Morgunblaðið - 16.12.2007, Qupperneq 46
Teikning/Halldór Baldursson
fjölmiðlar
46 SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Úr viðtali Árna Þórarinssonar við
Matthías Johannessen
Þegar Matthías hóf störfsem blaðamaður, rúmlegatvítugur, var vinnudag-urinn allur sólarhring-
urinn.
„Einhvern tíma var Sigfús Jóns-
son, framkvæmdastjóri Morgun-
blaðsins og mikill vinur minn, á
fundi með stjórn Árvakurs að gagn-
rýna mig sem ritstjóra fyrir að eyða
of miklum peningum. „Það hefur
komið fyrir,“ sagði Sigfús, „að fólkið
sem á að hefja störf hérna klukkan
sex á morgnana hefur séð bíl
Matthíasar fyrir utan og farið heim
aftur!“ Ég leit á þetta sem meðmæli
frekar en gagnrýni. Þetta var ein-
hvers konar æði að vinna á blaðinu.
Og ástríða.
Annað hvort varð maður að
standa sig eða ekki. Hræddastur
var ég alla tíð um að Katla gysi að
næturþeli án þess að fréttin væri í
blaðinu daginn eftir. Enn er ég ner-
vös við það innst inni! Það gæti
gerst núna, eins og vinnutímareglur
eru orðnar. Þá var mikil samkeppni
milli fjölmiðla um að vera fyrstur
með fréttirnar. Þá voru ekki allir að
tönnlast á sömu fréttinni. Menn
voru að skúbba, nánast hvað sem
það kostaði. Núna hlusta ég á og les
sömu fréttirnar allan sólarhringinn í
öllum fjölmiðlum. Það fer í taugarn-
ar á mér sem gömlum blaðamanni.“
Í Eintali á alneti skrifar Matthías
um blaðamennskuna: „Blaða-
mennska í gamla daga var óttalegt
puð og tók allan sólarhringinn. En
nú er þó hægt að blása úr nös.
Verkaskiptingin á sérblöðunum er
mikil framför, en kallar á mikla yfir-
sýn. Og árvekni. En við höfum góða
blaðamenn sem kunna sitt fag, ekki
sízt fréttamennirnir á vöktunum, en
verklag þeirra minnir meir á það
sem við áttum að venjast í gamla
daga, þótt vaktirnar hafi verið miklu
fleiri þá og verkaskipting minni.“
Hann segir að eftirminnilegir
fréttaviðburðir frá þessum árum
séu of margir til að telja upp. „En
ætli minnisstæðast sé ekki þegar
togarinn Úranus kom til hafnar eft-
ir að hafa verið talinn af, og öll
áhöfnin heil á húfi. Þannig sagði
Morgunblaðið þjóðinni frá því að
skipshöfn sem saknað var væri á lífi.
Þetta var 1960. Sú atburðarás er
mér ógleymanleg og á hana minnst í
bókinni Hugleiðingar og viðtöl.“
Þegar hann er spurður um eft-
irminnilegustu blaðamannsferðina
svarar hann: „Ég nefni ferð á topp-
fund Eisenhowers og Krústsjofs í
París, einnig árið 1960. Þar var ég,
eini íslenski blaðamaðurinn á staðn-
um, í samfélagi við alla heimspress-
una og hugsaði eins og heims-
pressan. Þessi fundur var ekki síst
merkilegur fyrir þá sök að hann var
aldrei haldinn. Rússar sáu að
Bandaríkjamenn voru með njósna-
flug yfir Sovétríkjunum, þegar þeir
skutu niður U2-njósnavélina og hót-
uðu öllu illu. Krústsjof harðneitaði
að hitta Eisenhower, en efndi til
fundar með okkur fréttamönnum.
Toppfundurinn er merkilegasti
fundur sem ég hef ekki setið! Þegar
ég kom heim sagði Bjarni Bene-
diktsson: „Nú er Morgunblaðið orð-
ið heimspressa.“ Þetta er líklega
mesta hrós sem ég fékk á mínum
blaðamannsferli! En það var erfitt
að koma efninu frá sér í þá daga og
einungis hægt að notast við stopult
símasamband frá París.“
Matthías gekk í öll verk á rit-
stjórninni. „Ég vann við nánast allt
nema að bera blaðið út. Ég skrifaði
Velvakanda, þýddi smásögur, tók
viðtöl og skrifaði fréttir um allt milli
himins og jarðar, erlendar sem inn-
lendar. Ég fjallaði um erfið saka-
mál, til dæmis Olíumálið, og íþróttir,
þar á meðal Ólympíuleikana í Münc-
hen. Ég var því, að ég held, orðinn
býsna sjóaður og vissi hvað dagblað
var þegar ég varð ungur ritstjóri.“
Um þann atburð skrifar hann fá-
orða færslu í dagbók sína árið 1959:
„Ef ég hefði ekki tekið við ritstjóra-
starfinu, hefði Jóhannes Nordal ver-
ið sóttur út í Seðlabanka. Tók því
starfið að mér.“
Hvernig ber að skilja þetta?
„Bjarni Benediktsson, þá ritstjóri
Morgunblaðsins, talaði við mig fyrir
hönd stjórnar Árvakurs og ég vissi
að Valtýr var ekki síst á bak við það.
Bjarni sagði að stjórnin hefði ákveð-
ið að óska eftir því að ég tæki að
mér að verða ritstjóri Morgunblaðs-
ins. Ég hrökk náttúrlega dálítið við,
en kom þó ekki alveg af fjöllum því
Hanna (eiginkona Matthíasar), sem
er berdreymin, hafði áður sagt mér
að þetta myndi gerast. Samt sagði
ég við Bjarna: „Ja, ég er bara ekki
næstur í röðinni, Bjarni minn. Ég er
hér yngstur á ritstjórninni.“
„Já,“ svaraði Bjarni, „en það er
ekki þitt að meta það og það er ekki
þitt að ákveða það. Ef þú segir nei
verður þess farið á leit við Jóhannes
Nordal að hann taki við starfinu.“
Ég fékk að hugleiða málið yfir
nótt en fór svo niður á blað og sagði
já. Ég gat ekki hugsað mér að ut-
anaðkomandi maður tæki við rit-
stjórn þess. Þau rök vissu hins veg-
ar ekki vinir mínir og starfsfélagar
á ritstjórninni, sem eflaust, og jafn-
vel í sumum tilvikum réttilega, töldu
sig standa stöðunni nær en ég. Jó-
hannes Nordal er auðvitað hinn
Í stríði orðsins
Ljósmynd/Þorvaldur Örn Kristmundsson
Matthías Johannessen Handhafi blaðamannaskírteinis númer 5.
Bókarkafli | Í viðtölum við handhafa blaðamannaskírteina 1 til 10 í bókinni Íslenskir blaða-
menn, sem Blaðamannafélag Íslands gefur út í tilefni 110 ára afmælis félagsins, líta nokkrir
blaðamenn um öxl með reyndum félögum og freista þess að draga upp mynd af blaða-
mennskunni á seinni hluta 20. aldar. Þessir 10 þrautreyndu blaðamenn, sem allir hafa átt
stóran þátt í að móta íslenska fjölmiðlasögu, varpa ljósi á starfsskilyrði, vinnubrögð, blaða-
mennsku og fjölmiðlaþróun almennt og segja jafnframt frá minnisstæðum samstarfsmönnum.
merkasti maður og við erum perlu-
vinir. Það hefði verið sómi og heiður
fyrir Morgunblaðið að fá hann sem
ritstjóra. En sem blaðamaður á rit-
stjórninni taldi ég annað nauðsyn-
legt. Þar fyrir utan er ekki það
sama að vera bankastjóri og rit-
stjóri.“
Hvernig hefur fréttamatið breyst
gegnum tíðina í stærstu dráttum,
finnst þér?
„Póstmódernisminn hefur flatt
allt út, eins og þú veist. Faglegar, að
ekki sé minnst á fagurfræðilegar,
kröfur eru mun minni en fyrir póst-
módernismann. Etísk eða siðferð-
isleg afstaða hefur útvatnast. Hart
gæðamat er nánast horfið. Pópúl-
arismi og vinsældastreð hafa tekið
við. Meira eða minna allt er lagt að
jöfnu. Tómas Guðmundsson er að
vísu ekki Tólfti September, ekki
enn. En bilið milli þeirra hefur
minnkað með lágkúrulegri tíð-
aranda. Estetík hefur hrakað eins
og þú veist. Og hvað eru fjölmiðlar
annað en tíðarandinn?“
Fyrr á tíð var margt sem var
bannað að skrifa um en þykir sjálf-
sagt núna og annað sem þótti sjálf-
sagt þá en væri út í hött að birta
núna.
„Já. Og nauðsynlegt að fjölmiðl-
arnir spegli breytt samfélag að
þessu leyti. En ekki er sama hvern-
ig það er gert.“
Í Eintali á alneti stendur: „Kyrr-
staða er allri fjölmiðlun öndverð.
Dagblað er einsog allt sem er í
tengslum við lífið sjálft; hreyfing og
viðbrögð.“ Og síðar: „… gott dag-
blað er mikilvægur vitnisburður um
tilfinningar og hugmyndir, hug-
sjónir og háþróaða tæknikunnáttu
þeirra sem við það starfa. Blað á
ekki að vera kærleiksheimili heldur
áminning, stríð. En það á að vera
stríð orðsins, þess sem byggir upp
en leggur ekki í rúst.“
Úr viðtali Ásgeirs Tómassonar við
Jónas Kristjánsson
Samkvæmt þessu má ályktasem svo að árin eftir aðDagblaðinu og Vísi varsteypt í eitt hafi verið Jón-
asi Kristjánssyni hin ánægjuleg-
ustu og eftirminnilegustu á ferl-
inum. Einkum þegar litið er til
þeirra burða sem fjölmenn rit-
stjórnin hafði til að stunda öfluga
og gagnrýna blaðamennsku. Hann
hugsar sig dálítið um og segir svo:
„Ja, já, það má kannski segja að
á tíunda áratugnum hafi fjölmiðl-
unin sem við stunduðum verið orð-
in nokkuð lík nútímanum. Við skul-
um segja að þá hafi náðst það plan
sem nú er í gangi í prentfjöl-
miðlum. Ég er ekki alveg eins
dómbær á ljósvakann. Þarna held
ég að við höfum náð á þá syllu í líf-
inu sem var ekkert ólík því sem
var í útlöndum. Við vitum auðvitað
að í útlöndum eru til prentmiðlar
sem hafa meiri burði en við og
leggja meiri peninga til vinnunnar
sem þarf að inna af hendi. En mið-
að við meðaltalið held ég að ís-
lenskir fjölmiðlar hafi á flestum
sviðum verið nokkuð nálægt því
sem þekktist annars staðar. Við
vorum að minnsta kosti ekki
skammarlega aftarlega. Þar má
sérstaklega nefna rannsóknarvinn-
una sem við komum inn á áðan.
Við gerðum það eins og erlendir
fjölmiðlar að leggja vinnu og pen-
inga í hana. Við gættum þess að
halda í góða siði. Að lúta ekki ann-
arlegum hagsmunum úti í bæ.
Þetta var orðið nokkuð þroskað í
þá daga og hefur svo sem ekki bil-
að neitt síðan. Með þessum ann-
arlegu sjónarmiðum er ég að tala
um að eitthvað sé unnið á blaði
með tilliti til annarra sjónarmiða
en notendanna. Þá detta manni í
fyrsta lagi í hug stjórnmál, í öðru
lagi eigendur og í þriðja lagi aug-
lýsendur. Það eru einkum þeir sem
gætu komið fram með annarleg
sjónarmið. Og maður sér það svo
sem af og til í fjölmiðlum að sjón-
armið eigendanna skipta einhverju
máli. Ákveðin sjónarmið auglýs-
enda geta líka skipt máli í ein-
hverjum sérútgáfum. Þannig hefur
staðan svosem ekkert batnað frá
síðasta áratug. Það er sífelld bar-
átta við þessi þrjú annarlegu sjón-
armið. Og ég held að við höfum
náð þá þegar, ja, ekki lakari ár-
angri en við sjáum núna í fjölmiðl-
unum.“
Í vítahring fjármálavafsturs
Jónas stýrði DV fram til áramót-
anna 2001-2002. Þá var honum
sagt upp störfum. „Þegar þetta
gerðist var búið að selja blaðið,“
segir hann. „Það lenti í, – tja, hvað
skal segja – í vítahring fjár-
málavafsturs sem þá var í gangi í
þjóðfélaginu. Það fóru miklir fjár-
munir út úr fyrirtækinu til þess að
stofna til ýmissa nýjunga. Það voru
til dæmis lagðir peningar í Haf-
skip, í Arnarflug og svo síðar í
Orca sem ætlaði að kaupa banka.
Það runnu sem sagt út peningar
í ýmsa atvinnustarfsemi sem ekki
gekk upp. Afleiðingin varð fjár-
svelti hjá DV. Áður en til tap-
rekstrar kom af þessum völdum
var fyrirtækið selt á rúman millj-
arð króna, en þá var hagnaður af
rekstrinum orðinn óverulegur.
Þetta gerðist árið 2001 og hinir
nýju eigendur vildu ekki að ég yrði
ritstjóri áfram. Eftir að ég fór var
ritstjórnarstefnunni breytt og hún
færð nær því sem Morgunblaðið
hefur alltaf stundað öðrum þræði.
Það er að skammta efni ofan í fólk
með tilliti til einhverra annarra
sjónarmiða en notendanna. Þetta
hefur verið einn þráður af mörgum
í lífi Moggans, svona með öðru. Hið
sama gerðist með DV undir nýju
eigendunum. Það var farið að velja
inn fréttir með öðrum sjónarmiðum
en þeim sem höfðu notendurna að
leiðarljósi. Vinsældir blaðsins
hrundu fljótlega, áskrifendum
fækkaði og það fór að tapa pen-
ingum. Á einu ári varð það gjald-
Bestu árin
Ljósmynd/Þorvaldur Örn Kristmundsson
Jónas Kristjánsson Handhafi blaðamannaskírteinis númer 7.