Morgunblaðið - 14.12.2007, Síða 52

Morgunblaðið - 14.12.2007, Síða 52
52 FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRUMSÝNING» EINNIG FRUMSÝNDAR» RÓMANTÍSKA gamanmyndin Run, Fat Boy, Run verður frumsýnd í dag í Laugarásbíói, Regnboganum og Borgarbíói, Akureyri. Í myndinni segir frá Dennis (Sim- on Pegg) sem er bara nokkuð venjulegur gaur, hann er aðeins of þungur og reykir, en er annars skemmtileg og heillandi persóna. Fimm árum fyrr yfirgaf hann þungaða unnustu sína Libby (Than- die Newton) við altarið. Honum fannst hann ekki nógu góður fyrir Libby og í staðinn fyrir að eyði- leggja ævi hennar eyðilagði hann stóra daginn. Nú, fimm árum síðar, uppgötvar hann að hún er eina konan sem hann vill. Hann er ennþá ástfanginn af Libby og hittir hana reglulega vegna fimm ára sonar þeirra, Jake (Matthew Fenton). Libby er nú komin í samband með Whit (Hank Azaria), heillandi prófessor sem Dennis þolir alls ekki. Í samanburði við Whit er allt sem Dennis gerir vonlaust. Í von um að sanna fyrir Libby að hann hafi breytt lífsháttum sínum til- kynnir Dennis á afmælisdegi henn- ar að hann ætli að hlaupa sama maraþon og Whit hefur verið að æfa fyrir. Með því ætlar hann að sanna fyrir henni að hann getur staðið við orð sín og að hann sé sá eini rétti fyrir hana. Við æfing- arnar kemst hann að því að ætl- unarverk hans er mun erfiðara en hann gerði sér grein fyrir en er jafnframt eina von hans um að sanna sig. Myndin gerist í London og hefur verið líkt við kvikmyndir eins og About A Boy, High Fidelity og Four Weddings and a Funeral. Meðal þeirra sem koma fram í myndinni eru David Walliams úr Little Britain og Stephen Merchant, sem leikur umboðsmann Ricky Gervais í Extras-þáttunum og skap- aði bæði þá seríu og The Office ásamt Ricky Gervais. Í aðalhlutverkum í Run, Fat Boy, Run eru Simon Pegg (Shaun Of The Dead, Hot Fuzz), Thandie Newton (Crash, The Pursuit Of Happyness) og Hank Azaria (Dodgeball, Along Came Polly). Handritið er eftir Michael Ian Black og Simon Pegg og David Schwimmer leikstýrir. Þetta er fyrsta stóra leikstjóraverk- efni Schwimmer, sem er líklega þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Ross í Friends-sjónvarpsþáttunum. Hlauptu fituhlunkur, hlauptu! Marþon Dennis er staðráðinn í að koma sér í form til að vinna ástina aftur. Alvin og íkornarnir Þetta er gam- anmynd sem fjallar um talandi íkornana Alvin, Símon og Theó- dór sem slá í gegn sem syngj- andi tríó! Með að- alhlutverk fer einnig Jason Lee úr sjónvarpsþátt- unum My Name is Earl. Myndin er leyfð öllum aldurshópum. Sýnd í Smárabíói, Háskólabíói, Sambíó- unum, Álfabakka, Laugarásbíói og Borgarbíói Akureyri. Með íslensku og ensku tali. Fred Claus Fred Claus (Vince Vaughn) er bróðir sjálfs jólasveinsins. Hann er ekki jafn gjafmildur og bróðirinn og í raun eru þeir al- gjörar and- stæður. Fred lendir í klípu og leitar til bróður síns sem lofar að hjálpa honum gegn því að hann komi á Norðurpólinn og vinni fyrir skuld sinni. Margt mæðir á Fred og ef hann stendur sig ekki verður ekkert úr jólunum. JÓLAMYNDIN Í ÁR ATH. SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI ÚR BÝFLUGNABÚINU Í BULLANDI VANDRÆÐI / KRINGLUNNI/ ÁLFABAKKA FRED CLAUS kl. 5:30 - 8 - 10:30 LEYFÐ ALVIN OG ÍKORNARNIR m/ísl. tali kl. 4 - 6 LEYFÐ BÝFLUGUMYNDIN m/ísl. tali kl. 4D - 6D LEYFÐ BEE MOVIE m/ensku tali kl. 8 - 10:10 LEYFÐ DUGGHOLUFÓLIÐ kl. 4 - 6 B.i. 7.ára FRED CLAUS kl. 3:30D - 8D - 10:30D LEYFÐ BÝFLUGUMYNDIN m/ísl. tali kl. 3:30D - 6D LEYFÐ DIGITAL BEE MOVIE m/ensku tali kl. 4 - 6 - 8 LEYFÐ DIGITAL BEOWULF kl. 5:30 3D - 8 3D - 10:30 3D B.i. 12 ára 3D-DIGITAL AMERICAN GANGSTER kl. 10 B.i. 16 ára SÝND Í ÁLFABAKKA JÓLAMYNDIN 2007NÝ ÍSLENSK ÆVINTÝRAMYND EFTIR ARA KRISTINSSON SEM GERÐI M.A. STIKKFRÍ. KALLI ER SENDUR Á AFSKEKKTAN SVEITABÆ TIL AÐ EYÐA JÓLUNUM MEÐ PABBA SÍNUM ÞAR SEM HANN VILLIST, LENDIR Í SNJÓBYL OG HITTIR FYRIR BÆÐI ÍSBJÖRN OG DULARFULLAR VERUR OFL! eee - S.V., MBL „Duggholufólkið bætir úr brýnni þörf fyrir barnaefni” SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI „RIDLEY SCOTT LEIKSTÝRIR RUSSELL CROWE OG DENZEL WASHINGTON Í BESTU MYND ÞESSA ÁRS!“ Ó.E. eeee „American gangster er vönduð og tilþrifamikil“ - S.V., MBL eeee ,,Virkilega vönduð glæpamynd í anda þeirra sígildu.” - LIB, TOPP5.IS „Óskarsakademían mun standa á öndinni... toppmynd í alla staði.“ Dóri DNA - DV SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG KEFLAVÍK BEOWULF kl. 8D - 10:30D B.i.12.ára 3D-DIGITAL BEOWULF kl. 5:30 - 8 B.i.12.ára LÚXUS VIP SYDNEY WHITE kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 LEYFÐ AMERICAN GANGSTER kl. 8 B.i.16.ára AMERICAN GANGSTER kl. 10:30 B.i.16.ára LÚXUS VIP SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI GRÍNLEIKARINN VINCE VAUGHN ER FRÁBÆR Í HLUTVERKI STÓRA BRÓÐUR JÓLASVINSINS JÓLAMYND SEM KEMUR ALLRI FJÖLSKYLDUNNI Í SANNKALLAÐ JÓLASKAP Paul GiamattiVince Vaughn WWW.SAMBIO.ISVERSLAÐU MIÐA Á NETINU Á SAMBÍÓIN - EINA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.