Morgunblaðið - 16.12.2007, Síða 38

Morgunblaðið - 16.12.2007, Síða 38
minjar 38 SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ N okkru fyrir aldamótin 1900 barst á land á Vestfjörðum risastór hvalur. Kapteinn Berg, forstjóri hval- stöðvarinnar á Framnesi, lét setja kjálkabeinin upp sem nokkurs konar heiðurshlið á bryggjunni þegar landshöfðinginn kom þangað í heim- sókn. Árið 1927 eða 1928 eignaðist Sigtryggur, skólastjóri á Núpi í Dýrafirði, beinin. Skólapiltar drógu þau á ísi og snjó að Núpi og seinna voru steyptir stöplar undir þau og þar hafa þau staðið sem nokkurs konar tákn einstaks afreks Sig- tryggs og konu hans, sem blóma- garðurinn Skrúður er, og allir skrúð- garðar á Íslandi draga nafn sitt af. Sumarið 1994 kom ég að Núpi og skoðaði þessi stórfenglegu bein, sem voru að grotna niður. Stórar sprung- ur voru í þeim og stykki að losna. Mosabrúskar stóðu út úr sprung- unum og auðséð að ekki yrði þess langt að bíða að beinin brotnuðu í einhverju stórviðrinu sem þau höfðu fram að þeim tíma staðið af sér óvar- in í um heila öld. Upplýsingar um beinin og hvalinn lágu ekki á lausu. Ég hringdi í Hlyn Sigtryggsson og fékk hjá honum framangreindar upplýsingar. Hafin var þá vinna við endurbætur á garðinum og vonaði ég að eitthvað yrði þá gert í því skyni að varðveita beinin. Sumarið 1997 kom ég aftur að Skrúði. Þá var nýlokið við að end- urnýja garðinn og fjölga plöntum í honum og merkja skilmerkilega. Bæklingur lá þar frammi sem sagði sögu þessa merkilega garðs. Hval- beinin höfðu verið losuð við mosann, sem var utan á þeim og þau máluð hvít. Sprungurnar í beinunum höfðu ekki minnkað. Þetta eru mjög trúlega stærstu einstöku bein sem til eru í heiminum. (Ef þau eru ekki ennþá hrunin þegar þetta er ritað í nóvemberlok 2007). Samkvæmt Heimsmetabók Guin- ness 1997 er steypireyðurin (Balaen- doptera musculus) lengsta og þyngsta skepna sem nokkurn tíma hefur lifað á jörðinni, um 26 metrar á lengd og 90-120 tonn að þyngd. Þar segir að stærsta skepna sem komið hefur á land hafi verið 190 tonn að þyngd, 27,6 metrar á lengd, og veiðst í Suðurhöfum 20. mars 1947. Hverfandi líkur eru á að kjálka- bein þeirrar skepnu séu ennþá heil. Ekki þarf að reikna með að stærri bein berist á land á næstunni, því steypireyðurin hefur verið alfriðuð um allan heim frá árinu 1967. Af stærð kjálkabeinanna í Skrúði geta dýrafræðingar auðveldlega reiknað út stærð hvalsins sem þau eru úr. Hvort sem beinin eru þau stærstu í heimi eða ekki, má alls ekki láta þau grotna niður vegna vanhirðu og trassaskapar. Það er í raun stórmerkilegt að þau hafi, óvarin, staðið af sér vestfirsk stórviðri í yfir hundrað vetur og ég hefði ekki trúað því fyrir þrettán ár- um þegar ég sá beinin fyrst að þau ættu eftir að standa í meira en ára- tug í viðbót en nú hlýtur að koma að endalokum ef ekkert er gert án taf- ar. Sem kunnugt er koma þúsundir útlendinga árlega til landsins að- allega til að sjá gufustrók og smárönd af baki hvalanna í nokkrar sekúndur í senn. Það er þeim ógleymanleg upplifun. En að geta auk þess þreifað á og látið taka myndir af sér við þessi risastóru kjálkabein úr einni stærstu skepnu sem nokkurn tíma hefur lifað á jörðinni – væri það ekki toppurinn á stórkostlegri ævintýraferð? Ef vel tekst til með björgun þeirra munu þau hafa ómetanlegt auglýs- ingagildi. Ef ekki er nú þegar orðið Stærstu bein í heimi að grotna ni Ein stærstu hvalbein heims hafa frá önd- verðri síðustu öld mynd- að nokkurs konar hlið að Skrúði á Núpi í Dýrafirði. Óskar Jóhannsson óttast að beinin verði vanhirðu og skeytingarleysi að bráð. Til samanburðar Maðurinn á myndinni, sem stendur í hliðinu er 180 sm á hæð og af því má sjá að hvalurinn hefur verið óhemju stór, enda segir í áletruninni sem nú er á stöplinum að hann hafi verið um 30 metra langur.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.