Morgunblaðið - 16.12.2007, Qupperneq 66
66 SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Eiríkur Sigurðs-son frá Hruna í
Vestmannaeyjum
fæddist 31. janúar
1931. Hann lést af
slysförum 28. nóv-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Sigurður Þorleifs-
son frá Á á Síðu í
Austur-Skaftafells-
sýslu og Margrét
Vigdís Gunnlaugs-
dóttir frá Uppsala-
koti í Svarfaðar-
dalshreppi. Systkini
Eiríks eru Gunnlaugur, látinn,
Sigríður, látin, Una Guðríður
Rósamunda, látin, Margrét Þ. í
Hafnarfirði, Fjóla í Reykjavík,
Pálína í Reykjavík, Oddný Sigur-
rós í Sandgerði, og Einara í Hafn-
arfirði. Eiríkur átti einn hálfbróð-
ur sammæðra, Pétur Sveinsson.
Hinn 13. apríl 1952 kvæntist
Eiríkur Sigríði Sæunni Sigurðar-
dóttur frá Ísafirði. Þau eignuðust
fimm börn, þau eru: 1) Gísli Sig-
urður, sambýliskona Sigþóra Jón-
atansdóttir, börn þeirra eru Anna
Sigríður, Jónatan og Bryndís Ýr.
2) Margrét Vigdís, gift Sigurði
Erni Karlssyni,
börn þeirra eru Sig-
fús Scheving, Eirík-
ur Sigurður og Sig-
ríður Sæunn. 3)
Elísabet Guðfinna,
gift Heimi Sigur-
björnssyni, börn
þeirra eru Albert
Sigurður, Helga
Björk og Thelma
Hrund. 4) Sólveig
Bryndís, sonur
hennar er Gunnar
Árnason. 5) Þröstur
Gunnar, sambýlis-
kona Svetlana Balinskaya, sonur
þeirra er Nikita Andri. Börn
Þrastar úr fyrri sambúð eru Elvar
Már og Ragnhildur Rós.
Eiríkur gekk í Barnaskóla
Vestmannaeyja. Hann byrjaði 15
ára til sjós og starfaði við það til
ársins 1964, vann síðan hjá
Áhaldahúsi Vestmannaeyjabæjar
fram að eldgosi 1973, á Vöru-
bifreiðastöð Vestmannaeyja í
nokkur ár og síðan ýmis störf til
ársins 1999 er hann lét af störfum
og fluttist til Selfoss.
Útför Eiríks var gerð 8. desem-
ber.
Ein af mínum fyrstu kynnum af
Eiríki í Hruna voru í einni af ferðum
mínum milli lands og Eyja á fyrstu
dögum Heimaeyjargossins. Við
röbbuðum saman: „Ætli þeir kenni
mér ekki um þetta!“ sagði hann, en
hann var að vinna hjá bænum á jarð-
ýtu í malargryfjunni í Helgafelli
daginn fyrir gos. Ég var ekki alveg
viss hvort hann talaði í gríni eða al-
vöru. Við fluttum báðir til Eyja eftir
gosið og kynntumst þá enn betur.
Árið 1981 ákváðum við bræðurnir
að reisa okkur sumarbústað. Við
pöntuðum einingahús sem var smíð-
að í Eyjum. Eiríkur tók að sér að
flytja einingarnar frá Eyjum alla
leið á Mýrakotsjörð í Grímsnesi.
Auk þess sótti hann sperruefni,
járn, einangrun o.fl. til Reykjavíkur
til að flytja á sama stað. Hann var
með fulllestaðan bílinn. Það var
nærri farið mjög illa fyrir vini mín-
um í þeirri ferð því að vélin brotnaði
á leið niður Kambana. Stýrishúsið
fylltist af olíureyk, hann skrúfaði
niður rúðuna og rak höfuðið út um
gluggann til að sjá fram fyrir sig.
Eiríkur var afbragðs flinkur bíl-
stjóri, hélt af alefli um stýrið og ein-
beitti sér að því að valda ekki slysi,
hvorki á sér né öðrum, stýrði
bremsulausum bílnum fram úr
mörgum bílum sem voru á sömu
leið. Honum tókst þetta en bíllinn
var kominn langleiðina að Kolvið-
arhóli þegar hann stöðvaðist. Hon-
um var mjög brugðið við þetta atvik.
Fréttin af því að Eiríkur hefði látist
í bílslysi á þessari sömu leið kallaði
fram þessa minningu. Að hann sem
var svo frábær og öruggur bílstjóri
skyldi hljóta þessi örlög. Seinna
lágu leiðir okkar saman þegar hann
var ráðinn bílstjóri í SÍS á Heið-
arveginum þar sem ég vann. Ég
vissi alltaf að hann hefði góðan
mann að geyma og gekk samstarf
okkar mjög vel. Hann var alltaf kát-
ur og léttur í lund og dugnaðarfork-
ur mikill. Hann sagði mér margar
sögur af því sem á daga hans hafði
drifið og sagði þær alltaf í léttum
dúr. Ein var um það þegar hann fór
í útgerð. Hann keypti sér bát. Vélin
gaf sig í bátnum, hann gat fengið lán
fyrir vél sem hann pantaði en þegar
átti að setja vélina niður í bátinn
neitaði bankinn honum um frekari
fyrirgreiðslu vegna niðursetningar
á vélinni. Þetta sárnaði Eiríki og af-
henti hann bankastjóranum lyklana
að bátnum og lauk þar með útgerð-
arsögu hans. Þessa sögu sagði hann
með brosglampa í augum og
ákveðnu stolti, það var ekki hans
stíll að velta sér upp úr vonbrigð-
unum. Hann fór þá að vinna hjá
bænum. Einnig var hann um tíma
með sinn eigin vörubíl hjá Vörubíla-
stöð Vestmannaeyja. Samvinna okk-
ar var hafsjór af skemmtilegum at-
vikum sem gott er að eiga í
minningunni en of langt væri að
telja upp hér.
Við litum einu sinni við í sumarbú-
staðinn sem þau Sirrý reistu sér við
Þingvallavatn þar sem líkan af
Landakirkju var á blettinum. Þau
Sirrý tóku ákaflega vel á móti okkur
með kaffisopa og léttum sögum. Við
sendum þér, Sirrý, hlýjar samúðar-
kveðjur, svo og eftirlifandi aðstand-
endum.
Hrefna og Örn.
Eiríkur Sigurðsson
✝
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát
og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður
okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
Sólveigar Jónasdóttur
frá Húsavík,
Gullsmára 7,
Kópavogi.
Sigurður Haraldsson,
Bryndís Torfadóttir,
Þórunn Hulda Sigurðardóttir, Bjarni Bogason,
Ásdís Sigurðardóttir, Bjarni Ómar Reynisson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir til allra er sýndu okkur samúð og
hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar,
tengdamóður, ömmu og vinkonu,
ÓLAFAR G. GUÐMUNDSDÓTTUR,
Ársölum 1,
Kópavogi.
Sérstakar þakkir til lækna, starfsfólks Hjúkrunar-
þjónustunnar Karítas og starfsfólks Líknardeildar
Landspítalans í Kópavogi.
Emilía G. Söebech, Ólafur Ö. Ragnarsson,
Kristjana R. Söebech, Eric J. Ericsson,
Sigurbjörg S. Fuellemann, Stefan Fuellemann,
Karólína F. Söebech, Halldór J. Kristjánsson,
Sigríður Söebech,
Þórarinna Söebech, Davíð Davíðsson,
barnabörn og
Andrés Kristinsson.
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð
og hlýhug við andlát og útför ástkærs eigin-
manns míns, föður, sonar, bróður, tengdasonar,
frænda og vinar,
ARA ÞÓRÐARSONAR,
Rósarima 2.
Eva Björk Elíasdóttir,
Aníta Líf Aradóttir,
Rut Aradóttir,
Andri Már Magnússon,
Þórður Eydal Magnússon, Kristín Guðbergsdóttir,
Halla Ólöf Kristmundsdóttir,
Magnús Þórðarson,
Björn Eydal Þórðarson
og aðrir aðstandendur.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elsku-
legs föður okkar, afa, sonar og bróður,
SVEINBJÖRNS BJARKASONAR,
Fyrir hönd aðstandenda,
Katrín Sjöfn Sveinbjörnsdóttir, Jósef Zarioh,
Axel Jósefsson Zarioh, Aðalheiður Lára Jósefsdóttir,
Guðrún Lára Sveinbjörnsdóttir, Þorsteinn Bjarnason,
Bjarki Elíasson, Ásthildur Sigurjónsdóttir,
Björk Bjarkadóttir, Kristján Friðriksson,
Stefán Bjarkason, Þorbjörg Garðarsdóttir,
Þórunn María Bjarkadóttir, Róbert S. Róbertsson,
Þórdís Cortellino Björnsdóttir, Ruggiero Cortellino,
Árni Haukur Björnsson, Þórey Bjarnadóttir
og fjölskyldur.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs
eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og lang-
afa,
ÁSGEIRS SIGURJÓNSSONAR,
fyrrv. yfirvélstjóra,
Rauðalæk 27,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir færum við Sigrúnu Reykdal og
starfsfólki deildar 11G á Landspítalanum við
Hringbraut.
Þórunn Ingvarsdóttir,
Inga Ásgeirsdóttir, Sæmundur S. Gunnarsson,
Ásgeir Ásgeirsson,
Sigurjón Ásgeirsson, Ragnheiður Ragnarsdóttir,
Jón Ellert, Ásgeir Þór, Arnar Þór,
Sara, Sindri, Sölvi og barnabarnabörn.
Loksins fékkstu að
fara, eins ósáttur og
þú varst. Svona illvíg-
ur sjúkdómur spyr ekki um stað eða
stund. Það var skrítin tilfinning að
bíða við símann og fá hina endanlegu
staðfestingu um að þú værir farinn
frá okkur. Á svona stundu streyma
minningarnar fram og fylla hugann
af jákvæðum hugsunum. Fljótsbakki
kemur alltaf til með að skipa stóran
sess í mínu lífi. Þegar ég var yngri
fór ég á vorin strax eftir skóla í sveit-
ina með ömmu Sigrúnu. Tóku þau
hjón Halli og Helga alltaf á móti mér
með útbreiddan faðm og væntum-
þykju. Alveg frá fyrsta degi var ég
einn af strákunum á Bakka og
gekkst ég undir sömu reglur og þeir
bræður. Mikil vanafesta einkenndi
móðurbróður minn. Farið var í fjós
milli sjö og hálfátta. Alltaf tekinn
hálftíma lúr eftir hádegismat og síð-
an var farið í sund fjórum til fimm
sinnum í viku eftir kvöldmat. Fór ég
á Fljótsbakka í átta sumur í röð, þrjá
til fjóra mánuði í senn, því er óhætt
að segja að þau hjón hafi haft mikil
áhrif á mig á mínum uppvaxtarárum.
Ýmislegt gekk á í stórum strákahópi
og ekki voru allir alltaf sáttir en mál-
in leystu þau hjón af festu og sann-
girni þannig að menn gengu yfirleitt
sáttir frá borði. Þegar ég varð eldri
fóru ferðirnar á Bakka að verða
færri og voru yfirleitt notaðar til að
veiða í Fljótinu en það breytti því
ekki að ég taldi mig vera að fara
heim þegar ég kom á Fljótsbakka.
Síðustu ár hefur Halli verið að vinna
Haraldur Karlsson
✝ Haraldur Karls-son fæddist á
Fljótsbakka 8. októ-
ber 1936. Hann and-
aðist á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á
Akureyri aðfara-
nótt 10. nóvember
síðastliðins og fór
útför hans fram frá
Þorgeirskirkju 17.
nóvember.
við steinhleðslu, við að
gera upp gamla bæi og
veggi. Var hann mjög
stoltur af þeirri vinnu
og lagði mikinn metn-
að í að skila þeim verk-
efnum sem hann tók
að sér eins vel úr garði
gerðum sem mögulegt
var. Var ég svo hepp-
inn að þegar mamma
tilkynnti mér að hún
væri að fara að gifta
sig um síðustu áramót
þá hringdir þú til mín
og spurðir hvort þú
fengir far í giftinguna. Ekkert var
sjálfsagðara og komst þú deginum
áður og gistir hjá mér eina nótt. Sát-
um við langt fram eftir kvöldi og
spjölluðum um alla heima og geima
og aðallega þá prakkarastrikin sem
við strákarnir frömdum í sveitinni í
gamla daga. Einnig var ég sáttur að
strákarnir mínir fengu aðeins að
kynnast þér þessa tvo daga sem leið-
ir okkar lágu saman um síðustu ára-
mót. Núna í byrjun október fékkstu
þær fréttir að sjúkdómurinn væri
búinn að taka sig upp aftur og það
væri lítið hægt að gera. Lá leið mín
til Akureyrar og gerði ég mér ferð til
að hitta þig. Komstu á móti mér í
dyrunum og urðu með okkur fagn-
aðarfundir en ég sá strax hvað þú
varst orðinn þreyttur. Var ég hjá þér
í klukkutíma og sagðir þú mér frá því
er þú fórst í Vasa-skíðagönguna í
Svíþjóð og á meðan á frásögninni
stóð ljómaðir þú af stolti. Þegar ég
var að fara sýndir þú mér málverk
sem þú hafðir málað og hafði ég á
orði að það væri augljóst hvaðan þú
hefðir fengið þá hæfileika, frá föður
þínum. Þegar ég var að kveðja
tókstu utan um mig eins og ég væri
enn litli strákurinn þinn í sveitinni,
ég held að þú hafir vitað að við mynd-
um ekki hittast aftur. Ég ætla að
koma heim á Fljótsbakka og kveðja
þig í hinsta sinn, elsku frændi.
Hvíl í friði.
Einar.
Hefði ég verið strákur héti ég
Haraldur Karlsson, í staðinn eru
upphafsstafir mínir, HK, alveg eins
og afa. Halla afa þótti afar skemmti-
legt að labba, hvort sem var upp á
fjall eða á skíðum. Hann var í betra
formi en tvítugir gæjar.
Ég heyrði þá sögu af honum að
eitt sinn fann hann vegvillta björg-
unarsveitarstráka sem báðu hann
um hjálp. Hann sagðist nú alveg geta
rölt með þeim enda kunnur staðhátt-
um (án GPS-dóts). Eftir smálabb
þurftu strákarnir að biðja afa að
hægja á sér því þeir héldu bara ekki í
við hann.
Haraldur var lífsglaður og gefinn
fyrir dans enda mun ég aldrei
gleyma því þegar hann passaði mig
eitt sinn er ég var um 10 ára og hann
kenndi mér rokk og ról með tilheyr-
andi sveiflum og dýfum við lagið „Ol-
sen Olsen“. Ég var mörg sumur á
bóndabænum Fljótsbakka hjá Halla
afa og Helgu ömmu. Haraldur afi var
afar fámáll og eitt sinn úti í fjósi bað
afi mig að standa ekki fyrir aftan
eina kúna því hún ætti það til að
sparka. Á mig kom skelfingarsvipur
og ég gekk til föðurbróður míns og
sagði: „Siggi, afi talar.“ Eftir það fór
afi að tala (aðeins) meira við mig.
Einu sinni úti í fjósi sagði Halli:
„Réttu mér dulu, telpa.“ Ég leit á
hann skilningslausum augum og
sagði: „Talaðu íslensku Ingólfur
Arnarson, ég skil ekki orð.“
Haraldur hefur afrekað mikið um
ævina og munu menjar um verk hans
verða til um ókomna tíð. Ekki aðeins
í öllum þeim börnum og barnabörn-
um sem út af honum eru komin held-
ur reisti hann steingarða líkt og á
Grenjaðarstað og við kirkjuna á
Svalbarðseyri.
Ég mun alltaf með stolti geta sagt
í leiðsögumannsstarfi mínu: „Hann
afi minn sagði mér alltaf að það væri
ekki til neitt sem heitir slæmt veður
– aðeins slæmur útbúnaður.“ Því
ætla ég að gíra mig upp í hvaða veðri
sem er og í minningu hans labba um
fjöll og dansa alveg villt og galið á
hverju balli.
Takk fyrir allar minningarnar afi
minn.
Hafdís Karlsdóttir.