Morgunblaðið - 16.12.2007, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 16.12.2007, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 2007 39 of seint að koma í veg fyrir glötun beinanna á Núpi, og það tækist með góðra manna hjálp, er sú aðgerð langt fyrir ofan og utan allan ágrein- ing um hvalveiðar eða ekki hval- veiðar nú á dögum. Þau eru einnig yfir alla hreppa- pólitík hafin, því þau eru ekki aðeins þjóðargersemi, heldur trúlega ein- stök um víða veröld. Þeim sem falin hefur verið forsjá þeirra er vel treystandi til að koma í veg fyrir all- an ágreining um framtíð þeirra. En ef við látum hvalbeinin í friði, eins og hingað til, þurfum við ekki að hafa neinar áhyggjur af framtíð þeirra því hún verður engin. En þeg- ar þau brotna, hrökkva menn við og harma glötun þeirra eins og síðasta geirfuglsins. Sigtryggi á Núpi var falin umsjá þessara einstöku beina og leysti hann það hlutverk með miklum sóma. Beinin hafa verið tákn þessa einstaka garðs. Eins og sjá má á garðinum hefur þeim, sem falið hef- ur verið að halda merki þeirra hjóna á lofti, tekist einkar vel upp. Mér er kunnugt um að þeir hafa haft miklar áhyggjur af framtíð beinanna en björgun þeirra er mikil, flókin og kostnaðarsöm aðgerð fyrir fámennt og fátækt byggðarlag. Margir fjársterkir og velviljaðir ein- staklingar, fyrirtæki og stofnanir hafa veitt ýmsum velferðarmálum þjóðfélagsins fjárhagslegan stuðn- ing þegar sérstaks átaks hefur verið þörf og nú er það nauðsynlegt ef ekki á illa að fara. Það sem ég tel að þurfi að gera sem allra fyrst: 1. Útvega hentugt húsnæði í Reykjavík fyrir viðgerðina. 2. Taka myndir sem sýna glöggt ástand beinanna nú og mæla þau. 3. Fela ábyrgum kunnáttumönn- um að afla upplýsinga hjá færustu sérfræðingum innlendum og – eða erlendum, um hvernig best og öruggast er að meðhöndla beinin, þurrka þau, stöðva fúann og blanda í þau trefjaefnum og gera yfirborð þeirra sem eðlilegast, svo þau geti þolað áratuga útivist í viðbót, og fá þá síðan til að framkvæma verkið. 4. Fá leiðbeiningar um hvernig öruggast og áhættuminnst verður að taka þau niður og flytja á þann stað þar sem endurbæturnar verða gerð- ar. Það krefst mikillar varfærni og vandvirkni! Þegar búið verður að tryggja áframhaldandi tilveru bein- anna vinnst nægur tími til að ákveða framtíðarstaðsetningu þeirra og gera nákvæmar afsteypur af þeim ef þurfa þykir. Reykjavík 30.11. 2007. Áletrun Á stöpli hvalbeins- hliðsins í garðinum Skrúði á Núpi í Dýrafirði er þessi áletr- un: Hvalbeinshliðið er gert úr neðri kjálkum steypireyðar (bláhvelis) Balaneoptera Mussculus. Hliðið var reist í Skrúði árið 1932, en áður hafði það staðið á bryggju norskra hvalfangara á Höfðaodda (á Framnesi) í Dýrafirði, frá því á síðasta áratug síðustu (nítjándu, innsk. höfundar) ald- ar. Hvalur þessi hefur verið með allra stærstu skepnum sinnar tegundar, allt að 30 metra langur. ður á Íslandi? Höfundur er fyrrverandi kaupmaður og fulltrúi. Taktu jólaverkin snemma. Miðvikudagurinn 19. desember er síðasti öruggi skiladagur fyrir jólapakka innanlands. Snemma á miðvikudagsmorgni Jólapakkar utan Evrópu 7. desember Jólakort utan Evrópu 12. desember Jólapakkar til Evrópu 14. desember Jólakort til Evrópu 18. desember TNT-hraðsendingar utan Evrópu 19. desember TNT-hraðsendingar til Evrópu 19. desember Jólapakkar innanlands 20. desember Jólakort innanlands Síðustu öruggu skiladagar í desember: www.postur.is H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA 0 7 - 1 5 3 5
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.