Morgunblaðið - 16.12.2007, Page 58

Morgunblaðið - 16.12.2007, Page 58
58 SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÉG man það vel, þegar ég var í Austurbæjarskólanum fyrir hálfri öld eða svo, löngu áður en hann varð „fjölmenningarskóli“, að mér og jafn- öldrum mínum var sagt, að veður hér hefði verið miklu hlýrra fyrr á öldum en það er nú. Ekki þyrfti annað en fara í næstu mógröf, þar sem stórir trjá- stofnar vitnuðu um miklu gróskuríkara Ís- land en það sem við þekkjum. Ég man líka, þegar ég var skömmu síðar í gagnfræðaskól- anum við Lindargötu, að okkur var bent á þá staðreynd, að fyrir ör- fáum árþúsundum, skömmu fyrir daga Forn- Egypta, var Sahara- eyðimörkin grasi gróin slétta, yfir að líta eins og þjóðgarðar Austur-Afríku eru í dag, jafnframt því að Ísland var jöklalaust að mestu. Þetta skýrði kennarinn svo, að uppgufun úr höf- unum hefði verið meiri. Auk þess hafa allir lært, í síðasta lagi í eðlisfræði 9. bekkjar grunnskóla, að hlýtt loft tek- ur til sín margfalt meiri raka en kalt. Raki í gufuhvolfinu var því miklu meiri en nú og þar með úrkoman. Um þetta þarf ekki að deila. Ár- hringir trjáa, jurta- og dýraleifar og ótalmargt annað er til vitnisburðar um þessa staðreynd, sem mjög lengi hefur verið vituð. Jöklar á Ís- landi hafa t.d. aldrei verið jafn miklir síðan á jökulskeiði (sem fáfróð- ir kalla „ísöld“) og þeir voru um aldamótin 1900. Þessi hæga kóln- un og þornun jarð- arinnar gengur, eins og alltaf er um veðurfar, í sveiflum, og sveiflum innan í sveiflum. Hita- og rakakúrfan er hlykkjótt, en hún hefur vísað, þrátt fyrir allar sveiflur, af- dráttarlaust niður á við í 6-7 þúsund ár. Allir kannast við „litlu ísöldina“ sem náði (gróflega) yfir tímabilið frá 1300-1900, en önnur „lítil ísöld“ sem þó var miklu hlýrri, hefur lengi verið kunn, en hún hófst eitthvað kringum 500 f. Kr. og náði inn á fyrstu aldir okkar tímatals. Þá lagðist byggð af í norðanverðri Skandinavíu og gresjur Mið-Asíu skrælnuðu og urðu þær eyðimerkur sem þar eru nú. Þetta hvort tveggja átti mikinn þátt í að hrinda af stað þjóðflutningunum miklu. Loftslag er nú 4-5 stigum kaldara, jöklar stærri og eyðimerkur miklu víðáttumeiri en var fyrir fáeinum þús- undum (ekki milljónum) ára. Meg- injöklar á Suðurskautslandinu og Grænlandi bráðnuðu ekki og með- alyfirborð sjávar, að frátöldu landrisi og landsigi, hefur sáralítið breyst. Þetta er óumdeild, óhagganleg stað- reynd, sem ég hef vitað um síðan í æsku og hélt þar til fyrir fáeinum ár- um að væri alþekkt. En af hverju kemur hún hvergi fram í „um- ræðunni“? Hvar hafa þessir menn verið, sem tala um einhvern voða- legan „loftslagsvanda“, ef veðrið hlýnar svolítið aftur? Ég næ þessu ekki. Hvað er að ske? Meira að segja íslenskir ráðamenn taka undir þetta undarlega tal. Það er kannski hægt að fyrirgefa útlend- ingum, því náttúrufræðikennsla virð- ist í molum erlendis, en Íslendingar ættu að vita meira. Ég get fullyrt, að það var ógerlegt að ná stúdentsprófi frá eina menntaskólanum í Reykjavík í minni tíð og þótt aðalnámsgreinin væri latína, án þess að vita þetta. Hvers vegna tala þeir þá svona? Sameinuðu þjóðirnar, sem minna æ meira á gjörspillt málfundafélag í grunnskóla eða einhvers konar saumaklúbb undirmálsmanna og -kvenna, hafa nýlega borgað fyrir og sent frá sér skýrslu. Það er ekki það sem stendur í þessari skýrslu, sem er merkilegt, heldur það sem ekki stendur í henni, og það er þetta litla orð: „aftur“. Þar kemur hvergi fram, að jafnvel þó það væri rétt (sem er nær örugg- lega fásinna) að hitastig hækki um 2- 4 gráður á þessari öld, táknar það ekki annað en afturhvarf til þess raka, hlýja loftslags, sem ríkti á tím- um víkinga, eða þá Rómverja (enn hlýrra) eða Forn-Egypta (hlýrra en hjá Rómverjum), eða, sem væri best af öllu loftslagið sem ríkti á svo- nefndum „boreölskum“ tíma, fyrir 7- 10 þúsund árum, þegar Ísland var jöklalaust og Sahara algróin. Tölvulí- kön eru gjörsamlega óþörf. Aðeins þarf að rekja mannkynssöguna (ekki jarðsöguna) afturábak um fáeinar ár- þúsundir. Nú hef ég enga trú á því að sú smá- vægilega endurhlýnun og uppsveifla í hitastigi, sem nú ríkir verði varanleg, og hér er ekkert rúm til að ræða þá fáránlegu og furðulegu steypu, sem hrærð hefur verið í kringum þá loft- tegund, sem ásamt vatni og sólarljósi myndar sjálfa undirstöðu lífsins á jörðinni, nefnilega koldíoxíð. Þó vil ég benda á, að ef aukning koldíoxíðs í andrúmsloftinu getur orðið til að hægja á þeirri hægu, en öruggu þró- un í átt til nýs jökulskeiðs, sem virðist óhjákvæmileg er hún hið besta mál. Það er alveg ljóst, að Íslendingar ættu þá, jafnframt því að segja sig al- veg frá Kyoto-ruglinu að ganga í lið með jarðhitasvæðum og eldfjöllum landsins og veita sem allra mestu kol- díoxíði út í gufuhvolfið, því jök- ulskeiðið („ísöldin“) kemur fyrr eða síðar og landið verður enn einu sinni skafið niður í klöpp. Ekkert verður þá eftir af byggingum og streði Íslend- inga annað en fáeinar borholur og jarðgöng djúpt undir jöklinum. Það er þetta sem „umhverfisvernd- arsinnar“ hyggjast koma til leiðar með Kyoto-brölti sínu, og ég spyr: Er heimurinn orðinn geggjaður? Jökullinn kemur Vilhjálmur Eyþórsson skrifar um hlýnun loftslags » Tölvulíkön eru gjör-samlega óþörf. Að- eins þarf að rekja mann- kynssöguna (ekki jarðsöguna) afturábak um fáeinar árþúsundir. Vilhjálmur Eyþórsson Höfundur stundar ritstörf. FYRIR nokkrum dögum var mér bent á bréfaskriftir hér í blaðinu á milli Ómars Valdimarssonar og Björns Bjarnasonar fyrir stuttu. Ég tel málið mér nokkuð tengt enda vís- að til mín í bréfi Ómars, þar sem ég lenti í sömu stöðu og hann fyrir nokkrum mánuðum, að þurfa að ferðast yfir hálfan hnöttinn til að fá af- hent nýtt vegabréf. Mér finnst svar Björns vera nokkuð úr takti miðað við um- kvörtunarefni Ómars. Það kemur mér svo- sem ekkert á óvart, enda finnst mér stíll Björns iðulega með þeim hætti að snúa svörum við umkvört- unarefnum á viðmæl- andann, eins og tilefnið sé persónuleg árás. Hann dregur fram í umræðuna að verið sé að vega að starfsfólki dóms- málaráðuneytis. Það er auðvitað út- úrdúr og óviðeigandi. Björn ber ábyrgðina og ber því að svara mál- efnalega. Ég skrifa því hér til að impra á því megininntaki sem ég taldi mig lesa út úr grein Ómars. Það er vanda- málum sem komin eru upp vegna nýs verklags í útgáfu vegabréfa, sér- staklega gagnvart Íslendingum sem búsettir eru erlendis. Algengt er að þeir sem búsettir eru í Asíu þurfi að endurnýja vega- bréf sín allt að því árlega því þar eru vegabréfsáritanir iðulega pláss- frekar. Ég og kona mín höfum þurft að fara á sl. sex mánuðum í sérstaka ferð til Íslands til að endurnýja okk- ar vegabréf. Þetta hefur þegar kost- að okkur um hálfa milljón króna. Á næstu tveim mánuðum gerum við ráð fyrir að þurfa að senda börn okkar tvö til Íslands til þess að end- urnýja þeirra bréf, þá mun heild- arkostnaður minnar fjölskyldu lík- lega ná að slaga hátt í milljón króna á árinu. Áður gat ég farið í konsúlat hér í Hong Kong og fengið endurnýjun á vegabréf. Nú þarf ég að fara til Ís- lands, kannski sloppið með að fara til Bretlands ef ég get beðið eftir því að myndin verði send til Íslands og bréfið sent til mín síðar. Ef embætt- ismönnum á Íslandi þóknast þá kannski fæ ég í framtíðinni að fara til Peking til að end- urnýja vegabréf. Þessi þjónusta hefur einfaldlega versnað í valdatíð Björns Bjarnasonar. Hvað gera Íslend- ingar búsettir í Ástr- alíu, Asíu, Afríku og Suður Ameríku? Ef ég skil svar Björns rétt, þá þurfa þeir að bíða eftir því að embætt- ismaður með myndavél komi á staðinn. Að öðr- um kosti þarf ég að ferðast til Íslands til að fá nýtt vega- bréf. Ekki kemur fram hjá Birni hvernig slíkri þjónustu verði háttað. Í svari sínu til Ómars dettur Björn í þá gryfju að bera okkur saman við hvert það land sem hent- ar hverju sinni. Í þetta sinn valdi hann Bandaríkin, enda eru þau þægilegt dæmi um land sem hefur vegabréfaútgáfu í lamasessi. Hann hampar sjálfum sér á kostnað Bandaríkjanna í svarinu. Af hverju valdi Björn t.d. ekki samanburð við Svía eða Dani? Svíar hafa staðið þokkalega að sinni vega- bréfaútgáfu, þeir eru komnir með myndavélar og afgreiða passa t.d. í Hong Kong án nokkurra vandræða frá sínu konsúlati. Í samtali við konsúlat Dana í Hong Kong kom fram að þeir eru ekki enn komnir með „biometric“ búnað til myndatöku. En svo ég vitni nú í þeirra svör „að sjálfsögðu bjóði þeir þá þjónustu að fólk geti sótt um sín bréf á gamla móðinn allt þar til þeir verði búnir að koma upp búnaði svo þjónusta verði ekki skert“. Íslendingar þurfa hins vegar að ferðast 12.000 km til Íslands fyrir sömu þjónustu. Þar sem Ísland hefur ekki burði til að halda úti þeirri þjónustu sem áður var boðin, má þá ekki semja um aðstoð Danmerkur í þessu? Við höfum samninga við Dani í öðrum efnum. Til dæmis þarf að fara í danska konsúlatið í Hong Kong ef fólk sem statt er þar þarf vegabréfs- áritun til Íslands. Ég hef verið í sambandi við sendi- ráð Íslands í Peking vegna þessa í nokkurn tíma. Svörin sem ég fæ eru að myndavél sé vonandi á leiðinni, en ekki vitað hvenær. Enginn getur sagt okkur hvenær verði leyst úr þessu. Að sjálfsögðu bendir ekkert til þess að stefnt sé á að koma upp bún- aðinum bæði í Peking og Hong Kong, þótt 2000 km séu þar á milli. Ennfremur er það athyglisvert að umræddum búnaði hefur eingöngu verið komið upp í borgum nálægt Ís- landi þar sem í fyrsta lagi er lítið um að stimplað sé í vegabréf við milli- landaferðalög og í öðru lagi megi ætla að ferðir þeirra sem þar búa til Íslands séu mun tíðari og ódýrari en okkar sem fjær búum. Ég vil ítreka að ég fékk afbragðs- þjónustu bæði hjá starfsfólki vega- bréfaútgáfu í Njarðvík fyrr á árinu og starfsfólki sendiráðs Íslands í Peking . Það er ekki við þau að sak- ast. Þessi þjónusta vegna útgáfu nýrra vegabréfa flokkast í mínum huga sem fíaskó, sem endanlega hlýtur að vera á ábyrgð ráðherra. Þjónustustig versnaði, og það getur vart talist fjöður í hatt lýðkjörins fulltrúa. Ég hefði glaður viljað verja þessu fé, sem fór í dýru vegabréfin, í eitt- hvað skemmtilegra. Eða til dæmis til að styrkja dómsmálaráðuneytið við að setja upp myndavél í Peking? Hvað kostar ein myndavél, Björn? Vantar peninga fyrir henni? Hvað er það sem tefur? Lítið, ríkt samfélag sem Ísland á að geta boðið snara afgreiðslu, góða þjónustu og hátt þjónustustig sem mörgum okkar finnst ætti að vera mörgum þrepum ofan við Bandarík- in. Eflaust eru þessi vegabréf örugg- ari en þau gömlu. Bætt öryggi er auðvitað mikilvægt, en á það að kosta þetta mikið í skertri þjónustu? Því ætti dómsmálaráðherra, sem starfar í umboði fólksins, að bregð- ast við og leysa málin með því að viðurkenna opinberlega að þjónusta við fjölda Íslendinga hafi verið al- varlega skert, og að endurmeta kostnað og óþægindi þessarra þegna, sem og kostnað og möguleika til úrbóta. Um dellumakerí Steindór Sigurgeirsson skrifar svargrein til Björns Bjarnason- ar varðandi útgáfu nýrra vega- bréfa »Mér finnst svarBjörns vera nokkuð úr takti miðað við um- kvörtunarefni Ómars. Steindór Sigurgeirsson Höfundur er Forstjóri Nautilus Holdings í Hong Kong. Á ALDARAFMÆLI Land- græðslunnar er vert að hrósa starfi þeirra þúsunda sem komið hafa við starfssögu stofnunar- innar. Ímyndið ykkur Ísland í dag án fram- lags þessa fólks og þeirra sem kostuðu það. Vissulega hefði þurft miklu meira fé og mannafla til að endurheimta land- gæði í enn meira mæli en orðið er. Okkur hefur rétt svo tekist að jafna metin milli landeyð- ingar og land- græðslu, þegar á heildina er litið. En nú stefnir í að smám saman takist að vinna verulega á vegna þess að mönn- um skilst aldrei betur en nú að jarðvegur og gróður eru und- irstaða svo margs; ekki aðeins sjálfsagðs landbúnaðar í hverf- ulli veröld, heldur er landgræðsla til dæm- is líka mikilvægt and- óf gegn óþarflega mikilli hlýnun jarðar og gegn ófriði sem stafar af mis- skiptingu gæða og aukinni eyði- merkurmyndun eða vatnsskorti. Útbreiðsla gróðurs á þurrlendi (sem þekur 1⁄3 hnattarins) er um margt háð lífsháttum okkar og þá mun frekar en gróðurs hafs- ins (sem líka bindur kolefni). Við getum nefnilega gróðursett plöntur, sáð, verndað gróð- ursvæði og endurheimt skóga til þess að auka bindingu kolefnis og tryggja okkur súrefni. Við getum stöðvað þar rányrkju og þá ber einna hæst bann við ósjálfbæru skógarhöggi, einkum í regnskógum jarðar. Erfiðara er að hindra skemmdir á gróð- ursvæðum hafanna sem nú hitna og súrna svo um munar. En þar blasir engu að síður við risavaxið verkefni, samhliða því að gera dýranytjar í sjó sjálfbærar. Á aldarafmæli Landgræðsl- unnar, sem var helst markað með mikilvægri, alþjóðlegri ráð- stefnu í sumar, má minna á þrennt. Í fyrsta lagi gæti verið rétt að endurskoða skipulag alls þess starfs, þ.e. rannsókna, tilrauna og aðgerða úti í mörkinni, sem nú skiptist á milli nokk- urra stofnana, svo sem Landbún- aðarháskólans, Landgræðslunnar og Skógræktarinnar. Verið gæti að ein- faldara skipulag og frekari sameining starfsþátta skiluðu enn meiri árangri. Í öðru lagi á að hampa (og efla enn frekar) þeim nýja skóla handa erlendum nemum í endurheimt landgæða sem er að hefja starfsemi í tengslum við Land- búnaðarháskólann, líkt og við þekkjum af starfi sjáv- arútvegsskóla og jarðhitaskóla. Hann er merkilegt framlag á alþjóðavísu. Í þriðja lagi þarf að hyggja að viðbrögðum við hopi jökla. Miklar líkur eru á að jökl- ar hverfi á næstu áratugum af svæðum sem ná yfir hundruð ferkílómetra. Land kemur undan þeim þakið leir, silti, sandi og grjóti. Sums staðar afhjúpast vötn sem eru kögruð fokgjörnu seti. Jökulár munu á næstunni auka sumarrennsli og bæta við setflutninga sína. Mikið af fyrr- greindu rofefni getur borist yfir hálendisjaðra og láglendi í vindasamri veðráttu og valdið tjóni. Gamalkunnir mekkir frá landsvæðinu við Hagavatn og Sandvatn segja sína sögu. Hvað er til ráða? 100 ára samfélags- þjónusta Ari Trausti Guðmundsson skrifar í tilefni af aldarafmæli Landgræðslunnar Ari Trausti Guðmundsson » Við getumnefnilega gróðursett plöntur, sáð, verndað gróð- ursvæði og end- urheimt skóga til þess að auka bindingu kol- efnis og tryggja okkur súrefni. Höfundur er jarðeðlisfræðingur og áhugamaður um umhverfismál. Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.