Morgunblaðið - 08.11.2007, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 08.11.2007, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2007 33 Á FÖGRUM stað í Mosfellsbæ hefur verið rekið svöðusár í fóst- urjörðina og þaðan ekið óheyrilegu magni af malarefni. Jafnvel hundr- uðum þúsunda rúmmetra. Frá þess- ari námu í vesturhlíðum Mosfells, þar sem laxveiðiáin Leirvogsá rennur í til- komumiklu gljúfri und- an fellinu á leið til sjáv- ar, leggur taum stórvirkra flutnings- tækja fullra af mala- refni. Svo var á löngum dægrum sumarsins og allt fram á veturnætur. Rykmistur í lofti á þurru sumri og sárið ört vaxandi á haust- dögum. Þetta mikla rask á náttúru landsins, svona á við meðal virkjunarframkvæmd, fór aldrei í umhverfismat, áætlanir voru ekki lagðar fram eins og lög gera þó væntanlega ráð fyrir og enn er fátt um svör til lögboðinna aðila, þótt eftir þeim hafi verið leitað. Undirritaður gerði, sem íbúi bæj- arins, athugasemdir við rykmökkinn frá þessum framkvæmdum á liðnu sumri. Bæjaryfirvöld brugðust vel við, báðu um rykbindingu og hafa ákveðið að efna til mælinga á ryk- mengun við fyrsta tækifæri. Þegar leið á haustið og framkvæmdagleðin færðist enn í aukana vaknaði forvitni um lögmæti þessara framkvæmda. Nú bendir margt til þess að ekki hafi verið farið að lögum. Ekkert fram- kvæmdaleyfi, hugsanlegt starfsleyfi þverbrotið, ekkert leyfi fyrir sumu eða öllu, eftirlitið í molum. Skipulagsstofnun hefur krafið Mosfellsbæ svara. Mosfellsbær hefur beð- ið grafarann um svör og stöðvað fram- kvæmdir, a.m.k. að hluta. Grafarinn mun heldur fámáll að svo komnu máli. Laga- flækjur í uppsiglingu. Fundir boðaðir og þeim frestað. Bréf og ekki bréf. Það eru gerðar ríkar kröfur til borgara að fara að lögum og reglum í þeim fram- kvæmdum sem þeir áræða að taka sér fyrir hendur, framkvæmdir eru stöðvaðar eða bannaðar eftir þörf- um, jafnvel krafist að haganleg smíði sé rifin á ný, en vitaskuld eru hags- munir íbúa og samfélags hafðir að leiðarljósi. Þegar kemur að jafn- stórfenglegum aðgerðum og hér um ræðir, þá mætti ætla að eftirlitið væri í strangara lagi, jafnvel strang- ara en verið sé að reisa skjólvegg. Svo virðist ekki vera, eða hvað? Lík- lega var dregið fyrir norðurglugg- ana á bæjarskrifstofunum í sumar, nóg var sólin samt. Og hverjar eru afleiðingarnar fyr- ir grafarann, hinn meinta brotaaðila, ef afbrotin eru svo gegndarlaus sem raun ber vitni og ásetningurinn aug- ljós? Harla litlar að því er virðist. Erfitt verður að koma landinu til fyrra horfs og viðurlög við brotinu jafnvel engin. Laganna hljóðan er að vísu nógu marghljóma, ofin laga- bálkum um náttúrvernd, skipulag, umhverfismat, landgræðslu, veiði- mál og fleira, þétt með greinum, undirgreinum, reglugerðum og rök- stuðningi. En eftir því sem nánar er skoðað, þeim mun ljósara er að laga- rammi er varðar framkvæmdir af þessu tagi veitir fósturjörðinni harla lítið skjól, hann er handónýtur. Ég skora á Mosfellinga, nátt- úruverndarfólk og áhugafólk um skipulagsmál að skoða verks- ummerki undir Mosfellinu, þau eru lærdómsrík fyrir margra hluta sakir. Einkennilegur námarekstur í Mosfellsbæ Ólafur Arnalds skrifar um jarðrask í Mosfellsbæ » Í Mosfellsbæ á sérstað gríðarlegur námarekstur án um- hverfismats og fram- kvæmdaleyfis. Ólafur Arnalds Höfundur er náttúrufræðingur og íbúi í Mosfellsbæ. Í MORGUNBLAÐINU laug- ardaginn 3. nóvember er greinar- stúfur eftir Gústaf Adolf Skúlason, titlaðan aðstoðarfram- kvæmdastjóra Sam- orku, samtaka orku- og veitufyrirtækja. Gústaf barmar sér vegna gagnrýni þeirra sem tala í nafni umhverfis- verndar og þess að af- staða þeirra eigi greiða leið í fjölmiðla. Hann nefnir nokkur dæmi máli sínu til stuðnings og reynir með því að gera lítið úr skoðunum og skrifum náttúruverndarsinna. Vegna þess að undirritaður telst til þeirra sem setja stór spurningar- merki við stefnu stjórnvalda og orku- fyrirtækja um virkjanaframkvæmdir er mér ljúft að benda á nokkra mein- bugi í skrifum Gústafs. 1) Ég þori að fullyrða að orkuverð til stóriðju á Íslandi sé lægra en víð- ast hvar í OECD-löndunum. Sú stefna að halda verðinu leyndu hér stangast reyndar líklega á við þær reglur sem gilda á EES-svæðinu. Samkvæmt upplýsingum mínum mun verðið hér vera á bilinu 1,00 kr. til 1,10 á hverja kílówattstund og skýrir það áhuga álfyrirtækja á að setja upp starfsemi hér fremur en meint vistvæn sjónarmið þeirra. Það að erlend stóriðja borgi einungis 1/8 hluta þess verðs sem almenningur hér og smærri rekstrareiningar þurfa að greiða er vitaskuld alvarlegt misrétti. 2) Efasemdir um burðarþol stíflu- mannvirkja orsakast öðru fremur af ábendingum virtra vísindamanna í jarð- og jarðeðlisfræði um sprungu- svæði og óstöðugleika á svæðinu við Kárahnjúka. Framkvæmdir hafa taf- ist um marga mánuði vegna þess hve lítið tillit var tekið til þeirra skrifa. Fróðlegt væri að fá áætlaðan kostnað vegna þessara tafa ef Gústaf treystir sér út í þá sálma. 3) Hann hæðist að áhyggjum sumra vegna mikils útstreymis brennisteinsvetnis sem er fylgifiskur jarðvarmavirkjana. Þó svo að ekki hafi verið sýnt fram á skaðsemi þess með neinni vissu er þó talið að það hafi nei- kvæð áhrif á asma hjá börnum. Sjálfum finnst mér óásættanlegt að gera slíkar tilraunir með börn að nauðsynja- lausu og finnst auk þess óspennandi að hafa svo- kallaða hveralykt í nös- unum hér á höfuðborgarsvæðinu í viðbót við svifryk og aðra mengun. 4) Síðast en ekki síst fer aðstoðarfram- kvæmdastjórinn nokkrum orðum um tortryggni margra á að fram- kvæmdaaðilar séu sjálfir látnir sjá um gerð skýrslu um umhverfismat. Það er að vísu rétt að lagabókstaf- urinn setur þá skyldu á þeirra herðar en það hlýtur að vera umhugsunar- efni hvort að frágangur slíkrar skýrslu verði hlutlægur eða hlut- drægur. Mun betra væri ef óháður aðili hefði þar úrslitavald hvort held- ur sem að hið opinbera eða fram- kvæmdaaðilar greiddu fyrir vinnuna. Að síðustu langar mig að nefna það mikla misrétti sem felst í því að um- hverfissinnar og áhugamenn um náttúruvernd þurfi flestir að sinna sínu hlutverki í sjálfboðavinnu og án styrkja frá ríki og sveitarfélögum. Gústaf og margir aðrir sem mæla virkjunarframkvæmdum bót eru sjálfir ráðnir til þess starfa og fá ef- laust greidd sanngjörn laun fyrir vik- ið. Þannig eru þeir hluti af atvinnu- her virkjanasinna sem munu ekki láta staðar numið fyrr en mest öll virkjanleg orka í landinu er komin í terawattstundir, krónur og aura. Ágengum aðstoðar- framkvæmdastjóra svarað Sigurður Hr. Sigurðsson svarar grein Gústafs Adolfs Skúlasonar » Samkvæmt heim-ildum mínum mun orkuverð til stóriðju á Íslandi vera á bilinu 1,00-1,10 kr. á hverja kílówattstund og skýrir það áhuga álfyrirtækj- anna á að auka við starf- semi hér fremur en vist- væn sjónarmið. Sigurður H. Sigurðsson Höfundur er kvikmyndagerðarmaður og umhverfissinni. Til sölu glæsileg tveggja herbergja kjallaraíbúð, Snorrabraut 36, frábær staðsetning v/miðbæinn, nýjar skolpleiðslur, nýjir ofnar, ný gólfefni, nýjar innréttingar, nýjar hurðir og fl. Íbúðin er ósamþykkt. Verð 18,9 millj. - veðbandalaus. Tek jafnvel bíl sem innborgun. Jón Egilsson Hdl. sími 568 3737/896 3677. Til sölu glæsileg 2ja herbergja kjallaraíbúð Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali SÓLVALLAGATA - LAUST STRAX Hér er um að ræða mjög gott og vel staðsett 155,6 fm atvin- nuhúsnæði á götuhæð. Rýmið er opið og er tilbúið til innrétt- inga. Alls eru þrír inngangar að rýminu. Húsnæðið býður upp á mikla möguleika. Nánari uppl. gefur Heiðar Birnir sölumaður í síma 824-9092. 6903 LAUGARVEGUR - HEIL HÚSEIGN Hér er um að ræða heila húseign á horni Laugavegs og Snorrabraut sem gefur mikla möguleika. Húsið er þriggja hæða auk kjallara, samtals 868,9 fm að heildarflatarmáli. Húsið er mjög vel byggt og er gólfplata annarrar hæðar sérstaklega styrkt. Lyfta er í húsinu sem fer m.a. niður í kjal- lara. Á jarðhæð eru tvö verslu- nararými. Á 2. hæð er stór vinnslusalir (áður útskurðarverkstæði) og þrjú herbergi. Á 3. hæð eru tvær íbúðir, annars vegar 3ja-4ra herbergja 98,2 fm íbúð og hins vegar 4ra herbergja 130,7 fm íbúð. Í kjallara eru síðan miklar geymslur og vinnurými. Önnur hæðin og kjallarinn voru nýtt undir tréskurðarverkstæði. Óskað er eftir tilboðum í eigna. Allar nánari upplýsingar gefur Þorleifur St. Guðmundsson löggiltur fasteignasali. 7019 BYGGINGARLÓÐ Á HORNI SÓLVALLAGÖTU OG HRINGBRAUTAR (BYKO-REITUR) ER TIL SÖLU Hér er um að ræða svokallaðan BYKO-reit sem er á horni Sólvallagötu og Hringbrautar. Heimilt er að byggja um 8.300 fm byggingu sem getur t.d. verið blandað íbúðarhúsnæði auk ýmis konar verslunar- og þjónus- tustarfsemi. Hér er um mjög áhugavert tækifæri að ræða. 7065 LAUGAVEGUR - NÝSTANDSETT Hér er um að ræða vandað nýs- tandsett 119,1 fm verslunarrými á miðjum Laugaveginum og 132,5 fm atvinnuhúsnæði í bakhúsi. Verslunarrýmið skiptist í stórt alrými sem er með góðum verslunargluggum, eld- húsaðstöðu, baðherbergi og bakforstofu. Bakrýmið skiptist í stórt alrými, baðherb. m. sturtu, herbergi og fl. V. 95 m. 7063 TANGARHÖFÐI - IÐNAÐARHÚSNÆÐI 288,5 fm iðnaðarhúsnæði í kjal- lara. Húsið er byggt árið 1979 og er steinsteypt. Húsnæðið er í kjallara með innkeyrslurampi og með gluggum á tveimur hliðum. Lofthæð er ca. 3,3 m. og er hús- næðið einn salur sem hefur verið stúkaður niður með léttum veggjum, snyrting og kaffistofa eru þar á meðal. Húsnæðið er tilvalið fyrir lager og eða geymsl- húsnæði eða fyrir léttan iðnað. Staðsetning er góð. Óskað er eftir tilboðum í eignina - Laust fljótlega. 7059 STÓRHÖFÐI - FULLBÚIÐ SKRIFSTOFU- HÚSNÆÐI TIL LEIGU Um er að ræða 2500 fm. skrif- stofuhúsnæði með skrifstofu- húsgögnum. Húsnæðið skiptist í 140 vinnu- stöðvar, 9 fundarherbergi, full- búið mötuneyti, skjalageymslur og fl. Hægt er að skipta hús- næðinu í tvær til þrjár einginar. Afhending er í mars 2008. HOLTASMÁRI 1 - TIL ÚTLEIGU - VANDAÐ SKRIFSTOFU- OG VERLSUNARHÚSNÆÐI Eignamiðlun hefur verið falið að annast útleigu á um 2500 fm í húsi sem er mjög vel staðsett og þekkt. Um er að ræða hluta jarðhæðar sem er mjög gott verslunarréymi, 5.,7. og 8. hæð hússins. Á 5. og 7. hæð eru skrif- stofur, fundarsalir, snyrtingar og eldhús. Á 8. hæð er stór matsalur, vinnusalir, fundarsalur, o.fl. Hæðin gæti einnig hentað sem skrif- stofur. Mjög stórar svalir eru á 8. hæðinni en á öðrum hæðum eru einnig góðar svalir. Á jarðhæð er gott verslunarrými. Fjöldi bílastæða er við húsið, m.a. í bílageymslu. Húsnæðið verður laust um næstu áramót. Allar nánari upplýsingar gefa Þorleifur St. Guðmundsson og Sverrir Kristinsson löggiltir fasteignasalar á Eignamiðlun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.