Morgunblaðið - 14.12.2007, Síða 27

Morgunblaðið - 14.12.2007, Síða 27
daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2007 27 - kemur þér við Íslendingar fá 110 nýja bíla á dag Á slysadeild vegna hangikjötsáts Sogn er endastöð ósakhæfra Spítalaforstjóri fótbrotinn í annað sinn Dauðaleit í Mílanó að hvítum smóking handa Bubba 32 síðna jólablað Hvað ætlar þú að lesa í dag? Skráning skuldabréfa í Kauphöll Íslands Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis hf. (SPRON), kt. 540502-2770, hefur birt lýsingu vegna skráningar skuldabréfa félagsins á OMX Nordic Exchange Iceland hf (OMX ICE). Eftirfarandi skuldabréfaflokkur hefur verið gefinn út: Skuldabréfaflokkur að fjárhæð kr. 3.000.000.000 var gefinn út þann 5. mars 2007, auðkenni flokksins í OMX ICE er SPR 07 1 og verða bréfin skráð í OMX ICE þann 14. desember 2007. Skuldabréfin eru vaxtagreiðslubréf og bera þau breytilega vexti sem taka mið af 3ja mánaða REIBOR vöxtum að viðbættu 50 punkta (0,50%) álagi. Vextirnir skulu ákvarðaðir í upphafi hvers vaxtatímabils og eiga að vera jafnir 3ja mánaða Reibor vöxtum eins og þeir eru birtir á heimasíðu Seðlabanka Íslands í lok dags tveimur viðskiptadögum fyrir hvern gjalddaga að viðbættu fyrrnefndu álagi og gilda fyrir næsta vaxtatímabil. Fyrsti vaxtagjalddagi er 5. júní 2007. Vextir reiknast frá og með útgáfudegi skuldabréfanna þann 5.mars 2007. Gjalddagi höfuðstóls er 5.september 2008. ISIN númer bréfanna er IS0000014421 Lýsinguna má nálgast á prentuðu formi hjá útgefanda, SPRON, Ármúla 13a, 108 Reykjavík innan 12 mánaða frá dagsetningu tilkynningar þessarar Umsjónaraðili skráningarinnar er SPRON Verðbréf hf. 14. desember 2007 M b l 9 47 95 8 Stúfur er litli bróðir okkar. Hann er ósköp lítill. Efmaður segir: „Hvenær ætli Stúfur greyið leggi nú af stað í þetta sinn, svo hann komi til byggða í tæka tíð 14. desember? Kannski um páskana?“ þá verður hann svo reiður að hann ræðst á mann með fyrstu pönnunni sem hann nær í. Pönnurnar hefur hann tekið beint af eldavélinni hjá fólki, á meðan sósuafgangurinn sem hann sleikir af þeim er ennþá heitur. Úhúhú, ekki svona gráðugur, Stúfur minn! Anja og Markus Kislich Stúfur – 14. desember ÚTLITSDÝRKUN er af sumum tal- in eitt af bölum heimsins. Víst er að til er það fólk sem er sjúklega óánægt með eigið útlit og er það haldið svokallaðri útlitsröskun (e. body dysmorphic disorder). Vefmið- illinn msnbc.com greinir frá því að rannsóknarhópur frá Kaliforníuhá- skóla í Bandaríkjunum hafi komist að því að truflun á heilastarfsemi liggi m.a. að baki. Um 1-2% jarðarbúa eru haldin út- litsröskun sem einkennist af af- skræmdri sjálfsmynd og þráhyggju- hugsunum um ímyndaðan eða smávægilegan útlitsgalla. Engu breytir þótt aðrir bendi hinum sjúka huga á að ekkert sé að útlitinu. Sumir fara í endurteknar lýtaað- gerðir til að laga „vandann“ og um fjórðungur gerir tilraun til sjálfs- morðs. Hvað veldur útlitsröskun er ekki vitað og hafa verið uppi tilgátur um að ýmsir samverkandi þættir komi þar til, allt frá erfðum til uppeldis. Í rannsókninni voru tólf manns með útlitsröskun látnir skoða svart- hvítar myndir af fólki og niðurstöð- urnar bornar saman við upplifun heilbrigðs fólks. Í ljós komu vís- bendingar um líffræðilega orsök sjúkdómsins en fólkið beitti vinstra heilahvelinu mun meira en saman- burðarhópurinn, sem sýnir meiri áherslu á smáatriði (vinstra heila- hvelið) fremur en heildarsýn á hlut- ina (hægra heilahvelið). Í endalausar lýtaaðgerðir Röskunin hefur tilhneigingu til að liggja í ættum og hrjáir jafnt karla sem konur. Hún getur haft svo mikil áhrif á fólk að það vill helst halda sér heima, því líður illa í vinnunni og á erfitt með samskipti við aðra, enda fara margir klukkutímar á dag í að hugsa um hvernig það lítur út, horfa í spegilinn og spá í lýtaað- gerðir. Dæmi er um sjúkling sem hefur farið í fimm aðgerðir á nefi og aðra sem hafa farið í síendurteknar brjóstastækkun eða endalausar lýtaaðgerðir í andliti. Að sögn rann- sóknarstjóra verða sjúklingarnir enn vonlausari eftir hverja aðgerð, enda feikióánægðir með útkomuna. Vanlíðan Þeir sem þjást af útlits- röskun fara aftur og aftur í lýta- aðgerð. Sannað þykir að popparinn Michael Jackson hafi lagst undir hnífinn oftar en einu sinni. Sjúklega óánægð með útlitið Reuters Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.