Morgunblaðið - 16.12.2007, Síða 26

Morgunblaðið - 16.12.2007, Síða 26
ótroðnar slóðir 26 SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ – Ert þú eitt af þessum hafreknu sprekum? „Þessi vísa hefur oft átt betur við líf mitt en núna og hérna,“ svarar Hrafn einbeittur. „Stundum hef ég haft það yfir í fullri alvöru þegar ég hef íhugað stöðu mína í það sinnið. En hér finnst mér ég hvorki vera haf- rekið sprek né á annarlegri strönd, heldur finn ég fyrir rótum. Og mér finnst að ég sé á ströndinni heima hjá mér.“ – Á það þá frekar við í höfuðborg- inni? „Þetta er spurning um hugar- ástand frekar en staðsetningu. Mér þykir vænt um Reykjavík og lít á mig sem alþýðupilt úr Vesturbænum í Reykjavík og ættleiddan son Strand- anna.“ Hann kímir. „Og það var gaman að alast upp í Vesturbænum í Reykjavík við það frjálsræði sem fylgdi uppeldis- aðferðum Jóhönnu Kristjónsdóttur.“ Eftir stundarþögn, þar sem blaða- maður mótar næstu spurningu í hug- anum, stelur Hrafn glæpnum: „Eigum við að tala aðeins um Ár- neshrepp?“ – Erum við ekki búnir að því? Hrafn fær sér smók. „Ég á við stöðu Árneshrepps. Þögn. „Ég skal flytja þér örstuttu útgáf- una,“ segir hann fullvissandi og síðan hefst fullveldisræða Árneshrepps: „Árneshreppur er fámennasta sveit- arfélag landsins og jafnframt hið af- skekktasta. Fyrir utan Grímsey kannski. Hér eru 50 sálir með lög- heimili, við Elín vorum númer 49 og 50, þannig að ég er 2% íbúa sveitarfé- lagsins. Hér voru á fimmta áratug 20. aldar vel á sjötta hundrað íbúar. Og íbúar hafa ekki verið færri síðan snemma á tíundu öld. Á allra næstu árum ræðst það hvort byggð helst hér í Árneshreppi. Eða hvort eyð- ingin sem að hefur farið höndum um allar Hornstrandir og svo margar byggðir leggur sína dauðahönd yfir Árneshrepp líka. Ég tel það mikilvægt fyrir Ísland að við töpum ekki því einstæða og sérkennilega mannlífi sem hér er. Ár- neshreppur er eiginlega útvörður Ís- lands í norðri. Þegar þið komuð ak- andi fóruð þið um eyðibyggðir tugi kílómetra. Leggist byggð af í Árnes- hreppi eru 100 kílómetrar af strand- lengju komnir í eyði. Það er auðvitað verkefni okkar sem hér búum að snúa þessu við. Hér getur verið blómstrandi mannlíf og sveitarfélagið að minnsta kosti tvöfalt stærra en það er. Ekki síst til þess að taka vel á móti þeim þúsundum ferðamanna sem leggja leið sína á Strandir á hverju ári. En fyrst og fremst til þess að viðhalda byggð sem tókst að halda úti í trássi við allt í 1100 ár.“ – Einhverjir myndu segja að þetta væri vonlaus barátta? „Það er þá vegna þess að þessi ein- hver hefur ekki kynnt sér málið,“ segir Hrafn og færist enn í aukana. „Hér eru forsendur fyrir landbúnaði og matvælaframleiðslan er einstæð, besti matur á Íslandi, allt frá bjúgum og lifrarpylsu til sultu, að ekki sé tal- að um kleinurnar og slátrið og lamba- kjötið. Þessarar einstæðu þekkingar eiga sem flestir Íslendingar að njóta. Hér eru miklir möguleikar í ferða- þjónustu, stórkostlegasta hótel á Ís- landi í Djúpavík, einstakar nátt- úruperlur allt norður að Drangaskörðum. Og við höfum minjasafn í Kört, sem er byggt upp af Valgeiri bónda í Árnesi, og síldar- verksmiðjurnar á Eyri og Djúpavík, sem eru merkilegir vitnisburðir um atvinnusögu þjóðarinnar. Hér eru slóðir Sturlungu, galdrafársins og Spánverjavíganna; þeir voru raunar drepnir annars staðar, enda vildi Jón lærði í Stóru-Ávík bjarga þeim.“ Hvað er dæmigert líf? Það vekur athygli í bók Hrafns að hann var orðinn heimavanur í forn- bókaverslunum aðeins tólf ára þegar hann seldi bækur sínar eftir Alistair MacLean. „Ég var að snudda á fornbóka- búðum frá blautu barnsbeini, sægur af fornbókabúðum var í Reykjavík þegar ég var að alast upp, og fimm eða sex góðar og skemmtilegar búðir, sem við félagarnir heimsóttum reglu- lega.“ – Það hefur ekki verið dæmigert fyrir tólf ára pjakk, ekki einu sinni á þeim tíma? „Ég hugsa nú ekki,“ segir hann íhugull. „Annars veit ég ekki einu sinni hvað er dæmigert eða hvernig væri hægt að lifa dæmigerðu lífi. Ég veit ekki hvort það er til.“ Í vinnustofu Hrafns eru sófi, borð og hilla, allt úr Góða hirðinum, eins og önnur húsgögn á heimilinu. „Ætli við höfum ekki keypt allt saman á 60 þúsund,“ segir hann hróðugur. Og í hillu eru bækur MacLeans! „Já, segir Hrafn íbygginn. „Ég ákvað að koma mér upp safni hans, í tilefni af útgáfu bókarinnar, en bara til ársins 1978.“ Það var á því herrans ári sem Hrafn seldi bækur sínar. Og ekki er mikið af bókum á heimili rithöfund- arins, nema þær sem eru úr fórum Elínar Öglu eða þeim hafa áskotnast nýlega því Hrafn gaf allar bækur sín- ar ekki alls fyrir löngu. – Ertu farinn að vinna að næsta verki? „Já, í þeim skilningi að ég er farinn að hugsa um það,“ segir hann. – Er það skáldsaga? „Ég myndi aldrei nenna að skrifa skáldsögu.“ – Skrifaðirðu ekki skáldsögu hér um árið? „Jú, en það var sjálfshjálparbók,“ segir hann og hlær. „Til að halda mig frá vodkaflöskunni.“ – Lífið sjálft er þitt viðfangsefni? „Já, það er endalaus efniviður. Með fullri virðingu fyrir skáldsagnahöf- undum þá sé ég ekki af hverju ég ætti að þurfa að búa til persónur og at- burði og heilu veraldirnar þegar þetta er allt fyrir framan okkur og innra með okkur.“ – Þín er saknað af blogginu. „Já, það er gott. Það væri leiðinlegt ef það væri á hinn veginn. – Hafa ekki skapast forsendur þess að bloggið gangi í endurnýjun líf- daga? „Ekki fyrr en Kristján Möller hef- ur bætt fjarskiptamál Árneshrepps. Hún er á snigilshraða nettengingin, en okkar góði samgönguráðherra hefur heitið úrbótum á næsta ári. Og það er einmitt ein grunnforsenda þess að hér verði hægt að efla byggð- ina. Netið er einfaldlega farið að spila það stóra rullu í bæði atvinnulífi og daglegu lífi svo margra. Ég ber fullt traust til Kristjáns í þessu máli.“ – Hvenær byrjaðirðu á bókinni? „Altso að skrifa hana?“ – Já. „Fyrstu setninguna skrifaði ég í júlí, síðustu í ágúst og afganginn í september og október. En ég hef unnið að bókinni allt mitt líf. Ekki það að ég ætli að líkja mér við Borges, en hans aðferð var að segja vinum sínum söguna fyrst, oft og ótal sinnum, pússa hana og slípa, og átta sig á því hvað virkaði – þá fyrst skrifaði hann smásögurnar. Nokkrir kaflar eru unnir þannig að ég hef hugsað þá lengi enda kann ég margar sögur héðan. En þetta eru ekki persónu- legar minningar eingöngu; ég vappa fram og til baka í tíma og rúmi, leitaði í annála, sögubækur, hið gagnmerka rit Strandapóstinn, Íslendingasögur og ótal önnur skemmtilegheit. Og notaði síðan ekki nema brot af öllu saman.“ – Og bókin er stutt! „Mér finnst þetta þægileg stærð á bók, aðhyllist fremur knappan og gagnorðan stíl. Blaðamennskan hef- ur kennt mér að greina kjarnann frá hisminu. Ég sá um daginn að ágætur sagnfræðingur talaði af lítilsvirðingu um blaðamannastíl – en það er fínasti stíll sem hægt er að bjóða upp á þeg- ar vel er að staðið, efnismikill, snarp- ur og áhugaverður. Bestu blaðamenn Íslands skrifa hörkugóða texta sem standast samanburð við hvað sem er.“ Myrkrið notalegt Hrafn lýsir gönguferð frá Stóru- Ávík yfir í Kistuvog, þar sem galdra- brennur áttu sér stað, en einhvern veginn finnst blaðamanni vegalengd- in meiri í bókinni. „Nei,“ mótmælir Hrafn. „Hún er miklu meiri núna! Þá var ég sporlétt- ur og þindarlaus, gat svifið yfir þúfnakollana.“ – Og þú hefur óttast myrkrið eða voru sumarnæturnar bjartar? „Það var nú orðið ansi rökkvað seinnipartinn í ágúst. Og svo sem mörg skúmaskotin þar sem draug- arnir leyndust, bæði innanhúss og ut- an. Enda var þá ekki komið rafmagn, bara ljósavél sem var notuð tvo þrjá tíma á kvöldi. Og þegar slökkt var á henni var myrkrið algjört. Og þar bjó margt sem kunnugt er.“ – Nú er klukkan fjögur um eft- irmiðdag og kolniðamyrkur. „Ég hef ekkert á móti myrkrinu. Mér finnst hlýlegt og notalegt að hreiðra um mig í myrkrinu hér á Ströndum. En allt er þetta undir því komið að vera í góðum félagsskap, líttu á,“ segir hann og brosir. – Þegar þú varst hér í sveit ungur var enn slegið með orfi, þó að Guð- mundur bóndi væri kominn með sláttuvél á forsögulega traktorinn í Stóru-Ávík. „Það var ekki komið rafmagn á bæina eða ekki heitt vatn. Árnes- hreppur var þá einangraður átta mánuði á ári, þá bara lokaðist veg- urinn í september, október og var ekki opnaður aftur fyrr en í maí, júní. Vélaöld var tiltölulega nýgengin í garð. Fyrstu traktorarnir komu ekki fyrr en upp úr 1950. Og hin gömlu vinnubrögð voru ennþá viðhöfð með- fram, eins og að slá með orfi og ljá. Sveitin var þá eiginlega á mótum tveggja tíma. En þegar ég var hérna var reyndar mikill uppgangur í sveit- inni, ráðist í nýbyggingar á nánast hverjum bæ og hugur í bændum.“ – Og svo höfðuð þið þessa fallegu sundlaug niðri í flæðarmálinu. „Já, við fórum í sund einu sinni á sumri. Þá voru allir settir aftan á hey- vagninn og skrölt norður að Kross- nesi. En það var ekki lesið mikið á sumrin, yfirleitt var vinnudagurinn langur. Ég verð æ þakklátari fyrir að Morgunblaðið/RAX Sófinn Hrafn les fyrir Elínu upp úr ljóðum persneska skáldsins Hafezar. „Ég hef oft lent á afskrift- arreikningi hjá sumum, jafnvel vinum mínum, og ekki er ég að halda því að fram að allt sem ég hef gert hafi verið þaulhugsað frá upphafi til enda, því það er nú eitthvað annað.“ Eldtefjandi efni er sprautað er á kerta- skreytingar koma aldrei í veg fyrir bruna Munið að slökkva á kertunum i l Slökkvilið Höfuðborgar- svæðisins
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.