grein má lesa á vefsíðu Morgunblaðsins. Meira: www.mbl.is/greinar Höfundur er settur sóknarprestur í Setbergsprestakalli. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2007 35 ÝMSIR hafa kvatt sér hljóðs að undanförnu um nýja Biblíuþýðingu. Háværastir hafa þeir verið sem hafa séð útgáfuna sem tækifæri til að tjá fordóma sína og andúð á kirkju og kristni. Aðrir hafa kvatt sér hljóðs af um- hyggju fyrir því að frumtextanum sé kom- ið rétt til skila og gleðjast yfir því sem vel er gert og gagn- rýnt annað. Það að orðinu „ein- getinn“ hefur verið skipt út fyrir „einka- sonur“ á einum stað (Jóh 3.16) er meðal þess sem mest hefur verið rætt. Sú breyt- ing var þó kynnt neð- anmáls í Biblíunni útg. 1981. Raun- ar var öllum stöðum í Jóhannesarguðspjalli, þar sem eldri þýðingar höfðu „eingetinn sonur“ breytt i „einkasonur“ eða „eini son- ur“ í þeirri útgáfu. Svo mikilvægt hefur texta- og guðfræðingum þótt að komast að merkingu gríska orðsins „monoge- nes“ að um það hafa verið skrifaðar margar lærðar ritgerðir. Í ritinu Theologishes Wörterbuch zum Neu- en Testament er grein um þetta, þar sem bent er á að hugtakið er ekki eingöngu notað um Jesú, son Guðs, heldur t.d. um Ísak, son Abrahams, son ekkjunnar frá Nain og dóttur Jairusar. Í engu þessara tilvika hefur í íslenskum þýðingum verið notað orðið „eingetinn“, nema um Jesú. Í sömu grein er bent á að Jóhs. guðspj. er eina guðspjallið sem notar orðið „monogenes“ um Jesú er það ræðir samband Jesú við Guð föður til undirstrikunar á kær- leika Guðs sem sendi einkason sinn í heiminn. Jóhannes lýsir þessu sambandi í upphafi guðspjallsins til að undirstrika að orðið, sem var Guð, „varð hold og hann bjó með oss“. „Monogenes“ vísar því ekki til meyjarfæðing- arinnar. Það vakti umræður um miðja síðustu öld, þegar Revised Stand- ard Version var gefin út, að orðasambandinu „only begotten son“ hafði verið skipt út fyr- ir „only Son“. Þýð- endur voru ásakaðir fyrir að með því væru þeir að afneita meyj- arfæðingunni og guðdómi Jesú. Í grein sem Dale Moody ritaði í Jo- urnal of Biblical Litterature, nr. 4, 1953, neitar hann þessum ásök- unum, áréttar að þessi ritning- arstaður komi meyjarfæðingunni ekkert við, og segir að ástæða breytingarinnar hafi einfaldlega verið niðurstaða ítarlegra, málvís- indalegra rannsókna (the plain dem- ands of linguistic study). Að sömu niðurstöðu komst hópur biblíu- og textafræðinga sem unnu að ensku þýðingunni New International Ver- sion sem hefur „one and only son“. Þessi útgáfa er ein útbreiddasta þýðing Biblíunnar í hinum enska heimi. Í hinni þýsku Einheitsüber- setzung, sem unnin var í samvinnu guðfræðinga, bæði kaþólskra og mótmælenda, er notað orðið einka- sonur (dass er seinen einzigen Sohn hingab). Það er því ljóst að nið- urstaða íslensku þýðingarnefnd- arinnar er hvorki röng þýðing, af- neitun á meyjarfæðingunni né tilraun til blekkingar, heldur studd niðurstöðum færustu biblíu- og grískufræðinga. Þýðingin einkason- ur, kemur betur til skila því sem guðspjallamaðurinn vildi sagt hafa um samband Guðs föður og Guðs sonar, með áherslu á það kærleiks- verk Guðs að gefa heiminum einka- son sinn. Vegna nýju þýðingarinnar á ávarpi Páls postula, „bræður“ í „systkin“ eða „bræður og systur“ má geta þess að í Intermediate Greek-English Lexicon, sem gefin var út af Oxford University Press 1976, er orðið „adelphoi“, sem fram að þessu hefur verið þýtt með „bræður“, þýtt með „brothers and sisters“. Það orkar tvímælis hvort svara eigi skætingi og rangfærslum þeirra sem skrifa af illum huga til kirkju og kristni, svo sem skrifum Illuga Jökulssonar. Hann virðist una sér betur í félagsskap Gróu á Leiti en Ara fróða, sem kaus að hafa það sem sannara reyndist. Auk fákænn- ar umræðu um hugtökin „einget- inn“ og „einkasonur“ segir Illugi í grein sinni Að breyta bók í blaðinu 24 stundum 27. okt. sl., að það sé „víst búið að breyta“ öllum ritning- arstöðum, þar sem Jesús talar um þræla, á þann veg að hann tali nú aðeins um þjóna. Telur Illugi þetta gert til að fegra ásýnd Jesú. Eins og annað sem Gróa er borin fyrir er þessi staðhæfing röng. Þessir ritn- ingarstaðir, sem eru fjórir (Mt 20.27; Mk 10.44; Jóh 8.34 og 8.35), eru allir óbreyttir. Svona langt geta menn seilst eftir verkfærum til að smíða sér klubbur til að berja á kirkju og kristni. Sömu ættar eru skrif Óla Gneista í sama blaði hinn 31. okt, þar sem hann reiðir sleggju sína hátt til höggs og fellir dóma á báðar hendur. Talar Óli Gneisti um „kattarþvott ríkiskirkjunnar“ í mál- efnum samkynhneigðra vegna þess að orðinu „kynvillingar“ hefur verið sleppt í þýðingunni á 1. Kor 6. 9 og þess í stað sett „enginn karlmaður sem lætur nota sig eða notar aðra til ólifnaðar“. Fyrrnefndar erlendar þýðingar hafa hér „male prostitu- tes“ og „homosexual offenders“ (NIV) og „Lustknaben“ og „Kna- benschänder“ (Einheitsübersetz- ung). Einnig þessar breytingar eiga sér rætur í fræðilegri rannsókn- arvinnu en ekki í einhverri henti- stefnu. Ekki veit ég hvaða virðingu framangreindir menn, Illugi og Óli, bera fyrir eigin störfum og hvort þeir taka mið af því þegar þeir dæma verk annarra. Hitt veit ég að biblíu- og textafræðingar sem vinna að þýðingum biblíutexta stefna ekki fræðimannsheiðri sínum í voða með fúski sem þeir kumpánar ætla þeim. Eingetinn eða… Sigurður Pálsson skrifar um biblíuþýðingar »…niðurstaða ís-lensku þýðing- arnefndarinnar er hvorki röng þýðing, af- neitun á meyjarfæðing- unni né tilraun til blekk- ingar, heldur studd niðurstöðum færustu biblíu- og grísku- fræðinga. Sigurður Pálsson Höfundur er fyrrv. sóknarprestur og sat í ritnefnd nýrrar biblíuútgáfu. kennara er líka alltof tyrfið. Þeir kjarasamningar og taxtar sem unnið er eftir eru barn síns tíma og festa aðila of mikið í deilum um auka- atriði. Einfaldast væri að semja um föst mánaðarlaun fyrir að skila ákveðinni vinnu og árangri án tíma- mælingar, líkt og gerist í því um- hverfi sem aðrir starfa. Þannig væri umræðan gegnsærri og samnings- staða kennara betri þegar sam- anburðurinn liggur fyrir. Við þurfum að skapa þannig um- hverfi að kennarar séu stoltir af sínu starfi. Það mundi fljótt smitast til barnanna okkar og auka gagn- kvæma virðingu innan veggja skól- anna. Við þurfum líka að breyta við- horfi okkar sjálfra. Við gerum auknar kröfur um að kennarar ali börnin okkar upp, kenni þeim aga og veiti þeim einstaklingsmiðað nám en berum samt ekki virðingu fyrir starfsgreininni sem slíkri. Við verð- um að raunveruleikatengja þessar kröfur okkar og átta okkur á því að sama lögmál gildir innan veggja skólanna og úti á hinum almenna markaði: hæfu fólki þarf að greiða góð laun til að halda því í starfi. » Sama lögmál gildir innan veggja skólanna og úti á hinum almenna markaði: hæfu fólki þarf að greiða góð laun til að halda því í starfi. Höfundur er móðir þriggja grunnskólabarna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.