Morgunblaðið - 16.12.2007, Síða 1
STOFNAÐ 1913 343. TBL. 95. ÁRG. SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 2007 LANDSPRENT EHF. mbl.is
Leikhúsin í landinu
Leikhús er ávísun á
góða kvöldstund >> 80
www.glitnir.is
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
–
0
7
–
2
0
2
9
SUNNUDAGUR
TÓNLIST Á
AÐ HEMJA
ÓLAFUR GAUKUR
OG ÁSTRÍÐAN HANS
TÓNLIST >> 40
ÖÐRUVÍSI
JÓLAKORT
VILLI NAGLBÍTUR Á
NÝJUM SLÓÐUM
FÓLK >> 81
MIKE Huckabee er ólíkur andstæð-
ingum sínum, sem sækjast eftir út-
nefningu repúblikana til forseta-
framboðs, og vex fiskur um hrygg.
Óvænt uppsveifla
Mikes Huckabees
SULLEY Muntari frá Gana hefur
vakið athygli hjá Portsmouth og hef-
ur verið sagður sameina mýkt Kaká
og baráttuþrek Edgars Davids.
Magnaðir taktar
Sulleys Muntaris
VIKUSPEGILL
REKSTRARKOSTNAÐUR FL Group er ekki
óeðlilegur og ekki eins hár og menn láta í veðri
vaka, að því er Hannes Smárason, fráfarandi for-
stjóri FL Group, segir í viðtali í dag. „Og kannski
er helst við okkur að sakast í þeim efnum að hafa
ekki útskýrt þetta nægilega vel fyrir markaðnum
og leyft þessum misskilningi að grassera.“
Hann segist ekki vera hálfdrættingur á við for-
stjóra stærstu félaga landsins í launum. „Ef þú
horfir á fyrrverandi forstjóra FL Group, sem situr
hérna við borðið, og svo forstjóra X, þú mátt velja
þér nafn í það box, svo framarlega sem það er eitt
af fimm stærstu fyrirtækjum á landinu, í hvers
hópi við erum. Ef þú horfir á laun strípuð var for-
stjóri FL Group með 4 milljónir á mánuði. En X
myndi vera með í laun í kringum 80 til 90 milljónir
á ári. Ef þú horfir á bónusa er forstjóri FL Group
með núll, en forstjóri X með aðrar 80 til 90 millj-
ónir. Þannig að forstjórar stærstu félaganna hér á
landi leggja sig á 160 til 180 miljónir króna á ári en
ekki tæpar 50 milljónir eins og ég gerði.
Engir bónusar eða kaupréttir
Ef þú horfir síðan á kauprétti var forstjóri FL
Group með núll, forstjóri X með … köllum það
einhverja milljarða. Síðan ef þú heldur áfram og
talar um risnu og ferðakostnað, þá get ég upplýst
að ég hef aldrei rukkað félagið um einn einasta
hótelreikning eða útlagðan kostnað við gistingu
eða uppihald eða neitt sem tengist slíkum hlut-
um,“ segir hann og bætir við um ferðakostnað:
„Þar hefur forstjóri FL Group haft nákvæmlega
sama háttinn á og X. Félagið hefur staðið undir
þeim kostnaði, stundum með einkaþotu og stund-
um með öðrum hætti.“
Hannes heldur áfram um rekstrarkostnaðinn:
„Af framangreindum ástæðum tel ég að rekstr-
arkostnaður forstjóra FL Group hafi hvorki verið
óeðlilegur né hár. Ég tók þá ákvörðun strax og ég
varð forstjóri að semja um hóflegar greiðslur til
mín fyrir þann þátt. Minn ávinningur var fyrst og
fremst sá að vera fremstur meðal jafningja, út frá
hlutabréfaeign, og þeim arði sem félagið greiddi.
Og það hefur greitt góðan arð, ég get ekki kvartað
undan því að hafa ekki haft úr miklu að moða enda
þótt ég hafi ekki verið hálfdrættingur á við for-
stjóra stærstu félaga landsins í launum og þar að
auki án bónusa þeirra og kauprétta.“ | 10
Rekstrarkostnaður FL
hvorki óeðlilegur né hár
Hannes Smárason kveðst
ekki hafa verið hálfdrætt-
ingur í launum á við for-
stjóra helstu félaga landsins
Morgunblaðið/Golli
Ágjöf Hannes Smárason segir FL Group fyrst stóru íslensku fyrirtækjanna til að búa sig undir ágjöf í
efnahagsmálum í einhvern tíma. Ekki sé ólíklegt að fleiri fylgi í kjölfarið.
NIÐURSTAÐA náðist í gær á ráðstefnu
aðildarríkja Rammasamnings Sameinuðu
þjóðanna á Balí. Þórunn Sveinbjarnardótt-
ir umhverfisráðherra segir að niðurstaðan
– Vegvísirinn frá Balí – sé að mörgu leyti
söguleg. Ráðstefnan hafi snúist um að ná
samkomulagi um að semja. Það hafi náðst
og allir séu með, bæði iðnríki og þróun-
arlönd.
„Þetta er í fyrsta sinn í þessu langa ferli
sem Bandaríkin segjast tilbúin til að taka
þátt í víðtækum samningaviðræðum [um
loftslagsmál]. Og einnig þróunarlöndin sem
í fyrsta sinn ljá máls á því að taka á sig ein-
hvers konar skuldbindingar í þessum efn-
um. Það er kominn rammi og drög að
vinnuáætlun næstu tvö ár,“ sagði Þórunn.
Mikið verk er framundan fram að næsta
fundi í Kaupmannahöfn 2009, að sögn Þór-
unnar. Hún sagði að það hefði hangið á blá-
þræði í gær hvort niðurstaða fengist eða
ekki.
„Um tíma héldu margir, þeirra á meðal
ég, að þetta væri bara búið og við færum
heim tómhent. En fulltrúi Bandaríkja-
stjórnar sneri við blaðinu á fundinum þegar
henni var ljóst að bæði Evrópusambandið,
G77 (hópur þróunarlanda) og Kína höfðu
náð saman um ákveðið orðalag sem enginn
stóð þá gegn nema Bandaríkin.
Þá hefði það endað þannig að það hefði
einfaldlega verið á ábyrgð Bandaríkja-
stjórnar að koma í veg fyrir að löndin næðu
saman hér á Balí. Það er gott að vita til þess
að Bandaríkjastjórn vildi ekki gera það,“
sagði Þórunn. | 6
Söguleg niðurstaða náðist á Balí
Þórunn
Sveinbjarnardóttir
Oberlin. AP. | Jólakort með teikningu
af jólasveininum og ungri telpu hef-
ur borist fjölskyldu í bænum Oberlin
í norðvestanverðu Kansas-ríki, 93
árum eftir að það var sent.
Jólakortið var sett í póst 23. des-
ember 1914 og átti að berast konu,
Ethel Martin, í Oberlin. Talið er að
börn systur hennar í Alma í Ne-
braska hafi sent kortið.
Steve Shultz, póstmeistari í Oberl-
in, sagði að það væri hulin ráðgáta
hvar kortið hefði verið í nær öld.
Ethel Martin er látin en ákveðið var
að afhenda mágkonu hennar kortið.
Hún kvaðst telja að kortið hefði
fundist einhvers staðar í Illinois.
Kortið barst
93 árum síðar