Morgunblaðið - 16.12.2007, Page 70

Morgunblaðið - 16.12.2007, Page 70
70 SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Góður nemandi minn, Ingibjörg Árna- dóttir, er fallin frá langt um aldur fram. Ingibjörg stundaði leikfimi í íþrótta- húsi Háskóla Íslands til margra ára. Ég taldi víst að Ingibjörg hefði skroppið til útlanda, þar sem hún mætti ekki í tvo íþróttatíma í röð, en lífið breytist fljótt. Þegar Ingibjörg gekk um ganga íþróttahússins gustaði af henni og hún kom stundum á hlaupum inn í salinn. Hádegistíminn var vel nýttur. Ingibjörg átti ákveðinn stað í salnum og sendi mér oft bros, mismunandi glatt, eftir því hvernig henni líkuðu æfingarnar. Íþróttahópurinn þakkar Ingibjörgu fyrir áratuga hvatningu og samveru í svita og puði. Nærvera Ingibjargar var alltaf góð og söknum við hennar sárt. Við sendum fjölskyldu hennar okk- ar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum algóðan guð að styrkja þau. Margrét Jónsdóttir, íþróttakennari. Ingibjörg Árnadóttir ✝ Ingibjörg Árna-dóttir fæddist á Grenivík 23. nóvem- ber 1941. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans 9. nóvember síðastlið- inn og var jarð- sungin frá Nes- kirkju 20. nóvem- ber. Snöggt fráfall Ingu gerir mér erfitt að hugsa skýrt. Við höfð- um mælt okkur mót þegar ég kæmi heim frá Afríku. Ég hafði verið að hugsa til henn- ar, vissi að hún ætti af- mæli brátt. Dýrmætt er mér spjall okkar í lok októ- ber. Þar var farið um víðan völl eins og alltaf, en endað á að tala um barnabörnin okkar góðu og fallegu. Inga var fyrst og fremst fjölskyldukona. Þau Hrafn voru afar samrýnd. Börn- in voru í fyrsta sæti sem og barna- börnin, sem Inga dáði. Hún var ólöt við að hjálpa til og naut þess. Hún vann á Háskólabókasafni og hafði gert til ára eftir að hún lauk námi í bókasafnsfræði – til mótvægis við lögfræðina sagði hún í gríni. Við vorum mikið saman fjórar bekkjarsystur í MA í sjötta bekk. Ella og Nína búa erlendis. Endur- fundir voru eins og í gamla daga og við einhvern veginn alltaf sömu stelp- urnar. Tryggð og vinátta í fyrirrúmi. Þannig var Inga, hlý og skemmtileg, kát og félagslynd. Hún var hrifin burt í önn dagsins. Minningarnar eru sterkar og ómetanlegar. Hugur okkar Halldórs er hjá Hrafni og öllum börnunum með inni- legri hluttekningu. Margrét Skúladóttir. ✝ Maggý Lárents-ínusdóttir fædd- ist í Stykkishólmi 25. ágúst 1923. Hún andaðist á St. Franciskusspít- alanum í Stykk- ishólmi 19. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Lárentsínus Mikael Jóhannesson og Sigríður Bjarna- dóttir, bæði látin. Maggý var elst af 9 systkinum, eru nú 7 á lífi. Maggý giftist árið 1952 Ágústi Bjartmars húsasmíðameistara, f. 13. janúar 1924. Börn þeirra eru: a) Petrína Rakel, f. 1952, gift Sumarliða Bogasyni, synir þeirra Guðni, f. 1991 og Sæþór, f. 1995. Sonur hennar er Ágúst Jensson, kvæntur Dagbjörtu Víglunds- dóttur, dóttir þeirra er Rakel Dó- rothea, f. 2006. b) Kristján, f. 1954, kvæntur Jóhönnu Rún Leifsdóttur, börn þeirra, María Kristín f. 1984 og Guðmundur f. 1987. c) Lárentsínus Helgi, f. 1958, kvæntur Erlu Leifsdóttur, þau slitu samvistum. Dóttir þeirra er Maggý, f. 1993. Sambýliskona Lár- entsínusar Helga er Heiðrún Leifsdóttir. Maggý bjó hún alla sína tíð í Stykk- ishólmi. Hún gekk í Barna- og unglinga- skóla Stykkishólms og veturinn 1940-41 stundaði hún nám í Héraðsskólanum á Laugarvatni. Eftir þann vetur fór hún að vinna á sauma- stofu Kaupfélagsins og lærði þar herrafatasaum. Hún vann sem talsímavörður hjá Pósti og síma með hléum frá 1942-1979 en þá fór hún í fasta stöðu þar uns hún lét af störfum 1988. Áhuga- mál hennar voru söngur fyrst og fremst og söng hún með Kirkju- kór Stykkishólmskirkju frá 14 ára aldri, í rúm 50 ár. Einnig var hún mikil hannyrðakona. Hún starfaði lengi í Kvenfélagi Hringsins, meðal annars sem for- maður, hún var heiðursfélagi þess til margra ára. Útför Maggýjar var gerð frá Stykkishólmskirkju 29. nóvem- ber. Kvatt hefur mæt kona Maggý Lárentsínusdóttir, lífsgöngu hennar er lokið eftir þungbær veikindi. Mér finnst við hæfi að minnast hennar með fáum orðum. Hún var starfs- félagi minn til margra ára hjá Pósti og síma í Stykkishólmi, en hún starf- aði þar mestan hluta starfsævi sinn- ar. Undirrituð varð þeirrar gæfu að- njótandi að njóta leiðsagnar hennar þegar ég hóf störf hjá Pósti og síma 1961. Við vorum talsímakonur sem síðar breyttist í talsímaverði þegar tölvu- öldin skall á. Öll símavarsla var handvirk, helst þurftum við að kunna öll símanúmer utan að til að flýta fyr- ir afgreiðslunni, þá þurftum við að muna allar hringingar á hvern sveitabæ á okkar þjónustusvæði. Þær stöðvar sem höfðu stuttan af- greiðslutíma þurftu að komast að, en langlínur voru fáar og ekki til skipt- anna oft á tíðum, og ekki voru allir ánægðir sem von var að komast ekki að, með sín símtöl. Annríki var oft mikið, við tókum við öllum skeytum og sendum skeyti, stundum gekk mikið á en Maggý var röggsöm og hjálpaði okkur sem vorum að byrja í gegnum þennan frumskóg. Suma viðskiptavini þurftum við að þéra, það mátti ekki gleymast, en það lagðist svo af er tímar liðu. Fljótlega bættust við ný símanúmer eftir því sem hagur fólks batnaði, en áður þurfti að boða fólk með kvaðningu til að mæta í símaviðtal. Þjónustusvæð- ið var stórt og náði til margra stöðva og eyja sem voru þá í byggð á Breiðafirði. Talsímakonur voru fjöl- menn stétt á þessum á þessum árum, en nú hefur tæknin og tölvuvæðingin lagt þessa stétt niður. Fáir skilja lengur, að minnsta kosti ekki unga fólkið í dag, að á þessum tíma þurfti að mæla lengd símtala með því að fara inn á símtalið og tilkynna við- talsbil, hraðsímtöl gengu fyrir öðr- um símtölum, og forgangshrað var það að slíta samtali sem fyrir var, en þá lá auðvitað mikið á. Mér er efst í huga þakklæti fyrir leiðsögn Maggýjar sem alltaf var tilbúin að leysa úr öllu sem upp gat komið í erilsömum störfum, en þó voru ánægjustundir margar. Við höfðum mikið og gott samstarf við símafólk víðs vegar um landið og þekktum raddirnar þótt sjaldnast sæjum við fólkið á bak við þær. Ég vil þakka Maggý fyrir frábær kynni, og ég veit að ég mæli fyrir munn allra þeirra talsímakvenna sem störfuðu með henni í gegnum árin. Takk fyrir gott spjall á heimili þeirra hjóna yfir kaffi og veitingum, þar sem minnst var liðina stunda á sím- anum. Maggý var mikill Hólmari og gladdist yfir öllu sem til framfara varð í bæjarfélaginu. Auk heimilis- starfa og uppeldi barna sinna var hún mjög virk í kvenfélaginu og for- maður þess um tíma. Þá söng hún í kirkjukór Stykkishólmskirkju frá unga aldri í allt að 50 ár. Þakklæti er mér efst í huga á þessum tímamót- um. Þakkæti fyrir að hafa fengið að starfa með henni í svo langan tíma. Innilegar samúðarkveðjur færi ég eiginmanni hennar, börnum systkin- um og öllum sem stóðu henni næst. Guð blessi minningu mætrar konu. Unnur Lára. Maggý Lárentsínusdóttir Þessi orð mín um Sigga koma frekar seint en sorgin er langt og erfitt ferli. Sá tími sem við Siggi vorum saman var góður. Hann tók stóru börnunum mínum eins og sínum eigin og bera þau sorg í hjarta. Fjölskyldan skipti Sigga miklu máli og hann sýndi mér hversu mikilvægt það er að halda fjölskyldunni saman. Við heyrðumst reglulega í síma og þið feðgarnir spjölluðu mikið saman. Fyrir ári síð- an hittust þið feðgarnir eftir margra ára aðskilnað (nema í gegnum síma). Það var yndislegt að sjá ykkur saman. Þið fóruð saman í Kringluna og gafst þú honum stóran Playmó-bíl og lengi vel á eftir mátti enginn snerta bílinn frá pabba. Það virtist allt vera að fara á betri veg hjá þér, elsku vinur minn, og þið feðgarnir áttuð að fara að hitt- ast oftar en við ráðum engu um það hvenær kallið kemur. Þegar prestur- Sigurður Júlíus Hálfdánarsson ✝ Sigurður JúlíusHálfdánarsson fæddist í Reykjavík 8. september 1972. Hann lést laugar- daginn 22. septem- ber síðastliðinn og var jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafn- arfirði 4. október. inn kom og sagði mér að þú værir látinn fór hræðilegt sorgarferli í gang og ég kom ekki í jarðarförina þína, ég treysti mér ekki og ég veit að þú skilur það. Ég bið fyrir þér á hverju kvöldi í bænum mínum. Það var mikil sorg hjá vinum okkar í blokkinni sem við bjuggum í og Solla vin- kona tók þetta mjög nærri sér. Sonur þinn trúir því ekki enn að þú sért farinn frá okkur, segir að pabbi sinn hafi verið svo ungur en ég sagði honum að aldurinn skipti engu máli er fólk verður bráðkvatt. Þegar sorgin herjar á, fara margar hugsanir á stjá, minningarnar góðu um mig og þig frá hjartanu græta mig. Á milli okkar var sérstakur streng- ur og af honum hlaust okkar yndislegi drengur. Er ég horfi á hann sé ég þig í sorg minni, það róar mig. Þú ert nú í faðmi guðs og það er ósk mín og trú að þú hafir loksins fundið frið, ég bið ekki um meira. Ég og börnin mín vottum fjöl- skyldu Sigga samúð okkar og megir þú hvíla í friði, vinur minn. Rakel Guðfinns. Elsku Mummi. Orðið fjölskylda er undarlegt hugtak. Hvernig við skilgreinum fjölskyldu okkar er oft ennþá skrýtnara. Ég er þeirrar gæfu aðnjótandi að vera hluti af fjölskyldu ykkar Elínar. Tveggja ára gömul skreið ég yfir götuna í heimsókn til góðu konunn- ar og gamla mannsins. Að fá að vaxa úr grasi hjá ykkur, þroskast, dafna og blómstra sem ung kona eru forréttindi. Blóm mitt hefði aldrei verið jafn fagurt án kærleika ykkar. Ég þakka guði fyrir að hafa kynnst þér og fyrir þær óteljandi stundir sem við áttum saman. Hlustaðu á gamla manninn, sagði Elín mér. Viðbrögð þín og huggunarorð í erfiðleikum mínum hjálpuðu mér ómetanlega mikið. Þú varst aldrei mjög margorður en þessi fáu orð hugguðu mig mikið. Þau gáfu mér styrk. Ekki aðeins til að halda áfram heldur einnig til að skilja betur lífið sjálft og heiminn sem við lifðum í saman. Elsku Mummi. Hálf finnst mér hallærislegt að kveðja þig, svona stórbrotinn og vísan mann sem var mér svo kær, með eins fátæklegum orðum og ég geri í dag. Við þurftum aldrei að nota mörg orð í samtölum okkar til að vita upp á hár hvað við vorum að tjá hvort öðru. Guðmundur Jónsson ✝ GuðmundurJónsson söngv- ari fæddist í Reykja- vík 10. maí 1920. Hann lést á Drop- laugarstöðum að- faranótt 5. nóv- ember síðastliðins og var jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík 14. nóv- ember. Guð geymi þig, elsku Mummi. Við höldum áfram að tala saman í þögninni. Þín Guðrún María. Fyrir á að giska 15 árum hitti ég góðan og gamlan vin, Guð- mund Jónsson, neðar- lega í Bankastræti og tókum við þar tal saman. Eftir að hafa rætt stuttlega um landsins gagn, nauðsynjar og ónauðsynjar lagði ég fyrir hann spurningu sem virtist koma nokkuð flatt upp á hann eins og ég reyndar ætlaðist til, en hún hljóðaði svona: „Hver er munurinn á þér og Rögn- valdi Sigurjónssyni?“ „Það veit ég ekki,“ svaraði hann um hæl. „Ég skal þá segja þér hver hann er. Rögnvaldur hætti við að verða heimsfrægur, en þú nenntir því ekki.“ „Og hver sagði það?“ spurði hann iðandi af forvitni. „Ég sagði það.“ Og mikið megum við Íslend- ingar vera honum þakklátir fyrir það eftir á að hyggja. Og hvers vegna? Vegna þess að við nutum þeirra ómetanlegu forréttinda að fá að sitja svo að segja einir að óvið- jafnanlegri list hans og reyndar ekki aðeins henni heldur líka orð- heppni sem var honum jafneðlislæg og að draga andann. Áður en lengra er haldið er rétt að geta þess að á einum stað í hinni bráðskemmtilegu viðtalsbók, Spilað og spaugað, en þar ræðir Guðrún Egilson við mág sinn, staðhæfir Rögnvaldur að hann hefði áreiðan- lega orðið heimsfrægur, ef hann hefði sest að í Bandaríkjunum. Nú fer þeim ört fækkandi námsmönn- unum og listamönnunum sem dvöldu í skemmri eða lengri tíma í Los Angeles á fimmta tug síðustu aldar. „Mínir vinir fara fjöld“ o.s.frv. kvað Bólu-Hjálmar. Ég á gamla mynd af þeim Guðmundi og Örlygi Sigurðssyni sem ég tók af þeim fyrir framan húsið þar sem Guðmundur bjó ásamt konu sinni, Þóru Haraldsdóttur, og fleirum eins og t.d. Sverri Runólfssyni og Ingunni Blöndal (frænku Þóru) svo aðeins tvö þeirra séu nefnd. Á ljós- myndinni halda þeir á milli sín and- litsmynd eftir Örlyg af söngvaran- um. Ef mig misminnir ekki þá hafði Guðmundur umsjón með húseign- inni, þessu líka stærðarinnar húsi, gegn vægri húsaleigu fyrir sjálfan sig. Af þessu má sjá að hann hafði komið ár sinni vel fyrir borð, enda var maðurinn Verslunarskólageng- inn. Á efri hæðinni var fjöldi leigj- enda, þar á meðal tveir Mexíkanar sem Guðmundur átti einu sinni í ansi spaugilegum brösum við út af kvennastússi þeirra sem hér verður ekki farið nánar út í svona í miðri minningargrein. Það var sama hvenær mann bar að garði, alltaf var tekið á móti manni opnum örmum af þessum elskulegu hjónum. Mjög gest- kvæmt var hjá þeim, einkum um helgar. Seinni konu Guðmundar, Elínu Benediktsdóttur, komst ég fyrst í kynni við mörgum árum síðar, þeg- ar hún tók að sér sænskukennslu í málaskóla mínum um nokkurn tíma og leysti það starf af hendi með mestu prýði. Á sínum tíma átti Guðmundur úr vöndu að ráða er dyr fremstu óp- eruhúsa í heimi virtust standa hon- um opnar. Eftir að hafa skoðað hug sinn vel og vandlega ákvað hann að taka „vorkvöld í Vesturbænum“ fram yfir væntanlega heimsfrægð, sjálfum sér og okkur öllum til mik- illar blessunar. Við hjónin sendum Elínu og öllum nánustu ættingjum okkar innilegustu samúðarkveðju. Halldór Þorsteinsson, skólastjóri Málaskóla Halldórs. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, MARGRÉT JÓHANNSDÓTTIR, Þangbakka 10, Reykjavík lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ að morgni föstudagsins 14. desember. Útförin fer fram frá Langholtskirkju fimmtudaginn 20. desember. kl. 13.00. Sigurður J. Sigurðsson, Sigurður Sigurðsson, Lilja Sörladóttir, Þórdís Sigurðardóttir, Gunnar Pétursson, Ólafur J. Sigurðsson, Ólöf Ragnarsdóttir, Þuríður R. Sigurðardóttir, Kristján A. Ólason, Margrét Sigurðardóttir, Guðmundur Arason, Hrafnhildur Sigurðardóttir, Barcley T. Anderson, Berglind Sigurðardóttir, Ólafur Sigurðsson og ömmubörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.