Morgunblaðið - 16.12.2007, Side 63

Morgunblaðið - 16.12.2007, Side 63
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 2007 63 ✝ Sveinbjörn Hall-grímsson Jó- hannsson var fædd- ur á Norðfirði 21.6. 1921. Hann lést 26. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru hjónin Jóhann Sveinbjörnsson, f. í Mjóafirði 12.4. 1891, d. 1972 og Guðrún Sveinbjörnsdóttir, f. á Norðfirði 17.2. 1895, d. 1930. Systk- ini hans voru Svein- björg Þóra, Guðjón og Anna og eru þau öll látin. Dóttir Sveinbjörns og Sigríðar Jónasdóttur frá Vetleifsholti í Rangárvallasýslu er Melkorka Sveinbjörnsdóttir fædd 4.1. 1945, maki Ingvi B. Jónsson fæddur 22.9. 1943. Börn þeirra eru 1) Sigríður gift Oddi Sigfússyni og eiga þau 2 drengi. 2) María Emelía gift Krist- jáni Sigmundssyni, eiga þau 3 börn. 3) Kjartan Orri í sambúð með Gunndísi Finnbogadóttur. 4) Kjartanssyni og eiga þau 2 drengi, fyrir átti Ragna 1 son og Knútur 1 dóttur. b.) Aðalheiður er í sambúð með Brynjólfi Gíslasyni og eiga þau 1 son. Sambýliskona Gunnars Berg er Sesselja Ólafsdóttir og á hún fyrir 3 börn og 8 barnabörn. Sveinbjörn missti móður sína 9 ára gamall. 11 ára fór hann í fóstur að Parti í Sandvík og vann þar fyr- ir sér framundir tvítugt. Hann átti ekki kost á lærdómi utan far- skólanámi þótt góðir hæfileikar og vilji væri fyrir hendi. Sveinbjörn fluttist suður á land um tvítugt, vann um tíma við sveitastörf í Flóa og á Vetleifsstöðum í Rangárvalla- sýslu. Síðan fór hann til Reykjavík- ur og vann þau störf sem til féllust, gerði út trillubát um árabil með öðrum manni. Vann síðan lengi hjá verktakafyrirtækinu Ok og lærði þá á námskeiði til verkstjórarétt- inda. Mörg síðustu starfsárin vann hann á verkstæðinu Selkó í Kópa- vogi til 72 ára aldurs. Sveinbjörn var hörkuduglegur að hverju sem hann gekk og eftirsóttur verkmað- ur. Eftir starfslok var hann um árabil mjög virkur í starfsemi eldriborgara í Kópavogi og söng í kirkjukór Digraneskirkju meðan heilsan leyfði. Útför hans fór fram í kyrrþey að ósk hans. Elva Hrund, hún á eina dóttur. Sveinbjörn var í sambúð í 15 ár með Steinunni Bjarna- dóttur frá Bollastöð- um í Blöndudal, látin. Sonur þeirra er Jón Gestur f. 4.5. 1948, kvæntur Sigurást Karlsdóttur frá Borgarnesi, dóttir þeirra er Rósika. Fyrir átti Gestur 3 börn, Björgvin, Vil- hjálm og Halldóru Steinunni. Björgvin er kvæntur Ír- isi Björgu Jónsdóttur og eiga þau 3 börn. Halldóra Steinunn á 4 börn. Dóttir Steinunnar er Sjöfn Ólafs- dóttir. Sveinbjörn kvæntist 7 7. 1966 Rögnu Sigríði Gunnarsdóttur. Sonur hennar er Gunnar Berg, var kvæntur Elínu Egilsdóttur og eiga þau dæturnar Rögnu Berg og Aðalheiði Margréti. a.) Ragna Berg er í sambúð með Knúti Elsku afi. Ég minnist þess alltaf hve gott var koma í heimsókn, að taka um stórar, hlýjar hendur þínar og hversu mjúkt faðmlagið var. Það var svo auðvelt sem barn að fá þig með í leik. Þú varðveittir barnið í sjálfum þér svo vel og ég vona að ég geti tekið þá yndislegu eiginleika með mér áfram í lífinu. Í minningunni sitja eftir fal- leg orð þegar þú sagðir að það hefði ekkert verið sjálfgefið að hafa kynnst mömmu og pabba og hversu glaður þú varst að ykkur varð vel til vina. Að sama skapi þakka ég Guði fyrir þau forréttindi að hafa fengið að kynnast þér og eyða með þér fal- legum dögum. Myndin í huganum verður afi í dyrunum að vinka bless. Vordagsins þróttur vetrarmyrkri kvíðir, vonar til lífs og miðar allt við það, fórnar því hönd og huga, stund og stað, í sterkri trú á dýrðleg laun um síðir: indælar hvíldir eftir daginn langan, órofa frið í kvöldsins þögn og angan. (Guðmundur Böðvarsson.) Bless afi, þangað til næst. Kjartan Orri. Nú er afi minn í kjalló dáinn. Við systurnar kölluðum afa og ömmu í Fífuhvammi alltaf afa og ömmu í kjalló vegna þess að við bjuggum í sama húsi og þau þegar við vorum litlar, við í risinu og þau í kjallaran- um. Þannig að alltaf var stutt fyrir okkur að fara til afa og ömmu. Þótt við flyttum í Hveragerði hélst sam- gangurinn áfram þó svo að við sæj- um þau ekki daglega. Við vorum allt- af hjá afa og ömmu á aðfanga- dagskvöld og eftir að ég fór að búa voru þau oftast hjá mér. Þegar ég flutti úr risinu flutti ég ekki langt, samgangurinn hélst áfram. Annað- hvort komu þau til mín eða ég til þeirra og yfirleitt var tekinn slagur. Stundum var afi einn á ferð og kom þá við í kaffi og spjall eða til að fá klippingu. Við spjölluðum um allt milli himins og jarðar og hann sagði mér margt um sín uppvaxtarár sem voru ekki alltaf auðveld. Afi og amma voru mjög samrýmd og erfitt er að skrifa um afa án þess að minnast líka á ömmu. Þau ferð- uðust mikið um landið og fóru í veiði- túra. Frá því að ég man eftir mér fórum við að Hítarvatni á hverju ári, stórfjölskyldan saman ásamt góðu vinafólki. Á kvöldin fór svo fullorðna fólkið að spila og við krakkarnir lág- um upp í kojum og horfðum á. Afi var frábær spilamaður það var svo gaman að spila við hann og ég tala nú ekki um ef maður vann, þá var sko gaman, það var ekki á hverjum degi sem maður vann aðalspila- manninn. Síðustu árin var afi hættur að keyra mikið út á land en keyrði þó um allt innanbæjar. Afi og amma ferðuðust með mér og strákunum mínum síðustu árin og eigum við margar góðar minningar frá þessum ferðum sem voru mjög skemmtileg- ar. Afi var alltaf svo sterkur maður og veigraði sér ekki við að gera hlut- ina, hvort sem það var að tjakka upp fellihýsið eða bera þunga matar- kassa þótt að hann væri með slitinn vöðva í handleggnum. Í sumar fór- um við í frábæra ferð, þá var Alla systir líka með og að sjálfsögðu var mikið spilað og sungið, en afi var mikill söngmaður og var í ýmsum kórum í gegnum tíðina. Við vorum alltaf að syngja og oft þegar við Alla komum heim til þeirra sungum við saman og höfðum gaman af. Þegar ég hugsa til baka finnst mér eins og það hafi alltaf verið sól þar sem við vorum að ferðast. Ég veit ekki hvort við vorum svona heppin að vera þar sem sólin var eða hvort það var bara svona gaman hjá okkur og mér fannst alltaf vera sól. Ég á mjög erfitt með að hugsa um næsta aðfangadag þar sem afi verð- ur ekki með okkur. Einnig verður skrítið að fara að ferðast næsta sum- ar og hafa ekki afa í framsætinu hjá mér og syngja. Og hlusta ekki á ömmu og afa tala um hvað hinn og þessi hóll heitir og hver er frá hvaða bæ. Ég hef lært margt um landið á ferðalögunum okkar. Mér finnst ég mjög heppin að hafa átt svona góðan og skemmtilegan afa því það eru ekki allir sem eiga afa, og hvað þá langafa eins og synir mínir, þeir Gunnar Geir, Sveinbjörn Berg og Kristján Björn, hafa átt. Við erum svo heppin að hafa haft tæki- færi til þess að vera svona mikið með afa okkar. Ég og mín fjölskylda biðj- um guð að geyma þig elsku amma. Elsku Melkorka, Gestur, pabbi og aðrir aðstandendur, megi guð vera með ykkur á erfiðri stund. Elsku besti afi minn, góða nótt. Kveðja, Ragna Berg Gunnarsdóttir. Sveinbjörn Hallgríms- son Jóhannsson Hjartans þökk fyrir vináttu þína, umhyggjusemi og um- burðarlyndi. Ástarkveðja frá eiginkon- unni Rögnu S. Gunnarsdóttur. HINSTA KVEÐJA                               ! "# $!% &   ' (!!%  ! $) (!!*% !! +! ( (!!*% , ( '$  (!!*% - $ .! $  (!!*% /  0  (!!*% 0  1 ! (!!*% ✝ Elskulegur föðurbróðir minn, TÓMAS BERNHARÐSSON, Sóltúni 2, Reykjavík, lést á heimili sínu, hjúkrunarheimilinu Sóltúni, þriðjudaginn 11. desember. Útförin fer fram frá litlu kapellunni í Fossvogi miðvikudaginn 19. desember kl. 13.00. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Halla Kristín Þorsteinsdóttir. ✝ Ástkær eiginmaður minn, bróðir, mágur og frændi, JÓN KR. KRISTINSSON, Hvannavöllum 6, Akureyri, andaðist á Sjúkrahúsinu á Akureyri miðvikudaginn 12. desember. Útförin verður gerð frá Akureyrarkirkju fimmtu- daginn 20. desember kl. 13:30. Jónína Helgadóttir, Jóhannes Gíslason, Ásgerður Lilja Hólm og systkinabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, CRAIG LAMAR WILLIAMS, varð bráðkvaddur í Orlando, Florida, föstudaginn 23. nóvember. Bálför hefur farið fram. Hjartans þakkir til allra sem hafa stutt mig og hjálpað mér. Sigrún I. Benediktsdóttir (Inga Sigrún). ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÞÓRUNN ÞÓRÐARDÓTTIR sjávarlíffræðingur, Ljósheimum 18 a, Reykjavík, lést á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut þriðjudaginn 11. desember. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 17. desember kl. 15:00. Katrín Didriksen, Einar Oddsson, Xu Wen, Elín Þórunn Didriksen, Oddur Xu Einarsson. Þegar fréttir af andláti Bernards Scudder bárust mér hingað til London var mín fyrsta hugsun sú að nú hefði íslensk menning misst einn af sínum bestu liðsmönnum fyrr og síðar. Kynni mín af Bernard hófust fyr- ir tveimur áratugum en einkum átt- um við samskipti vegna þýðinga á íslenskum fornbókmenntum. Bern- ard talaði svo góða íslensku að hann Bernard John Scudder ✝ Bernard JohnScudder fæddist í Kantaraborg í Englandi 29. ágúst 1954. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut 15. október síðastliðinn og var útför hans gerð frá Dómkirkj- unni 25. október. var hiklaust einn besti íslenskumaður landsins. Hann orti á ensku, gaf út að minnsta kosti eina ljóðabók en lagði sitt af mörkum með þýð- ingum á íslenskum bókmenntum yfir á ensku. Vald hans á ensku og íslensku var einstakt. Þess vegna voru hinar fjölmörgu þýðingar hans, hvort heldur var á íslensk- um samtímabók- menntum eða fornbókmenntum, mikil lyftistöng fyrir íslenskar bók- menntir á heimsvísu. Hlutverk hans á þessu sviði verður vandfyllt. Það var svo einmælt að hann væri afburðaþýðandi að það var haft á orði þegar mikið lá við um að vel tækist til að nú þyrfti að biðja Bernard. Ég er ekki viss um að menn átti sig á því almennt hversu mikið sjálfstraust hann færði Íslandi og íslenskri menningu með snilld sinni og elju. Við áttum samstarf oft en einkum er mér minnisstæð og hug- leikin þýðing hans á Völuspá sem er að mínu mati eitt af hans snilld- arverkum. Hann hristi það ekki fram úr erminni og tók sér mörg ár í að fægja þýðingu sína einsog sjá má. Völuspá er vandþýdd og hafa margir spreytt sig en enginn gert henni skil svo mark sé á fyrr en Bernard Scudder. Mun það verk hans eitt standa um aldur. Maðurinn Bernard Scudder var einstakur að mörgu leyti, heiðarleg- ur, umburðarlyndur og réttsýnn. Hans mun sárt saknað fyrir sakir mannkosta. Þó mun áfallið sem ís- lensk menning hefur orðið fyrir snerta fleiri en fengu að kynnast honum. Þýðingar Bernards á ís- lenskum bókmenntum yfir á ensku og framlag hans til íslenskrar menningar lýsa mönnum veg og hvetja til dáða. Björn Jónasson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.