Morgunblaðið - 16.12.2007, Síða 68

Morgunblaðið - 16.12.2007, Síða 68
68 SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Okkur ömmu kom alltaf vel saman. Við vorum ekki alltaf sam- mála, en það skipti ekki öllu máli, því við gátum yfirleitt verið sammála um að vera ósammála þegar ágreiningsefn- in voru stór. Annað hvort það eða ég samsinnti henni og þá var ekki leng- ur ágreiningur og hún var ánægð. Enda var hennar skoðunum sjaldn- ast hnikað, ekki heldur þegar hún hafði ekki hugmynd um hvað hún var að tala. Þannig var það bara. Þegar amma flutti á jarðhæðina í húsinu okkar í Fellabænum, þá var hún eig- inlega bara venjulega amma. Hún bjó í sveitinni, bakaði kleinur, stund- um pönnukökur, og hún skammaði mig oftast ef ég var votur í fæturna og alltaf þegar ég týndi vettlingunum mínum. Svo prjónaði hún nýja. Sigríður Jónsdóttir ✝ Sigríður Jóns-dóttir fæddist á Kirkjubæ í Hróars- tungu 4. ágúst 1917. Hún lést á sjúkra- húsi Egilsstaða 22. október síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Egilsstaða- kirkju 5. nóvember. Á jarðhæðinni í Mið- fellinu urðum við amma vinir. Við áttum sameiginlegt áhuga- mál, vorum bæði í fé- lagi fólks sem var meinilla við J.R. Ew- ing. Á miðvikudags- kvöldum horfðum við á Dallas á meðan hún prjónaði, og ég gaf henni stutta saman- tekt af því helsta sem gerðist á meðan hún taldi lykkjurnar. Svo spjölluðum við. Síðan flutti amma á Lagarásinn og kynntist Simma Guðna, sem við köll- uðum alltaf kærastann, þegar hún heyrði ekki til. Eftir körfuboltaæf- ingar labbaði ég til ömmu, hún smurði brauð og svo spjölluðum við, þar til Simmi skutlaði mér heim. Svo flutti Simmi hinum megin við götuna, í elliblokkina, og amma með. Þar stoppaði ég á leið minni í og úr menntaskólanum, drakk kaffi og spjallaði. Í menntaskólanum átti hún mörg barnabörn, en ég hitti þau eig- inlega oftar heima hjá ömmu, yfir kaffi, heldur en í menntaskólanum, enda lærðum við miklu meira um lífið hjá ömmu en í nokkrum skóla. Eftir að ég flutti suður til að fara í háskóla hætti ég eiginlega alveg að koma til ömmu í kaffi. Það var langt að fara. Í staðinn hringdi ég og við spjölluðum. Stundum bara í tuttugu mínútur en oftast alveg í klukkutíma. Og þegar ég eignaðist börn þá gat hún sagt mér helling um það hvernig ég átti að fara að. Mín börn gerðu nefnilega alveg eins og Halldór hafði gert, eða Bói eða Dísa gerðu. Og hún kunni ráð við því. Í sumar fórum við austur í Eiða og héldum upp á að amma var orðin ní- ræð. Óljóst grunaði mig að það yrði í síðasta skipti sem ég sæi hana. En hún var ósköp glöð að við vorum öll komin til að fagna með henni. Það var gott að hún var glöð síðast þegar ég sá hana. Sveinn Birkir Björnsson. Í september síðastliðnum var ég stödd á bernskuslóðum austur á Hér- aði og brá mér þá í heimsókn til Sig- ríðar til að óska henni til hamingju með níutíu ára afmælið sem þá var nýlega afstaðið. Hún var glæsileg að vanda, viðræðugóð og minnug með afbrigðum. Mér fannst ég hafa elst mun meira en hún alla þá áratugi sem við höfðum þekkst eða alveg frá því að ég man fyrst eftir mér. Nokkr- um árum áður hafði ég hlustað á hana syngja með kór eldri borgara en samverustundirnar voru vissulega ekki margar hin síðari ár. Á milli húsanna heima á Hjartarstöðum voru bara nokkrir tugir metra. Í öðru húsinu bjuggu föðurbróðir minn Sig- urður og Sigríður kona hans með barnahópinn sinn en hinu foreldrar mínir og bræður. Á báðum bæjum voru líka ömmur og oft fleira fólk. Þetta var gott samfélag þar sem allir hjálpuðust að og oft þurfti að skjótast á milli til að fá lánað eitthvað sem vantaði til matargerðar eða annarra hluta.Þegar faðir minn lagði af kúabúskap var fyrsta launaða starf mitt að sækja mjólk heim til Siggu og Sigga. Ég tók starfið alvarlega, fékk 10 aura fyrir ferðina og þurfti að gæta þess að missa ekki dýrmætan dropann niður. Einu sinni datt ég þó og spenvolg mjólkin rann út í gras- ið.Þá kom Sigga til mín, þar sem ég stóð með tárin í augunum, og leiddi mig heim og hellti brúsann fullan á ný. Þetta skyldi vera okkar á milli og mikið var ég henni þakklát. Einhvern tímann þurfti móðir mín að leggjast á sjúkrahús að haustlagi í nokkra daga einmitt þegar von var á gangnamönnum úr sveitinni. Þeir skiptu sér á milli bæjanna heima í mat og kaffi því að fénu var safnað þar saman í rétt. Ég vildi reyna að fylla vandfyllt skarð mömmu í mat- argerðinni og leitaði ráða hjá Siggu. Ég var búin að baka einhver ósköp þegar hún kom og tók verk mín út eins og nú er sagt. Man ég enn hversu mikið mér þótti til um við- urkenningu hennar. Það var ekki háttur fyrri kynslóða að vera með stöðugt hrós og orðskrúð en ég fann að hún treysti mér. Sigga var létt á fæti á árum áður, hún sveif nánast áfram eftir túninu enda störfum hlaðin eins og margra barna mæður og sveitakonur eru gjarnan. Við krakkarnir eltum hana stundum í hús þar sem von var á kleinum eða einhverju öðru góðgæti og það var alltaf spennandi að vita hvað væri í matinn hjá henni eða leyndist í búrinu. Um jólin voru svo haldin jólaboð með heitu súkkulaði og kökum, leikjum og spjalli. Þá komu eldri börnin heim úr vinnu og skólum en elstu börn Sigurðar og Sigríðar voru eldri en við systkinin og því spennandi félagsskapur. Með aldrinum verður mér betur ljóst hversu mikil forréttindi það eru að alast upp í jafn góðu samfélagi og ég gerði heima á Hjartarstöðum þar sem samkennd og samvinna voru sjálfsagðir hlutir. Aldrei man ég eftir að fjasað væri um vandamál eða auraleysi en þeim mun meira um at- burði líðandi stundar, stjórnmál og bókmenntir. Erfiðleikarnir hafa þó eflaust verið ærnir en þeir voru bara viðfangsefni sem þurfti að leysa. Frændsystkinum mínum og fjöl- skyldum þeirra sendi ég samúðar- kveðjur. Una Þóra Steinþórsdóttir. Elsku pabbi minn. Ég er eigingjörn, vil ekki sætta mig við þetta, þetta er of skrítið. Hvað varð um pabbakvöldin, mys- pace-skilaboðin, símtölin, samtölin, rifrildin, faðmlögin, knúsið og hlát- urinn? Ég elska þig út af lífinu. Ég bíð eftir að sjá þér bregða fyrir, vona innst inni að þú sért að stríða mér, komir til mín í draumi og faðmir mig. Þú varst yndislegur og ég er svo stolt að vera dóttir þín. Við vorum bestu vinir ég og þú, vissum allt of mikið hvort um ann- að, en þú varst þannig af guði gerð- ur að ég leitaði til þín. Þú hjálpaðir og beindir mér áfram en ákvörð- unin var mín. Þegar ég var lítil fórstu með okkur í tívolí, lékst þér í barbí, póný, playmó og bíló. Þú gafst þér alltaf tíma til að leika. Við fengum flottustu disney-fígúrurnar á afmælisterturnar sem þú teikn- aðir og skarst út. Þú bjóst til þvílíku listaverkin úr krassinu mínu. Þetta var okkar leikur. Þú söngst fyrir okkur og last heilu sögurnar inn á snældur svo við gætum hlustað á þær fyrir svefninn. Þegar ég var unglingur vorum við í fótbolta, körfubolta, klifruðum upp Helgafell saman, þú hvattir mig áfram í öllu því sem ég tók mér fyrir hendur. Öskraðir eins og speedygonzales á fótboltaleikjum. Þú lékst þér við mig þegar ég varð kona, við glápt- um á vídeó, áttum okkar pabba- kvöld, prison break, so you think you can dance, borðuðum hnet- unammi og mm, fórum á tónleika, Kolaportið, út á skemmtanalífið, þú hjálpaðir mér með polið og við drösluðumst saman með pallinn út um allt. Það er mér minnisstætt þegar þú fékkst þá hugmynd að kveikja í Rauðhólum og hafa það sem bakgrunn fyrir myndatöku. Frábær hugmynd, má ekki segja hvort við gerðum það, en engu að síður varst þú hugmyndaríkur og gerðir allt sem þér datt í hug. Í síð- ustu meðferðinni þinni fólstu mér það hlutverk að ná í bílinn þinn. Sem góð dóttir gerði ég það. En daginn sem þú komst út og ætlaðir að ná í hann þá var hann ekki þar. Við í sameiningu fórum á Vog og til- Sveinbjörn Bjarkason ✝ SveinbjörnBjarkason fædd- ist í Reykjavík 27. október 1954. Hann lést 18. nóvember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Bústaðakirkju 23. nóvember. kynntum að ég hefði stolið bíl sem var al- veg eins og pabba bíll. Okkur þótti þetta af- skaplega fyndið. Ég ætla að þakka þér fyr- ir að gera mig að þeirri konu sem ég er í dag. Ég hafði þau forréttindi að vera dóttir þín og vinur. Af foreldrum lærir mað- ur og mótast. Ég næli mér í það góða sem í ykkur báðum býr. Ég var pabbastelpa alla tíð en elska ykkur bæði jafnt, það eru mínar ær og kýr. Ég sé þig ávallt í stjörnum og sól. Ég finn að þú hefur öðlast innri ró. En erfitt er að kveðja þig því engill þú varst og alltaf mér við hlið. Þó dagar þínir kaldir og reiðin hvöss. Þá varstu alltaf að hugsa um mig. Við saman var þvílíkt gaman og stolt ég segi við þig, að þú varst minn vinur, mitt traust þó stundum þú á mér braust, en þau brot voru þinn harmur að bera og þau glerbrot þig skera. Ég reið þér var við þitt síðasta lag en nú ég verð mér að fyrirgefa því ég veit þú ert sáttur í dag og hjálpar mér að lifa þetta af. Elska þig mín fallega sól og mér þykir sárt að missa þann sem dó. Elska þig út af lífinu pabbi minn. Ég hræðist ekki minn dag því ég veit að þú ert þar. Bið að heilsa. Þín dóttir, Guðrún Lára. Elsku besti pabbi minn. Svart- hvíta hetjan mín: „Dont worry, be happy.“ Þetta reddast. Nú ert þú orðinn engill sem vakir yfir eins og í uppáhaldsbæninni okkar; sitji guðs englar saman í hring, sænginni yfir minni. Þú varst góður og skilnings- ríkur á flesta nema sjálfan þig. Of stórt hjarta er húmor út af fyrir sig því þannig varst þú. Máttir ekkert aumt sjá eða heyra án þess að leggja þitt af mörkum, hvort sem aðstæður leyfðu eður ei. Okkar samband var sérstakt, við þekkt- umst svo vel og skynjuðum alltaf ef eitthvað var að. Þú varst ekki bara pabbi minn, þú varst sálufélagi minn og því fær enginn breytt. Sem faðir og vinur kenndirðu mér allt um lífið og það að dæma aldrei neinn heldur sjá það góða sem í öll- um býr. Oft fórst þú í taugarnar á mér, þá sérstaklega þegar þú sagðir að við værum eins, hugsuðum eins. Sannleikurinn er sá að ég skildi ekki þá að þér voru gefnar margar guðsgjafir eins og t.d. söngur, listir og taktur og þú varst mikill and- legur leiðtogi sem áttir auðvelt með að hrífa fólk með þér. Þú fékkst annað í gjöf sem enginn vill og það er sjúkdómurinn alkóhólismi. Hann skemmdi mikið fyrir þér og þeim sem stóðu þér næst en kenndi þér að gleyma ekki þínum minnsta bróður þegar þú náðir tökum á hon- um fyrir tveimur árum með miklum árangri með hjálp Samhjálpar, SÁÁ og 12 spora AA-samtakana. Og þessi ár notaðirðu til að kynnast barnabörnunum þínum, hjálpa heimilislausum og styðja okkur systurnar og varst ætíð stoltur faðir og afi. Styrktir vitundarsamband þitt við guð og menn. Það kom mér samt því miður ekki á óvart þegar presturinn bankaði upp á og sagði mér að þú værir nú allur. Samt var það jafn sárt og alltaf kemur þetta öllu úr jafnvægi þótt þetta sé það eina í þessu lífi sem við getum verið örugg um. Fyrir mér varstu orðinn gamall maður í reynslu, þó ekki nema 53 í árum talið, sem þykir heldur ungt. Margir hafa haft foreldra sína lengur hjá sér en samt ekki jafn mikil og náin tengsl og ég hafði í 26 ár. Ég er þakklát fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og alla þá ást og visku sem þú gast gefið mér og litlu systur minni, manni mínum og börnum. Þú hefur nú sleppt tök- unum og leyft guði og það er frelsi. Laus undan þjáningunni og með því að deyja varð það öðrum til lífs. Kraftaverkin gerast enn. Þú varst mikið skáld og elskaðir alltof heitt og þín aðalorð voru „Love you“ og mín „I love you too“. Og það sem þú sendir mér stuttu áður en guð tók þig. Það mikilvæga í þessari veröld er ekki hvar við erum stödd heldur í hvaða átt við stefnum. Ég kveð þig nú hinn helmingur- inn af mér. Þeim var ég verst er ég unni mest. En sjálfsvorkunn og sektarkennd eru sóunarsysturnar tvær og nú þurfum við ekki lengur að eyða tíma í þær. Það góða sem í þér bjó lifir áfram í þeim sem þú snertir og þín verður sárt saknað og mikilmenni og stórhöfðingjar komast aldrei með tærnar þar sem þú hafðir hæl- ana í mínum huga. Ég bið fyrir þeim sem elskuðu þig og þekktu og vil fá að þakka afa og systkinum þínum fyrir að vera svona mikill stuðningur fyrir okkur Láru. Þín dóttir að eilífu, Katrín Sjöfn Sveinbjörnsdóttir. Elsku Sveinbjörn. Þú kvaddir áður en elliheimilið okkar varð til. Okkar „gömlu hjónanna“ bíður fallegri staður þeg- ar við hittumst á himnum. Það er margs að minnast frá þeim árum sem við þekktumst, þótt þau væru ekki mörg notuðum við þau vel. Lengi vorum við að leita að lagi með Buena vista social club og búin að kaupa einn rangan disk, þá sungum við lagið fyrir afgreiðslu- manninn í Skífunni. Þú trommaðir á afgreiðsluborðið, við fengum réttan disk og var hann spilaður óspart og trommutakturinn sleginn á stýrinu. Þau voru ófá skiptin sem þú sóttir mig. Þá sérstaklega til þess að sýna mér eitthvað sem þú hafðir komið auga á. Húsið með fallega útsýninu í Kópavoginum, allir staðirnir sem við skoðuðum með húsið okkar í huga. Heilu dagana sem ég var með þér í bílnum, þá voru öll heims- vandamálin rædd og ráðin. Oftast endaði dagurinn með fiski á American Style. Enn fleiri voru skiptin sem ég hringdi og bað þig að koma og hjálpa mér við ýmis verk. Þegar við ætluðum að fara og fá okkur að borða áður en við færum í bíó en þú snerir við til að sprauta bókaskáp fyrir mig og gerðir það í skininu frá bílljósunum úti á bíla- plani, og fórst síðan seinni umferð- ina eftir bíó. Þegar ég keypti mér hillur í stofuna, sem sjónvarpið passar ekki í, var búin til aukahilla fyrir tækið. Þú varst svo ánægður þegar ég var að koma mér fyrir í íbúðinni. Þú hafðir þínar skoðanir og komst með hluti sem þér fannst eiga að vera þar, kallaðir það alltaf að koma heim. Aldrei gleymi ég hvað þú varst mér góður þegar ég átti erfitt. Þú keyrðir alla leið niður í bæ aftur ofan úr Breiðholti til að kaupa kertastjaka sem þú hafðir séð í blómabúð og gefa mér hann. Hvað þú varst alltaf nærgætinn við mig og vildir hlífa mér þó að það væri ekki alltaf hægt. Hjálpsemin og náungakærleikurinn voru sterk öfl í þér, þú vildir alltaf vera að gera gott fyrir litla manninn en skildir ekki að stundum varst þú minnstur sjálfur. En Bakkusi tókst að telja þér trú um að þú gætir stjórnað drykkju þinni og haldið áfram lífi í glamúr og gleði. „Takk fyrir að vera til!“ sagðir þú alltaf við mig. Ég vil með þessum orðum þakka þér fyrir allt sem þú gafst mér, öll ljóðin sem þú samdir til mín og allar minning- arnar sem eiga eftir að ylja mér um ókomin ár. Þín vinkona, Ásdís. Sveinbjörn hafði ég ekki þekkt lengi en á þeim stutta tíma sem við þekktumst tókust með okkur góð kynni. Hann var svo opinn, góð- hjartaður og hreinskilinn að strax gat maður farið að tala við hann eins og gamlan vin, hann var einn þeirra sem maður þurfti ekki að þekkja lengi til að geta talað við um allt milli himins og jarðar. Minnist ég nokkurra símtala sem byrjuðu svona: „Smávesen með tölvuna, geturðu kíkt á hana fyrir mig?“ Þegar maður kom svo á stað- inn var aðalmálið ekki tölvan heldur fórum við að ræða um tónlist, myndlist og hugmyndir og það var aldrei skortur á þeim hjá honum, það var eins og þær sæktu til hans, hann hafði óendanlegt hugmynda- flug. Að koma heim til hans var eins og að ganga inn í draumaheim; margir fallegir og sérstakir hlutir sem hann hafði komið fyrir á réttum stöðum og allt passaði þetta, hver hlutur hafði sína merkingu. Andrúmsloftið í kringum hann var svo rólegt og þægilegt að strax fann maður til þæginda og afslöpp- unar. Það er sárt að kveðja svona einstakan mann sem hafði svona margt gott til að bera. Vinur minn, hvíldu í friði. Þorsteinn. Kæri Sveinbjörn. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Öllum aðstandendum Svein- björns votta ég mína dýpstu samúð. Hvíl í friði kæri Sveinbjörn. Þín vinkona, Lína Louise. Ég hrökk illa við þegar ég var að lesa Morgunblaðið einn morguninn og sá að vinur minn Sveinbjörn var látinn aðeins 53 ára gamall. Ég átti því láni að fagna að kynnast aðeins Sveinbirni. Það mun hafa verið árið 2005 sem ég hitti hann fyrst en þá bjó ég á Rauðakross-hótelinu í Reykjavík og var að jafna mig eftir heilablóðfall og rétt hjá hótelinu var pöbb sem ég rölti stundum á og fékk mér bjór. Ég þurfti að ganga við hækju og var frekar valtur á fót- unum og mátti ekki við að neinn rækist utan í mig, því þá var ég dottinn. Eitt sinn er ég kom þarna inn sá
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.