Morgunblaðið - 08.11.2007, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 08.11.2007, Blaðsíða 52
Gaman væri að kíkja í þeirra draslskúffur …54 » reykjavíkreykjavík „ÞÚ hér? Nei, hæ! Hva … rosalega þekki ég marga hérna,“ sagði blús- maðurinn Halldór Bragason hissa þegar hann gekk inn í tónleikasal Domo í fyrrakvöld, eftir að hafa ver- ið narraður þangað af vinum sínum, á fölskum forsendum. Salurinn var þéttsetinn blúsfólki og tilefnið – sem Dóri Braga hafði ekki hugmynd um – var að heiðra hann á afmæli hans og afmæli Blúsfélags Reykjavíkur. KK var á sviðinu, spilaði á gítar með „vinum Dóra“ Ásgeiri Óskarssyni trommuleikara og Jóni Ólafssyni bassaleikara – og enn vissi Dóri ekk- ert. En þegar KK hóf upp raustina og söng Welcome Mr. Bluesman, we’re happy to see you here, fóru grunsemdir blúsmannsins að vakna. KK bauð Dóra að taka eitt lag með „vinunum“ og þegar Dóri fór að handfjatla gítarinn, Fender Strato- caster Special Edition, rak hann augun í texta aftan á gripnum þar sem stóð: „Blúsunnendur á Íslandi vilja heiðra þig, Halldór Bragason, með þessum gítar, fyrir þrotlausa vinnu þína í þágu blústónlistar á Ís- landi. Megir þú vel njóta. Blúsmenn Íslands.“ Dóri Braga var að vonum snort- inn; mundaði hljóðfærið og sigldi djúpt inn í kviku blússins í nokkrum lögum. Það var þakklát gleðistemn- ing í salnum á báða bóga; Dóri þakk- aði innilega fyrir sig eftir að blú- svinir höfðu fylgt gjöfinni úr hlaði með ávörpum og heillaóskum. Halldór Bragason hefur víða kom- ið við í blúsnum, bæði hér heima og vestanhafs. Hann hefur spilað með blúsgoðsögnum á borð við Jimmy Dawkins, Pinetop Perkins og Billy Boy Arnold og er í dag listrænn stjórnandi Blúshátíðar í Reykjavík. Hva … þú hér? Tekinn Dóri Braga skoðar nýja gítarinn, Ásgeir Óskarsson og Sigurbjörn Þorsteinsson blúsvinur skemmta sér yfir undrun blúsmannsins. Blúsvinir heiðruðu Dóra Braga og gáfu honum gítar  Elsta starfandi hljóðfæraverslun landsins, Hljóð- færahúsið, fagnar 91. árs afmæli um þessar mundir og mun af því tilefni bjóða upp á frábæra tónlist- arskemmtun í nýrri búð að Síðu- múla 20 á laugardaginn. Meðal þeirra sem fram koma eru: Mugison, Bardukha, Dr. Spock, Raggi Bjarna, Hunang, Brain Po- lice, Land og Synir, Jazz Kvartett Guðmundar Steingrímssonar, Sig- urður Flosason, Sigg, Kvintett ungra tónlistarmanna, trommu- hringur með Karli Ágústi auk þess sem Bjarni töframaður stýrir happ- drætti. Hipp, hipp, húrra!!! Stórstjörnur í nýju Hljóðfærahúsi Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is TALSVERT hefur verið rætt um það undanfarið að íslenskri tónlist sé dreift á ólögmætan hátt á netinu og gjarnan vísað í torrent-dreifingu og vefsetrið Torrent.is. Torrent-dreifing nýtur mikilla og vaxandi vinsælda og talið að þeir sem noti slík net að staðaldri skipti tugum, ef ekki hundruðum milljóna, en þess ber að geta að tor- rent-dreifing er ekki bara fyrir ólöglegt efni. Þeir sem leita að efni til að sækja á þennan hátt fara iðulega á svonefndar torrent-síður eins og Torrent.is í leit að efni. Þar er þó ekki geymt ólöglegt efni heldur vinna þau eins og nokkurs- konar leitarvélar sem hjálpa mönnum að finna það efni eða þá torrenta sem þeir leita að. Sá sem sækir dreifir Dreifing á efni með torrent-tækni byggist á því að sá sem vill sækja efnið sækir skrá, til að mynda til Torrent.is, sem inniheldur slóðina á deilitölvu eða „tracker“, skráaheiti og aðrar upplýsingar um viðkomandi skrá. Yfirleitt nota menn síðan sérstakan hugbúnað til þess að sækja skrána eða skrárnar og sækja hana þá iðulega á margar tölvur í einu. Í samtali við Morgunblaðið 1. október 2004 segir Eiríkur Tómasson, lögmaður STEFS, Sam- bands tónskálda og eigenda flutningsréttar, að vafasamt sé að telja það lögbrot að hala niður tónlist eða öðru efni af netinu til einkanota. Í fréttinni kemur aftur á móti fram að það sé tví- mælalaust brot á höfundarrétti að setja verk á netið í óþökk höfundar, enda megi ekki birta eintök af verki höfundar nema með hans sam- þykki. Nú er því svo háttað í langflestum tilfellum með torrent-hugbúnað að notandi byrjar að deila gögnum um leið og þau berast inn á tölvu viðkomandi, þ.e. um leið og fyrstu bætin eru skrifuð á hraðan disk tölvunnar hafa aðrir tor- rent-notendur aðgang að þeim. Það liggur því ljóst fyrir að obbinn af þeim, ef ekki allir, sem sótt hafa sér plötur með Sprengjuhöllinni, Páli Óskari eða öðrum listamönnum, innlendum sem erlendum, hafa um leið deilt efninu með öðrum notendum og þar með brotið á rétti listmann- anna. Stress og heimtufrekja Samkvæmt heimildum mínum sendu lögmenn höfundarrétthafa aðstandendum Istorrent, sem rekur Torrent.is, bréf fyrir rétt rúmu ári. Í það bréf var vitnað á spjallborði setursins 18. októ- ber 2006 og kemur fram að bréfið hafi verið sent fyrir SMÁÍS (Samtök myndrétthafa á Íslandi), Framleiðendafélagsins – SÍK og Samtóns (sam- band STEF, FHF, FÍH og FÍL). Sá sem skrifar á spjallborðið, Svavar Kjarr- val, og titlaður er stjórnandi, ber sig illa undan bréfinu og veltir upp ýmsum spurningum um það hvort og þá hvers vegna hann ætti að halda áfram að reka vefinn, enda hafi hann „ekki mikla löngun til að standa í mögulegum mála- ferlum“. „Persónulega hef ég lítið annað upplifað en stress og heimtufrekju þann tíma sem ég hef séð um vefinn,“ heldur hann áfram og segir síðar í færslunni: „Mestalla ævi mína hef ég stundað það að fórna sjálfum mér fyrir aðra en í þetta skiptið óska ég eftir einni góðri sjálfselskri ástæðu (ánægjan af því að gera þetta dugar ekki). Einhver sem getur veitt mér hana?“ Af skrifum stjórnandans má ráða að hann tel- ur líklegt að reksturinn gangi á svig við lög og að vefsetrið og hann þar með verði lögsótt fyrir starfsemina fyrr eða síðar. „Höfundalögin fjalla um „að stuðla að dreif- ingu“ svo vefurinn sleppur ekki … Að hýsa vef- inn erlendis firrir mig ekkert ábyrgð þar sem ég mun ennþá búa á Íslandi og ennþá kæranlegur undir sömu aðstæðum. Auk þess hef ég enga sér- staka lyst á að byrja upp á nýtt eða nota svoleið- is bellibrögð til að komast undan ábyrgðinni.“ Á endanum tóku hann og aðrir aðstandendur Torrent.is þá ákvörðun að halda rekstrinum áfram í óbreyttri mynd þangað til annað yrði ákveðið og klykkir út með: „Istorrent vill til- kynna þeim rétthöfum sem telja að vísað sé til efnis í þeirra eigu að það væri eðlilegur farveg- ur að birta Istorrent-tilkynningu um það í sam- ræmi við 15. grein laga 30/2002 og mun verða brugðist við slíkum tilkynningum eins fljótt og auðið er.“ Sá sem sækir dreifir Torrent-notendur stunda alla jafna ólögmæta dreifingu á efni Morgunblaðið/Eggert Stuldur Sprengjuhöllin, vinsælasta hljómsveit landsins nú um stundir, hefur orðið fyrir barðinu á not- endum Torrent.is. Þeir sem hafa halað tónlist hennar niður hafa dreift henni.  Hljómsveitirnar Múm og Seabe- ar halda í þriggja vikna tónleika- ferð um Evrópu í lok þessa mán- aðar. Ferðin hefst í Hollandi en þá liggur leiðin til Skandinavíu áður en hópurinn heldur aftur suður á bóginn til margra af stærstu borg- um Evrópu. Hátt í tuttugu manns verða með í för og hefur forláta tveggja hæða langferðabíll verið leigður undir ferðalagið. Evróputúr á tveggja hæða langferðabíl  Hjá RÚV eru menn víst afar stoltir um þessar mundir vegna góðrar niðurstöðu úr könnun á sjónvarpsáhorfi og Egill Helgason ekki hvað síst, þar sem Silfrið hefur rokið upp í áhorfi frá því sem áður var á Stöð 2. Hins vegar hefur þátt- urinn ekki breyst mikið fyrir utan það að menningarumfjöllun sem áð- ur var til staðar hefur flust yfir á Kiljuna. Og hverju má þá þakka aukið áhorf? Fleiri sjónvarps- sendum? Getur Egill verið stoltur af því? Ný stöð, sama Silfrið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.