Morgunblaðið - 16.12.2007, Síða 59

Morgunblaðið - 16.12.2007, Síða 59
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 2007 59 SJÁLFSTÆÐISMAÐURINN Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, hefur ekki bara hæfileika til að sitja í senn beggja vegna borðs í samningaviðræðum. Bæjarstjórinn telur sig einnig geta haft tvær andstæðar skoð- anir í senn og ef hon- um þóknast að segja að svart sé hvítt þá skal það svo vera. Þetta kemur glöggt fram í grein bæj- arstjórans í Morg- unblaðinu sl. þriðju- dag. 111. meðferð á bæjarstjóra Grein sína byrjar bæjarstjórinn á að rekast í viku- gömlum mismælum undirritaðs í ræðustól Alþingis sem ég leiðrétti samdægurs. Ef bæjarstjóranum er fró í því að byrja hér eftir allar greinar á að geta um þessa ill- ræmdu meðferð sem ég á að hafa veitt honum þá er honum það meira en velkomið. Mismæli um bæjarstjóra mætti hér eftir skil- greina sem óguðlega 111. meðferð í anda Ólafs Ljósvíkings. Í niðurlagi kvörtunar sinnar yfir mismælinu skrifar bæjarstjórinn nær viku eftir atburðinn: „Það hef- ur nú verið leiðrétt,“ og þýðir af orðanna hljóðan að liðið hafi langur tími áraunar hinnar 111. meðferðar sem bæjarstjórinn varð að þola af minni hálfu. Þetta er óréttmætt þar sem ummælin voru leiðrétt samdægurs en skal fyrirgefið og engrar afsökunar krefst ég vegna þessa. Tel einfaldlega að við sem í stjórnmálum störfum þurfum þykkari skráp heldur en bæj- arstjórinn á Reykjanesi virðist hafa. Sárindin eini skjöldurinn Verst þykir mér þó að bæj- arstjórinn skuli nota meint sárindi vegna mismælis til þess að skauta framhjá allri málefnalegri umfjöll- un um þátt sinn í uppbyggingu Keflavíkurflugvallar þar sem hann hefur verið mjög á ystu brúnum al- mennra reglna um hæfi og van- hæfi. Þannig tilnefnir Steinþór Jóns- son, þáverandi stjórnarformaður SSS (Samtök sveitarfélaga á Suð- urnesjum), Árna sem fulltrúa sinn- ar stjórnar í stjórn Kadeco ehf. og skömmu síðar kemur sami Stein- þór sem er þá orðinn stjórn- arformaður, einn aðaleigandi og prófkúruhafi hlutafélagsins BASE og kaupir ríkiseignir af Kadeco ehf. fyrir hundruð milljóna. Umræddur Steinþór er reyndar einnig í bæjarstjórn Reykja- nesbæjar undir for- ystu Árna og sama má segja um þrjá aðra einstaklinga og sam- flokksmenn bæj- arstjórans sem allir kaupa hluta af þeim ríkiseigum sem Ka- deco-stjórnin hefur til umráða. Beggja vegna borðs Umsvifamest í kaupum er félagið Háskólavellir sem Reykjanesbær stofnar með fleiri aðilum og starfar í nánum hagsmunatengslum við há- skólafélagið Keili þar sem bæj- arstjórinn er í stjórn. Háskólavellir kaupa eignir af Kadeco með einum 14 milljarða samningi þar sem bæj- arstjórinn situr af þremur ástæð- um beggja vegna borðs. Í fyrsta lagi vegna þess að hann er í stjórn Keilis sem byggir til- veru sína á samningum Há- skólavalla. Í öðru lagi vegna margháttaðra tengsla bæjarins og stjórnar Keilis við einstaka eigendur Háskólavalla. Í þriðja lagi vegna eign- arhlutdeildar Reykjanesbæjar í Háskólavöllum (allt eins þó hann hafi verið seldur nú löngu eftir að samningum var lokið.) Að þessu sögðu er rétt að geta þess að margt er gott í þeim verk- um sem efnt er til á Keflavík- urflugvelli og ánægjulegt að sjá herstöð breytast í þekkingarsetur. Um það eru menn allra flokka á Suðurnesjum sammála. En hversu gott sem viðfangsefnið er réttlætir það ekki þau vinnubrögð sem hér eru viðhöfð við útdeilingu eigna al- mennings. Ná reglur ekki yfir sjálfstæðismenn? Vera má að reglur um vanhæfi, sannsögli og samkvæmni séu að- eins taldar ná til stjórnmálamanna utan Sjálfstæðisflokks. Þögn margra fjölmiðla um málið gæti bent til þessa en hin sterku tök Sjálfstæðisflokksins á fjölmiðlum landsins koma nú skýrt fram. Það er því að vonum að liðsmenn sama flokks telji sig geta haft at- hugasemdalaust tvær eða fleiri andstæðar skoðanir í senn. Þannig átelur Árni Sigfússon nú bæjarfull- trúa Framsóknarflokksins Eystein Jónsson fyrir að ræða viðsnúning sjálfstæðismanna gagnvart einka- væðingu Hitaveitunnar og sölu orkuauðlinda á Reykjanesskaga. Fyrir málefnalega umræðu sína er Eysteinn settur á bekk með okkur meintum ósannindamönnum sem ekki eru Sjálfstæðisflokki þókn- anlegir. Það rétta í málinu er að 12. júlí lögðu bæjarfulltrúar Sjálfstæð- isflokks í Reykjanesbæ fram bókun þar sem fagnað var 32% eign- arhlutdeild Geysir Green Energy í Hitaveitu Suðurnesja og sagt um þann atburð: „Samkomulagið tryggir jafn- framt fyrstu skref einkavæðingar orkufyrirtækja á Íslandi þar sem kraftar einkaframtaksins verða virkjaðir á sviði orkufram- leiðslu …“ Ef 32% eignaraðild er fyrsta skrefið í einkavæðingu orkufyr- irtækja og auðlindanna er stefnan greinilega ekki að almenningur eigi meirihlutann í sömu eignum. Nú segir Árni Sigfússon aftur á móti að tryggja beri „forgang almenn- ings að auðlindunum sjálfum, ýmist með skýrri löggjöf eða meiri- hlutaeigu.“ Bæjarstjóranum er vitaskuld heimilt að skipta um skoðun í þessu máli og batnandi manni er best að lifa eins og fyrrnefndur bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins bendir á. En batinn er afar ótraustur ef menn telja sig geta talað tungum tveim. Slík pólitík er hvorki líkleg til farsældar né ár- angurs. Af árekstrum hins hörund- sára bæjarstjóra Bjarni Harðarson skrifar um sveitarstjórnarmál í Reykja- nesbæ »… að bæjarstjórinnskuli nota meint sár- indi vegna mismælis til þess að skauta framhjá umfjöllun um þátt sinn í uppbyggingu Keflavík- urflugvallar Bjarni Harðarson Höfundur er alþingismaður. Vorum að fá í einkasölu þessar glæsilegu húseignir alls 483 fm á 1.620 fm lóð sem samanstendur af aðalhæð sem er 255 fm. Bílskúr 63 fm. Samþykktri aukaíbúð 80 fm m/allt sér. Að auki er óvenju vandað 86 fm hesthús f/8 hesta í sérhúsi sem er aðskilið aðalhúsi. Allur frágangur utan sem innan til fyrirmyndar. Allir innviðir, tæki og gólfefni eru af vönduð- ustu gerð. Hesthúsið er engu líkt hvað varðar frágang og myndarskap. Lóðin að mestu frágengin með ca. 90 fm sólpöllum. Mikið útsýni af stór- um svölum. Uppl. gefur Ólafur B Blöndal í 6-900-811. GRUNDARHVARF/VATNSENDASVÆÐI Ólafur B. Blöndal, löggiltur fasteignasali. M b l 9 49 77 1 5 900 800 Borgartúni 22 • 105 Reykjavík • Fax 5 900 808fasteign@fasteign.is • www.fasteign.is www.atvinnueignir.is 534 1020 Stærðir: 70 fm ti l 2.000 fm - TIL LEIGU Til leigu. 300 fm, verslunarhúsnæði. Laust fjótlega. Uppl. gefa Helgi 663-2411 og Ólafur 824-6703 Helgi Bjarnason, viðskiptafræðingur, MBA, löggiltur leigumiðlari og löggiltur fasteignasali Ólafur Jóhannsson, rekstarfræðingur, löggiltur leigumiðlari og löggiltur fasteignasali Hlíðasmári , 200 Kóp Erum með margar tegundir og stærðir af verslunarhúsnæði til leigu. Ræddu við okkur um hvaða þarfir þú hefur. Upplýsingar gefa Helgi 663-2411 og Ólafur 824-6703 Verlunar- / þjónustuhúsnæði JARÐIR TIL SÖLU Í VOPNAFIRÐI Björn Daníelsson, lögg. fasteignasali Þverholti 14 | 105 Reykjavík | Sími 595 9000 | Fax 595 9001 | www.holl.is | holl@holl.is tákn um traust Fasteignasalan Hóll kynnir í einkasölu hluta úr þremur land- miklum hlunnindajörðum við Selá í Selárdal í Vopnafirði. Um er að ræða 16,67 % úr jörðinni Leifsstöðum sem er 5652 ha. að stærð, 8,33 % úr jörðinni Áslaugar-stöðum sem er 4762 ha. að stærð og helming jarðarin- nar Breiðamýrar sem er 712 ha. að stærð skv. uppl. á nytjaland.is. Á Leifsstöðum er 111 fm. íbúðarhús, byggt árið 1944, sem gert hefur verið upp og er nýtt sem veiðihús en Breiðamýri og Áslaugarstaðir eru án húsa. Áslau- garstaðir og Leifsstaðir eiga land saman. Jarðirnar eru vel grasi grónar og liggja allar að Selá og eiga hlutdeild í arði vegna laxveiðiréttinda í ánni. Selá hefur verið með aflahæstu veiðiám landsins síðustu ár og ásókn í veiði þar verið mikil. Um leið hefur verið gert stórátak í að varðveita hinn náttúrulega laxastofn sem þar er að finna og hefur það skilað sér í stöðugt aukinni veiði. Í gildi er samningur um leigu árinnar sem hefur var endurskoðaður á síðasta ári og arðgreiðslur til landeigenda hækkaðar verulega. Til stendur að byggja nýtt veiðihús við ána, austan ár, innan við sundlaug. Nánari lýsingu á landkostum Selárdals og jarðanna þriggja er að finna í bók- inni Sveitum og jörðum í Múlaþingi. Verð: Óskað er eftir tilboðum í hverja eign fyrir sig en seljendur áskilja sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Þinglesinn forkaupsréttur er á jörðunum. Nánari upplýsingar gefur Björn Daníelsson hdl./lgf. fasteignasölunni Hóli í síma 595-9000,849-4477. Lögg. fasteignasali Hrafnhildur Bridde Sigurberg Guðjónsson hdl. Hrafnhildur Bridde, lögg.fasteignasali 821 4400 534 2000 www.storhus.is Skógarhlíð 22 • 105 Reykjavík • Sími 534 2000 • Fax 534 2001 • www.storhus.is LAUS!! FURUGRUND, KÓPAVOGUR. 4RA HERB. Á 3.HÆÐ + BÍLSKÝLI. LYFTA. Skemmtileg 4ra herb. 91 fm íbúð á 3. hæð auk 23,8 fm bílskýlis á grónum stað í Kópavogi. Þrjú svefn- herb. Suðursvalir. Ný gólfefni. Þvotta- hús á hæð. Lyfta. Stutt í verslun og þjónustu. Íbúðin er laus og til afhend- ingar við kaupsamnings. Aðili sér um þrif á sameign. Verð 23,9 millj. Sjamerandi 3ja herb. 57,7 fm íbúð á 2. hæð á þessum eftirsótta stað í miðbæ Reykjavíkur. Ný eldhúsinnrétting og parket. Parket á stofu og herbergjum. Stutt í verslun og þjónustu. Íbúðin er laus og til afhendingar við kaupsamn- ings. Verð 18,9 millj. LAUS!! ÞÓRSGATA, 101 RVK. 2. HÆÐ.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.