Morgunblaðið - 16.12.2007, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.12.2007, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ unum er búin að liggja frammi síðast- liðna viku, þar sem þessu er lýst í smáatriðum. Ég held að menn hafi ekkert að fela í því.“ – Og þú lætur af störfum sem for- stjóri? „Já, mér fannst engin spurning um það að ef nýr sterkur kjölfestufjár- festir kæmi inn í minn stað ætti ég að standa strax upp úr forstjóra- stólnum. Ég hafði setið þar samhliða því að vera leiðandi fjárfestir og njóta afrakstursins sem slíkur. Það hefðu orðið mikil viðbrigði fyrir mig að sitja í þessum stóli sem starfsmaður frem- ur en eigandi ef svo má segja. Ég get líka alveg ímyndað mér að sú staða hefði líka verið óþægileg fyrir aðra stjórnarmenn og stjórnendur félags- ins. Þegar annar var orðinn leiðandi fjárfestir blasti við út frá mínum bæj- ardyrum að rýma til og gefa félaginu tækifæri til að skapa sér sjálfstæða ímynd án þess að ég væri þar áfram í forystusveitinni.“ – Var þrýst á þig að hætta? „Nei, ekki með nokkrum hætti. Ég vék til hliðar algjörlega að mínu eigin frumkvæði og satt að segja er ég að mörgu leyti bara dauðfeginn,“ segir hann og skellihlær. „Það er ákveðið frelsi að þurfa ekki að standa vaktina daginn út og daginn inn heldur geta komið inn þegar hentar. Það var heldur aldrei markmiðið hjá mér að verða forstjóri FL Group. Ég tók það hlutverk að mér vegna sérstakra að- stæðna sem sköpuðust hjá félaginu en leit alltaf á veru mína í forstjóra- stólnum sem tímabundna.“ Eðlilegur rekstrarkostnaður – Það hefur verið gagnrýnt hversu rekstrarkostnaður er hár. „Ég held að það stafi af því að við höfum ekki verið með nægilegt nið- urbrot á honum, þannig að fólk geti áttað sig á því í hverju kostnaður er falinn. Í fyrsta lagi sitjum við uppi með eftirlaunaskuldbindingar allra fyrrverandi forstjóra Flugleiða í meira en þrjá áratugi, sem eru mjög íþyngjandi. Þeir sátu eftir inni í FL Group þegar Icelandair var selt. Í öðru lagi höfum við verið að byggja upp fyrirtæki með mjög afgerandi hætti, ráða mikið af hæfu og dýru starfsfólki, sérstaklega á þessu ári. Flest af því er í London, þar sem við erum að byggja upp afar sterkt teymi. Það kemur frá öflugum fyr- irtækjum á heimsvísu og auðvitað skilar sú fjárfesting sér ekki á einni nóttu heldur á lengri tíma. Í rekstr- arkostnaði ársins er ákveðinn ein- skiptiskostnaður, sem fer í að borga starfsfólki fyrir að hefja störf hjá FL Group. Þriðjungur af rekstrarkostn- aðinum á þessu ári liggur í eft- irlaunaskuldbindingum við fyrrver- andi starfsmenn félagsins og nýráðningum sem tengjast uppbygg- ingu þess. Þriðji stóri liðurinn liggur í verk- efnum sem við vinnum að. Því fylgir mikill kostnaður að fara í inn í fjár- festingar og skoða tækifæri um allan heim. Og sá kostnaður er færður undir rekstur, s.s. ráðgjafarþjónusta og þóknanir til banka fyrir viðskipti. Þannig að rekstrarkostnaður er alls ekki eins hár og menn láta í veðri vaka. Og kannski helst við okkur að sakast í þeim efnum að hafa ekki út- skýrt þetta nægilega vel fyrir mark- aðnum og leyft þessum misskilningi að grassera. Samhliða því liggur fyrir að rekstr- arkostnaður muni lækka á næsta ári. Við erum að klára ákveðna gjald- færslu á háum eftirlaunaskuldbind- ingum. Einnig verða dýru ráðning- arnar, sem við höfum staðið í undanfarna mánuði, að mestu leyti að baki. Því til viðbótar má nefna að skrifstofa okkar í Danmörku verður lögð niður og starfsemi hennar færð yfir til skrifstofunnar í London. Það er að mínu viti mikill misskilningur að hár rekstrarkostnaður hafi orðið vegna þess að menn hafi gleymt sér í velgengninni.“ – En hefur kostnaður vegna for- stjórans verið óhóflegur? „Því fer fjarri,“ segir Hannes og hallar sér fram á borðið máli sínu til áherslu. „Ef þú horfir á fyrrverandi forstjóra FL Group, sem situr hérna við borðið, og svo forstjóra X, þú mátt velja þér nafn í það box, svo framarlega sem það er eitt af fimm stærstu fyrirtækjum á landinu, í hvers hópi við erum. Ef þú horfir á laun strípuð, þá var forstjóri FL Gro- up með 4 milljónir á mánuði. En X myndi vera með í laun í kringum 80 til 90 milljónir á ári. Ef þú horfir á bónusa þá er forstjóri FL Group með núll, en forstjóri X með aðrar 80 til 90 milljónir. Þannig að forstjórar stærstu félaganna hér á landi eru að leggja sig á 160 til 180 miljónir króna á ári en ekki tæpar 50 milljónir eins og ég gerði. Ef þú horfir síðan á kauprétti, þá var forstjóri FL Group með núll, for- stjóri X með … – köllum það ein- hverja milljarða. Síðan ef þú heldur áfram og talar um risnu og ferða- kostnað, þá get ég upplýst að ég hef aldrei rukkað félagið um einn einasta hótelreikning eða útlagðan kostnað við gistingu eða uppihald eða neitt sem tengist slíkum hlutum. Mér er til efs að margir aðrir forstjórar hafi haft slíkt sem vinnureglu. Þá stendur eftir ferðalagið sjálft og hvernig menn ferðast. Þar hefur for- stjóri FL Group haft nákvæmlega sama háttinn á og X. Félagið hefur staðið undir þeim kostnaði, stundum með einkaþotu og stundum með öðr- um hætti. Af framangreindum ástæðum tel ég að rekstrarkostnaður forstjóra FL Group hafi hvorki verið óeðlileg- ur né hár. Ég tók þá ákvörðun strax þegar ég varð forstjóri að semja um hóflegar greiðslur til mín fyrir þann þátt. Minn ávinningur var fyrst og fremst sá að vera fremstur meðal jafningja, út frá hlutabréfaeign, og þeim arði sem félagið greiddi. Og það hefur greitt góðan arð, ég get ekki kvartað undan því að hafa ekki haft úr miklu að moða enda þótt ég hafi ekki einu sinni verið hálfdrættingur forstjóra stærstu félaga landsins í launum og þar að auki án bónusa þeirra og kauprétta.“ Ekki bara bréf FL sem lækka – Hefurðu sætt harðri gagnrýni hluthafa eða stjórnarmanna vegna lækkandi gengis? „Nei, alls ekki. Ég held að allir skilji að hlutabréf geta lækkað – hlutabréf lækka og hækka. Menn verða að horfa til lengra tímabils en bara til ársins 2007. Ef farið er aftur til ársins 2004 skila hlutabréfin allt að 300% hækkun þegar arður er meðtal- inn. Sé horft til ársins 2005 hefur orð- ið 40% hækkun á tveggja ára tíma- bili. Og öllum er ljóst að bréf FL Group eru ekki þau einu sem hafa lækkað á árinu 2007. Þeir sem tala um sérstakt hrun í bréfum FL Group mega ekki slíta síðari hluta þessa árs úr öllu samhengi við tímabilin þar á undan. Ekki þarf annað en að horfa á hvað búið er að gerast í heiminum í verðlagningu á fyrirtækjum að und- anförnu. Þau hafa almennt lækkað og róðurinn hefur verið þungur í fjár- málageiranum, bankar og fjárfest- ingafélög hafa gefið eftir, sama hver eru, og við förum ekki varhluta af því. Þetta tengist verðmæti eigna félags- ins. Auðvitað þykir mönnum þetta ekki skemmtilegt, þeir eru í þessum leik til að sjá bréfin hækka, en ég tel mig ekki finna fyrir neinni óeðlilegri gagnrýni. Til þess þyrfti ég að hafa gert einhver sérstök afglöp, sem væru þess valdandi að bréf lækkuðu. Ástæðan fyrir rýrnun og leiðréttingu á verðlagningu í heiminum er fjár- þurrð í bankageiranum. Bankar eru hættir að lána og þess vegna fer fram endurverðlagning á eignum. Hún nær auðvitað einnig til okkar. Við er- um stórir fjárfestar um allan heim. Og hvert einasta félag á sem á hluta- bréf hvar sem er í heiminum fer í gegnum þetta. Auðvitað er það missýnilegt, fyr- irtæki birta mismunandi upplýsingar og gera upp með ólíkum hætti. Við höfum orðið holdgervingur þessarar þróunar vegna þess að eignasafn FL Group er bæði vel upplýst og gagn- sætt. Menn hafa því getað fylgst vel með verðmæti undirliggjandi eigna, auk þess sem félagið gerir upp með þeim hætti að það færir allar eignir á markaðsvirði, á hvaða tímapunkti sem það er. En mér finnst ástæða til að undir- strika sem hluthafi í FL Group að öll félögin eru í góðum rekstri. Rekstur Commerzbank hefur aldrei gengið betur, Glitnis sjaldan betur og TM gengur vel. Endurverðlagning hefur átt sér stað á eignum FL Group, en ekki vegna þess að reksturinn í ein- stökum félögum sé slæmur.“ – Hvernig er samband ykkar Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, stjórnarfor- manns FL Group, eftir þetta? „Það hefur einfaldlega ekkert breyst og við höfum verið algerlega samstiga í þessari endurskipulagn- ingu á FL Group. Við erum bæði vin- ir og viðskiptafélagar og verðum það áfram. Ég mun sitja áfram í stjórn FL Group og við munum bæði vinna saman á þeim vettvangi, innan Geysir Green Energy og vafalaust víðar í hinum og þessum fjárfest- ingum.“ – Hvernig stendur þú sjálfur fjár- hagslega? „Ég stend í sjálfu sér þokkalega og er sáttur við stöðu mála eins og hún er í dag. Í því samhengi er vert að hafa í huga að mikil eignamyndun hefur átt sér stað á undanförnum ár- um. Ég keypti fyrstu bréf í félaginu á genginu 6 til 7, þannig að ég hef ávaxtað mitt pund vel frá árinu 2004 og myndað traustan fjárhagslegan grunn. Svo hafa aðrar fjárfestingar sem ég hef verið í fyrir utan FL Group gengið vel, þannig að ég hef breitt bak. Auðvitað koma sveiflur í hlutabréfavirði við fjárfesta, það gef- ur auga leið, en það er engan bilbug á mér að finna.“ – Þú segist fyrst og fremst hafa framfylgt stefnu stjórnar, en því hef- ur verið fleygt að þú farir þínu fram og látir svo stjórnina kvitta upp á? „Nei, það er ekki þannig. Við höf- um unnið eftir ströngum reglum. Og stjórnin er æðsta vald í fyrirtækinu. Hún tekur ákvarðanir yfir tilteknum mörkum og það er t.d. ljóst að ef stjórnin hefði viljað selja einstakar eignir á tilteknum tímapunkti hefði hún klárlega getað það og mér borið að framfylgja því. Auðvitað hafði ég mikið um ákvarðanir stjórnar að segja, verandi í brúnni. En það er mikilvægt að menn skilji að auðvitað tekur stjórnin sínar ákvarðanir, hvort sem það er í samráði eða óþökk forstjórans. Menn hefðu getað sagt í mars apríl: „Við nennum ekki lengur flugbrölti í AMR og seljum.“ Sama á við um fjárfest- ingar í öðrum félögum. Allar stórar ákvarðanir voru teknir af stjórn fé- lagsins og stefna mótuð sem ég fylgdi eftir og var rædd á reglulegum stjórnarfundum í félaginu. Ég hafði að sjálfsögðu mikið um þessar ákvarðanir að segja sem forstjóri fé- lagsins og leiðandi fjárfestir, en ég hafði ekki alræðisvald til að kaupa í hverju sem mér sýndist á hvaða tíma- punkti sem mér sýndist.“ – Svo við víkjum aftur að orkumál- unum. Hentar það þér sem fjárfesti að bíða árum saman eftir að það ræt- ist úr fjárfestingum? „Ég var hjá Íslenskri erfðagrein- ingu í sex eða sjö ár. Og það var aldr- ei lagt upp í það ferðalag með nein skammtímamarkmið, að finna erfða- vísa og þróa lyf er tíu til tólf ára ferli. Hinsvegar getur uppbygging fyr- irtækis tekið mun skemmri tíma. Geysir var ekki til nema á blaði rétt fyrir síðustu áramót. Á haustmán- uðum námu heildareignir 40 millj- örðum. Það tók okkur átta mánuði og við vorum komnir með eina hlutinn sem einkaaðili á í virkjun á Íslandi, þriðjungshlut í Hitaveitu Suðurnesja, leiðandi borfyrirtæki bæði innan- lands og utan, Jarðboranir, og komn- ir nánast hvert einasta jarð- varmaverkefni sem til er á Íslandi. Þó svo verkefnin sem slík, að bora holu í jörðina og ná gufunni upp í túrbínuna og í virkjunina, séu ferli sem geti tekið frá þremur og upp í fimm ár á hverjum stað er hægt að byggja fyrirtækið upp hraðar, kaupa sig inn í fyrirtæki, það ganga fínar virkjanir um allan heim kaupum og sölum.“ – Af hverju dró Geysir sig út úr Filippseyjarverkefninu? „Við erum enn þá inni í félaginu sem tók þátt í útboðinu og höfum leið til að koma aftur inn, sömdum um endurkomuleið við okkar samstarfs- aðila. Hinsvegar var það eitt af fórn- arlömbum þessarar atburðarásar sem haustið fór að miklu leyti í, sem byrjaði fjórða október og fór eins og það fór, þegar sameina á REI og Geysi. Þetta var fórnarlamb þeirrar orrahríðar og ekki hægt að sinna því verkefni eins og þurfti til að við vær- um í stakk búnir að taka ákvörðun – endanlega stóra ákvörðun. Enn var ekki ljóst hvað yrði um samrunann eða í framhaldinu. Og enn er það ekki komið á hreint, þó að ég geri fastlega ráð fyrir farsælli lendingu.“ – Hver gæti verið hugsanleg lend- ing? „Ekkert sem hægt er að tjá sig um,“ segir Hannes. „Við eigum í miklu samstarfi áfram á vettvangi fyrirtækja eins og Enex. Það blasir við að menn þurfa að setjast yfir þau mál og finna sameiginlegan flöt. Einnig á málefnum Hitaveitu Suð- urnesja, þar sem við erum þriðjungs- eigandi, hvernig sem fer með Hafn- arfjörð. Og svo eru það Suðurnesin, lagasetning og fleira. Enn er töluverð óvissa hvernig þau mál fara. En við erum einn af aðilunum við borðið og munum taka þátt í þeirri umræðu sem skapast. Í þessu gildir það sama og í öðru sem ég hef talað um: Þetta eru engin geimvísindi. Ef menn bara skoða þær upplýsingar sem liggja fyrir blasir við að málin hafa þróast með eðlileg- um hætti, en það verða alltaf sveiflur á mörkuðum.“ Morgunblaðið/Golli Umframeftirspurn Hannes Smárason segir að umframeftirspurn hafi verið í hlutafjáraukningu í FL Group á föstudag og það beri vitni „bæði ánægju með verðið og trú manna á framtíð félagsins.“ „ÉG HELD AÐ ALLIR SKILJI AÐ HLUTABRÉF GETA LÆKKAÐ – HLUTABRÉF LÆKKA OG HÆKKA. MENN VERÐA AÐ HORFA TIL LENGRA TÍMABILS EN BARA TIL ÁRSINS 2007. EF FARIÐ ER AFTUR TIL ÁRSINS 2004 SKILA HLUTABRÉFIN ALLT AÐ 300% HÆKKUN ÞEGAR ARÐUR ER MEÐTALINN. “ iðunn tískuverslun Laugavegi 51, s. 561 1680 Kringlunni, s. 588 1680 Glæsilegt úrval af kápum og jökkum í jólapakkann FJÁRFESTINGAR OG FJÁRMÁLAMARKAÐIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.