Morgunblaðið - 16.12.2007, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 16.12.2007, Qupperneq 57
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 2007 57 11. GREIN stjórnsýslulaga skyldar stjórnvöld til þess að „gæta samræmis og jafnræðis“ við úrlausn mála. Samkvæmt sömu grein er stjórnvaldi óheimilt að mismuna aðilum vegna stjórn- málaskoðana, trúar- bragða, kynferðis eða þjóðfélagsstöðu. Þetta er svokölluð jafnræð- isregla – af ýmsum talin eitt helgasta ákvæði íslenskra laga þar sem því er ætlað að tryggja að allir standi jafnfætis gagn- vart stjórnvöldum. Halldór Hall- dórsson, bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ, hefur líklega ekki munað þetta ákvæði þegar hann í nýlegu útvarpsviðtali upplýsti um raunverulegar ástæður þess að Ísafjarðarbær hefur synjað frétta- vefnum skutull.is jafnræðis við annan vestfirskan vefmiðil. „Í mínum huga, er Skutull fyrst og fremst pólitískur vefmiðill … Skutull hefur ekkert sýnt það – ekki fyrir mér að minnsta kosti – að það sé einhver óháður frétta- miðill. Þetta er fyrst og fremst pólitískur miðill sem vinnur fyrir Í-listann hér í bæjarstjórn,“ sagði bæjarstjórinn. Með þessum orðum veitist bæj- arstjórinn á Ísafirði að trúverð- ugleika nýstofnaðs fréttamiðils sem hefur yfirlýsta stefnu um fag- lega og óthlutdræga frétta- mennsku. Framtíð fréttasíðunnar og rekstrargrundvöllur byggist ekki hvað síst á því að þeim trú- verðugleika sé ekki ógnað. Um er að ræða vefmiðil sem er stofnaður í því skyni að efla umfjöllun um vestfirsk málefni og fjölga val- kostum í fréttamiðlun hér á svæð- inu. Ég fullyrði að þeir sem að vefnum standa ástunda vönduð og óhlutdræg vinnubrögð, enda hefur ekki verið sýnt fram á annað. Það er alvarlegt mál þegar stjórnvald beinlínis bregður fæti fyrir þá sem eru að koma undir sig fótum á einhverju sviði at- vinnulífs. Enn alvarlegra er þegar stjórnvald gerir slíkt á grundvelli stjórnmálaskoðana þeirra sem að slíkum fyrirtækjum standa. Tilefni þessara orðaskipta er það að nýlega sendi skutull.is Ísa- fjarðarbæ erindi þar sem vefmið- illinn var kynntur bæjaryf- irvöldum og þess óskað að hann hlyti sama rými á heimasíðu bæj- arins og bb.is hefur nú þegar. Ennfremur var þess óskað að skutull.is fengi að sitja við sama borð og bb.is varðandi auglýsingar og fjárstyrki en bb.is er með beina RSS-veitu inn á heimasíðu Ísa- fjarðarbæjar og fær greitt fyrir. Líklega er einsdæmi að fjölmiðill fái greiðslu frá stjórnvaldi fyrir að auglýsa sjálfan sig á heimasíðu þess. En hjá Ísafjarðarbæ heitir þetta víst „þjónusta“ og bb.is er eitt um þá hitu. Á móti hefur bæjarstjórinn fengið sérstakan flýtihnapp á bb.is sem tengir les- endur beint inn á hans persónulegu bloggsíðu. Er mér ekki kunnugt um að nokkur stjórn- málamaður fái aðra eins þjónustu hjá „óháðum“ fréttamiðli. Nú hefur einnig komið í ljós að bb.is er eini vefmiðillinn hér á svæðinu sem er í viðskiptum við Ísafjarð- arbæ. Til blaðsins sem heldur vefnum úti, útgefanda þess og vef- síðunnar hafa runnið 4,2 mkr á undanförnum 22 mánuðum. Það er um fjórðungur alls þess sem bær- inn greiðir fyrir fjölmiðlaþjónustu 157 aðila sem samanlagt hafa fengið um 16 mkr á sama tíma. „Einhver“ jafnræðisregla Bæjarstjóri gefur lítið fyrir „einverja jafnræðisreglu“ sem hann rámar í að vísað hafi verið til fyrir hönd vefmiðilsins skutull.is. „Það hlýtur bara að vera þannig að sveitarfélög geti valið sér sam- starfsaðila“ segir hann. Síðan bæt- ir hann um betur og líkir stofnun skutuls.is við það ef Geir Haarde hefði verið falið að opna vefsíðuna vesturland.is og síðan hefðu sjálf- stæðismenn (?) sent erindi til bæj- arins „og krafist þess að fá sömu fjárhæðir og sömu auglýsingar og bb.is“. Ekki veit ég til þess að nokkur stjórnmálaflokkur hafi sent Ísa- fjarðarbæ erindi varðandi vefsíð- una skutull.is. Það gerði ég hins vegar sem aðstandandi síðunnar. Mér kemur ekkert við hvað Hall- dór Halldórsson á vantalað við stjórnmálaflokkana. Það kemur bæjarstjóra heldur ekkert við hvort ég spila bridds, sæki kirkju eða kýs Í-listann. Skutull.is á skil- ið málsmeðferð sem tekur mið af því hvað hann er: Hann er frétta- miðill ekki stjórnmálaflokkur. Nafn vefjarins fer fyrir brjóstið á bæjarstjóranum þar sem blaðið Skutull var eitt sinn málgagn Al- þýðuflokksins á Ísafirði. Sá flokk- ur er ekki lengur til. Þá ergir það bæjarstjóra að utanríkisráðherra skuli hafa, á ferð sinni um Ísfjörð, gefið sér tíma meðfram öðrum er- indum til að samfagna okkur og opna fréttasíðuna. Það gerði ráð- herrann sem fulltrúi þeirra stjórn- valda sem lögum samkvæmt standa vörð um málfrelsi og lýð- réttindi í landinu. Bæjarstjórinn klykkir út með því að skutull.is starfi undir fölsk- um formerkjum. Þau ummæli eru grafalvarlegt mál. Þar með dregur hann nýstofnaðan vefmiðil með ósmekklegum hætti inn í pólitískt argaþras og atar hann auri með meiningum sínum um þá sem að vefnum standa. Halldór Hall- dórsson bæjarstjóri er þess ekki umkominn að efast um heilindi eða fagmennsku þeirra sem vinna fyrir fréttavefinn skutull.is – enda hefur hann engin dæmi máli sínu til sönnunar. Aðeins dylgjur og illa ígrundaðar meiningar. Sá mál- flutningur er honum til vansa. Þjónið mér og þér skuluð mikils njóta Ólína Þorvarðardóttir skrifar um ummæli bæjarstjóra Ísa- fjarðar um vefmiðilinn skut- ull.is » Það er alvarlegt þeg-ar stjórnvald bregð- ur fæti fyrir þá sem eru að koma undir sig fótum á einhverju sviði at- vinnulífs, vegna stjórn- málaskoðana þeirra. Ólína Þorvarðardóttir Höfundur er einn aðstandenda fréttamiðilsins skutull.is Glæsilegasta verslunarhúsnæðið í Glæsibæ. Nettó stærð 275 m2 en með sameign ca. 350 m2. Mikið auglýsingagildi. Sjáanlegt frá umferðinni. Stórir gluggar, tvöföld hurð auk 3ja innganga. Laust strax. Glæsilegt bílageymsluhús. Brátt verða nýju húsin tekin í notkun. Verð: 125 millj. Upplýsingar veita Dan Wiium s.896-4013 og Kristinn Ingi s.893-1041. jöreign ehf GLÆSIBÆR - NÝJASTA KRINGLAN M bl .9 48 09 1 Ármúla 21 • 108 Reykjavík • Sími 533 4040 kjoreign@kjoreign.is • www.kjoreign.is Dan V.S. Wiium hdl., lögg. fasteignasali gsm 896 4013 ÁRBORG - LAND VIÐ SELFOSS áhugavert fyrir fjárfesta/verktaka Um er að ræða 43,7 ha. kjörið byggingarland við núverandi íbúðabyggð á Selfossi. Landið er mjög vel staðsett og liggur að Bjarkarlandi, sem er framtíðar byggingarland sveitarfélagsins. Skapandi fjárfesting! Land sem eykur verðgildi sitt. Verð 250 millj. kr. Óseyrarbraut Hafnarfirði Bæjarhraun Hafnarfirði Skúlagata 17 • 101 Reykjavík • Sími 566 8800 • vidskiptahusid@vidskiptahusid.is • www.vidskiptahusid.is M bl 9 49 38 4 Til sölu um 3600 m2 lóð ásamt byggingum, samtals um 3400 m2. Góð staðsetning. Miklir möguleikar. Nánar upplýsingar veitir Jón Sigfús í síma 566-8818 og 893-3003. Vorum að fá í sölu gott skrifstofuhúsnæði á 2. hæð, auk rýmis í risi, alls um 455 m2. Gott ástand. Góð aðkoma og bílastæði. Nánari upplýsingar veitir Jón Sigfús í síma 566-8818 og 893-3003. Fjarðargata Hafnarfirði Höfum til sölumeðferðar í góðu lyftuhúsi í Miðbæ Hafnarfjaraðar: Mjög gott atvinnuhúsnæði, um 320 m2 á 7. hæð. Um er að ræða eitt rými að mestu, nýtist sem salur fyrir veitingarekstur eða sem skrifstofu- eða vinnurými fyrir teiknistofu eða þess háttar. Einstakt útsýni til allra átta. Í sama húsi á 5. hæð, um 380 m2 og á 6. hæð, um 375 m2. Gott skipulag og gott ástand. Þá er einnig til sölu á jarðhæð í sama húsi um 35 m2 verslunarrými sem nú er notað sem snyrtistofa. Nánari upplýsingar veitir Jón Sigfús í síma 566-8818 og 893-3003. smáauglýsingar mbl.is Fréttir í tölvupósti Fréttir í tölvupósti
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.