Morgunblaðið - 16.12.2007, Side 27

Morgunblaðið - 16.12.2007, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 2007 27 Drottinn vakir, drottinn vakir, daga og nætur yfir þér. Þessi orð voru á samúðarkortisem ég fékk sent frá vinkonu minni þegar ég hafði misst ástvin fyrir mörgum árum. Harmur minn var sár og oft gat ég ekki sofið. Þá fór ég fram og las yfir þessi orð, aftur og aftur og alltaf veittu þau mér huggun. Mesti sársaukinn sef- aðist, ég fann öryggi í þeirri vissu að yfir mér væri vakað, fór að trúa því og sú trú varð mér haldreipi. Og mér varð að trú minni. Lífið hélt áfram og smám saman varð allt „venjulegt“ á ný. Ég fékk styrk til að takast á við þær skyldur sem á mér hvíldu. Ég ólst upp við trúrækni en hafnaði svo öllu slíku um tíma – eða þar til mikill harmur sótti mig heim. Ég er alla ævi þakklát fyrir að hafa alist upp í kristnu viðhorfi og getað leitað í það skjól þegar mest á reið. Ég tel að það sé mjög misráðið að draga úr kristilegri fræðslu einmitt nú þegar æ meiri lausung einkennir samfélagið og æ fleiri eru andlega á flæðiskeri staddir. Núna er hart sótt að kristninni í landinu, þeir eru til sem telja allt að því asnalegt að trúa á Guð, aðrir tala um fjölmenn- ingarsamfélagið og er helst á þeim að skilja að Íslendingar eigi að kasta fyrir róða sínum arfi og menningu til að gera hinum að- komnu lífið auðveldara. Það er auðvelt að vera kok- hraustur meðan allt gengur fólki í haginn. En fljótt getur syrt að. Því má ekki gleyma að trú gefur fólki innri styrk, það hef ég sjálf reynt. Það er rangt að hafa það af börn- um sem getur gefið þeim styrk síð- ar, þegar mest á reynir. Við Íslend- ingar erum allflestir kristinnar trúar, sá er okkar arfur, sú trú átti drjúgan þátt í að fólk þraukaði hér við illan kost í hundruð ára og trú- in sameinaði þjóðina á erf- iðleikaskeiðum. Það ber því að standa vörð um að börn fái fregnir af kristinni trú og því sem hún get- ur miðlað hverjum og einum á lífs- ferlinum. Þjóðlífsþankar | Hvar er skjól? Drottinn vakir! Guðrún Guðlaugsdóttir hafa gengið í vinnuskóla Guðmundar og fengið að kynnast tólf til sextán tíma vinnudegi þegar þess þurfti og vinna þar til verk kláruðust. Allt bryti þetta ugglaust í bága við löggjöf um vinnu barna og ungmenna nú til dags, en ég er guðslifandi feginn að þær reglur giltu ekki á Ströndum því ég lærði að vinna hjá Guðmundi bónda. Þó var ég ekki alltaf þakklátur þá en það hefur breyst. Ég hef oft hugsað til hans hlýlega þegar ég hef þurft að taka miklar tarnir. Mér finnst að börn og ungmenni eigi að fá að kynn- ast heilbrigðri vinnu og held að sú stefna sem rekin er gagnvart alltof mörgum íslenskum börnum, að koma fram við þau eins og fangana á Litla- Hrauni, loka þau inni í herbergi með tölvu og sjónvarp, sé ekki til þess fall- in að undirbúa þau fyrir lífið.“ Trékyllisvík eða Trafalgar? Á Finnbogastöðum er skólinn í öðrum enda hússins en íbúð skóla- stjórans Elínar Öglu og Hrafns í hin- um hlutanum. Og innangengt í skóla- stofuna. „Það er óskaplega skemmtilegt að hafa þetta í einu húsi,“ segir Hrafn. „Finnbogastaðaskóli er merk menntastofnun, sem kappsamur hug- sjónamaður stofnaði árið 1929, Guð- mundur Þ. Guðmundsson. Hér hefur verið skólahald í bráðum 80 ár, á ár- um fyrri voru hér allt að 60 nem- endur. Skólinn hefur alltaf verið hjartað í samfélaginu hérna og er það ennþá þótt nemendum hafi fækkað. En þeim mun vonandi fjölga nokkuð á allra næstu árum. Aníta litla í Bæ er næst inn. Svo vona ég að í sveitina til okkar flytji ungt fjölskyldufólk á næstu árum. Og það er okkar verk- efni sem hér erum að taka vel á móti því og skapa ungu fólki skilyrði til þess að búa hérna. Því hingað vilja margir flytja og eiga sér þann draum að komast í fallegu sveitina sína.“ – Og hér er skákfélag? „Auðvitað,“ segir Hrafn, „hvergi í heiminum fleiri félagar miðað við höfðatölu.“ – Hversu margir eru það? „Allir.“ – Það kemur fram í bókinni að þú leyfðir Elínu Öglu að velja á milli Trafalgar og Trékyllisvíkur. „Ég spurði hana á hvorum staðn- um hún vildi hitta mig. Og hún valdi Trékyllisvík. Ég hefði nú ekki viljað búa á Trafalgar!“ – En þér tókst fá hana til að setjast að í Trékyllisvík. „Er það rétt, Elín?“ kallar Hrafn fram, þar sem hún er að lesa blöðin, og hún kemur inn: „Nei, þú lést mig halda að þetta væri alveg mín ákvörðun,“ segir hún brosandi. „Var það ekki svo?“ spyr Hrafn. „Jú, ég held það,“ svarar hún. – Hvað heillar? „Nátttúran og fólkið, svarar hún. „Mér finnst notalegt hérna. Það er svo mikil þögn.“ Stíllinn ekki síður knappur en hjá rithöfundinum. Svo fer hún aftur að lesa blöðin. Kannski þar sé viðtal við Hrafn? Gjöf til framtíðar Með 5.000 kr. gjafabréfi fær nýr Framtíðarbókareigandi 2.500 kr. mótframlag frá bankanum. Framtíðarbók E N N E M M / S ÍA / N M 3 0 9 5 4 LeGGðu Góðan Grunn að framtíð barnsins Framtíðarbókin er verðtryggður sparireikningur sem gefur hæstu vexti almennra innlánsreikninga. Aðstandendur barna geta stofnað Framtíðarbók hvenær sem er fyrir 15 ára aldur barnsins og lagt þannig grunninn að fjárhagslega öruggri framtíð þess. Innstæðan sem safnast er laus til úttektar við 18 ára aldur. Kynntu þér kosti Framtíðarbókar á kaupthing.is. Þú getur gengið frá kaupum á gjafabréfi í næsta útibúi Kaupþings.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.