Morgunblaðið - 14.12.2007, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2007 47
La trahison des images (Svik-semi myndanna) heitir eittaf þekktari myndlist-
arverkum 20. aldarinnar, málað
1928 eða ’29 af belgíska súrreal-
istanum René Magritte. Það er afar
einfalt útlits en nokkru flóknara að
innihaldi, snýst um það hvernig við
skynjum myndir og skilaboð, full-
yrðingar, í hvaða ljósi við sjáum
hlutina. Ekki er allt sem sýnist.
Á strigann málaði Magritte pípu
og skrifaði með pensli undir hana:
„Ceci n’est pas une pipe“ eða
„Þetta er ekki pípa“. Fullyrðingin
virðist í fyrstu mótsögn en í raun
bendir Magritte einfaldlega á að
pípan er ekki pípa heldur mynd af
pípu og jafnvel málverk eftir ljós-
mynd af pípu. Hefði Magritte skrif-
að: „Þetta er pípa“ hefði hann með
öðrum orðum verið að ljúga.
Þetta verk Magritte var þaðfyrsta sem flaug mér í hug
þegar ég las frétt um íslenskan list-
nema, Þórarin Inga Jónsson, sem
skildi eftir pakka í listasafninu Ro-
yal Ontario Museum í Kanada sem
á stóð: „Þetta er ekki sprengja“,
þann 28. nóvember sl. Þórarinn
hringdi svo í starfsmann safnsins
og sagðist hafa skilið eftir pakka
sem innihéldi ekki sprengju og
skellti á. Hélt rakleiðis í listahá-
skólann og hélt fyrirlestur um
verkið, eða gjörninginn, sem var
hluti af lokaverkefni í vídeó-
listakúrsi.
Eins og búast mátti við varð uppi
fótur og fit, lögregla kölluð til og
sprengjuleitarmenn. Ekki-sprengj-
an reyndist ekki vera sprengja
heldur skúlptúr, eftirlíking af röra-
sprengju. Auk þess að koma pakk-
anum fyrir gerði Þórarinn tvö stutt
vídeóverk. Hið fyrra sýnir tvo
hettuklædda menn koma pakk-
anum fyrir og síðan unga konu
verða fyrir sprengingunni (með
heldur ótrúverðugum hætti). Hitt á
að gerast stuttu síðar, maður talar
um að orðið hafi sprenging og sír-
enuvæl heyrist undir, öngþveiti
mikið að því er virðist. Myndböndin
setti Þórarinn á vefinn YouTube og
sendi svo slóðina á fréttastöðvar.
Hann var nokkru síðar handtekinn
og kærður fyrir óspektir á al-
mannafæri eða eitthvað í þá veru.
Viðbrögðin koma auðvitað ekki áóvart og auðvitað gat listnem-
inn vitað að svona myndi fara, á
tímum hryðjuverkaógnar, „stríðs-
ins gegn hryðjuverkum“. Hvernig
hefði þetta verið ef Þórarinn hefði
framið gjörninginn í Bandaríkj-
unum? Úff, maður vill helst ekki
hugsa um það. Þórarinn segist vilja
feta í fótspor Marcels Duchamps,
sem frægastur er fyrir „ready-
made“ sín og þykir einn mikilvæg-
asti listamaður 20. aldarinnar (lesi
þeir sér til sem ekki þekkja).
Í raun sé ég ekki þessa beinu
tengingu við Duchamp í verki Þór-
arins, kannski skortir mig list-
fræðilegt innsæi og þekkingu. Í
raun snýst verkið um hlut sem er
ekki það sem hann sýnist vera en
verður það í hugum fólks þegar
hann er settur í ákveðið samhengi
og á ákveðinn stað. Þó svo að á
honum standi að hann sé ekki það
sem hann virðist vera þá trúir fólk
ekki skilaboðunum heldur tekur
þeim sem skilaboðum um hið gagn-
stæða. Ekki-sprengjan er sprengja.
Þannig eru viðbrögðin við verk-
inu mikilvægari eða magnaðri en
verkið sjálft. Án viðbragðanna er-
verkið varla neitt.
„Sprengjuleitarróbótinn er leik-
ari í verkinu,“ sagði Þórarinn í
samtali við Morgunblaðið. Það
mætti skilja sem játningu á því að
hann hafi viljað að svona færi.
Það er lítið um jákvæða umfjöll-un á Netinu um gjörning Þór-
arins. Fáir virðast velta fyrir sér
innihaldi verksins eða tilgangi, eða
telja það skipta máli yfirleitt og
þau viðbrögð eru að sjálfsögðu líka
hluti af verkinu. Þess í stað ganga
athugasemdir út á að svívirða Þór-
arin, kalla hann öllum illum nöfn-
um, óska honum fangelsisvistar eða
þaðan af verra, skammast út í alla
heimsins myndlistarmenn og
stimpla sem athyglissjúka fávita.
Það er gamall söngur og nýr.
Það virðist enginn hafa áhuga á
því hvers vegna listneminn gekk
svo langt. Það þykir bara hallær-
islegt að fórna sér fyrir listina og
er það kannski, hver veit? En hver
var pælingin? Það hefur hvergi
komið almennilega fram og nú má
Þórarinn sjálfagt ekki tjá sig um
verkið þar sem gjörningurinn er
orðinn að lögreglurannsókn. Skól-
inn fríar sig allri ábyrgð, hefur vik-
ið Þórarni og kennara hans úr
skólanum.
Verk Þórarins virðist snúast,öðru fremur, um hræðslu. Um
mörk raunverulegrar og óraun-
verulegrar ógnar, breytta heims-
mynd eftir hryðjuverkin 11. sept-
ember 2001 og öll þau sem á eftir
fylgdu. Hræðslu okkar við hryðju-
verk, hið óvænta, að eitthvað
skelfilegt geti gerst hvar og hve-
nær sem er, að maðurinn sem situr
við hliðina á okkur í strætó geti
verið hryðjuverkamaður. Með
„okkur“ á ég við vesturlandabúa,
geri mér þó grein fyrir því að lítil
hryðjuverkaógn stafar að Íslend-
ingum.
Verkið snýst um fréttaflutning
samtímans, myndmál tengt hryðju-
verkum (Þórarinn sést á ljósmynd
halda á sprengjunni líkt og liðs-
maður hryðjuverkahóps). Það er
afskaplega kunnuglegt, ef út í það
er farið, endurspeglar vissulega
samtímann. Samtímalistaverk.
Ekki-sprengingin gæti líka veriðlíkingamál fyrir máttleysi
listamannsins sem ber höfðinu við
steininn við að ná athygli og grípur
til örþrifaráða til að fá hana. Lista-
menn hafa löngum viljað brjóta
niður hefðir og kollvarpa ríkjandi
viðhorfum um list, storka þeim
stofnunum sem ákveða hvað sé list
og hvað ekki. Er verk Þórarins
gott listaverk? Ekki virðist svo
vera, dæmi maður af viðbrögðum
þeirra sem tjá sig um það á netinu.
Einn þeirra er blaðamaður Nat-
ional Post í Kanada, John Moore.
Hann heldur því fram að verkið
geti ekki verið listaverk því ögr-
unin ein dugi ekki til. Er það list að
hræða fólk? spyr blaðamaðurinn.
Félagi Þórarins hafi reynt að bera
blak af honum með því að benda á
að ótti manna hafi í grunninn verið
ástæðulaus, verkið hafi fyllt upp í
tómarúm milli raunverulegrar og
óraunverulegrar hryðjuverkaógn-
ar. Moore segir þetta hreinasta
bull, í rauninni sé aðeins til góð og
slæm list. Þetta sé engu merkilegra
en prakkarastrik á borð við að
ræsa brunavarnarkerfi. Nær hefði
verið að merkja verkið með orð-
unum „Þetta er ekki listaverk“.
Listin að hræða fólk
AF LISTUM
Helgi Snær Sigurðsson
» Það virðist enginnhafa áhuga á því
hvers vegna listneminn
gekk svo langt.
Ekki pípa Málverkið La trahison des images, eftir súrrealistann René Magritte.
Listamaðurinn Þórarinn Ingi Jónsson með platsprengjuna frægu.
helgisnaer@mbl.is
Noel Gallag-
her, meðli-
mimur Oasis,
var svo drukk-
inn á end-
urkomu-
tónleikum
Led Zeppelin
á mánudaginn
að hann man
ekki eftir að
hafa hitt gít-
arleikara Zep-
pelin, Jimmy
Page. En Gal-
lagher nýtti sér til hins ýtrasta það
fría áfengi sem VIP liðinu var boðið
upp á meðan á tónleikunum stóð.
Þegar það rann af honum varð hann
miður sín yfir að muna ekkert af
hálftíma samtali sem hann átti við
Page baksviðs eftir tónleikana.
„Noel hafði hlakkað virkilega til
þess að skiptast á skoðunum við
Jimmy, en hann fékk sér aðeins of
mikið í tána. Þegar hann vaknaði
daginn eftir tónleikana gerði hann
sér ljóst að hann mundi ekkert frá
samtalinu og varð virkilega leiður
yfir því,“ sagði félagi Gallaghers.
Fékk sér of
mikið í tána
Noel Gallagher
...flott sólgleraugu. Gjöf sem gleður!
2008 collection