Morgunblaðið - 16.12.2007, Síða 28

Morgunblaðið - 16.12.2007, Síða 28
myndlist 28 SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Þ að var árið 1932 sem hinn heimsþekkti list- málari Erró fæddist í Ólafsvík. Móðir hans var Soffía Krist- insdóttir, falleg og glæsileg kona sem um þær mundir starfaði sem verkakona. Faðir hans var Guð- mundur Einarsson, sem kenndi sig við fæðingarstað sinn Miðdal í Mos- fellssveit og var þekktur listamaður, rak m.a. lengi Listmunahúsið við Skólavörðustíg. Árið 1936 giftist Soffía Siggeiri Lárussyni bónda á Kirkjubæjar- klaustri og þar ólst Guðmundur Guðmundsson upp í stórbrotnu landslagi umvafinn kærleiksríkri fjölskyldu og vann þegar hann hafði aldur til öll þau störf sem vanalegt var að sveitadrengir ynnu. Hann naut ekki aðeins athygli móður og stjúpföður heldur líka ömmu sinnar Sigríðar Bjarnadóttur og Guð- mundu móðursystur sinnar, sem hann hét raunar í höfuðið á og svo eignaðist hann systkinin Lárus, Kristin og Gyðu. „Siggeir reyndist mér sá besti faðir sem hægt er að hugsa sér,“ segir Erró sjálfur um stjúpföður sinn og hið góð atlæti gaf góða raun. Hinn ungi og upprennandi sveinn átti eftir að gera garðinn frægan undir listamannsnafninu Erró og nú býr hann í París og málar eins og hann hefur gert frá unga aldri, löngu orðinn þjóðsögn í lifanda lífi. Um hann og verk hans var að koma út bók sem verið hefur lengi í smíðum. Úr henni eru ofangreinar upplýsingar teknar m.a. Það er Mál og menning og Listasafn Reykjavík- ur sem gefa bókina út og höfund- urinn er Danielle Kvaran. Þessi bók er nokkurs konar „krónólógía“ eða ferilsaga, þar sem lífi Errós og list er fylgt frá ári til árs og í sumum til- vikum frá mánuði til mánaðar. Auk þess er í bókinni mikill fjöldi af listaverkum Errós í bland við ljós- myndir úr lífshlaupi hans. Þegar lit- ið er yfir síðurnar í þessari bók blasir við óvenjulega skrautlegur veruleiki mynda og upplifunar. En hvað segir Erró sjálfur um þessa vandlegu úttekt á lífi hans og starfi og hvernig sækjum við að honum? „Ég er á vinnustofunni minni rétt eins venja mín er á hverjum degi, ég byrja að vinna klukkan 7 að morgni og er að fram á kvöld. Það er dálítið gaman að þessari bók. Hugmyndin kom frá Eiríki Þorlákssyni og Gunnar Kvaran stakk upp á að kona hans Danielle skrifaði bókina. Hún hefur staðið sig vel, sent mér spurningar, stund- um fimm sinnum á dag. Guðrún Magnúsdóttir í Eddu er fram- leiðslustýra. Líba Ásgeirsdóttir hjá fyrirtækinu Næst hannaði bókina og Ólöf Eldjárn hefur einnig haft umsjón með verkinu. Bókin er vel prentuð, það sé ég á eina eintakinu sem ég er með – en Danielle Kvaran er ekki búin að sjá bókina ennþá veit ég.“ Er búið að skrifa mikið um þig? „Svona bók hefur held ég aldrei verið gerð um lifandi listamann það ég veit. Yfirleitt eru þessar bækur gerðar eftir lát manna og þá vantar mikið af upplýsingum sem þeir einir hefðu getað sagt frá. En eðlilega hefur margt verið skrifað um mig, einkum í kringum sýningar víða um heim.“ Er eitthvert eitt tímabil þér ást- fólgnara á ferli þínum en annað? „Nei, ég held að bestu minningar mínar séu í framtíðinni. Það er búið sem búið er og framtíðin verður að verða hið besta,“ segir Erró og hlær. „Ég og Danielle munum koma heim 18. janúar og hinn 19. munum við árita bókina í Hafnarhúsinu í Reykjavík. Þá munum við skrifa á þær bækur sem seljast nú fyrir jól- in. Ég gerði grafíkmyndir sem ég sendi heim fyrir nokkuð löngu og þær fylgdu nokkrum fjölda þeirra bóka sem fyrst seldust. Bækurnar verða númeraðar eins og graf- íkmyndirnar. Þetta er óvenjulegt en mér fannst þetta sjálfsagt, það er búið að hafa svo mikið fyrir þessari bók. Ég kem og með DVD-disk með mér með myndum úr bókinni, þær eru um 800 og þær verða sýndar á vegg meðan áritunin fer fram. Ég hefði komið heim ef ekki væri það að verið er að opna sýningu á verkum mínum í Peking hinn 12. desember og þar verð ég að vera.“ Er Kína orðinn stór markaður fyrir alþjóðleg listaverk? „Kína er mjög stór markaður fyr- ir eigin listaverk en ég var þarna fyrir nokkrum vikum og sá að það er þarna sett upp hátt verð fyrir innlendu listamennina. Þetta hefur verið svona í Bandaríkjunum og víð- ar og nú er þetta að verða svona í Kína. Það er mikill áhugi á list í Kína og stjórnin er að byggja stór- hýsi undir söfn, það er alveg ný stefna, það á byggja 300 ný svona söfn. Ég heimsótti fjögur slík á ferð minni í Kína fyrir stuttu. Það eru bæði kínverskir, bandarískir, jap- anskir og evrópskir arkitektar sem teikna þessi söfn öll.“ Hefur þú sýnt áður í Kína? „Þetta er þriðja sýningin á tveim- ur mánuðum, ein var í nýju safni í útjaðri Peking og önnur í Sjanghæ- klúbbnum. Áhugi Kínverja á mérMarilyn Heimboð til Marilyn Monroe og sýningar vina hennar. Ernst Hilger Gallery , Vienna 2003. Bestu minningarnar í Erró í tímaröð – líf hans og list, heitir bók um íslenska listamann- inn heimsþekkta og hefur verið tilnefnd til bókmenntaverðlauna. Guðrún Guðlaugs- dóttir ræddi við Erró á vinnustofu hans í París um það sem hann er að starfa núna. Yoko Erró og Yoko Ono við opnun sýningar í október 1999. Fjölskyldumynd Erró með dóttur sinni Tura og móðursystur sinni og nöfnu Guðmundu S. Kristinsdóttur Paradís Í Paradís listamannsins, máluð 1964.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.