Morgunblaðið - 16.12.2007, Page 35
Leikstjóri: Francis Lawrence.
Aðalleikarar: Will Smith, Alice
Braga, Charlie Tahan, Salli Rich-
ardson og Willow Smith.
Þeir sem muna framtíðartryllinn
The Omega Man í gamla Austurbæj-
arbíói, geta hugsað sér gott til glóð-
arinnar því nú hefur þessi minn-
isstæða mynd verið endurgerð og
dælt í hana margfalt meira fjár-
magni en þá gömlu. Smith fer með
hlutverk Nevilles (Charlton Heston
lék hann 1971), bráðsnjalls vísinda-
manns, en jafnvel hann gat ekki
stöðvað framgang djöflaveiru sem
lagt hefur jörðina í auðn. Af ein-
hverjum ástæðum heldur hann einn
lífi í New York-borg, jafnvel öllum
heiminum. Þannig hefur lífið gengið
í nokkur ár. Man einhver eftir sög-
unni af síðasta manninum í heim-
inum sem sat og starði í kulnandi
glæðurnar í arninum? Þá var bankað
á dyrnar…
Framtíðartryllir. 100 mín.
Nýársdagur
National Treasure 2 – Þjóð-
argersemin 2
Sambíóin, Laugarásbíó
Leikstjóri: Jon Turtletaub. Aðal-
leikarar: Nicolas Cage, Ed Harris
Harvey Keitel, Diane Kruger, Jon
Voight og Helen Mirren.
Sjaldan er góð vísa of oft kveðin,
er lögmálið í kvikmyndaheiminum
og styttist nú óðum í framhald hinn-
ar geysivinsælu National Treasure,
ævintýramyndarinnar um fjársjóðs-
leitarmanninn óbugandi, Ben Gates
(Cage). Hann lætur ekki deigan síga
þegar blað finnst úr dagbók forseta-
morðingjans Johns Wilkes Booth,
þar sem kemur fram að forfaðir Gat-
es er sakaður um aðild að morðinu á
Abraham Lincoln. Þannig hefst
rússíbanareiðin National Treasure
2: The Book of Secrets, eins og hún
er kölluð í heimalandinu. Fundurinn
verður til þess að Gates lendir í ólgu-
sjó alþjóðlegrar og afdrifaríkrar at-
burðarásar – sem færir hann vita-
skuld til móts við svimandi fjársjóði
og hrikaleg leyndarmál úr glatkist-
um fortíðar.
Spennumynd. 90 mín.
Gyllti áttavitinn Ævintýrasaga þar sem sálir fólks taka á sig myndir dýra,
talandi birnir heyja stríð og Sígyptar og nornir lifa í sátt og samlyndi.
Heillaður Prinsessan Gisella er gerð brottræk úr sinni teiknuðu
töfraveröld og send út í hringiðu mannlífsins á Manhattan.
Alvin og íkornarnir Líf tónskáldsins Davíðs lend-
ir í flækju þegar hann kynnist þremur íkornum.
saebjorn@heimsnet.is
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 2007 35
Fyrsta flokks veitingar
á fyrsta kvöldi ársins
Nýárskvöld á Grillinu er einstök
upplifun. Hátíðarblær svífur yfir
staðnum, þú nýtur útsýnisins yfir
borgina baðaða í jólaljósum og
gæðir þér á foie gras, kavíar og
urtönd svo fátt eitt sé nefnt.
Byrjaðu nýtt ár með glæsibrag,
pantaðu borð í síma 525 9960.
Gleðilegt ár.
P
IP
A
R
S
ÍA
7
2
5
2
7