Morgunblaðið - 16.12.2007, Síða 56

Morgunblaðið - 16.12.2007, Síða 56
56 SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ORKUVEITA Reykjavíkur (OR) og Sveitarfélagið Ölfus (SÖ) gerðu samkomulag í apríl 2006 þar sem OR kaupir blygðunarlaust loforð um, að framkvæmdaleyfi verði veitt fyrir virkj- unum og greitt fyrir flýtimeðferð gegn því að OR kosti ýmsar framkvæmdir í Ölfusi. Samkomulagið er gert löngu áður en lögbund- ið ferli hófst við um- hverfismat og breyt- ingu aðalskipulags. Samkomulagið er metið á 500 milljónir sem greiðast úr vasa Reykvíkinga, eigenda OR. Matsupphæðin er úr fundargerð Ölfuss dags. 28. apríl 2006. Í kvöldfréttum Sjónvarps nýverið gagnrýndi umhverfisráðherra sveit- arstjórnir fyrir að taka ekki nægt til- lit til náttúruverndar við skipulags- ákvarðanir. Hún sagði náttúrunni of oft fórnað fyrir atvinnusjónarmið. Ráðherra sagði einnig: „Ég fæ ekki séð hvernig fyrirtæki, hvort sem það er ríkisfyrirtæki eða annað, geti lof- að þjónustubótum sem eru í raun á hendi ríkisins.“ Hér lofar opinbert fyrirtæki í eigu Reykvíkinga sveitarfélagi ljósleið- ara, hesthúsum, raflýsingu og fleiru til að horft verði framhjá skaðsemi framkvæmda og ferlinu flýtt. Þegar er vitað um gríðarlega lykt- armengun sem hlýst af virkjanaæð- inu. Ólíft getur orðið í Hveragerði 70 daga á ári. Reykvíkingar finna þegar töluverða lyktarmengun og magn brennisteinsvetnis hefur farið yfir hættumörk þótt aðeins sé búið að reisa tvær virkjanir af fimm eða sex. Virkjanirnar endast aðeins í 40 ár, nýting er einungis 12–15% og ein- göngu á að framleiða rafmagn, ekki heitt vatn. Þetta er full- komin rányrkja. Hér er stuttur út- dráttur úr nokkrum greinum sam- komulagsins. Dæmi hver fyrir sig hvort þetta sé bara siðlaust eða hvort þetta sé ólög- legt í þokkabót. En varla getur þetta talist eðlileg meðferð á fjár- munum Reykvíkinga. Samkomulagið er birt í heild sinni á http:// larahanna.blog.is. Samkomulag milli OR og SÖ um ýmis mál sem tengjast virkjun á Hellisheiði 2. grein Bæjarstjórn Ölfuss veitir fram- kvæmdaleyfi og greiðir fyrir skipu- lagsmálum eins hratt og unnt er vegna umræddra framkvæmda enda byggi þær á lögum um mat á um- hverfisáhrifum fyrir hvern áfanga og viðkomandi verkþætti. OR greið- ir SÖ skv. 11. grein fyrir aukið álag og vinnu sem framkvæmdirnar kalla á hjá sveitarfélaginu. Þetta gerir sveitarfélaginu kleift að hraða öllum umsögnum og leyfisveitingum sem þörf er á. 3. grein OR sér um og ber allan kostnað af hugsanlegum málaferlum og skaða- bótakröfum sem rekstur og fram- kvæmdir tengdar OR leiða til, sama hvaða nafni þær nefnast. Þetta á einnig við um hugsanleg skaðabóta- mál á hendur SÖ sem rekja má til virkjunarframkvæmda og orkuvera á Hellisheiði. 4. grein ...sérstök ráðgjafanefnd sem skip- uð verði um uppgræðsluverkefni skili tillögum til beggja aðila um uppgræðslu í SÖ... Miðað er við að OR verji til þessa verkefnis 12,5 milljónum á ári fram til 2012... Þá mun OR leggja að auki til starf ung- linga til landbóta í sveitarfélaginu... 5. grein Vegna framkvæmda OR tekur hún að sér að byggja upp nýja fjár- rétt og hesthús við Húsmúla sem notuð er til smölunar á afrétti Ölfus- inga skv. fyrirliggjandi teikningum. OR annast viðhald þessara mann- virkja... 6. grein OR gerir SÖ tilboð í lýsingu veg- arins um Þrengsli, frá Suðurlands- vegi í Þorlákshöfn fyrir 14 milljónir á ári... Innifalin er lýsing á veg- inum... allur fjármagnskostnaður, orka og viðhald er innifalið í tilboð- inu... 9. grein Á árinu 2008 hafi OR lokið lagn- ingu ljósleiðara um þéttbýli í Þor- lákshöfn og fyrir árið 2012 verði lagningu ljósleiðara lokið um að- gengilegan hluta dreifbýlis Ölfuss skv. nánara samkomulagi er liggi fyrir áramót 2006/2007. 11. grein ...umsvif og álag á bæjarstjórn og bæjarstjóra Ölfuss mun fyr- irsjáanlega aukast meðan fram- kvæmdir við virkjanir á Heng- ilssvæðinu standa yfir... Samkomulag er um að OR greiði SÖ fyrir þann kostnað sem af þessu hlýst með fastri heildargreiðslu, kr. 7,5 milljónir á ári árin 2006 til 2012... Þessar greiðslur verða notaðar til að kappkosta við að afgreiðsla umsagna og leyfa verði eins hröð og hægt er. Ölfusi 28. apríl 2006 Ég kref Orkuveitu Reykjavíkur svara við því, hvernig hún telur sig þess umkomna að gefa Sveitarfé- laginu Ölfusi hálfan milljarð af fjár- munum Reykvíkinga. OR er op- inbert fyrirtæki í eigu skattgreiðenda og þeir eiga heimt- ingu á skýrum svörum. Einnig vil ég vita nákvæmlega í hvað gjafaféð sem þegar hefur verið reitt af hendi hefur farið. Sveit- arstjóri Ölfuss á að gefa skýringar á hverri einustu krónu. Meirihluti Sveitarstjórnar Ölfuss er skipaður 4 einstaklingum með 495 atkvæði á bak við sig. Athugasemdir við fyrirhugaða Bitruvirkjun voru um 700. Ákvörðun um virkjanir á Hellisheiði og Hengilssvæðinu snertir um 200.000 manns í formi spilltrar náttúru, lyktar-, loft- og sjónmengunar og alla landsmenn í formi ofurþenslu, verðbólgu og vaxtahækkana. Ég lýsi eftir lýðræðinu í þessum gjörningi. Löglegt en siðlaust - eða koló- löglegt og siðlaust í þokkabót? Lára Hanna Einarsdóttir skrif- ar um samkomulag Orkuveitu Reykjavíkur og Sveitarfé- lagsins Ölfuss »Dæmi hver fyrir sighvort þetta sé bara siðlaust eða hvort þetta sé ólöglegt í þokkabót. Lára Hanna Einarsdóttir Höfundur er þýðandi, leiðsögumaður og einn eigenda Orkuveitu Reykja- víkur Hárgreiðslustofan 530 1800 37.900.000 252,8 fm iðnaðarbil í enda á tveimur hæðum í Hafnarfirði. Eigninni er skilað tilbúinni undir innréttingar. Neðri hæð er með góðri innkeyrsludyr og allt að 5,2 m lofthæð. Efri hæð er með 2,3-2,8 m lofthæð. Hvor hæð er ca 125 fm að stærð. Lóð verður malbikuð. Allar nánari upplýsingar á skrifstofu Draumahúsa s. 530-1811 eða 840-2277 M b l 9 49 07 3 Gjáhella - 221 Hfj Dæmi: Kaupverð 37,9 millj. 70% lán frá lánastofnun. 20% lán frá verktaka til 20 ára með 4,14 % vöxtum. 10% Eigið fé. 90% fjármögnun Skrifstofur okkar í Reykjavík og Hafnarfirði eru opnar alla virka daga frá kl. 9-17 Runólfur Gunnlaugsson viðskiptafr., lögg. fast.- og skipasali Kristín Pétursdóttir, lögg. fasteignasali Sími: 533 6050 www.hofdi.is Snyrtilegt atvinnuhúsnæði á götuhæð við Kársnesbraut. Skiptist m.a. í 7 herbergi, ásamt setustofu, eldhúsi, 2 snyrtingum o.fl. Húsnæðið er allt í útleigu. Kjörið tækifæri fyrir fjárfesta. Nánari upplýsingar veitir Runólfur á Höfða gsm. 892 7798. Verð 26,5 millj. Kársnesbraut, fjárfesting m bl .9 49 41 6 Til leigu í Skútuvogi 1 lager / skrifstofuhúsnæði - 174 fm Frábær staðsetning Björn Daníelsson, lögg. fasteignasali Þverholti 14 | 105 Reykjavík | Sími 595 9000 | Fax 595 9001 | www.holl.is | holl@holl.is tákn um traust Gæti hentað vel fyrir skrifstofu eða léttan lager. Rýmið er opið og býður uppá mikla möguleika. Góðar aðkeyrsludyr. Ítarlegri upplýsingar liggja fyrir á skrifstofu Hóls, Þverholti 14. Upplýsingar gefur Stefán Bjarni í síma 694 4388. Sundaborg Reykjavík Vorum að fá í sölu gott skrifstofu-, verslunar- og lagerhúsnæði, alls um 1300 m2, á tveimur hæðum. Góð staðsetning. Góð aðkoma og athafnasvæði. Nánari upplýsingar veitir Jón Sigfús í síma 566-8818 og 893-3003. Norðlingabraut Reykjavík Vorum að fá í sölu nýbyggingu, alls um 3100 m2 byggingarrétt á um 4280 m2 lóð. Nánari upplýsingar veitir Jón Sigfús í síma 566-8818 og 893-3003. Skúlagata 17 • 101 Reykjavík • Sími 566 8800 • vidskiptahusid@vidskiptahusid.is • www.vidskiptahusid.is M bl 9 49 42 1 www.atvinnueignir.is 534 1020 Stærðir: 20 fm ti l 8.000 fm - TIL LEIGU Til leigu. 300 fm, opinn salur, tvö fundarherbergi, wc, eldhús. Laust fyrir áramót. Mögulegt að kaupa húsgögn og tövlukerfi. Laust strax. Uppl. gefa Helgi 663-2411 og Ólafur 824-6703 Helgi Bjarnason, viðskiptafræðingur, MBA, löggiltur leigumiðlari og löggiltur fasteignasali Ólafur Jóhannsson, rekstarfræðingur, löggiltur leigumiðlari og löggiltur fasteignasali Skeifan, 104 Rvk Erum með allar tegundir og stærðir skrifstofuhúsnæðis til leigu. Ræddu við okkur um hvaða þarfir þú hefur. Upplýsingar gefa Helgi 663-2411 og Ólafur 824-6703 Skrifstofuhúsnæði
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.