Morgunblaðið - 16.12.2007, Side 8

Morgunblaðið - 16.12.2007, Side 8
8 SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Það þýðir ekkert að spyrja frú, það sést ekkert lengur, þau koma bara orðið í svart-hvítu. VEÐUR Grundvallarþáttur í þjóð-málastefnu Sjálfstæðisflokks- ins er stuðningur við einkaframtak í atvinnulífi. Gundvallarþáttur í lífsviðhorfi einkaframtaksmanna er að þeir eru tilbúnir að taka áhættu. Það réttlætir á stundum mikinn hagnað en um leið verða hinir sömu að vera tilbúnir að taka tapi.     Rök útgerð-armanna fyr- ir ofsagróða af sölu réttinda til að nýta auðlind, sem er í þjóð- areign lögum samkvæmt, er sú að þeir taki svo mikla áhættu.     Nú árar illa viðsjávarsíðuna, fyrst og fremst þó í þorskveiðum.     Þá kemur í ljós að mennirnir, semhafa verið tilbúnir að taka við ofsagróða vegna sölu á veiðiheim- ildum, kannast ekkert við það að þeir þurfi stundum að taka á sig tap. Og hvað gera þeir?     Þeir hlaupa undir pilsfald Arn-bjargar Sveinsdóttur, þing- manns Sjálfstæðisflokks og for- manns sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis.     Arnbjörg er auðvitað búin aðgleyma grundvallarþáttum í stefnu þess flokks sem hún situr á Alþingi fyrir og beitir sér fyrir sér- tækum aðgerðum í þágu útgerð- armanna en gegn hagsmunum al- mennings í landinu.     Það má ekki á milli sjá á hvorumeigi að taka minna mark, út- gerðarmönnum, sem hlaupa í skjól Arnbjargar þegar harðnar á daln- um, eða þingmönnum Sjálfstæð- isflokks og Samfylkingar, sem bera ábyrgð á því að Alþingi hundsar hagsmuni almennings. STAKSTEINAR Arnbjörg Sveinsdóttir Undir pilsfald Arnbjargar! SIGMUND                            ! " #$    %&'  ( )                              * (! +  ,- . / 0     + -                                     12       1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (                 !" "! "           :  3'45;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@).?    #  $#  # #$ #     # # # #   #                           *$BCD  %%                        ! "#   $ *! $$ B *!   &' ( %  %' %    ) <2  <!  <2  <!  <2  &( "!%* "+ ,%-!".  C -                       87  % "      &    ' 6  2  ( "       )*  + ,+       !  -        B  % " .-            /    !'       "   /0!! %%11 "!%%2  %* "+ %3 #%  " % #% # Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Jenný Anna Baldursdóttir | 15. des. Aflið fjársvelt Ég bið ykkur að gefa gaum færslu sem má lesa inni hjá Jens Guð um systursamtök Stíga- móta, Aflið en samtökin eru í fjársvelti. Samtök eins og Stígamót og Aflið eru lífgjafi fjölda þol- enda kynferðislegs ofbeldis og þar fyr- ir utan veit ég að samtök eins og Stígamót vinna að fræðslu bæði fyrir faghópa sem og almenning. Það er líka ómetanlegt starf. Þetta verður aldrei fullþakkað. Meira: jenfo.blog.is Kristján B. Jónasson | 14. desember Sjónarmið eilífðar Skemmtileg lesning, ekki síst fyrir þá sem eru nú að berja bumbur neyslunnar. Opinberar þá skemmtilegu þver- stæðu að bókaskrif og bókaútgáfa eru í stöð- ugu reiptogi. Allt frá því prentverkið varð til og bækur urðu fyrsta staðlaða og fjöldaframleidda varan sem seld var viðskiptavinum á markaði hefur þessi markaðsdrifni áll í bókafljótinu dregið til sín skáldastráin. Þau veita síðan viðspyrnu, mismikla … Meira: kristjanb.blog.is Ómar Ragnarsson | 15. desember Söngvarar í sérflokki Var að hlusta á þátt ein- hverrar bestu útvarps- konu okkar, Lönu Kol- brúnar Eddudóttur, þar sem raddir systkinanna Ellýjar og Vilhjálms Vil- hjálmssonar, hljómuðu. Vilhjálmur var svo músíkalskur að ég minnist vart annars eins. Þetta skil- aði sér í söngnum svo af bar. Að heyra það til dæmis hvernig hann syngur lagið „Lítill fugl“. Þau systkinin voru í sérflokki við það að syngja hárfínt ör- lítið til hliðar við taktinn. Meira: omarragnarsson.blog.is Herdís Sigurjónsdóttir | 15. des. 2007 Persónuleg ábyrgð hvers og eins Það er gott að vera loks- ins að eignast líf og hafa aftur tækifæri til að fylgjast með málum eins og loftslags- ráðstefnunni á Balí. Það er greinilegt að enn greinir menn á um áherslur og leiðir til að draga úr losun gróðurhúsaloftteg- unda. Ég fór annars sjálf í smá naflaskoð- un í siðfræðiverkefni í haust og velti fyrir mér bíladellu fjölskyldunnar. Við Rituhöfðafjölskyldan tókum þátt í Vist- vernd í verki fyrir mörgum árum og lærðum ýmislegt nýtilegt sem við höf- um lifað eftir varðandi orkunýtingu og umhverfisvernd. Þá kom þetta með of- notkun bílsins í ljós, en við höfum samt ekki unnið markvisst að því að bæta okkur fyrr en nú. Með því að keyra hægar og jafnara, leggja fyrr af stað í skólann, að nýta ferðirnar betur og ýmislegt annað hefur tekist að draga úr notkun einkabílsins um 19% á síðustu tveimur mánuðum. Við erum ekkert hætt og hver veit nema maður fari bara að nýta almenningsvagnana eftir áramótin og ganga meira. Að mínu mati getum við ekki sleppt því að líta okkur nær. Velta fyrir okkur hvað við getum gert hvert og eitt til að draga úr notkun náttúruauðlinda og mengun umhverfisins. Tökum ábyrgð á gjörðum okkar því staðreyndin er sú að áhrifa gætir ekki bara staðbundið í kringum okkur heldur um allan heim. Meira: herdis.blog.is BLOG.IS Ingibjörg Elsa Björnsdóttir | 15. des. Hætta á sjávarflóðum Dr. Haraldur Ólafsson ræddi í útvarp- inu í gær um hættu á sjávarflóðum vegna loftslagsbreytinga. Nefndi hann sér- staklega Seltjarn- arnesið sem dæmi en þar varð á sínum tíma hið mikla Básendaflóð. Það var ánægjulegt að heyra að Haraldur við- urkennir veruleika loftslagsbreytinga, og er ekki að taka undir efasemda- raddir olíufélaganna sem eiga að sjálfsögðu hagsmuna að gæta. Ekki taldi Haraldur skynsamlegt að byggja mikið á landfyllingum úti í sjó. Meira: ingibjorgelsa.blog.is Íslamabad. AFP, AP. | Pervez Musharraf, forseti Pakistans, aflétti í gær sex vikna gömlum neyðarlög- um eftir að hafa breytt stjórnarskrá landsins til að styrkja stöðu sína gagnvart dómstólunum og þingi sem kosið verður 8. janúar. Nisar Memon, upplýsingaráð- herra Pakistans, sagði að stjórnar- skrá landsins hefði þar með öðlast gildi að nýju. Hann lýsti þessu sem „sögulegum degi“ og sagði að þing- kosningarnar myndu treysta lýð- ræðið í sessi í landinu. Stjórnmálaskýrendur sögðu að sú ákvörðun Musharrafs að afnema neyðarlögin aðeins þremur vikum fyrir þingkosningar myndi að öllum líkindum ekki duga til að draga úr þeirri hörðu gagnrýni sem forsetinn hefur sætt síðustu mánuði. Musharraf setti neyðarlögin 3. nóvember, afnam þá einnig stjórn- arskrána, vék hæstarréttardómur- um frá og skerti frelsi fjölmiðla. Lög- reglan handtók þúsundir andstæðinga forsetans. Musharraf kvaðst hafa sett neyð- arlögin í því skyni að hindra „sam- særi“ hæstaréttardómara, sem hefðu ætlað að binda enda á átta ára valdatíma hans, og til að afstýra póli- tískri ringulreið sem hefði torveldað baráttu pakistanskra yfirvalda gegn íslömskum öfgasamtökum. Hann hélt því einnig fram að hæstirétt- urinn, sem átti að skera úr um hvort endurkjör forsetans á þingi sam- ræmdist lögum, hefði tekið sér meira vald en dómstólnum bæri skv. stjórnarskránni. Daginn áður en Musharraf aflétti neyðarlögunum heimilaði hann nokkrar breytingar á stjórnarskránni, m.a. til að hindra að þingið eða dómstólar gætu úrskurð- að að neyðarlögin væru brot á stjórnarskránni. Breytingarnar virðast renna stoðum undir það álit margra lögspekinga að lagalegur grundvöllur aðgerða forsetans hafi verið veikur. Neyðarlög af- numin í Pakistan Reuters Umdeildur Stuðningsmenn Mus- harrafs halda á mynd af honum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.